Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 17
MORGUNBLADIÐ
17
Sunnudagur 26. júlí 1964
Krúsjéff býr betur
um sig í Kreml
FYRIR skömmu fóru fram for-
eeta kosningar í Rússlandi. At-
kvæðagreiðsla var leynileg og
atkvæði greiddi aðeins hinn fá-
menni hópur helztu ráðamanna
innan kommúnistaflokksins rúss-
neska. Ákveðið var, að Anastas
IMikoyan, sem komizt héfur ó-
ekaddaður úr margra áratuga
orrahríð flokksbaráttunnnar í
Rússlandi, skyldi taka við em-
Ibætti forseta eða formanns Æðsta
Ráðs Sovétríkjanng. Ennfremur
var afráðið, að Leonid Brezhnev
ekyldi láta af forseta embættinu
til 'þess að helga sig einvörðungú
análefnum flokksins.
Þeta einfalda atvik, sem er svo
gagnólíkt öllum gauraganginum
við hliðstæðar kosningar í Banda
ríkjunum, má engu að síður
leggja til jafns við þær. að mikil
vægi. Enga nauðsyn bar til þess
eamkvæmt stjórnarskránni, að
ekipta um forseta. Brezhnev
Ihefði getað setið áfram 1 em-
Ibætti allt til æviloka.
Forseti Sovétríkjanna hefur
engin völd. Hann þarf ekki að
vera annað en formlegur þjóð-
Ihöfðingi, fulltrúi lands síns út á
við, annást móttöku meiriháttar
erlendra gesta og úthluta heiðurs
verðlaunum. í mörg ár var for-
6eti Sovétríkjanna heldur ekki
annað en þetta. En þegar Brezh-
xiev sem er mikill hæfileikamað-
ur og einn ötulasti stuðningsmað
ur Krúsjeffs, var látinn hætta
mikilsverðum störfum í þágu
flokksins fyrir fjórum árum til
þess að takast þetta embætti á
Ihendur, aðeins 54 ára gamall, leit
út fyrir að gera ætti embættið
ínikilvægara en áður.
in fram úr Bandaríkjunum. Það
sem skeði í Kýrhöll fyrir
skemmstu, gerir andstæðingum
KJrúsjeffs hægara um vik að
nota sér hið síbreytilega ástand
í eigin þáigu.
Á undanförnum mánuðum hef-
Krúsjeff með lagni bægt hætt-
unum frá á mörgum þeim stöð-
um sem horfurnar voru hvað
verstar á. BerlínarvandamáUð
Eftir Edward
Crankshaw
var sniðgengið með hinum mein-
lausu samningum við' Austur-
Þýzkaland, og varðandi Kýpur,
brezku Guiana og fleiri staði,
hafa Rússar sýnt svo mikið að-
hald, að furðu sætir. Rússar hafa
borið þær sakir á Kínverja, að
þeir auki spennuna í Suðaustur-
Asíu með hernaðarstefnu sinni og
bjóða þannig heim hefndarað-
gerðum af hálfu Bandaríkjanna,
Einnig hafa Rússar rætt við Sam
einuðu Þjóðirnar um stofnun al-
heimslögreglu.
Meðan þessu fer fram, reyna
Rússar á ýmsan hátt að treysta
tengslin við Bandaríkin, m.a. með
samningi þeim sem nýverið var
undirritaður um skipti á gögnum
varðandi vinnslu ferskvatns úr
sjó. Einkum er þeim umhugað
um, að halda sem beztum sam-
skiptum við Bandarikj aforsetg,
sem nú er ógnað í embætti af
þeim manní er hefur á stefnu-
skrá sinni ekki aðeins sundurlið-
un veldis kommúnismans heldur
einnig sundurlimun sjálfra Sov-
étríkjanna.
