Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 15
Sunnudagur 26. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 15 Umbyltingin á Austurlandi Hvergi hafa framfarirnar síð- nstu árin orðið meiri en á Aust- fjörðum. Þar hefir efnahagur ifólksins batnað meir og örar en annars staðar, og er það sér- staklega ánægjulegt með hliðsjón af því, að yfirleitt var efnahagur manna þar einna verstur, áður en hin mikla atvinnuaukning varð þar, samfara síldargöngunum fyr ir Austurlandi. Með aukinni atvinnu og bætt- um efnahag í sjávarþorpunum á Austurlandi aukast einnig mark- aðir fyrir landbúnaðarvörur, og þessi þróun kemur því einnig landbúnaðinum í þessum lands- hlutum til góða, enda sjást þess hvarvetna merki, að framfara- hugur er í mönnum eystra, ekki síður en annars staðar. Ekki er það síður mikilvægt, sem áður hefir verið vakin at- hygli á, að með auknum atvinnu möguleikum hefir fjárhagslegt sjálfstæði einstaklinganna auk- izt stórum og ekki var vanþörf á því á Austurlandi, þar sem kaupfélögin beittu oft römmustu atvinnukúgun og fæstir gátu um frjálst höfuð strokið vegna yfir- gangs kaupfélagsstjóra. Þetta er sem sagt að breytast, góðu heilli, og þess vegna ríkir nú bjartsýni og stórhugur meðal Austfirðinga. Gamlur minningar off framtiðarvonir. (Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.) REYKJAVÍKURBREF Alvarle^t ástand á Siglufirði En á saana tíma og síldin hefir arðið bjargvættur Austfirðinga, hefir hún leikið Siglfirðinga grátt. Þar er nú mjög alvarlegt ástand í atvinnumálum. Heita má, að engin síld hafi þar verið tötluð, þótt þar séu 20 söltunar- stöðvar, sem atvinnulíf staðarins hefir að miklu leyti byggzt á. Siglfirðingar eru að vísu van- lr því að til beggja vona geti brugðizt um síldaraflann og ekki setíð verið jafn gott í ári, en nú keyrir þó um þverbak, og er eðli- legt að menn séu órólegir, þegar •tvinnuástand annars staðar er með bezta móti. Á Siglufirði hefir fólki fækk- *ð svo, að nú búa þar um 2.500 manns, en árið 1948 var íbúa- talan 3.100. Segja má að útaf fyr- ir sig sé þetta ekki það versta, ef nægileg atvinna væri fyrir þá, *em eftir eru, en því miður' er það hvergi nærri svo. Það hlýtur að vera sameigin- legt áhugamál landsmanna ailra að reyna að bæta atvinnuástand- ið á Siglufirði, svo að fólk geti þar haldizt við, eignir verði ekki ónýtar og aðstaða verði varðveitt til síldarmóttöku, þegar síldin kemur aftur fyrir Norðurlandi, *em við hljótum að vona og treysta. Stefán Friðbjarnarson, frétta- ritari Morgunblaðsins á Siglu- firði, sendi blaðinu pistil, í fyrri viku, þar sem fjallað er um þessi vandamáL Orð Stefáns Stefán Friðbjarnarson segir meðaL annars: „Það sem getur bjargað Siglu- firði í dag eru skjótar samgöngu- bætur og iðnvæðing. Síidarverk- amiðjur ríkisins reka hér frysti- hús og niðurlagningarverksmiðju. Tryggja verður að þessi fyrir- tseki starfi í vetur með fullum Laugard. 