Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 26. júlí 1964 Nýr íþróttavöllur opnaÖur á ísafiroi ÍSAFIRÐI 20. júlí — Á laugar- dagskvöldið var hinn nýi íþrótta ¦völlur hjá Torfnesi á Ésafirði itekinn í notkun. Forseti bæjar- stjórnar, Bjarni Guðbjörnsson, afhenti iþróttahreyfingunni völl- inn til afnota, Sigurður Jóhanns- son, form. Knattspyrnuráðs ísa- íjarðar, þakkaði. ar en Cunn Sigurður ekki ÞAU mistök urðu í símaviðtali í Lesbók Morgunblaðsins, sem fylgir blaðinu í dag, að fram- kvæmdastjóri Loftleiða á Kefla- víkurflugvelli er ranglega nefnd- ur Sigurður Helgason. Hann heit- ir Gunnar Helgason. Að því búnu fór fram knatt- spyrnukappieikur í 2. deild milli ísfirðinga og Siglfirðinga. Sigr- uðu ísfirðingar með einu marki gegn engu. Daginn eftir var gestalei'kur mirii þeásara liða, sem lauk með jafntefli, 2—2. Framkvæmdir við gerð hins nýja íþróttavsllar hófust fyrir rúmu ári, er sanddæluskip tók að dæla upp sandi af sjávarbotni rétt innan við Torfnes og er völl- urinn aillur á svæði, sem áður var undir sjó. Kemur þessi nýi íþróttavöllur í stað gamla vallar- ins ofarlega á Eyrinni, sem tek- inn hefur verið xindir íbúðarhúsa byggingar. Eru þar nú í smíðum tvö fjölbýlishús Byggingarfélags verkamanna með að samtals sex- tán íbúðum. — H. T. Frá vígslu nýja íþróttavallarins Ljósm. A. M.__________________ Bæiarstjórinn heldur ræðu. Aðalfundur Landssambands veiðifelaga LANDSSAMBAND' veiðifélaga hélt aðalfund sinn í Borgar- nesi hinn 5. júlí. Á fundinum flutti þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri, erindi um veiðifélög og Þórir Steinþórsson gerði grein fyrir tillögum um breytingar á laxveiðilögunum. Miklar um- raeður urðu um starfsemi veiði- félaga og um breytingar á lax- veiðilögunum svo og um ýmsar framfarir í veiðimálum. Voru fundarmenn sammála um nauð- syn þess að auka til muna starf- semi í þágu veiðimála og veita Veiðimálastofnuninni aukið fé til starfsemi sinnar, og skoruðu á ríkisstjórn og Alþingi að bæta hér um. 1 stjórn Landssamibands veiðifélaga eiga sæti þeir Þórir Steiniþórsson, skólastjóri, Reyk- holti, formaður; Hinrik Þórðar- son, Útverkum og Óskar Teits- son, Víðidalstungu. - 700 létu r,m Framhaid acd bls. 1. izt í sprengingunni, 100 hafnar- verkamenn, 50 sjómenn, 25 her- menn, 2 slökkviliðsmenn og 5 aðrir. Þessar fregnir blaðsins hafa ekki verið staðfestar opin- berlega. Leifarnar af „Alexandriu" sukku í höfninni í gærkvöldi og froskmenn hafa enn ekki byrjað að rannsaka þær. Ónafngreindur sjónarvottur að sprengingunni segir: „Þetta er mesta sprenging, sem nokkru sinni hefur heyrzt hér í Bone. Á sekúndubrotum virtust þúsundir manna kastast á jörðina, en allir, sem vettlingi gátu valdið þustu út á göturnar til þess að fá vit- neskju um hvað hefði gerzt. Frá hafnarsvæðinu reis mikil reyk- súla hátt í loft og brak úr skip- inu og húsum kastaðist logandi í allar áttir. Eftir fyrstu sprenging- una urðu margar minni á nokk- urra sekúnda fresti í tvasr til þrjár klukkustundir". S NA 15hnúiaA* &Ú2, SVSOUútv f Úíi 7 Skúrir £ Pri/mur H Hm* L Cmét í GÆRMORGUN var betra veður suðvestanlands en ver ið hefur nú um sinn, glamp- andi sólskin og nærri logn. Á Austfjörðum var hins vegar ri)gning og hafði kókvað í veðrL Vai aðein» 6 stiga hiit á Egilsstöðum. Fyrir vestan Grænland bólar á nýrri lægð, og þar sem vindar í lofti eni vestlægir má búast við, að hún nálgist landið í dag og valdi þá versnandi sminanatt á ný Gefur Skálholti 100 kr. á hverjum mánuði Á Skálholtshát.íðinni, sem hald in var um síðustu helgi, vakti símskeyti frá sóknarnefndum Holtsprestakalls í Önundarfirði sérsakan fögnuð og hrifningu há- tíðargesta. Skeytið var svo hljóð andi: „Skálholtshátíðin, Skálholti. Hreppsnefndirnar í Holtspresta- kalli í önundarfirði hafa ákveðið að heiðra minningu Brynjólfs biskups Sveinssonar m«ð því að gefa til Skálholte 25 kr. á hvern gjaldanda i hreppnum og hefur Flateyrarhreppur ákveðið það næstu fimm ár Hreppsnefndirnar vænta þess, að önnur sveitar félög: veiti Skálholti svipaðan stuðning:. Sóknarnefndir Holts- prestakalls. Ekki efa ég það. að þeim ágætu mönnum, sem að eigin frum kvæði hafa sýnt Skálholti