Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. júlí 1964
MORGU N BLAÐIÐ
9
MmiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiimiitiMiiimiiimiiiuiiimiiMiiiiMiiiiiiiiiimiHMumiuiiitiimiiiiii mmmiimiimiimmiiimiiiiiiiiiiimMimimimimmiiiiimmimiiimiiiiimiimiiiiiimiimuimiiimiimmiiimiimiiiiiiiiumiiimiiiiiimiiii
iii iii iiiiiii iii i iii iii i iii iuifiiiii ii iii ii it
Magnús Þorgilsson, bókari, gælir við stóðið sitt. — Sjáðu þessa rauðu. Hún er að norðan.
Það .
frítímum mínum.
mesta ánægjan.
— Og alið suma þeirra upp?
— Já, ég vil helzt ala þá
upp sjálfur. Ég vil að þeir fái
gott uppeldi fyrstu tvo vet-
urna að minnsta kosti, svo
þeir nái snemma þroska og
þá er óhætt að treysta því að
þeir eru ekki illa upp aldir.
Svo hefur þetta mikið gildi
þegar maður temur hestana
sjálfur, en ég hef alla jafna
gert það, einnig tamið ögn
fyrir aðra. Mikill hluti tamn-
ingarinnar er umgengnin við
hestana.
— Og þú átt konu og börn?
Hvað segja þau um hesta-
mennskuna?
— Konan hefir alltaf haft
gaman af hestum. Hún ólst
tipp hjá afa sínum Guðmundi
Böðvarssyni kaupmanni, en
hann var kunnur hestamaður
og ég hafði mikið bæði gagn
og gaman að kynnast hon-
um. Börnin eiga orðið hestana
með mér og ríða út sér til
gamans.
Austur á Fossi í Grímsnesi
finnum við hross Magnúsar.
Við hervæðumst, því úti er
húðarrigning. Við eltumst
við hrossin nokkra stund þar
til við með hjálp ljósmyndar-
ans getum króað þau af í
horni.
— Sjáðu þessa dökkrauðu
með blesótta folaldinu. Ég
fór gagngert norður í Skaga-
fjörð til að velja mér hana.
Hún var þá tveggja vetra,
átti að vera folaldslaus, en er
kom fram á vetur, í fyrra
gekk hún með folaldi, og það
er þessi litla blesótta. Hryss-
an er norðan úr Skagafirði og
folaldið af Svaðastaðakyni
eins og móðirin. Svo á ég
þessa rauðu með brúna fol-
aldinu. Faðir þess er frá Flat-
artungu. Ég trúi ekki öðru en
það verði vilji í þeim litla.
Þannig ræðir Magnús um
hrossin sín. Hann kallar þá
dökkrauðu Lady. Og víst er
hún höfðingleg í bragði.
Þarna höfum við kynnzt of
urlítið manni, sem er alhliða
hestamaður, elur hrossin upp,
temur þau, hirðir og hrærist
með þeim daginn út og dag-
inn inn. Magnús fer um
hverja helgi austur í Gríms-
nes og stundum í miðri viku.
Á veturna hefir hann hross-
in hjá sér hér í Reykjavík.
Árni Björnsson læknir á
Landsspítalanum er kominn
heim klukkan átta um kvöld-
ið og er strax fáanlegur til
að fara með okkur upp að
Völlum á Kjalarnesi til að líta
á hestana og bregða sér á bak.
Skúrir og dumbungsveður
hefur engin áhrif á það. Blési
hans verður fyrir valinu. —
Þróttmikill, viljugur og gang
prúður hestur.
— Ég eignaðist ekki hest
fyrr en 1958. Keypti þá þenn-
an blesótta austur undir Eyja
fjöllum af viljakyni og réðist
í að temja hann sjálfur. Senni
lega hefir þetta verið gamall
draumur frá því ég var ungl-
ingur í sveit austur í Fljóts-
hlíð. Þá reið unga fólkið út
um helgar og stundum inn i
Þórsmörk. Það voru skemmti-
legir tímar.
— En hvað veldur að þú
ræðst í að fá þér hest fyrir
6 árum þá orðinn 35 ára gam
all og temur hann sjálfur.
— Ég veit það ekki. Þetta
hefir líklega búið í.mér frá
æskuárunum. Og svo félags-
skapur við menn, sem höfðu
yndi af og áttu hesta.
una við hesta?
— Já. Þorlákur Ottesen átti
hest, sem skarst á fæti, er við
vorum á ferðalagi. Ég saum-
aði sárið saman og allt fór
vel.
— Hefir fjölskyldan gaman
af hestum?
— Já, við eigum núna þrjé
hesta og konan og krakkarn-
ir hafa líka gaman af þessu.
Ég vil í þessu sambandi geta
þess að ég hef verið að hug-
leiða hvað væri hægt að gera
fyrir framtíð hestaménnsk-
unnar og unglingana, því
þeirra er framtíðin í þessu
efni. Það þarf að skapa ungl-
ingunum aðstöðu, sæmilega ó-
dýra, þar sem þeir geta sjálf
ir fengið að hirða sína hesta
undir eftirliti. Því verður
ekki neitað að eins og er, er
þetta nokkuð dýrt sport fyrir
þá sem ekki geta hirt um
hesta sína sjálfir, og þeir eru
að sjálfsögðu færri, sem það
geta. Einn meginkosturinn við
hestamennskuna er að hana
má stunda allt að 10 mánuði
ársins og þar hefir hún kosti
fram yfir laxveiðar og aðra
veiðimennsku. En hesta-
mennskan er timafrek, ef
hennar á að njóta, og því þarf
að hafa mikinn áhuga á henni,
til að hún verði manni til.
