Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 26. júlí 1964
Geðveiki er fyrst og fremst
erfða- og efnasjúkdómur
— segir dr. Jón Löve eftir liðlega árs-
langar rannsóknir hér — hann telur
tvö mismunandi gen valdi sjúkdómnum
en ekki umhverfið
N Ú eftir helgina mun merk-
ur, íslenzkur vísindamaður,
dr. Jón Löve, prófessor við
Kaliforníuháskóla, halda til
Bandaríkjanna ásamt fjöl-
skyldu sinni, en dr. Jón hef-
ur dvalið hér í liðlega ár og
unnið að rannsóknum á geð-
veiki. Til rannsókna þessara
hlaut Kaliforníuháskóli einn-
ar milljón kr. styrk á ári í tvö
ár frá National Institute of
Health í Washington, en dr.
Jón hefur síðan unnið að þess-
um rannsóknum á vegum skól
ans, og mun halda áfram að
vinna úr þeim gögnum, sem
hann aflaði sér hér, er vest-
ur um haf kemur.
Dr. Jón hefur komizt að
þeirri niðurstöðu eftir rann-
sóknirnar hér, að geðveiki sé
fyrst og fremst erfða- og
efnasjúkdómur, en ekki skap-
aður af umhverfinu, eins og
áður hefur verið talið. Telur
dr. Jón að tvö ólík gen valdi
sjúkdómnum, þ.e.a.s. að hæði
séu þau hættulaus sitt í hvoru
lagi, en séu bæði til staðar í
sama einstaklingnum, valdi
þau geðveiki. Fréttamaður
Mbl. gekk á fund dr. Jóns í
síðustu viku og ræddi við
hann um rannsóknir hans hér
og niðurstöður, og fer spjallið
hér á eftir.
Eins og fyrr getur er dr. Jón
prófessor í læknisfræði við Kali-
forníuháskóla. Hann lauk dokt-
orsprófi í erfðafræði frá sama
skóla 1947, en settist síðan í
læknadeild skólans í San Franc-
isco, og lauk embættisprófi í
læknisfræði 1952. Eftir það lagði
hann stund á barnalækningar
sem sérgrein.
— Ég kom hingað fyrst og
fremst sökum þess, hve aðstaða
til þessara rannsókna er óvenju-
lega góð hérelndis, segir dr. Jón.
— Styrkurinn frá National
Institute of Health var veittur
Kaliforníuháskóla til eins árs, en
síðan sótti ég um framlengingu
og fékk styrkveitir.gu í eitt ár til
viðbótar, þannig að styrkurinn
gildir til 1. júní 1965. Verkinu
hér er nú lokið, en þegar vestur
kemur mun ég vinna frekar úr
þeim gögnum, sem ég hefi aflað
mér hér, og ennfremur safna
meira efni þar.
— Bandaríkjamenn eru yfir-
leitt mjög undrandi á því hve
miklar upplýsingar hér er hægt
að fá. Hér má re1 ;a ættir langt
aftur í tímann og með þeim ýmsa
sjúkdóma, eins og geðveiki. Það
má oft fá allnákvæmar upplýs-
ingar um geðveikt fólk fyrr á ár-
um, þótt lítið kunni að vera sagt
um aðra sjúkdóma í heimildum.
UMHVERFIÐ VIRÐIST
LITLU MÁLI SKIPTA
— Starf mitt hér hefur eink-
um verið tvíþætt. í fyrsta lagi er
þess að geta að geðveiki virðist
vera erfðasjúkdómur. Um þetta
er að sjálfsögðu deilt ,og til
þessa hefur það verið álit manna,
að það væri umhverfið, sem ylli
geðveiki.
— Ég hefi tekið fyrir til at-
hugunar vissa hópa hérlendis, og
beiint athygli minni að börnum,
sem uppalin hafa verið í fóstri.
Ég hefi síðan borið saman á-
hættuna á geðveiki með ættingj-
um geðveikra, sem alast upp í
slíku fóstri. Við þessar athugan-
ir hefur það komið ákveðið fram,
að hættan á geðveiki virðist ekk-
ert fara eftir því hvar viðkom-
andi einstaklingur hefur alizt
upp. Hættan á geðveiki með nán-
um ættingjum geðveilra er all-
mikil, og hún virðist með öllu
óbreytt enda þótt þeir kunni að
alast upp annars staðar.
