Morgunblaðið - 01.03.1964, Side 28

Morgunblaðið - 01.03.1964, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Sumyudagur 1. marz 1964 l^enzABerti TeRRASÍsi^\ — Hættið, hættið! Það stendur í blaðinu að vcturinn verði mildur. — En hvað er orðið af Lester sjálfum. Hvert fórstu með hann? Hvernig gaztu flutt hann? Eldurinn í vindlingnum hjá Stephen glæddist er hann saug að sér. — Það var skakkt hjá þér, að bíllinn væri þarna ekki, sagði hann. Hann var á sínum stað inni í skúrnum. Og skúrinn var ekki læstur. Þegar þú varst far- im, leitaði ég dálítið þarna í kring, og sá, að það var hægt að komast úr húsinu að bakdyrun- um á skúrnum án þess að sjást frá veginum, svo að ég bar hann blátt áfram þangað út og kom hoBum fyrir í bílnum. — Áttu við, að hann sé þar enn? — Hafðu ekki hátt, sagði Stephen hvasst. — Hvað held- urð, að ég sé? Vitanlega er hann þar ekki lengur. — Hvað gerðirðu þá við hann?_ — Ég fór aftur inn, þegar ég hafði komið honum í bílinn og hreinsaði þar til — guði sé lof fyrir þetta hellugólf — og svo ók ég burt með hann. — En var þá ekki enn bjart? Hver sem er hefði getað séð þig. — Það var farið að skyggja. Og það var sjálfsagt að leggja það á hættu, finnst þér ekki? — Og hvert fórstu með hann? — Uppeftir fjallveginum. Hún rýndi í ógreinilegt andlit hans, furðu lostin. — Þú hlýtur að vera brjálaður — kolbrjái- aður, sagði hún. Lögreglan hefði getað verið þar enn. Heyrðirðu ekki þegar hún sagði, að lík Lest ers hefði fundizt þar? — Það var ekki um annan stað að gera. Ef ég hefði farið aðalveginn hefði ég hlotið að hitta einhvern, sem þekkti bíl- inn og hefði strax séð, að eig- andinn var ekki við stýrið. En ég var að minnsta kosti hepp- inn. Lögreglan var farin. — En hvar komstu honum fyrir? Hvar er hann nú? Aftur þögn. — Ég er ekki búinn að ráða það við mig, hvort ég eigi að segja þér það. Röddin var róleg, en eitthvað í henni varð til þess, að Ruth fékk hjartslátt. — Og hversvegna ættirðu ekki það? — Það er bara ef þér skyldi snögglega detta í hug að fara að verða opinská við lögregluna. Mér sýndist á andlitinu á þér einhverntíma í eftirmiðdag, að þú værir komin á fremsta hlut- ann með það. Og ég vil ekki, að það verði, að mér óvörum. Ég hef lagt sjálfan mig á þitt vald, finnst þér ekki? Og það án þess að vita, hvað var að gerast. — Ég er nú líka á þínu valdi, sagði hún. En það var ekki fyrr en nú, sem henni var þetta fylli- lega ljóst. Hingað til hafði hún hugsað sér Stephen sem banda- mann sinn— mann, sem á undur samlegan og ótrúlegan hátt hafði komið henni til hjálpar. En n; var hún alls ekki svo viss um, að hann hefði hjálpað henni. — Til hvers varstu eiginlega að gera þetta, sem þú gerðir? spurði hún. — Enginn neyddi þig til þess eða bað þig einu sinni um það. Þú komst þarna að og fannst mig hjá Lester og hefðir getað hringt í lögregluna án taf- ar. — Já, það hef ég alltaf verið að segja sjálfum mér síðan, svar aði hann. — Jæja, þú getur enn gert það, ef þig langar. — Nei, það get ég einmitt ekki. — Það bannar þér það eng- inn, sagði hún og var nú orðin reið. — Láttu ekki eins og bölvað- ur asni, svaraði hann. — Ég er nú orðið í súpunni, engu síður en þú. En ég veit bara enn ekki, hvað hefur verið að gerast. Svo að ef þú veizt ekki, hvað orðið er af Lester, verðum við álíka ófróð bæði. — Ég held ég viti, hvar hann er, sagði hún. — Það eru þessir auðu kofar þama skammt frá gilinu. Hann er þar, er ekki svo? Upphaf þessarar baráttu, sem