Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1964, Blaðsíða 6
MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 23; maí 1964 ÚTVARP REYKJAVÍK A SUNNUDAG 10. maí hlýddi ég á þriðja erindi Sverris Krisi- jánssonar, sagnfræðings í erinda- flokknum „Danmörk og missir hertogadæmanna*. Sakna ég þess .nú mjög að hafa ekki heyrt hin fyrri tvö, því efnið er bæði forvitnilegt, ekki síst fyrir okkur íslendihga og auk þess hefur Sverrir sérstska hæfileika til að gæða þá hluti lífi, sem hann talar um. „Þurra sagnfræði‘‘ mundi óbrjálaður maður aldrei nefna efni það. sem Sverrir flyt- ur^ Um kvöldið flutti Halldór Halldórsson prófessor síðara er- indi sitt um skólamál í Banda- ríkjunum og ræddi nú um nor- ræn fræði i skólum þar vestra. Var þetta ákaflega fróðlegt er- indi, s_em hið f fyrra. Ég las í 1 einu Reykjavík- I urdagblaðanna | á dögunum að § varla væri hægt | að tala um þjóð- | menningu í | Bandaríkjunum. Naumast gefur |f höfundur þeirr- ar kenningar hafa meint það, sem hann sagði ''frví ég veit ekki betur en þetta sé fróðleiksmað- ur. Eða mundi sá jarðvegur, sem þeir Abraham Lincoln, Franklin D. Roosevelt og John F. Kenne- dy eru sproitnir úr, hafa verið sneyddur allri gróðurmold? Hitt er a’nnað mál, að okkur hentar naumast að taka Banda- ríkin fremur en -aðrar þjóðir gagnrýnislaust til fyrirmyndar í þjóðfélags- og menningarmálum. En okkur er vafalaust hollt að senda mikilhæfa menntamenn annað slagið til hinna fremstu menningarþjiiða, til að kynna sér og tileinka það bezta í menn- ingu þeirra og fleyta því heim til föðurlands stranda. Á mánudags- og þriðjudags- kvöld fóru fram eldhúsdagsum- ræður frá Alþingi. Kom í ljós, sem oftast endranær, að full- trúar stjórnmáiaflokkanna allra lifa og hrærast í því að gera sem allra mest fyrir alfar stétt- ir þjóðfélagsins Góður vilji má sín mikils og máttur samtakanna er mikill, svo ósköp heid ég, að stjórnmálaflokkarnir gætu látið öllum líða vel, ef þeir tækju nú til dæmis upp á því snjallræði að stjórna málefnum okkar í sameiningu. Eo því miður standa ivíst litlar vonir til þess, arð svo megi verða i náinni framtíð. Jafnhliða góðgerðarstarfsem- inni við aimenning beinist nefni- lega meginorka flokkanna að því að útmála, hvað hver hinna hafi fáfengilegan hugsanagang og geri hann eitthvað þjóðinni til nytsemdar, þá sé það annað hvort tilviljun eða þá, að hann hafi verið til þess knúinn sér þvert um geð. Anzi væri það skemmtileg til- breyting, eí þingflokkarnir héldu' næsta eldhúsdag með þeim hætti að telja fram það bezta, sem þeir gætu fundið hver hjá öðrum, en biðja jafn- framt afsökunar á því, sem mið- ur hefði farið í 'störfum þeirra sjálfra fyrir þjóðina. Ég er viss um, að aiþingismenn mundu síð- ur en svo glata nokkurri virð- ingu m.eðal þjóðarinnar, þótt þeir hefðu þennan hátt á. Og, ef þetta heppnaðist vel í framkvæmd, þá ætti þjóðm að fá alveg jafngóðar upplýsingar um gang stjórnmál- anna og með núverandi fyrir komulagi. Á miðvikudagskvöld var minnzt 70 ára afmælis forseta Islands á smekklegan hátt. Fyrst minntist Bjarni Benediktsson forsætisráðherra starfa forsetans nokkrum orðum. Þá átti Vil- hjálmur Þ. Gislason útvarpsstjóri viðtal við forsetann. Síðar talaði forseti frá Bessastöðum, þakkaði meðal annars vinarhug og árnað- aróskir hvaiianæya að. Það er að vísu „rútínu‘‘ athöfn er Ríkisútvarpið, minnist merkis afmælis forset- ans. En ég held; þó, að Ásgeir Ás geirsson forsetij sé þjóðinnij meira en form' legt einingar-1 tákn og tákn sjálfstæðis hennar. Hann hefur 'eigi síður orðið henni tákn þeirrar menningar og þess siðgæðis, sem er hverri þjóð nauðsynlegt til að geta hald ið virðingu sinni í samskiptum við aðrar þjóðir. Með "látleysi sínu og alþyðlegri framkomu hefur hann orðið þjóðinni ímynd þess tilgerðarieysis, sem hún kann svo vel ac meta hjá hin- um æðstu tignarrr.