Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 14
14
&
tagmitfrlfi&ifr
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstj órar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 90.00
f lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
UMRÆÐUR ÚM
EINOKUN
'iLibrgunblaðið og Alþýðu
174 blaðið hafa margsinnis
rætt um nauðsyn þess, að hér
yrði sett löggjöf til að stemma
stigu fyrir einokunarverð-
myndun og óheppilegri sam
steypu fyrirtækja. Tíminn
hefur hinsvegar ekki fengizt
til að láta uppi álit sitt á þess-
um málum, og virðist raunar
sem tillögur í þessu efni séu
eitur í beinum framsóknar-
manna.
En hver getur verið skýr-
ingin á því, að framsóknar-
menn hafa ekki áhuga á því,
að svipuð löggjöf verði sett
hér á landi og er í nágranna-
löndunum í þessu efni? Er
það hugsanlegt að framsókn-
arforingjarnir vilji, að einok-
unarfyrirtæki geti starfað hér
eftirlitslaust? Er það stefna
þeirra að þjappa megi miklu
fjármálavaldi saman hjá fáum
mönnum, sem beiti því vægð-
arlaust t.d. í pólitískum til-
gangi?
Það er ekki að ófyrirsynju,
sem þessum spurningum er
varpað fram. Á því hefur víða
% borið, að framsóknarforingj-
arnir vildu nota fjármálavald
SÍS til þess að tryggja sér
pólitísk áhrif og feimni þeirra
við löggjöf gegn einokunar-
verðmyndun virðist benda til
þess að þeir hyggist verða við
sama heygarðshornið og
reyna jafnvel að auka slík á-
hrif.
En almenningur mun skilja
það, að fyrirtækjasamsteyp-
ur, sem hyggjast seilast inn á
hvert verksviðið af öðru, eru
ekki heppilegar er til lengdar
lætur. Þær fá of mikið fjár-
hagslegt vald, og *þar að auki
leiða þær ekki til mestra af-
kasta. Þá skiptir eitt fyrirtæk-
ið við annað óháð því, hvort
um hagkvæmustu kjörin er
að ræða eða ekki. Það er sagt
að þau eigi hvert að styðja
annað o. s. frv.
Hinu er ekki að neita, að
hér hljóta að verða rekin stór
fyrirtæki, sem ekki fá eðli-
lega samkeppni innanlands,
einfaldlega vegna þess, að
ekki er rúm fyrir nema eitt
eða tvö slík fyrirtæki í okkar
fámenni.
Aðhald að slíkum fyrirtækj
'um er hægt að tryggja með
utan að komandi samkeppni í
sumum tilfellum, en stundum
er það þó svo, að hún nægir
ekki, og þá kemur einnig til
kastanna löggjöf sú, sem hér
er um rætt.
Þegar eitt fyrirtæki hefur
mjög mikinn hluta markaðs-
ins, eða hann allan, er eðlilegt
að opinber aðili fylgist með
því, að ekki sé um óeðlilega
einokunarverðmyndun að
ræða. Fylgjendur einkafram-
taks verða að gera sér grein
fyrir þessum staðreyndum,
annars geta þeir ekki vænzt
eðlilegs trausts og stuðnings
almennings.
ÓBYGGDIR OG
UMGENGNI
Cumarið er tími ferðalaga.
^ Þá ferðast íslendingar um
land sitt sér til hreasingar og
yndisauka. Þúsundum saman
ekur fólkið um byggðir og ó-
byggðir. Um næstu helgi
munu þessar ferðir ná há-
marki, ef að vanda lætur. —
Tugþúsundum saman mun
fólk aka til fjalla og slá upp
tjöldum. Umferðin á þjóðveg-
unum mun verða mikil og
varasöm, því að um verzlun-
armannahelgina fara allir á
kreik, sem vettlingi geta vald-
ið.
.Við búum í stóru og strjál-
býlu landi og njótum þess
munaðar að geta með lítilli
fyrirhöfn horfið til óbyggða
og notið friðsældar og feg-
urðar. Hin óbyggðu svæði
kunna að vera snauð af nátt-
úruauðæfum Og jafnvel lítt
gróðursæl. Þau eru þó dýr-
mæt sameign landsmanna,
og eiga að njóta góðrar um-
gengni.