næstum mætti kalla neðanjarð- arborgarstríð, má rekja alla leið aftur til átjándu aldar, þegar kósakkinn Pugashev efndi til byltingar, sem stóð í sextán mán uði, undir herópinu „Landrými og frelsi“. Yoltaire, Diderot og d’Alembert voru mjög lesnir í Rússlandi á ríkisstjómarárum Katrínar miklu (1762—1796), og brátt kom út fyrsta byltingar- bókin rússneska. Hún var samin af aðalsmanni nokkrum, Alex- ander Radischev, og hét „Ferð frá Pétursborg til Moskvu“, og var undir áhrifum frá ferðabók- inni eftir Sterne. Þama var skrif stofuvaldið og þrælahaldið gagn rýnt, og krafizt endurbóta á hag bænda. En Katrín var í engum vandræðum með að snúast við slíku sem þessu; Radishchev var handtekinn og dæmdur til dauða en að lokum sendur til Síberíu. Honum tókst samt að komast — Það er hugsanlegt. En segðu mér nú, hvað bar raun- verulega við, og svo getum við athugað, hvað við gerum næst. — Þú hefur enn ekki sagt mér, hversvegna þú kallaðir ekiki á lögregluna. — Ja, ég gerði það bara ekki, og það ætti að vera þér nóg. — Hafðirðu enga ástæðu til þess? — Ef þú vilt hafa það svo, þá hafði ég enga ástæðu. — En þú hélzt nú samt, að ég hefði drepið Lester. Og held- ur enn. Þegar ég sagði þér, að ég hefði gengið þarna inn rétt aðeins á undan þér, og fundið hann svona, þá trúðirðu mér ekki. Og nú telur þú þig geta fengið mig til að segja ailt ann- að, með því að hræða mig. En svona gerðist það nú, eins og ég sagði, og ég breyti þeirri sögu í engu. Meðan hún talaði, hafði reiðin blossað svo upp í henni, að hún var næstum farin að halda, að það, sem hún hafði sagt honum, væri allur sannleik- urinn og hann hefði engan rétt til að forvitnast um meira. Framkoma hennar hafði tals- verð áhrif á hann, því að eftir að hafa hikað ofurlítið aftur, svaraði hann; — Ég er ekkert að reyna að hræða þig. Það var aldrei ætlun mín. Og enda þótt ég héldi þegar ég kom inn, að heim, eftir andlát Katrínar, og fékk atvinnu við að semja laga- frumvörp fyrir stjórnina, en framdi bráðlega sjálfsmorð í þunglyndiskasti. En það voru Napóleonsstyrjaldimar, sem fyrst hleyptu verulegu fjöri í hægri-byltingarmennina. Marg- ir rússnesldr liðsforingjar, sem ráku flótta franska hersins til Parísar, urðu fyrir djúpum áhrif um af öllu því marga, sem þeir sáu í Frakklandi, og komu svo aftur heim til Rússlands upp- fullir af fyrirætlunum um afnám þrælahalds og stofnunar lýð- veldis. Desembermanna-uppþot- ið 1825 var afleiðing af þessu, og þegar það var bælt niður, voru 121 samsærismannan ýmist hengdir eða sendir til Síberíu. Næstu tuttugu ár — ríkisstjórn- arár Nikuiásar I — urðu 556 bændauppþot og frelsishreyfing menntama-nnanna hófist fyrir alvöru. U mmiðja öldina voru þú hefðir drepið hann. . . Guð minn góður, ef þú hefðir séð andlitið á sjálfri þér! En það hefur nú bara getað verið af hræðslu, býst ég við. . . En þetta með þessi fataskipti og svo lög- regluna, sem kom með annan dauðan Ballard á sínum snær- um, gerði mér það ljóst, að þetta mál er miklu flóknara en ég hélt fyrstu mínútumar. En ég vil nú samt sem áður vita, hvað þú veizt meira um þetta. — Ég veit ekkert meira en þú, Stephen. Sannarlega ekki. Og mér finnst eins og ég ætli að verða brjáluð, ef ég get ekki hugsað um þetta í næði og reynt bæði Herzen og Bakunin farnir að skrifa, í ruggum griðastað sínum í Frakklandi. Herzen heimtaði, að byltingarhreyfing- in skyldi hætta að vera róman- tísk, en snúast heldur að sósíal- isma, guðleysi og persónufrelsd, en