önnum og Páll Ólafsson hefur túlkað svo vel í vísu sinni um Magnús Stephen- sen, landshöíðingja. Landshöfðinginn likar mér, að líta hann ganga íarinn veg. Enginn maflur á honum sér, að hann geti meira en ég. Vignir Guðmundsson og hans ágætu félagar við þjóðsagnalest- urinn kvöddu okkur á miðviku- dagskvöldið og eru komnir í sum arfrí. Taldi Vignir í forspjalli sínu, að hluster.dur ættu nú að vera búnir að fá þá undirbún- ingsfræðslu við draugauppvakn- ingar, að þeir gætu farið að gera tilraunir með að vekja sjálf- ir upp drauga í sumar og skapa jafnhliða nýjum þjóðsögum nýj- an efnivið. Kannske maður lesi fljótiega um það í blöðum, að stofnað hafi verið „Félag ís- lenzkra draugauppvekjenda‘‘, sem fengi þá væntanlega einka- rétt til að vekja upp drauga hér- lendis. Þeir, sem ekki vildu eða gætu gengizt undir lög félagsins, yrðu þá að láta sér nægja sam- skipti við þá drauga, sem ótil- neyddir kynnu að berja að dyr- um þeirra. Er raunar ekki vlst, að hlutur þetrra þurfi að verða ýkja skarður, því eins og nýjustu dæmi sanna, þarf ekki ávalt að grafa langt eftir draugum hér á landi. Á fimmtudagskvöld flutti Landssamband íslenzkra hesta- mannafélaga ágæta dagskrá. Þá var þátturinn „Raddir skálda‘‘ sem Ingólfur Kristjánsson rit- höfundur sá um. Var hann heig- aður þeim Margréti Jónsdóttur skáldkonu og Guðmundi L. Frið- finnssyni rithötundi. Margrét er löngu þjóðkunn fyrir hin hugljúfu kvæði sín. Guðmundur var orðinn hálf- fimmtugur, er hann tók að gefa út bækur, en hafði áður nær eingöngu gefið sig við bústörf- um. Ekki vöktu fyrstu bækúr hans sérstaka athygli, enda var þar um barnabækur að ræða. En árið 1958 sendi hann frá sér skáldsöguna: „Hinurrt megin við heiminn‘‘ og með henni vann Guðmundur bókmenntalegt af- rek og varð á samri stundu þjóð- kunnur. Margir af snjöllustu bók menntagagnrýnendum þjóðarirn ar veittu ská'.diriu viðurkenn- ingu. En rýnendur nýju tízkun.n- ar, sem viðurkenna ekki skáld- sögu, nema persónumar æli hver framan í að~a af lífsleiða og ræðist við í sam- anþjöppuðum símskeytastíl, og ekki kvæði, nema þrífættum lýsingarorðum sé hrönglað þar upp af „háspeki legri tóm- hyggju,“ — þess ir rýnendur þögðu. Guðirundur passaði nefnilega ekki í kramið hjá þeim, en var orðinn of stór til þess, að hægt væri að „haida honum niðri“. Þeim var því þögnin ein eftir skilin. Mér fannst Guðmundur sanna ÓKEYPIS NÁTTÚRUSKOÐUN í AKRAFJALLI Haraldur Jónasson, fulltrúi bæjarfógetans á Akranesi, hringdi og satgðist vilja fá að svara kvörtun frá Jónasi nokkr um stýrin *nni, sem furðaði sig á því, að mönnum væri gert að greiða bændum við Akra- fjall fé fyrir það að fá að ganga á fjallið — til þess að ekki- kæmi styggð að sauðfé þeirra. Hamldur byrjaði á þvtí, að samkvaemt lögum númer 63 frá 28. nóvemöer 1919 gseti Guð ekki átt Akrafjall. Ég verð að segja það, að þetta eru harla einkennileg löig — en hann um það. Sagði Haraldur, að bændum vaeri heimilt að takmarka ráp um land sitt —y og bezta aðferðin til þess væri að láta menn greiða fé fyrir að fá að ganga þar um. Ekki væri þó hægt að skattleggja náttúrus'koðun, en þar sem ferðalangar hefðu reynzt hafa mestan á'huga á eggjatínslu á þessum slóðum, þá mætti benda á að eggjaver væru frá fornu fari talin hlunnindi. Sagði Haraldur að lokum, að Jónasi væri heimiit að horfa á Akrafjall án nokkurrar sér- stakrar greiðslu — ef hann væri nágrönnum sínum ekki til ama, þegar hann horfði út um eldihúsgluggann. Ég vona, að nú sé málið skýrt öllum aðilum. Náttúxuskoðend- ur aettu sem sagt að hafa frían aðgang að Akrafjalli hér eftir. Fyrir hönd þeirra efra vona