Morgunblaðið - 01.03.1964, Page 32
Iftugaveg-i 26 simi 209 7Ö
51. tbl. — Sunnudagur 1. marz 1964
|T
TVÖFALT
EINANGRUNARGLER
Uára reynsla hérlendis
Verið er að leggja veg út á
Seltjarnarnes og tengir hann
Ánanaustin við hafnarsvæðið.
Þessi vegur á að taka þunga-
umferðina út á nesið og létta
af Kaplaskjólsveginum.
Byrjað var að leggja þenn-
an veg fyrir 3 mánuðum, en
hann er 1,3 km á lengd út að
Hringbraut. Er verið að Ijúka
fyllingunni og farið að púkka,
en malbikun fer cftir því hve-
nær fé verður fyrir hendi til
hennar.
Þessa mynd tók ÓI. K. M. af
veginum þar sem hann er að
koma saman við bæinn Eiði
og liggur síðan eftir bakkan-
um, þar sem Öskuhaugarnir
voru.
Landbúnaöarvörur
hækka um 8,3%
Itijólkurpotturirnn 7,20 í hyrnu
FRÁ og með deginum í dag, 1.
marz, hækkar verð ó öll’Uim land-
búnaðarvörum vegna þeirra kaup
hækkana sem launiþegar fengu í
desemtbermánuði s.l. Verða
ihækkanimar að meðaltali 8,3%,
en mismunandi þó fyrir hinar
ýmsu vörutegundir, að því er
Sveinn Tryggvason tjáði Mbl.
Mjólkin, sem áður kostaði í
lausu máli kr. 6,00 kostar nú
kr. 6,55; heilhyrnur hækka úr
kr. 6,60 líterinn í kr. 7,20; rjóm-
inn í lausu úr 60,00 ltr. í kr.
65,00 og smjörið úr kr. 11,30 kg.
í kr. 123,00.
Af kjöti hækkar t.d. súpukjötið
Bóluseíl við
mænuveiki
FÓLKI er nú gefinn kostur á
bólusetningu við mænuveiki, en
síðan almenna bólusetningin
var hefur það verið gert öðru
hverju til að nalda við ónæminu.
Verður þetta fimmta umferð-
in fyrir þá sem byrjuðu bólu-
setningar á sínum tíma, en tal-
ið er að rétt sé að bólusetja alla
fram að fertugu. Börn eru nú
yfirleitt bólusett gegn mænu-
veiki reglulega.
Úti á landi sjá héraðslæknar
um þessa bólusetningu. í Reykja
vík verður byrjað á skólabörn-
um, en síðar verður bólusett í
Heilsuverdarstöðinni fyrir al-
menning.
fylgir biaðinu í dag og er efni
hennar sem hér segir:
Bls.:
1. Mesta hneyksli kristninnar,
eftir Arthur Koestler.
2. Svipmynd: Chung Hí Park.
3. Jökulgangan, smásaga eftir
Símon Grabowskí.
— Lögin horfna, ljóð eftir Örn
Snorrason.
4. Brot úr sögu leiklistarinnar:
Indriöi Waage, leikari og leik-
stjóri, eftir Val Gíslason.
5. I/istir: Elzta tónlistarhátíð
Evrópu — Á 150 ára afmæli
Wagners, eftir Helga B. Sæm-
undsson.
7. Lesbók Æskunnar: Á nemenda
móti með Verzlunarskólanem-
um.
8. íslenzk heimili: Fjórir Tóm-
asar — fjórir hestar.
8. Rannsóknarskipið, sem stend-
ur upp á endann.
10. Fjaðrafok.
11. — —
16. Krossgáta.
Janúar og febrúar hlýjustu mán.
síðan mælingar hófust
Febrúar næsthlýjasti mánuður á öldinni
FEBRÚARMÁNUÐUR er senni-
lega næst hlýjasti febrúar síðan
um aldamót í Reykjavík, og þar
eð janúar var hiýjasti janúar frá
því mælingar hófust, eru fyrstu
tveir mánuðir ársins áreiðanlega J
hlýjastir sambærilegir mánuðir ’
sem skýrslur eru til um, eða frá
1847. Auk þess fylgir hlýjunni
logn og góðviðri umfram það
sem við eigum að venjast.
Á miðnætti í fyrrinótt var
meðalhitinn í febrúar í Reykja-
vík orðinn 3,8 stig og hefur dag-
urinn í gær áreiðanlega ekki
fært hann niður. Er eftirtektar-
vert að þetta fæst þrátt fyrir
Rafmagnið fór
við Gvendar-
brunna
í GÆRMORGUN varð vatnslaust
á ýmsum stöðum í Reykjavík.
Hafði um nóttina farið öryggi
á rafmagnslínunni að Gvendar-
brunnum og unnu dælurnar því
ekki. Mun aðallega hafa orðið
vatnslaust á Skólavörðuholti, í
Hálogalandshverfi og Álftamýri,
en einnig víðar.
