Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 1
32 siðtir \ Krossfestingarmálveikið EINS OG skýrt var frá í Morp- nnblaðinu í gaer, hefur danskur maður, Aage Jensen í Óðinsvéum gcfið íslenzku kirkjunni málverk • f krossfestingunni, sem setja mun eiga upp í hinni fyrirhuguðu Hallgrímskirkju á Skólavörðu- hæð. Myndin sýnir, þegar mál- verkið var afhent. Til vinstri við það stendur gefandinn, Aage Jen sen, og Stefán Jóh. Stefánsson, sendiherra ísiands í Danmörku, en til hægri er listmálarinn, Stefan Viggo Pedersen. Aíhending gjafaririnar fór fram á miðvikudag við hátíðlega athöfn í Edvard Henriksens For- lag í Kaupmannahöfn, og tók . Stefán Jóh. Stefánsson við henni | fyrir hönd ísler.zku kirkjunnar. Gefandinn, Aage Jensen, fékk ungur áhuga á íslandi, og kom hingað á yngri árum. Listmálárinn Stefan Viggo Framhald á bls. 2 Árás á sovézka kafbátastöð á Kúbu? Útlagarnir segja íimm Rússa haía fallið í átökum við Hondaflóa á Kúbu Mexíkóborg, Havana, 22. maí (AP-NTB) í DAG var skýrt frá því, að skæruliðar lir hópi kúbanskra útlaga hafi gert árás á sov- ézka kjarnorkukafbátastöð við Hondaflóa á Kúbu sl. mið- Vikudag og herma fregnirnar. að minnst fimm Rússar hafi fallið í átökunum. Utlögunum tókst þó, að sögn, ekki að sprengja kafbátastöðina í loft upp, en það var ætlun þeirra. Sagt er, að útlagarnir hafi bar izt við Rússa í klukkustund, en orðið frá að hverfa vegna þess hve Rússarnir voru vel vopnum búnir. Ekki hefur verið skýrt frá mannfalli í hópi skæruliða. f Havana var frá því skýrt í dag að hermenn Kúbustjórnar hefðu handtekið nokkra vopnaða menn úr hópi andstaeðirga Castrós, for- ssetisráðherra.'sem gert hefðu til raun til landgöngu á Kúbu. Kúb- anskir útlagar hafa mótmælt fregn þessari og segja, að Kubu- stjórn vilji draga kjarkinn úr út- lögum m.eð því að flytja ósánnar fregnir af óförum þeirra. Kúbu- stjórn hefur ekki skýrt frá á- rásinni á sovézku kafbátastöð- ina. Það var Modesto Vasquez, ameríkanskur fulltrúi félags kúbanskra blaðamanna í útlegð, s.em skýrði frá árásinni á kafbáta stöðina fyrir hönd skæruliða. Framhald á bls. 31. Alvarlegt ástand i S-Kóreu 4k Stjórnarandstaðan vill draga Park íorseta fyrir rétt Kommúnistar skjóta á könnunar flugvél USA í Laos Souvanna Phouma hyggst biðja Breta, Bandaríkjamenn og Frakka um hemaðar- aðstoð — Orðrómur um auknar aðgerðir USA í SA-Asíu Vientiane, Moskvu, London, Waishington, 22. maí — — (AP-NTB) — SOUVANNA Phouma, hinn Sendilierrar á leið milli Parísar og Pekin» París, 22. maí (NTB) FYRSTI sendiherra Frakka í Kínverska alþýðulýðveldinU, Lucien Paye, hélt í dag flug- leiðis frá París til þess að taka við embættPsínu í Peking. Við brottförina sagðist Paye vonast til þess að honum tækist eð finna hentugt húsnæði fyrir skrifstofur sendiráðsihs áður en haústaði. Sendifulltrúinn, sem sendur var til Peking fyrir nokkrum mánuðum til þess að undirbúa komu sendiherrans, héf wr aðsetur í tveimur herbergjum húss, sem franska ríkið á, en sendiráð Noregs hefur á leigu. Sendiherra Kínverska alþýðu- jýöveldisins í Frakklandi er nú á Jeið til Parísar. Hann iagði af Stað frá Peking Jyrir tveimur dögum. hlutlausi forsætisráðherra Laos, hefur tilkynnt, að hann hyggist biðja Breta, Banda- ríkjamenn og Frákka um hernaðaraðstoð til þess að stöðva framsókn Pathet Lao- kommúnista í landinu. Samkvæmt beiðni Souv- anna Phouma hófu Banda- ríkjamenn í gær könnunar- flug yfir Krukkusléttu, sem er öll á.valdi Pathet Lao, til þcss að fylgjast með hvort skæruliðum berast vopn og liðsauki og hvaðan, ef svo er. Sovétríkin hafa fordæmt könnunarflugið. Könnumirflugvélarnar eru vopnlausar, en í dag skutu hermenn Pathet Lao á eina þeirra og varð hún að snúa til móðurskips síns á Suður- Kínahafi. Flugmanninn sak- aði ekki og flugvélin reyndist lítið skemmd. Embættismenn í Washington hafa látið í ljós þá skoðun, að könnunarflugið sé upphaf frek- ari aðgerða Bandaríkjamanna í SA-Asíu vegna aukinnar fram- sóknar komunúnista í S.-Vietnam og Laos. Herma heimildir, að til greina geti komið að senda auk- inn flugher og flota til SA.