26. júlí afköstum. FLýta verður upp- byggingu tunnuverksmiðjunnar, sem brann sl. vetur. Hér verður að staðsetja ýmiss konar iðnfyr- irtæki, sem skortir vinnuafl í Reykjavík, en geta fundið vinnu- fúsar hendur hér og jafnvel íviln- anir, sem ekki eru aiis staðar að fá. IðnrekendaféLagið, Iðnaðar- máLastofnunin, sem og íslenzk stjórnarvöid ættu að hyggja að þeirri lausn. Það þarf líka að hyggja að því, hvort hægt sé að fá erienda aðiia, sem ráða yfir mörkuðum fyrir niðurlagða síld, til að byggja og reka hér niður- lagningar og dósaverksmiðjur og ná samningum við viðskiptaheild ir í Évrópu, sem girða sig toll- múrum gagnvart þessari fram- leiðslu. Algjört síldarleysi í sum- ar, sem ýmsar líkur benda til að verði, áframhaldandi fólksflótti héðan, verðmætisrýrnun mikilla eigna, sem að verulegu leyti eru eign ríiksins sjálfs, hljóta að skapa það ástand, sem kallar á öll ábyrg þjóðfélagsöfl til úr- lausnar." Lciðirnar til úrlíóta I þessum hnitmiðuðu orðum Siglfiðingsins er að finna þá lausn, sem orðið getur til bjarg- ar. Þar er bent á öll þau úrræði, sem líkleg eru, og ekki hikað við að horfast í augu við vand- ann. Það er ekki einungis rikið sjálft, sem á að láta þessi mál til sín taka. Ríkisreksturinn hef- ir gefið svo misjafna raun, að honum á að setja skorður. Hins vegar er ekki óeðlilegt, að oiýn- berir aðilar greiði fyrir því, að fyrirtæki séu stofnsett, þar sem atvinnuleysi er, og erfiðar fjár- hagsástæður. Það er áreiðanlega miklu heppi legra að styrkja einkafyrirtæki, beint eða óbeint, í upphafi og láta þau síðan standa á eigin fót- um, heldur en að ríkið sjálft sé að bjástra í atvinnurekstri. Enginu efi er á því, að unnt væri aS fá einkafyrirtæki til að starfrækja verksmiðjur á Siglu- firði, ef sú leið, sem Stefán Frið- bjarnarson aðeins drepur á, að ívilna fyrirtækjunum, væri farin. Vissulega væri ástæða til þess að áhugamenn á Siglufirði ræddu við Iðnrekendafélagið, Iðnaðar- málastofnunina og stjórnarvöld til þess að reyna að leysa þenn- an vanda. Stjórinnálamenn og athafnamenn Athafnamenn fjargviðrast oft yfir því, að stjórnmálamenn séu skilningslausir á þarfir atvinnu- rekstrarins, þeir séu með allan hugann við framkvæmdir ríkis- ins og dragi fjármagn til þess í stað þess að beina því að upp- byggingu atvinnuvega í einka- eign. Rétt er það, að nokkuð er tii í þessu, og stundum hefir* ríkið gengið feti framar í atvinnu- rekstri en eðlilegt getur talizt. En umbætur í þessu efni fást ekki með því einu að skamma stjórnmálamennina. Þess er ekki að vænta — og það er heldur ekki eðlilegt —■ að frumkvæði í atvinnumálum komi frá þeim; það eru athafnamennirnir sjálfir, sem eiga að taka viðfangsefnin föstum tökum, og stjórnmála- menn, bankastjórar og aðrir áhrifamenn eru yfirleitt alls ekki jafn andvígir því, að fjár- magnið fari til einkarekstrar eins og athafnamennirnir stund- um halda fram. A ýmsum sviðum í öllum meg- in þáttum atvinnulífsins hefir einkaframtak vel dafnað og Grettistökum verið lyft, en gall- inn er einkum sá, að athafna- menn eiga erfitt með að starfa saman í stórfyrirtækjum, sem rekin eru fyrir opnum tjöldum, og með þátttöku sem flestra. Þöwiiin er til ills Sá háttur, sem viðgengizt hef- ir í stórum og öflugam atvinnu- fyrirtækjum, að pukra með allt, er að rekstri þeirra lýtur, hefir illa gefizt, sem von er til. Skort- ur á sjálfsögðum upplýsingum um rekstur slíkra fyrirtækja hef- ir valdið margs konar tortryggni og orðið fyrirtækjunum til stór tjóns, því að ekki er við það að búast, að almenningur sýni þeim velvilja og skilning, þegar hann er ekki virtur þess að skýra hon- um frá meginþáttum starfsemi fyrirtækjanna. Það er þess vegna ánægjulegt, að