ég að menn flykkist nú ekki upp að Akrafjalli' — einungis til þess að verða þessara hlunn- inda aðnjótandi, því þeir eru margir, sem taika út allt, sem er ókeypis — án tillits til þess hvort þeir þurfa slíks við. SLYSIN OG BLÖBIN Og svo kemur hér bréf um slysafréttirnar: Bið þig vinsamleigast Velvak- andi góður að taka þessar fáu línur frá mér, — ef þörf er á, bið ég þig færa þessar línur í betri stíl. — Það er all algengt að dag- blöðin hér tilkynna að slys hafi orðið á þessum eða hinum vinnustað t.d. í Reykjavík, og sagt frá hvað maðurimt' sem fyrir slysinu varð, var að gera, og á hvern hátt slysið varð,— og síðast skýrt frá því, að vegna fjarstaddra ættingja (aðstand- enda) verði ekki nafn manns- ins birt að sinni. — Vægast sagt finnst mér þetta mjög óviðkunnanlegt, því rpenn og komrr hér og þar á landinu geta átt ástvini sína í samskonar vinnu t.d. byggingar vinnu hér og þessi maður vann við, sem fyrir slysi varð. Þetta fólk fer að gera sér ýmsar grillur, þegar það les um slys- ið, — er þetta sonur minn, frændi minn, vinur minn o.s.frv. Þá er farið að leita upplýsinga gegnum síma, og á allan til- tækilega hátt, — og veldur þetta öllum sem hlut eiga að máli ýmisfconar leiðindi, hræðslu og erfiðleikum. Ég lit þannig á, að dagblöðin eigi alls ekki að húnnast á slys sem verða, fyrr en leyfilagt er að segja .frá nafni þess sem fyrir slysinu varð. — Þetta er mitt álit hvað sem öðrum finnst. Vinsamlegast spá með smásögu sinni „Húsið‘‘, sera Jón Aðils las upp á fimmtudags- kvöldið, að enn er hægt að búa til listræna smásögu með „happy end‘‘, þótt nú sé hæstur móður að láta smásögur leysast upp i gráu tilgangsieysi. Á föstudags- kvöld flutti Jón R. Hjálmarsson || skólastjóri í Skógum erindi, §| sem hann nefndi: „Orust- an um England S" 1588“. Greindi fjp® hann þar frá því, er Fillippus annar Spánar- konungur sendi „Flotann ósigr- andi,“ til að leggja undir sig England og kenna innbornum mannasiði. Þótti ekki vanþörf á því, því það var ekki einungis, að enskir væru trúvillingar hinir verstu og sjóræningjar, heldur hafði drottning þeirra, Elísabet sýnt það frámunalega smekk- leysi að hryggbrjóta sjálfaa Fillippus, Spánarkonung. í hinum mikla’ flota voru uin 130 skip og um 50,000 manns, og Framh. á bls. 12 MANNÚÐIN Ég held að blöðin geri sér grein fyrir þessum vanda — og oftar en einu sinni hefur verið þagað yfir slysi, eins og bréf- ritari leggur til að gert verðú Afleiðingarnar hafa hins vegar orðið enn verri. Fyrir nokkrum árum fórst skip í sjó. Að vísu var engin vissa fyrir því fyrst í stað að skipið hefði farizt. Það heyrðist ekki til þess — og það svaraði ekki köllun. For ráðamenn útgerðarinnar fóru þess á leit við blöðin, að beðið yrði meg að segja frá hvarfi skipsins þar eð enn væri von um að það væri ofansjávar. Ástaeðulaust væri að gera að- standendur skipsmanna hrædda, ef ekki væri ástæða til. Við þessum tilmælum urðu blöðin og þau höfðu samráð sín í milli um þetta. Sem sagt af mannúðarástæðum. En landið er lítið og þjóðin smá. Daginn eftir fór fregnin að kvisast út meðal manna —. og þegar leið að kveldi gengu sögur um að margra skipa væri saknað. Þau voru nefnd með nöfnum á götum og gatnamót- um, á kaffihúsum, í heimahús- um — og þessar fréttir flugu in varð sú, að aðstandendur áfram og mögnuðust. Afleiðing margra skipshafna lifðu i óvissu og örvæntingarfullri von um að þeirra ástvinir væru á lífi þrátt fyrir allt. Málið skýrð ist næsta dag, því þá birtu blöð in fréttina. Okkur, sem uhnu á blöðunum, fannst ekki nein sérstök mannúð hafa falizt í þessari þögn. B0SCH loftnetsstengurnar fáanlegar aftur i miklu úrvali. Bræðurnir Ormsson hf. Vesturgötu 3. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.