þvílíkt drengskaparbraigð, muni verða að þeirri trú sinni, að aðrir fyligi fordæmi þeirra. Hef ég þegar fengið þá von staðfesta á eftir- minnilegan hátt, er Snorri Sig- fússon, fyrrv nám,sstjóri, sendi mér bréf það, sem hér fer á eftir: „Framlag til Skálholts. Fndurreisn Skálholts á að vera áhugamál og metnaðarmál allrar þjóðarinnar. J>ar á að rísa and- leg aflstöð landi og lýð' til far- sældar í framtið. En slík uppbygging er mikið átak og þurfa því sem allra flest ir að leggja þar hönd á plóg. Nú hafa Önfirðingar sýnt hug sinn í verki. Þeir hafa í virðing arskyni við Brynjólf biskup Sveinsson heitið að gjalda til Skálholts naestu 5 árin 25 kr. skatt af hverjum gjaldanda í sveitinni. Er þetta rausnarbragð Önfirðingum til mikillar sæmd- ar. J>ótt ég sé ekki Önfirðingur að uppruna átti ég lengi heima með al þeirra, gegndi margskonar trúnaði og undi hag mínum vel. Er þó efst í hug mínum nú það óvenjulega drengskaparbragð, sem gamlir nemendur minir úr Önundarfirði sýndu mér á rauna stund fyrir 15 árum. Minnugur alls þessa vil ég nú taka undir með Önfirðingum á þann hátt að heita Skálholti, í ÞEIRRA NAFNI, 100 króna fram UM HADEGI í gær brá ljós- myndarinn sér út í góða veðr ið og uppi í Bankastræti varð á vegi hans hópur skóla- stúlkna frá Bretlandi, sem sátu í grasinu við hornið á Lækj artorgi og borðuðu úr mal- poka sínum. Þetta var aðeins hluti af nemendahóp frá kvennaskólanum Ensham Sthool, Tooting, London, sem er hérlendis um hálfsmánað- artíma við náttúruskoðun. Hafa stúlkurnar ferðazt nokk uð um nágrenni Reykjavíkur, en halda annars til í félags heimilinu við Holtaveg. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) lagi á mánuði frá 1. júlí þessa árs og áfram alla þá mánuði, fáa eð» marga, sem ég á eftir ólifaða. Vænti ég þess að hér verði tetc inn vilji fyrir verk. Reykjavík, 20. júlí 1964, Snorri Sigfússon, fyrrv. náms- stjóri". (sign). Það kemur engum á óvart, að Snorri Sigfússon skuli ganga fram fyrir skjöldu til göfugmannlegrar liðveizlu við helga hugsjóo. Hann skilur manna bezt, hvað £ húfi er um það, að Skálholtsstað ur verði sá aflvaki andlegs lífs og þroska, sem efni og vonir standa til. Ég þakka af alhug þann stuðning og uppörvun, sem hér hefur komið fram, og vænti þess fastlega, að þessi drengilega hvatning beri ávöxt samkvæmt eðli sínu og tilgangi. Sigurbjörn Einarsson. „Systrasel" heitir hin nýja bygging fyrir hjúkrunarkonur fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og skýrt var frá í gær. Myndin varð þá viðskila við greinina en kemur nú. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.) otfarafréttir Londunarat. Landanir magn, kg, Reykjavík IV 3.015.»«» Akureyri 6 Hafnarfjör^ur 2 Bretlarwd 10 í nýútkomnu hefti ÆGIS, rits Fiskifélags íslands, segir svo um togarana í júnímánuði síðast- liðnum: í júní voru togararnir talsvert að veiðum við Austur-Grænland, einkum SA af Angmagsalik og á Jónsmiðum, enda var aflinn í mánuðinum hvað skástur á þessu svæði. Nokkrir togarar kom.u með fu'Ufermi, 230—260 lestir, langmest karfa, sem fór í vinnslu í frysiihúsin. Mestan afla í mánuðinum hafði Víkingur I 3»5,5 lestir. A.m.k. tveir togarar J voru við Nyfundnaland, ea afli I var þar tregur, og leituðu þeir því annað. Ei >n togari a.m.k. var við Vestur-Grænland og hafði rúmar 200 iestjr. Á heimamiðum voru togararnir langmest í Víkur ál og á Hrygignum nema á Norð- urlandsmiðunum. Beztur afli á beimamiðum var í Víkurál. Veður var gott. Heildaraflinn í mánuðinum var um 6.250 lestir en þess ber að gæta að allmargir togarar ýmist lágu eða voru í slipp. Eftirfarandi tafla sýnir hvar aflanum var lardað ag hve mikiu á hverjum stað: 3.015.» 10 859.180 50S.»W<» 1 869.403 li .250.003 í Bretlandi seldu togararnir 1.534.680 kg. af isfiski fyrir £ 102.883-5-6 eða að jafnaði kr. 8.04 pr. kg. Meðalverðið á frosna fiskinum hjá Narfa var kr. 7.07 cif. # Söluferðir vélbáita. Nokkrir bátar seldu ísvarinti fisk í Breilandi i júní. Þetta voru samtals 7 söluferðir með 165.8öl kg. sem seldust á £18.942-17-6 eða að jafnaði kr. 13.70 pr. kg. Mestmeguis var þetta flattiskur og ýsa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.