einn af forystumönnum Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna skyldi hér í blaðjnu hefja opin- berar umræður um starfsemi þessa stórfyrirtækis, en leyndin yfir rekstri þess fram að þessu hefir valdið því miklu tjóni. Grein Einars Sigurðssonar var að vísu nokkuð hvassyrt, og við því er að búast, að hann líti á máiin frá sjónarhóli síns fyrir- tækis. Líklegt er þess vegna, að þeir, sem að er vikið, skýri málin frá sínu sjónarmiði og ekki séu öll rök Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna jafn góð, þótt á hinu leiki ekki vafi, að með grein Einars Sigurðssonar hafi verið náð þeim tilgangi hans að auka nokkuð á traust til þessa fyrir- tækis — eða draga úr van- trausti. Hcilbri^ðar omræður Það er ekki fyrst og fremst vegna raka þeirra, sem Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna hefir nú birt almenningi, sem þessi skrif hafa orðið samtökunum til góðs, heldur af hinu, að menn hljóta að virða það og meta, þegar spilin eru lögð á borðið og menn geta sjálfir lesið út úr þeim. Þótt menn faliist ekki á öll rökin og væntanlega verði ýmislegt af því, sem forusta S.H. heidur fram, hrakið eða gagnrýnt er það vel, að hún hefur umræðurnar. Væntanlega verður grein Ein- ars Sigurðssonar til þess að mikl- ar umræður spinnist um at- vinnumái þjóðarinnar og rekst- ur stórfyrirtækjanna eins og vera bef. Sem betur fer er ekki auð- velt að snúa aftur til leyndar- innar, þegar glufa hefir verið opnuð almenningssjónum, þá krefjist menn þess, að fá enn meira að vita. Á því leikur heldur ekki vafl, að forystumenn Sölumiðstöðvac hraðfrystihúsanna munu verða þess varir, að fólk metur það, að þagnarmúrinn hefir verið rof- inn, og þeir og aðrir stjórnendur stórfyrirtækja munu finna vaic- andi skilning á störfum sínum, ef þeir láta af þeim hætti, sem allt of mikið hefir hér ríkt, að reyna að pukra með alla hiuti á bak við tjöldin. Stuðningur við einkaíramtak Það hefir verið skoðun stjórn- enda ýmissa hinna stærri fyrir- tækja, að þeir ættu að njóta skil- yrðislauss stuðnings þeirra, er styrkja vilja framtak einstakl- inganna; þeim bæri engin skylda til að veita upplýsingar um at- hafnir sínar, hvorki þeim, sem sammála eru þeim um nauðsyn öflugs einkareksturs, né öðrum. Þessi skoðun er þjóðhættuleg. Ef hún fengi að ríkja áratugum saman, yrði það til þess að al- menningur missti trú á einka- rekstur og héldi, að í honum þró- aðist hvers konar spilling, jafnvel verri en í opinberum fyrirtækj- um. Stóratvinnurekstur á ekki að vera neitt feimnismál. Stjórnend ur hans eiga að gleðjast yfir því að geta rætt á heilbrigðum grund velli um vandamál sín. Þeir munu finna, að fólk vill líta með skilningi á þá erfiðleika, sem við er að glíma, og þeir munu einnig verða þess varir, að menn skilja, að það er þjóðinni fyrir beztu, að fyrirtækin geti skilað hagnaði. En það er eins og sumir menn skammist sín fyrir það, ef fyrir- tæki þeirra græða; þeir jafnvel leggja sig í líma við að telja fólki trú um, að allt sé á hausnum í höndum þeirra. Þetta er eðlileg afieiðing af pukrinu, sem nú þarf að uppræta í eitt skipti fyrir öll, og þess vegna fagnar Morgun- blaðið grein Einars Sigurðssonar, enda treystir það því, að hún sé upphaf heilbrigðra umræðna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.