Bakunin kom með anarkista- kenningar sinar um afnám bæði ríkis og kirkju. Á söjtta og sjöunda áratugin- um kom svo níhílisminn — orð- ið var fundið upp af Turgenev — trúin á afnám alls skipulegs ríkisvalds, og honum fylgdi sú kenning, að vegurinn fram á við lægi ekki gegn um listir, heldur vísindi — nú áttu vísindin að verða undralyfið mikla. Á þess- um árum gerðist það líka í fyrsta sinn, að menntamennirnir reyndu að komast í samband við bændalýðinn. Narodnikhreyfing- in var alrússneskt fyrirtæki — að stiga niður til bændanna frek að finna eitthvert samhengi 1 það. — Ég held, að ég hafi fengið nokkurt samhengi í það, sagði Stephen, og ef ekki væri þessi vafasama fjarverusönnun þín, væri ég alveg reiðubúinn að halda, að þú kæmir þarna hvergi nærri. En ég þarf að fá betri skýringu á þessari fjarveru. Þetta kom Ruth algjörlega á óvart. — Vafasama fjarveru- sönnun? Hvað áttu við? — Hversvegna gerðirðu það — Þessa heimsókn þína tii hennar Marguerite. Ég vissi strax, að hún var eitthvað grun- samleg, en ég hélt, að þetta væri ar en að hefja þá upp á við. Narodnikarnir trúðu því, að bylt ingin mundi byggjast á verka- lýðnum í landinu, að meðfæddur kommúnismi þeirra myndi skapa nýtt ríki á löglegan hátt. Upp frá þessari byrjun óx svo annar hinna miklu vinstriflokka — Sósíalbyltingamennirnir. En samtímis þróaðist fram- kvæmdartækni byltingarinnar, hryðjuverkastarfsemi, leynisell- ur og neðanjarðarsamgöngur, Ný manntegund var sköpuð: at« vinnu-byltingarmaðurinn, mað« ur sem skoðaði sjálfan sig sem fórn, ef á þyrfti að halda, mað- ur sem fylgdi foringjanum og flokkslínunni í blindni, og rnundi, ef þurfta þætti, ljúga, svíkja og myrða, til þess að ná tilgangi sínum. Hann haíði hvorki til að bera föðurlandsást né meðaumkun, hans eina átrúnaðargoð var byltingin sjálf, og þar var hann ofsatrúarmaður, Þessi kenning var fyrst sett fram af Serge Nechaev, en síðar end- urbætt af Peter Tkachev, og gerði miklar kröfur til þjóðar- sálar Rússa. Tkachev er í raun- inni undanfari Lenins, því að hann sá í anda kommúndstaríki með útópisku skipulagi skapað af litlum hópi þessara ofur- menna. En það var samt Turg- enev, sem orðaði bezt þessa ástríðu Rússa til öfga, fullkom- leika og píslarvættis, eins og sjá má af eftirfarandi kafla: „Þú„ sem vilt stíga yfir þenn- an þröskuld, veistu hvað þin bíður?“ „Ég veit það“, svaraði stúlk- an. „Kuldi, hungur, viðbjóður, að- hlátur, fyrirlitning, skammir, fangeisi, sjúkdómar og dauði“. „Ég veit það, ég er reiðubúin, og skal þola öll höggin". „Ekki af hendi óvina einna, heldur líka frá skyldmennum og vinum?“. „Já, jafnvel frá þeim. . . .“ „Ertu reiðubúin að fremja glæp?“ JTJMBÖ og SPORI r Teikncui; FRED HARMAN „Hermenn — takið fangana og farið með þá til aðalbsekistöðvanna,“ skipaði herforinginn, „Okkur vantar nú reyndar ennþá einn þeirra“ sagði ráðgjafinn, „en fyrst við erum búnir að ná þessum tveim verður hins þriðja áreiðanlega ekki langt að bíða Maurahermennimir skriðu undir Jumbo og Mökk og lyftu þeim upp um lengur Og svo var haldið af stað, eihs hratt og Mökkur fór áður á undan Jumbo, yfir holt og hæðir. „Mig syfjar meir og meir“ tautaði Jumbo. „Ég get varla haldið augunum opn- hvar skyldi Spori vera?“ Já, hvar var Spori? Jú, hann hafði villzt í skóginum og var a] /eg í öngum sínum. En ekki þorði hann að hrópa á hjálp, því hann var svo hræddur um að indíánaxnir fyndu hann þá fyrstir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.