Morgunblaðið - 21.06.1964, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 21.06.1964, Qupperneq 11
Sunivuclagur 21. júní 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 hliðina. Hvert óhappið rekur annað. Mágsemdir rofna, ætt- menn berast á banaspjót. And stæðingar Snorra hrósa sigri bæði heima og erlendis. Nú situr hann í Reykholti, heim- kominn frá Noregi í óleyfi konungs. -Hinn 25. júlí 1241 deyr Hallveig, kona hans. Enn fækkar vinum fyrir ýms- a rsakir. Það haustar. Laun- ráð eru efld gegn Snorra. Það er aðifaranótt 28. septem- ber 1241: Þyngdi í lofti þoka dimm, þrútinn sat með ráðin grimm Gizur á dökkum gjarða val greiddi ferð um Reykholtsdal. (M. Joch.) Gizur Þorvaldsson nálgast Reykholt með sjötíu manna flokk. Þeir fara sennilega fjöll «g koma niður í dalinn hið skemmsta frá Reykholti. — Snorri er óviðbúinn. Honum berst engin njósn. Svefn- skemma hans er brotin upp, og honum geíst aðeins ráðrúm til að flýja I kjallara. . Þar er hann veginn af böðlum Gizur- •r. Síðústu orð Snorra: Eigi skal höggva — berast til okk- •r. Snorri trúði á samninga, Gizur á vopn. Því fór sem fór. — Snorri hvílir í Reyk- holtskirkjugarði. Þar heitir Sturlungareitur. Enginn minn isvarði er þar um Snorra, en kynslóðirnar hafa varðvéitt •rfsö'gnina um, hvar reiturinn er. —Við hverfum frá Sturl- ungareit og göngum að Snorrastyttunni fyrir framan skólann. Hún er gjöf norskr- •r æsku til íslenzku þjóðar- innar, þakkargjöf fyrir bók- menntaafrek Snorra Sturlu- sonar, fyrir dásamlega varð- veizlu norræns menningar- •rfs. Þeim skulu þjóðir þakkir gjalda, sem andleg öndvegi um aldir skipa. Meðan forn fræði framtíð ylja mun laugar leitað í landi Snorra. (D. St.) S. Þrjár sagnfáar aldir. Eftir daga Snorra Sturlu- sonar er fremur hljótt um Reykholt næstu aldirnar. Syst ursonur Snorra, Egill Söl- mundarson. hélt Reykholt síð- •ri hluta 13. aldar (d. 1297). Eftir lát Snorra var Egill með Sturlungum, helzt í flokki Þórðar kakala. Átti hann síð- •r fyrir þær sakir í nokkr- um útistöðum við Þorgils ■karða, frænda sinn. Egill var ■úbdjákn að vígslu. Þrengdi Árni biskup Þorláksson hon- um því til að skilja við konu ■ína árið 1273. Var það þeim hjónum raun mikil sem fléir- um, er slíku urðu að sæta á þeim tímum. 7. Fangarnir. Það er siðaskiptaöld. f októ berlok 1550 lagði flokkur vopn •ðra manna leið sína um Reykholtsdal. Fyrir þessum flokki voru þrír menn, Daði bóndi í Snóksdal, Marteinn biskup Einarsson og Kristján ■krifari. Þeir höfðu meðferð- is þrjá fanga, er var strang- lega gætt. Fangarnir voru þeir Jón Arason, biskup á Hól um, og synir hans Ari og séra Björn. Ferðinni var heitið til Skálholts. í Reykholti var numið staðar og hvílzt um •inn. Er sagt, að Ari hafi keypt það af hestamanni Kristjáns skrifara að vísa sér á bezta hest þeirra. Á meðan etaðið var við, sá Ari sér færi og hljóp á bak hesti þessum og vildi þeysa brott. En hest- urinn reyndist staður og hreyfðist hvergi. Átti piltur- inn að hafa blekkt Ara til þess að flótti hans heppnaðist ekki. Ein sögnin segir, að Jón biskup, sem vissi, að Ari ætl- aði að freista undankomu, hafi þá varpað fram þessari stöku: Ég held þann ríða úr hlaðinu bezt, sem harmar engir svæfa. hamingjan fylgir honum á hest, heldur í tauminn gæf a. Talið er, að Jón biskup hafi átt fylgismenn í Hálsasveit og Hvítársíðu, er fúslega hefðu borgið Ara undan, ef til hefði komið. Má geta sér til um, hver áhrif undankoma Ara hefði haft á framvindu mála í landinu, svo vaskur maður sem hann var og mikilhæfur. Þótt saga þessi kunni að vera munnmæli ein, þá sýnir hún hug alþýðu þeirra tíma til hinna ógæfusömu feðga. 