— Þetta kemur nákvæmlega
heim við niðurstöður rannsókna,
sem gerðar hafa verið í Þýzka-
landi, Svíþjóð, Bandaríkjunum
og víðar. Rannsóknir í þessum
löndum hafa einkum beinzt að
tvíburum. Allt sem fram hefur
komið af þessum rannsóknum
bendir mjög til þess, að erfðir
hafi mikið með geðveiki að gera,
og niðurstöður rannsókna minna
hérlendis renna mjög eindregið
stoðum undir það.
Dr. Jón Löve og fjölskylda hans. Frá vinstri: Erik 13 ára, Sigrid 9, dr. Jón, frú Lura, Jon 10
ára og Mark 12 ára. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
* ENGINN SPÁÐI SIGRI
OG ÞÁ er það landsleikur-
inn á morgun. Ég hef beðið
hina og þessa að geta sér til um
úrslitin, en enginn hefur viljað
leyfa mér að birta þau, því allir
eru þeir hræddir um að vera of
bjartsýnir. Sá, sem var djarf-
astur, sagði 3:1 fyrir Skota.
Enginn spáði íslendingum sigri,
en spámar voru alit að 0:7
fyrir Skota. Ég vil taka það
fram, að flestir þeirra, sem ég
talaði við, vita hvað þeir eru
að segja: Menn, sem þekkja
töluvert til knattspyrnu. Ég
ræði ekki um knattspyrnu við
aðra en þá, sem eru a.m.k. jafn-
fróðir og ég um knattspyrnu.
Fyrir tveimur árum villtist ég
á landsleik af því að ég hélt að
þetta væri frjálsíþróttakeppni,
sem fólkið var að streyma á.
í hálfleik fór ég heim af því að
ég hélt að allt væri búið.
* STÖNDUM VEL AÐ VÍGI
Allir þessir fróðu knatt-
spyrnuáhugamenn, sem ég
ræddi við, drógu í efa að Skot-
ar gætu skorað 29 mörk í leikn-
um á morgun. Einfaldlega
vegna þess, að okkar menn
mundu þvælast það mikið fyrir
gestunum, að þeir síðarnefndu
fengju ekki frið til þess að
skora. Mér finnst það hálf-
gerður dónaskapur að gefa ekki
mönnunum kost á að ná a.m.k.
jafntefli, því eins og ég benti
réttilega á í fyrradag dygðu
Skotunum 29 mörk á móti einu
marki piltanna okkar til þess
að ná jafntefli, miðað við fólks-
fjölda, Það er þess vegna ekki
hægt að líta á það sem skozkan
sigur, þó Skotar skori 7 mörk
en við ekkert. Við erum vel
„garderaðir“.
Annars viðgengst sá góði sið-
ur í bæ einum, sem ég þekki til
úti á landi, að slá upp balli fyrir
aðkomna knattspyrnugarpa
kvöldið áður en leikið er. Þetta
eru jafnan fjörugustu böll sum-
arsins og er þá veitt vel og
drengilega. Knattspyrnulið
heimamanna liggur þá allt uppi
í rúmi heima hjá sér, slappar
af og safnar kroftum. Daginn
eftir vinna heimamenn svo
undantekningalítið. Um kvöldið
er haldið ball fyrir þá.
Ég læt þessa sögu fljóta með,
ef hún mætti verða einhverjum
til gagns. Ég veit ekki hvort
TVEIR EIGINLEIKAR
— TVÖ GEN
— Nú, næsta spurning hlýtur
að verða sú, hvernig geðveiki
erfist. Um þetta atriði hafa ver-
ið nokkuð margar kenningar, en
engar þeirra hafa gjörsamlega
samrýmzt niðurstöðum rann-
sókna. Mínar rannsóknir hér
beindust fyrst og fremst að þessu
atriði.
— Ég kom hingað með ákveðna
kenningu, en hún er raunveru-
lega kennd við Svíann Böök. Hún
byggist á því, að geðveiki stafi
af afbrigðum á ríkjandi erfðum,
sem eitt gen ylli. Ég komst fljót-
lega að þeirri niðurstöðu að þetta
gæti ekki verið svo, heldur væru
það tvö aðskilin gen, sem þyrftu
að mætast í sama einstaklingi
til þess að valda sjúdómnum.