Skógræktarstjóri talaði í út-
varp fyrir skömmu og upp-
lýsti það, að kostnaðurinn við
að þrífa Þórsmörkina eftir
síðustu verzlunarmannahelgi
hafi numið tugum þúsunda.
Slík ómenningarumgengni á
fögrum stað er mjög vont mál.
Þótt skógræktarstjóri hafi að-
eins nefnt Þórsmörk, þá er
þetta almennt vandamál. Um-
gengni um óbyggð svæði hef-
ur verið slæm og dvöl á hin-
um vinsælli tjaldstöðum um
verzlunarmannahelgina hefur
ekki verið með öllu hættu-
laus vegna hátíðarhalds ferða
manna, einkum unglinga.
Sá sem saurgar fagran stað
með rusli sínu er að minnka
ísland. Um leið og hann setur
merki imenningar á landið er
hann að afmennta sjálfan sig.
Þetta og sumt fleira skyldu
allir hafa í huga um næstu
helgi.
Þá mun gætni og tillitssemi
á þjóðvegunum stuðla að ör-
uggari ferðum. Þá mun snyrti
mennska og kurteisi við land-
ið auka ánægjuna nú og síðar
og verða til þess sóma, sem
Fyrstu tilraunir mei raf
hreyfla í geimflaugar
ir, sem knýja hana.
lega gerð tilraun með raf-
hreyfia til ad knýja eldflaug-
ar úti í geimnum, og: eftir því
sem bezt er vitað eru þetta
fyrstu tilraunir, sem gerðar
hafa verið með slíka hreyfla.
Með Jiessum fyrstu rafflauga
tilrauuum hefst nýtt tímabil
í viðleitni mannsins til rann-
sókna á sólkerfinu.
Tvær gerðir af hreyflum
voru reyndar, önnur á leið út
í geiminn, en hin átti að vinna
á leiðinni til jarðar. Hreyfill
inn, sem starfa átti á heim-
leiðinni, missti orkugjafann,
og varð sú tilraun því ekki
til gagns. En vísindamennirn
ir skýrðu svo frá, að hinn
hreyfillinn hefði reynzt fram
ar öllum vonum. Hann fór í
gang á tilsettum tíma, gekk í
hálfa klukkustund; stanzaði
og fór í gang aftur nokkrum
sinnum. Þótt orkugjafi ann-
ars hreyfilsins brygðist, sönn-
uðu hinar árangursríku til-
raunir með hinn hreyfilinn,
að hreyflarnir geta starfað í
lofttómi geimsins.
Raffiaugarnar eru litlar,
enda er þeim ekki ætlað að
hafa eins mikið þrýstiafl og
gasflaugarnar, sem nú eru
sendar út í geiminn. Rafflaug
unum er ætlað að starfa um
lengri tíma eftir að þeim hef-
ur verið skotið á loft með
stórum eldflaugum.
I athugun er, hvort raf-
hreyflar kunni að vera not-
hæfir til að knýja mannað
geimfar til Marz, en þó er tal-
ið, að rafhreyflarnir verði
heppilegri til að stjórna geim-
förum, geimstöðvum og sendí
tækjum á leið til tunglsins.
Þrýstiafl rafhreyflanna fæst
með rafhleðslu rafeinda eða
jóna, og raýeindastraumur, að
ummáli álíka og stórt vatns-
glas, þrýstist úr útblástursopi
Umfangsmiklar rannsóknir á
jörðu niðri voru undanfari
fyrstu tilraunarinnar til þess
að senda rafflaugar á loft.
hreyfilsins og er þrýstihrað-
inn miklu meiri en við gas-
bruna vetnjulegra eldflauga.