-Asíu) landher til Thailands, sé stjórn landsins því samþykk, ef til^vill hernaðarleg aðstoð í Laos og auk in harka ge.gn N.-Víetnam. — O — Stjórnin í Vientiane hefur sett vörð við byggingar pólsku full- trúarina í alþjóðlegú eftirlits- nefndinni í borginni og sendiráð N.-Víetnam þar. En kommúnist- ar í samsteypustjórn Laos hafa leitað hælis í húsakynnum pólsku nefndarinnar. Stjórnin hefur ekki gefið neinar skýr- ingar á þessum aðgerðum. — O — í Moskvu var það haft etfir áreiðanleguan heimildum í dag, að Sovétstjórnin sé saimþykk tillögu Frakka um að boðað verði til nýrrar alþjóðlegrar ráð stefnu um ástandið í Laos. Hins vegar hefur Sovétstjórnin dreg- ið í efa, að árangur muni nást, þótt sendiherrar landanna 14, sem sæti áttu á Genfarráðstefn- Franihald á bls. 31 SOVÉZKIR og kinverskir full- tfúar á alþjóðlegu verkalýðsþingi í Varsjá náðu samkomulagi um lokayfirlýsingu eflir 12 klukku- stunda þjark. Þótt þetta sam- komulag sé frávik frá þeim fjand skap, sem ríkt hefur með' fulltrú- um þessara tveggja þjóða á ráð- stefnum undanfarið, benda heim- ildir innan Varsjárþingsins á, að hvorki Kinverjar né Rússar séu ALVARLEGT ÁSTAND rikir nú í stjórnmálum Suður-Kóreu, og í dag lagði stjórnarandstaðan á þingi landsins fram tillögu um að forsetinn, Park Chung, yrði dreginn fyrir rétt, sakaður um að vera valdur að óeirðum, sem komið hefur til í landinu að und- anförnu. Leiðtogar stjórnarand- stöðunnar halda því fram, að for- setinn beri einn ábyrgð á. að lög- regla og fallhlífahermenn hafa beitt ofbeldisaðgerðum gegn stúd entum, er þeir hafa efnt til mót- New York, Saigon, 22r maí. — NTB-AP: — UTANRÍKISRÁÐUNFYTI Breta lét í dag í ljós stuðning við tillögu Bandaríkjamanna um, að Sameinuðu þjóðirnar hefðu eftirlit með lanffamær- um S-Víetnam og Kambódíu. Forsætisráðherra S-Víetnam, Nguyen Kahn, kveðst vera þeirrar skoðunar, að gæzlulið undir stjórn SÞ væri bezt fall ið til þess að gæta landamæra ánægðir með form yfirlýsingar- innar. Sovézku sendinefndinni tókst að fá inn í yfirlýsinguna áskorun um algert bann við notkun kjarn- orkuvopna, en Kínverjar tóku þvert fyrir að vitnað yrði í sátt- málann um takmarkað bann við kjarnorkutilraunum, sem undir- ritaður var í Moskvu sl. ár. Kín- verskir kommúnistar' kröfðust þess að Bundarikjamenn væru fordæmdir vegna heimsvalda- stefnu og var það gert. mælaaðgerða gegn stjórninni í Seoul og fleiri borgum. Forsætisráðherra Suður-Kóreu, Ohung id Kwon, lýsti hryggð sinni yfir atbunðum undaníar- inna daga, en margir stúdentar hafa verið handteknir og nokkr- ir særzt í átökunmn. Hins vegar kvað hann ljóst, að uppreisnar- öfl fjandsamleg ríkinu stæðu bak við aðgerðir stúdentanna. Leiðtogar stúdenta í Seoul létu frá sér fara í dag fregnir um að Framhald á bls. 2 S-Víetnam og Kambódíu. En lið þetta verði að vera nægi- lega öflugt til þess að geta tekið í taumana, verði ofbeldi beitt á landamærunum. Sem kunnugt er, hefur stjórn Kambódíu sakað Bandaríkja- menn og S-Víetnammenn um yfirgang á landamærunum og hefur kæra hennar verið fil um- ræðu í Öryggisráði SÞ undan- farna tvo daga. í gær lagði Ádlai Stevenson til, að SÞ tækju að sér umsjón með gæzlustörfum á landamærunum og í dag ræddi ráðið möguleika á samkomulagi um tillögur hans. — Fulltrúi Kambódíu hjá SÞ, Voeunsai Sonn, kvaðst telja tillögunk mjög athyglisverða, en biða fyrirmæia stjórnar sinnar um afstöðu til hennar. Fundir Öryggisráðsins um kæru Kambódíu halda áfram á mánudag. __ Kahn, forsætisráðherra S-Víet- nam, skýrði frá því í dag, að hann myndi senda utanríkisráð- herra sinn, Phan Huy Quat, til New York til þess að skýra sjón- armið stjórnarinnar og geta þess, að hún hafi gert sitt ítrasta til þess að koma á viðræðum við Kambódíu um landamærin, en það hafi ekki borið árangur því að stjórn Kambódíu sýndi ékki samningsvilja. \ ■ r Rússar og Kínverjar ná sam- komulagi á verkalýðsþingi Varsjá, 22. maí (NTB) Vilja eftirlitslið SÞ á landamærum Kambódíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.