8. Biskupsættin. Siðaskiptin eru gengin um garð á íslandi. í Reykholti hafa staðarráð um sinn verið í höndum Odds Gottskálds- sonar lögmanns, þótt ekki ætti hann þar bólfestu. En skömmu eftir lát hans (1556) hefst í Reykholti ný saga ekki ómerk. Skal hún hér sögð í stuttu máli. Árið 1569 var Reykholt veitt Séra Jóni Einarssyni (hinum yngra), bróður Gizur- ar biskups. Skyldi svo fara, að ættmenn hans héldu Reyk holt samfieytt í 185 ár. Hefur þessi ætt af ýmsum verið nefnd biskupsættin. Liggja þær ástæður til, að þrír bisk upar vorú í ættinni, fyrst Gizur Einarsson og síðar Finn- ur Jónsson og Hannes sonur hans. Ætt Séra Jóns Einarssonar varð fjölmenn og víðkunn. Voru margir þeirra frænda hinir lærðustu menn og vel til forustu fállnir. Sátu þeir eigi aðeins Reykholt, heldur og ýmsa aðra staði. Víðkunn- astir rithöfundar ættarinnar voru þeir Séra Jón Halldórs- son í Hítardal og sonur hans og sonarsonur, biskuparnir Finnur og Hannes. Séra Böðv- •r Jónsson Einarssonar var skáld ættarinnar og Séra HaU dór, sonarsonar hans braut- ryðjandi í færslu kirkjubóka. — Eftir daga biskupanna báru þeir ættmenn nafnið Finsen. Sumarið 1939 kom til mín Frú Ingeborg Finsen, ekkja Niels Finsen, ljóslæknisins fræga, er hlaut Nóbelsverð- laun í læknisfræði árið 1903. Erindi hennar var að grennsl- ast eftir, hvar í Reykholts- kirkjugarði væru grafir for- feðra manns hennar. Vildi hún vitja þeirra og sýna þeim virktir. Ég gat aðeins bent henni á, hvar legstaða þeirra frænda mundi helzt að leita — sem næst kirkjustæðinu forna eða innan þess. Mér þótti leitt að geta ekki veitt þessari ágætu konu betri úr- lausn. En við því varð ekki gert. En þótt grafir týnist, lifir minning merkismannanna, er efldu hróður Reykholts og fleiri staða með sagnritun og hvers kyns ritmennt. Ljóð séra Böðvars, frumsamin og þýdd, prófastsbók séra Hall- dórs, biskupasögur séra Jóns Halldórssonar, kirkju- saga biskupanna Finns og Hannesar og vísindaafrek Niels R. Finsen gerir þessa ætt minnisríka hverjum þeim, er heimsækir Reykholt. 9. Brúðkaup Eggerts Ólafs- sonar, Þá er að geta atburðar, er gerðist í Reykholti haustið 1767. Það var brúðkaup Egg- erts Ólafssonar og Ingibjarg- ar Guðmundsdóttur. Brúð- kaupið fór fram að fyrri alda sið og stóð í viku. Vestan túns í Reykholti er Eggerts- flöt. Hún heitir svo síðan boðs gestir og brúðgumi reistu þar tjöld sín að upphafi brúð- kaupsins. Þaðan var svo farin brúðgumareið heim á staðinn næsta dag. Brúðkaupinu verð- ur ekki lýst hér. En fornir siðir, er þar ríktu, þjóðleg framkoma Eggerts í klæða- burði og háttum, bændaminni hans í Sturlungareit, sem og frægð hans sem vísindamanns og skálds — allt þetta varð frásagnarefni með samtíð og eftirtið í héraði og utan. Hið hörmulega slys, er þau hjón drukknuðu bæði í Breiðafirði næsta vor, festi minning þeirra í Vitund allra íslend- inga til þessa dags. — Eggerts flöt var að blása upp. Hún er nú girt og gróin, en meira þyrfti þó að gera. Við lítum þangað í þakklátri minningu um Eggert, manninn, sem á- samt Bjarna Pálssyni rannsak aði ísland og náttúru þess ár- um saman, skrifaði ferðabók- ina miklu og orti „ísland ögr- um skorið." 