Um hádegi í gær voru menn
að gera við línuna.
hörkukafla fyrst í mtánuðinum,
þegar frost komst niður í 12,5
stig. Meðalhiti í febrúar er -b0,1
stig, en hlýjasti febrúar á þess-
ari öld var 1932 5,4 stig. í>ó ber
þess að gæta að þá var mælt
á þaki Landssímahússins og þar
er aðeins hlýrra en á Reykja-
víkturflugvelli, þar sem mælt er
nú. Næsthlýjasti febrúar, þangað
til núna var 1929 3,3 stig.
Margir hafa kenningar um að
þessi hlýja geti ekki haldizt. Eft
ir svo hlýjan vetur komi ávallt
kalt vor. Tölulega er ekkert hægt
að segja um slíkt. Árið 1932 var
hlýjast í febrúar, en þá fór hit-
inn í apríl niður í 0,8 stig. Aftur
á móti hélzt hlýjan 1929 alla
mánuðina frá janúar til apríl og
varð það samtals hlýjasti vetur-
inn.
Tölur liggja ekki fyrir hendi
um hitann annars staðar á land-
inu, en sennilega hefur verið til-
tölulega hlýjast á Suðvesturlandi
það sem af er árinu.
Sveitafélögin ákveöa
kaup húsnæðis
AÐALFUNDI fulltrúaráðs Samb.
ísl. sveitarfélaga lauk í gær og
fékk blaðið eftirfarandi frétta-
tilkynningu um fundinn:
Reglulegur fundur fulltrúa-
ráðs Sambands íslenzkra sveitar
félaga var haldinn í salarkynn-
um borgarstjórnar Reykjavíkur
að Skúlatúni 2 dagana 27. og 28.
febrúar s.l.
Við setningu fundarins fluttu
ávörp féiagsmálaráðherra Emil
Jónsson, og borgarstjórinn í
Reykjavík Geir Hallgrímsson.
Framsöguræðu fluttu vega-
málastjóri Sigurður Jóhannsson
um framkvæmd vegalaganna og
Valdimar Kristinsson, viðskipta-
fræðingur um Þróunarsvæði:
umræður fóru fram um þessi
málefni.
Á fundinum voru rædd félags-
mál sambandsins, samþykktir árs
reikningar og fjárhagsáætlun
fyrir það og tímaritið Sveitar-
stjórnarmál, sem sambandið gef-
ur út.
Merki fyrir sambandið
Um félagsmál skal þess getið
að samþytokit var að taka upp
merki til notkunar fyrir sam-
bandið.
Framhald á bls. 31
Fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga. A myndinni eru talið frá vinstri: Sitjandi eru: frú Auður
Auðuns, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, Vigfús Jónsson, Páll Líndal, Jónas Guðmundsson,
Hafsteinn Baldvinsson, Hermann Eyjólfsson, öll í stjórn sambandsins, svo og séra Sigurður Hauk-
dal, ritari fundarins. Standandí eru frá vinstri: Stefán Jónsson, Egiil Benediktsson, Þórður Hall-
dórsson, Bjarni Þórðarson, Jón Eiríksson, Birgir Finnsson, Sigurður I. Sigurðsson, Jón Jónsson,
Hermann Þórarinsson, Magnús E. Guðjónsson, Guðmundur Vigfússon, Karl Kristjánsson, Guðlaug-
ur Gíslason, Ásmundur B. Ólsen, Óskar Hallgrímsson, Þórir Sæmundsson, Hálfdán Sveinsson og
Unnar Stefánsson, fulltrúi hjá sambandinu. Myndin var tekin í fundarsal borgarstjórnar Rvíkur.
úr kr. 46,00 í 51,20 heil læri
úr kr. 53,00 í kr. 59,40; og hrygg
ir úr kr. 54,65 í kr. 61,35.
Það væsti ekki um þessa ungu
stúlku í sólskininu og blíðviðr
inu í gær. (Ljósm.: Ól.K.M.)
Endurbygging
Reykjanesskóla
ÞÚFUM, 29. febr. — Sífellt er
unnið að endurbyggingu Reykja-
nessskólaans. Undanfarin sumur
hefur verið unnið við heima-
vist skólans og að íbúðum fyrir
kennara. Nú er verið að ljúka
við uppsetningu á nýrri og stórri
ljósavél, 60 Kw. Caterpillarvél
er mikil þörf á aukinni raforku
í þarfir skólans, bæði til ljósa og
annarra starfa í sambandi við
smtíðakennslu, er fer fram. Er
mikið bætt úr með þessum fram
kvæmdum. — PP.
Sæmilegur afli
netabáta
NETABÁTUM er alltaf að
fjölga og eru síðustu bátarnir
í Reykjavík að taka netiu
núna. í fyrrinótt var sæmileg-
ur afli hjá netabátunum. upp
í 20 tonr