ánægju.
>— Hverjir eru minnisstæð-
astir atburðir úr þinni hesta-
mennsku?
— Sennilega er það frá
þeim tíma er við riðum út á
lánshestum hér uppi í Mos-
fellssveit skömmu eftir að ég
kom heim frá Svíþjóð. Þá rið
um við gjarna út fram á nótt.
Það var unaðslegt þetta vor,
hlýtt og góðviðrasamt. Mér
er sérstaklega minnisstætt er
við riðum út um lágnættið og
hestarnir óðu dalalæðuna í
kvið. Af atburðum man ég
bezt, er við Þorlákur Ottesen
eltum strokuhesta, sem hlupu
frá okkur inn við Tungnaá.
Við þurftum að elta klárana
á þeysireið 10 km. veg. Stroku
hestarnir hlupu fram brekku,
en við gátum stytt okkur leið
og farið yfir sandfláka og kom
ist á hlið við þá. Þegar svo
var komið mátti heita að hest
arnir, sem við riðum, væru
uppgefnir. Þorlákur hafði tvo
til reiðar og er við námum
staðar kastaði hann sér yfir
á hinn hestinn, sem hann
teymdi, án þess að snerta jörð
ina og þeysti á honum ber-
bakt upp í brekkuna, stökk
af baki, hljóp upp brekkuna
og tókst að ná tveimur
fremstu hestunum. Mér er
þetta einstaklega minnisstætt
vegna snarræðis gamla manns
ins, sem kominn var hátt á
sjötugsaldur.
Þar með ljúkum við þ'essu
rabbi við þrjá hestamenn.
Vonandi gefur það ofurlitla
innsýn í yndisheim hesta-
mennskunnar, þar sem hún er
stunduð af hjartans lyst.
— vig.
Ámi Björnsson, læknir, á Blesa. — Enn á Blesa eru mér allir vegir færir. (Ljósm.: Ól. K. M.) í
þér gildi
fyrir
starf eins
Hér fær sonurinn líka mjólkursopa.
— Hvert finnst
hestamennskunnar
mann, sem vinnur
og þú? ,
— Hin algera afslöppun.
Þetta lokar huganum frá því
sem daglega fylgir starfinu,
hvort það eru áhyggjur eða
eitthvað annað. Maður hreins
ar hugann og hvílir hann um
leið.
— En hvernig fórst þú ó-
vanur að temja hestmn?
— Ég fékkst við það á
morgnana áður en vinnan
byrjaði á spítalanum og að-
ferðirnar voru kannske ekki
eins og þrautvanir hestamenn
hefðu tamið, en það gekk
samt. Ég byrjaði t.d. á því að
láta elzta strákinn minn á
bak hestinum og Blesi henti
honum beint í fangið á mér,
en ég setti strákinn á bak aft
ur og þá hrekkjaði Blesi ekki
aftur og hefir aldrei gert. Ég
sá um að hafa hendur á
drengnum, ef eitthvað bæri
út af.
— Hefirðu einhverntíma get
að notað handlækniskunnátt-
tllllllltllllMllllllllllllllllllilMIIIIIMIIIIIIIIHIIIHIIHIMHtlHMIMIHlfllH llltlllHlAÍnMMIItlMMIII
Ml<liIIIi111llllilllllIII111é11lláIMIIIi11•••11•IIIII■III111III1111111111111■||• | f11■ i, 1111,
2/o herb. íbúd
í kjallara í Hlíðunum, með
sér hitaveitu. Fæst í skiptum
fyrir 4ra herb. íbúð, fullgerða,
eða tilbúna undir tréverk. —
Milliliðalaust. — Milligjöf eft
ir samkomulagi. — Tilboð
sendist Mbl. sem fyrst, merkt:
„íbúð—1860“.
Chevrolet ‘46
fólksbíll
til sölú. Selst í heilu lagi, eða
til niðurrifs. Nýlega uppgerð
vél. A sama stað er einnig til
sölu kvikmyndasýningarvél 8
mm. ásamt tilheyrandi. Upp-
lýsingar í síma 92 8125.
I IIIIIIIIIII11111111IIIIII111111ItllllllIIIII•lll■||ll•lll|ll•l|•|lllIIIll|l•■lll|•l||•••t•l•|l|•!HIIII••lll
íbúð
til leigu
Til leigu er 4ra herbergja 130
ferm. nýstandsett íbúð á 2.
hæð í fjórbýlishúsi í Hlíðun-
um. Teppi á stofum og for-
stofu. — Tilboð er greini fjöl-
skyldustærð sendist fyrir 30.
þ. m., merkt: „4722“.
Fnmerki
Kaupir hæsta verði isi. frí-
merki. J. S. Kvaran (búsettur
Villa Islandia, Solymar, Torre-
molinos, Spáni). — Til við-
tals í síma 23522 kl. 17—18,
á öðrum tíma í Austurbrún 2,
II. hæð, íbúð nr. 4.