10. Veit þá engi? Nú skal farið fljótt yfir sögu og horfið til 19. aldar. Þjóðin hefur lifað hörmung- ar Móðurharðinda qjg Evrópu- stríðs. Biskupsstólarnir féllu og Alþingi var afskráð um aldamót. í Reykholti gerðist fátt frásagnarvert. En nýjar vonir glæðast með nýrri öld. Og úti í hinum stóra heimi gerðist margt, er gefur vonir um bjartari og betri tíma. Árið 1833 var Reykholt veitt ungum háskólakandídat, Þorsteini Helgasyni. Á Hafn- arárunum hafði Þorsteinn ekki látið sér nægja námið eitt, heldur auk þess unnið að útgáfu fornrita fyrir forn- fræðafélagið og guðfræðirita með Þorgeiri Guðmundssyni. — Hinn ungi lærdómsmaður ávann sér skjótt hylli sóknar- barna sinna í kirkju og utan fyrir andríki, alúð og glæsi- brag. Harvn hafði forustu í búnaðarmálum og reisti nýja kirkju i Reykholti, þá síðustu á undan þeirri, er nú stend- ur. — En séra Þorsteins naut ekki lengi við. Andleg heilsa hans bilaði. Hann drukknaði í Reykjadalsá á heimleið úr húsvitjunarferð hinn 7. marz 1839, aðeins 33 ára að aldri. í Reykholtskirkju er minn- ingartafla um Séra Þorstein, gullnu letri og gefin af sakn andi Reykdælum. Þar á er rit- að fagurt erfiijóð eftir Svein- bjöm Egilsson. Legstein mik- inn hafði Séra Þorsteinn valið sér í lifanda iífi í Steindórs- staðaöxl. Stendur sá steinn á gröf hans í Reykholtskirkju- garði og nafn hans höggvið á með rúnaietri. Séra Þorsteinn Helgason var maður nýs tíma, samhuga frá Hafnartíð Baldvin Einarssyni og Fjölnis mönnum. Fr hann dó Ungur eins og þeir margir. Jónas Hallgrimsson minntist hans í ódauðlegu erfiljóði, sem i er þetta erindi: Veit þá engi, að eyjan hvíta á sér enn vor, ef fólkið þorir guði að treysta, hlekki hrista, hlýða réttu, góðs að bíða? Fagur er dalur og fyllist skógi og frjálsir menn, þegar aldir renna; skáldið hnígur og margir í moldu með honum búa, en þessu trúið. 11. Síðari Reykholtsprestar. Eftir lát séra Þorsteins Helgasonar mun meðal ann- ara hafa sótt um Reykholt Jóns skáld Hallgrímsson. Jón- as mun hafa sótt þrisvar um prestakall, en án árangurs. Listaskáldið góða þótti ekki hlutgengt tii prestsembættis þrátt fyrir meðmæli Stein- gríms biskups Jónssonar. Reykholt var veitt Séra Jón- Framhald á bls 25 I. DEILD LAUGARDALSVÖLLUR Sunnudagskvöld kl. 20:30. VALUR - ÍA Mánudagskvöld kl. 20:30. KR - FRAM MÓTANEFND. Skrifstofufólk Tryggingafélag óskar eftir að ráða til sín hið fyrsta skrifstofumann og vélritunar- stúlku. Verzlunarskólamenntun eða önn- ur sambærileg æskileg. — Umsóknir send- ist afgr. Mbl., merktar: „Framtíð — 4593“ fyrir 25. þessa mánaðar. IMýJar sendingar Plíseraðir kjólar Verð krónur 695,00. Hinir margeftirspurðu plíseruðu nælon kjólar komnir aftur — Nýir litir — ENSKAR KÁPUR MARKAÐIJRINN Laugavegi 89. Jacqmar kápuefni, aðeins í eina kápu af hverju efni. IMýjar sendingar Strigaefni — Margir litir. Jacqmar dragtai’efni, m.a. hvít, svört og ljós drapplituð efni. MARKAÐLRINN Hafnarstræti 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.