— Kenning mín gerir því ráð
fyrir að hér sé um tvo eigin-
leika að ræða, sem hvorugur út
af fyrir sig telst geðveiki. Ann-
ar eiginleikanna, sem er ríkj-
andi, virðist hafa áhrif á hugs-
unarhátt manna. Hinn virðist
e.t.v. hafa áhrif á tilfinningar,
valda sp'ennu o.s.frv. En þegar
þessum tveimur eiginleikum lýst-
ur saman í einstaklingnum, þol-
ir líkaminn það ekki, og útkom-
an verður geðveiki. Þessi kenn-
ing kemur heim við allt, sem
vitað er um þessi efni.
Dr. Jón dregur nú fram kort,
sem hann hefur gert um athug-
anir sínar á sex ættliðum ís-
lenzkrar fjölskyldu, afkomendum
systkina geðveikrar konu, sem
fædd var 1735. Sjötti ættliðurinn
lifir hér í dag. í fjölskyldu þess-
ari kemur fram geðveiki í ákveðn
um liðum, í öðrum liðum hverf-
ur hún.
— Ég hefi einkum fylgzt með
tveimur fjölskyldum hér, segir
dr. Jón síðan, — en ég er að
vinna að athugunum á fleiri.
Geðveiki virðist koma fram i
annari hverri grein fjölskyld-
anna, og þetta virðist fylgja ein-
Framhald á bls. 21
allir hafa komizt upp á lagið.
★ ÞETTA SEGIR ATLI
Ég var að ræða málið við
Atla Steinarsson — því hann er
okkar leiðarstjarna á íþrótta-
sviðinu, þótt Kormákr láti ljós
sitt skína við og við. Yfirleitt,
þegar Atli er í fríi.
Honum þótti ekki ástæða til
að ætla, að þetta skozka lið
væri neitt lakara en enska
áhugamannaliðið, sem sigraði
íslendinga í fyrra. Annað skipt-
ið með fjórum mörkum, en hitt
með sex. Okkar menn skoruðu
auðvitað ekkert. Ég var að
fá Atla til að gera einhverja
ákveðna spá, sem hann vildi
standa við þar til leikurinn hæf
ist, en hann færðist undan, eins
og allir hinir. Þess vegna leyfi
ég mér að spá 1:4 Skotum í hag
— og er sennilega sá eini, sem
þorir að segja eitthvað ákveðið-
Ef menn spyrja svo á hverju
ég byggi spána, þó gæti ég
svarað því til, að möguleikar
okkar manna á að skora mark
séu töluverðir vegna þess hve
fáir KR-ingar eru í liðinu.
Fjögur mörk Skotanna fékk
ég vegna þess að ég kastaði
tveggja krónu peningi upp
fimm sinnum, en skjaldarmerk
ið kom upp þrisvar. Mér skilst
að hinir „spámennirnir“ noti
líka „túkall".
* IIVÍ EKKI AÐ REYNA
EITTHVAÐ NÝTT
Jæja, nóg er víst komið af
gamninu. Það er bezt að segja
nokkur orð í fullri alvöru 1
lokin. Valið í landsliðið virð-
ist sæta gagnrýni, en sjálfsagt
verður aldrei hægt að gera öll-
um til hæfis. Ég sá það lagt til í
Vísi, að reynd yrði sú aðferð
að fela einum manni að þjálfa
og velja landsliðið, en slíkt
hefur víst víða verið gert með
góðum árangri. Því ekki að
reyna þetta einu sinni? En það
þyrfti auðvitað margra mán-
aða fyrirvara. Enginn einn
maður mundi takað að sér að
þjálfa og velja landslið, ef
hann fengi ekki nema nokkrar
vikur til starfsins, eins og yfir
leitt hefur tíðkast hér. Og
stundum hafa æfingar orðið
fáar eða engar. — Vísir bendir
á að Karl Guðmundsson væri
ákjósanlegastur til slíks og er
það ekki óeðlileg ábending, þvl
vafalaust hefur hann meiri
reynslu og þekkingu á þessum
málum en flestir eða allir hér-
lendir. — Jafnvel þótt lands-
leikurinn á morgun verði okk-
ur ekki til háðungar, þá held
ég að flestir hljóti að vera
sammála um það, að ekki saki
að reyna eitthvað nýtt í þess*
um efnum.
BOSCH
KÆLISKÁPAR
frá 4%—8% cub.fet.
Ennfremur
FRYSTIKISTUR
Söluumboð
HÚSPRÝÐI h.f.
Sími 20440 og 20441