Og það er hreint ekki svo auð-
velt fyrir hann að halda öllu í
horfinu. Hann verður að reyna
að halda uppi einhverjum aga í
Austur-Evrópuríkjunum, en þar
virðist nú hver höndin vera upp
á móti annarri. Hann verður að
keppa við Kínverja um forystu
í alheimskommúnismanum. Og á
meðan þessu fer fram heimita
Goldwater og vinir hans há-
stöfum að Krúsjeff sé komið fyrir
kattarnef. •. - "
Þetta eru sannarlega skemmti-
legir bandamenn. Kínverjar bera
Krúsjeff og ,,klíku“ hans á brýn,
að þeir séu svikarar v;ð Lenin,
góðborgaralegir bófar sem vinni
að því að endurreisa kapitalism
ann, menn sem standi í samninga
makki við Bandaríkin. Repú-
blikanaflokkurinn ber þeim á
brýn nákvæmlega hið gagnstæða.
í augum þeirra er svikarinn, mað
urinn sem stendur í samninga-
makki við óvininn, Johnson for-
seti.
Hvernig á nokkur maður að
geta stýrt skipi sínu heilu í höfn
við þessar aðstæður, sem eru eins
og teknar upp úr Lísú í Undra-
landi? Hvernig á hann að geta
einblínt á það sem mestu máli
skiptir, það að afstýra heimsó-
gæfu af'völdum kjarnorkuspreng
inga, þegar sótt er að honum frá
öllum hliðum eins og nú?
Og það skrítnasta við ástand
þetta, sem er þó nógu skrítið í
sjálfu sér, er það, að nú lítum við
til leiðtoga Sovétríkjanna —
Krúsjeff og Novotny forseti Ték kóslóvakíu.
þrátt fyrir okkur mjög andsnún-1 mann mest berst fyrir því aS
ar hugmyndir og hegðan á löng- I aðrir haldi fullu ráði og rænu
um ferli otg oft enn í dag — sem I og leggur undir aðstöðu sina
eins hinna fáu valdamanna heims alla, að sér takizt það.
ins er séu með fullu viti, þess er j (Observer — Einkar. MhL).
í höndum Mikoyans sem er
enn ekki nema 69 ára, setur for-
eetaembættið örugglega ekki of-
en. í embætti þjóðhöfðingja hef-
ur Mikoyan af að taka meiri
reynslu en nokkur anhar maður
í Sovétríkj unum, að Krúsjeff ein
um undanteknum, í viðræðum og
eamskiptum við erlenda ráða-
inenn í umboði Sovétstjórnarinn-
ar. En Mikoyan er annað og
meira en einungis þetta. Hann
er lifandi minnisvarði um virk
samskipti þjóðanna.
Krúsjeff hefur nú á örlagarík-
tim tímamótum ferlis síns komið
eér upp valdamiklum kjarna
xnanna, sem hann getur borið
íullt traust til. Þessir menn eru:
Mikoyan, í embætti forseta,
Brezhnev ásamt Podgorny í
flokksstjórninni, Kosyigin, snill-
ingurinn í stjórn tæknimála (sem
einnig hefur að baki mikla
Teynslu í samskiptum við menn
Bf öðrum þjóðum), í valdastöðu
í Æðstaráðinu. Yngri menn
Ikoma hér einnig við sögu. En
ef Krúsjeff dæi á næstunni
myndi arftaka hans vera að
finna í hópi fyrrgreindra manna.
Krúsjeff stendur vel að vígi
*iú, til þess að fullmóta og koma
í framkvæmd umdeildustu stefnu
málum sínum. Breytingar þessar
voru einnig ábendinig, síðust
margra slíkra, um það, að enda
þótt Krúsjeff hafizt ekki að, að
sinni hafi hann ýmsar framtíðar-
éætlanir á prjónunum og aðstaða
hans sé slík að hann geti komið
Iþeim í framkvæmd þegar vel
etandi á.
Þessar framtíðaráætlanir Krú-
ejeffs miða að því að draga úr
epennu í alþjóðamálum og
minnka harðskeytta útþenslu
kommúnismans. Kínverjar hafa
é réttu að standa er þeir saka
Krúsjeff um að hann sé farinn
eð hallast að Vesturveldunum og
eé að svíkja málstað byltingarinn
ar til þess að ná því marki.