Kosturinn við rafhreyflana
er sá, að þeir geta verið í
gangi langan tíma og eru af
ar sparneytnir á eldsneyti. Það
er hugsanlegur möguleiki að
rafflaugin geti haldið þrýsti-
orkunni jafn marga mánuði
og mínúturnar sem eldflaug
in heldur orku sinni. Orka
rafhreyfilsins á hvert pund
síns eigin þunga er mörgum
sirinum meiri ea annarra
gerða hreyfla.
Séu hlöðnu rafeindirnar
ekki gerðar óvirkar við út-
blásturinn, safnast þær sam
an utan við útblástursopið, og
rafhlaðast þar. Hleðsla þeirra
þar getur orðið svo mikil og
sterk, að rafeindastraumur-
inn frá hreyflinum stöðvist.
Þann vanda má ef til víll
leysa með því að veita rafeind
um (sem hlaðnar voru nei-
kvætt) í útblástursstrauminn.
Þetta myndi draga úr hleðslu
jónanna).
Tilgangurinn með þessum
tliraunum var sá að afla upp-
lýsinga um afhleðslu rafeinda
straumsins úti í geimnum.
Hér er um að ræða tækni-
legar nýjungar, sem kunna að
hafa í för með sér tæknilegar
breytingar, er geta haft þýð-
ingu varðandi ferðir manna
út í geiminn í framtíðinni, og
þær bera vitni óþreytandi við
leitni mannsins til að kanna
hið óþekkta, fullkomna vélar
sínar og bæta lífsskityrði sín.
En nú, er fyrstu tilraunirn
ar með rafflaugar hafa verið
gerðar, vaknar sú spurning
hvaða árangri verði náð með
þeim. Tæknifræðingarnir,
sem starfa á þessu sviði, vilja
sem minnst láta hafa eftir
sér, þar eð þeir telja sig ekki
vtia nægilega mikið um hreyfl
ana. Einn af tæknifræðingun-
um, William R. Mickelsen,
kveðst geta hugsað sér, að
rafhreyflarnir geti ef til viil
komið að miklum notum við
sendingar rannsóknartækja
og gervihnatta út í geiminn,
jafnvel til Mars og Venusar,
svo og fyrir mönnuð geimför.
Ennfremur gætu rafflaugam-
ar reynst hentugar til að
kanna leiðir i til annarra
hnatta, áður en sendir yrðu
þangað menn, og einnig gætu
þær flutt miklar birgðir.
Mickelsen bendir á, að raf
fluagar séu fullkomnari en
aðrar gerðir flauga til mann-
flutninga um geiminn. Ef 8-
manna geimfar, 175 tonn, legði
af stað frá sporbraut jarðar,
gæti það komizt til Mars fram
og til baka á 500 dögum.
Svo virðist sem rafflaugin
hafi marga merkilega mögu-
leika. Sumir telja tæpast mögu
legt, að manninum takist að
ferðast til Marz, fyrr en þá
í lok þessarar allar. En það er
nokkuð löng bið eftir slíkum
stórviðburði. Og þó eru 36 ár
ekki óratími. Ef Marz-flaugin
einhvern tíma kemst a£ sfcað,
eins og spáð hefur verið,
munu mörg okkar lifa það að
sjá á eftir henni þangað upp.
MORGU NBLADIÐ
því miður er enn ekki verð-
skuldaður.
Það er íhugunarefni, hvort
ekki þurfi að auka eftirlit á
hinum fjölmennari og vin-
sælli tjaldstöðum. Það væri
æskilegra, að slíks eftirlits
væri ekki þörf, en ef ekki still
ist hátíðarhaldið og þeir
veizlusiðir, sem til þessa hafa
verið tíðkaðir, þá er nauðsyn-
legt að verja ferðafólkið, ekki
aðeins hvað fyrir öðru, held-
ur einnig gegn sjálfu sér.
Vonandi þurfa blöðin ekki
að prenta svipaðar sögur at
Sunnudagur 28. júK 1964 |
skrílmennsku og slysum eftír
verzlunarmannahelgina og oft
undanfarið. Með góðum vilja
allra ferðamanna á að vera
hægt að halda þessa hátíð með
öruggari og menningarlegri
hætti.