Erfiðleikar Krúsjefifs eru í því
fólignir, að hin nýja stefna, sem
deilur Rússa og Kínverja snúast
um er ekki lengur samstiga rás
aögunneur. Sovétríkin eru nú kom
Utgerö og aflabrö gð á S- og SV-landi
15. maí —
í ÆGI, riti Fiskifélags íslands,
sem kom út 15. júlí, segir svo
um útgerð og aflabrögð á Suð-
ur- og Suðvesturlandi á tím-
anum frá 15. maí til 30. júní,
talið austan frá Hornafirði og
vestur til Stykkishólms:
• Hornafjörður. Þaðan fóru
4 bátar til síldveiða við Norður-
og Austurland, en 3 bátar hófu
dragnótaveiðar um 20. júní, hef-
ur afli þeirra verið lítt teljandi
það sem af er, vegna óhagstæðr-
ar veðráttu. Þá hófu 4 bátar hum
arveiðar upp úr 20. maí, hefur
afli þeirra verið allgóður og er á
tímabilinu um 140 lestir, þar af
um 50 lestir slitinn humar.
• Vestmannaeyjar. Þaðan
hafa 65 bátar stundað veiðar, þar
af voru 22 bátar með humartroll,
21 bátur með fiskitroll, 4 bátar
með dragnót og 1 bátur með lúðu
línu, en 17 bátar stunda síldveið-
ar með herpinót, þar af eru 4 bát
ar sem stunda síldveiðar við
Norður- og Austurland, en 13
bátar stunda síldveiðar við Vest-
mannaeyjar. Þá hafa 8 bátar far-
ið 1 eða fleiri söluferðir á erlend-
an markað, er það eigin afli bát-
anna 220 lestir og keyptur afli
130 lestir. Aflinn á tímabilinu
varð 2160 lestir (síldarafli ekki
með talinn), þar af eru 104 lestir
slitinn humar.
• Stokkseyri. Þaðan hafa 5
bátart stundað humarveiðar, en
þær hófust um 24. maí. Aflinn á
þessu tímabili varð um 88 lestir,
þar af er um Vs hluti aflans hum-
ar. Aflahæsti bátur á tímabilinu
varð Bjarni Ólafsson með 21 lest.
• Eyrarbakki. Þaðan hafa 3
bátar stundað humarveiðar síðan
26. maí, afli þeirra á tímabilinu
■ 30. júní
varð 53 lestir, þar af var um 18
lestir slitinn humar.
• Þorlákshöfn. Þaðan hafa 4
bátar stundað humarveiðar í júní
mánuði. Aflinn á tímabilinu varð
um 90 lestir, þar af 27 lestir slit-
inn humar. Til síldveiða við
Norður- og Austurland fóru 2
bátar.
• Grindavík. Þaðan fóru 8
bátar til síldveiða við Norður-
land, en 7 bátar hófu humarveið-
ar um 25. maí, Þá hafa einnig 3—
4 smærri bátar og 4—5 trillubát-
ar stundað handfæraveiðar. Af og
til hefur aflinn verið 1—3 lestir í
róðri, aðallega ufsi. Einnig hafa
13 aðkomubátar lagt afla sinn á
land í Grindavík. Aflinn á tíma-
bilinu er um 230 lestir, þar af er
um 75 lestir slitinn humar.
• Sandgerði. Þaðan hófu 5
bátar humarveiði og 1 bátur tog-
veiðar síðari hluta maímánaðar,
en í júnímánuði hafa 8 bátar
stundað humarveiði, 1 bátur drag
nótaveiði, 1 bátur með fiskitroll
og 1 bátur með handfæri. Afli
bátanna á tímabilinu er um 340
lestir, þar af eru 80 lestir slitinn
humar. Til síldveiða við Norður-
og Austurland fóru 12 bátar frá
Sandgerði og Garði.
• Keflavík. Þaðan hófu 9
bátar humarveiðar um 20. maí.
Afli þeirra á tímabilinu varð 197
lestir í 62 róðrum. Einnig hafa 3
bátar stundað botnvörpuveiðar á
sama tíma og varð afli þeirra 95
lestir í 19 róðrum. Þá hófu 15 bát
ar dragnótaveiðar um 20. júní og
hafa þeir aflað 472 lestir í 96
róðrum, þar af er um 40% koli.
• Vogar. Þaðan hafa 2 bátar
stundað humarveiðar frá 26. maí.
Afli þeirra á tímabilinu er um 48
lestir, þar af er-um 12 lestir slit-
inn humar. Þá hefur 1 bátur haf-
ið dragnótaveiði, en aflað mjög
lítið til þessa.
• Hafnarfjörður. Þaðan hafa
15 bátar stundað humarveiðar.
Hófu fyrstu bátarnir veiðar um
25. maí, en aðrir í júníbyrjun.
Aflinn á tímabilinu er alls 280
lestir, þar af er um 100 lestir slit-
inn humar. Til síldveiða við
Norður- og Austurland fóru 17
bátar.
• Reykjavík. Þaðan hafa 22
bátar stundað humarveiðar. Hófu
flestir þeirra veiðarnar í maílok,
en aðrir í júníbyrjun. Afli í veiði-
för hefur að jafnaði verið um 1
lest af slitnum humar og 2—4
lestir af fiski. Einnig hafa 5 bátar
stundað handfæraveiðar á tíma-
bilinu. Hefur afli þeirra verið
misjafn, en stundum allgóður.
Mikill hluti aflans er ufsi og hef-
ur mest aflazt 19 lestir á 3 dög-
um. Þá hófu 17 bátar dragnóta-
veiði um 20. júní, en síðan hefur
tíðarfarið verið örðugt við þær
veiðar og hefur afli yfirleitt verið
rýr eða 3—4 lestir í veiðiför, en
þó misjafn og allt upp í 15 lestir.
Til síldveiða við Norðurland fóru
28 bátar.
• Akranes. Þaðan fóru 12
bátar á sumarsíldveiðar, en 10
bátar hófu humarveiðar frá 25.—
30. maí. Afli humarbátanna á
tímabilinu er um 420 lestir, þar
af er um 50 lestir slitinn humar.
• Rif. Þaðan stundar 1 bátur
humarveiðar frá 26. maí. Hefur
hann aflað 43 lestir, þar af um 3
lestir slitinn humar. Til sumar-
síldveiða fóru 3 bátar.
• Ólafsvík. Þaðan stunduðu 4
bátar handfæraveiðar frá vertíð-
arlokum til 15. júní. Var afli
þeirra yfirleitt fremur rýr, eða
1—2 lestir í róðri. Þá hófu 6 bát-
ar dragnótaveiði 20. júní. Hafa
þeir aflað um 160 lestir fram að
1. júlí, þar af er um % hluti afl-
ans koli. Til sumarsíldveiða við
Norðurland fóru 8 bátar.
• Grundarf jörður. — Þaðan
stunda 4 bátar sumarsíldveiði, en
1 bátur hóf lúðuveiðar um 20.
júní. Hefur hann farið 2 veiði-
ferðir og fengið um 30 lúður,
nema þær að verðmæti um kr. 70
þúsund.
• Stykkishólmur. Þaðan hafa
2 bátar byrjað humarveiðar, en
urðu báðir að hætta veiðum um
tíma vegna bilana. Afli þeirra er
11 lestir, eftir 1 veiðiferð hjá
hvorum bát. Þá hafa 2 bátar
stundað handfæraveiðar síðan síð
ari hluta júní. Afli þeirra á tíma-
bilinu er 36 lestir. Einnig hafa 4
minni bátar og 4 trillubátar
stundað handfæra- og lóðaveiðar,
hefur aflinn á línu verið 1—1%
lest í róðri, en afli á handfæri
2—3 lestir í róðri. Til síldveiða
við Norður- og Austurland fóru
2 bátar.
Bifreiðasýning
í dag
Gjörið svo vel og skoðið |
bílana. J
Bifreiðasalan
Borgartúni 1
Símar 18085 og 19615.