Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.07.1964, Blaðsíða 11
Stmnudagur 2!5. júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 11 ÍSLENZKU konurnar tíu frá Slysavarnafélagi lands skemmtu sér konung lega í Kaupmannahafnarfer8 inni. Leiðsögumaður þeirra var formaður félagsins, írú G Pétursdóttir. Landi þeirra, Geir Aðils, ritstjóri og stór- kaupmaður, tók á móti þeim á hafnarbakkanum. Hann fór með þær í ferðalag um Norð- ur-Sjáland og Kaupmanna- höfn á fimmtudag og föstudag og sýndi þeim allt hið mark- verðasta. Gróa Pétursdóttir sagði yið komuna til Kaupmannahafn- ar: „Nokkrar okkar hafa kom ið til Danmerkur áður en aðr ar ekki. Allar höfum við hlakkað til að líta augum hina broshýru Danmörku og við vit um að Danmörk fagnar okkur með sólskini og hlýju. Þegar »• við komum heim aftur, verð . - um við áreiðanlega helmingi ' - „C- V * ; - duglegri að starfa fyrir okk: ar ástkæra félag, Slysavarna- - . w -9- félag Islands". Allur islenzki hopurinn í garði Friðriksborgarhaliar, áður en gengið var um salina að skoða hinar sögulegu minjar. Slysavarnakonur í Kaupmannahöfn Veðrið var reyndar ekki eins gott og menn höfðu von að. Danmörk skartaði ekki sól skini og hlýju heldur var dumbunggveður eins og oft er þar á sumrin, og úðarign- ing á köflum. En konunrnar kunnu því bara vel að hafa ekki steikjandi sólskin á ferða laginu. Hið grænklædda og bros- milda Norður-Sjáland tók prýðilega á móti íslenzku konunum, þrátt fyrir veðrið. Konurnar voru í sólskinsskapi og uppnumdar allt frá því er þær skoðuðu Lousiana-safnið, þar sem sýnd er nútímalist. Þaðan héldu konurnar til Krónborgar og skoðuðu þar alla gömlu höllina (sem er byggð á ríkisstjórnarárum Friðrkis II, í lok 15. aldar). Hádegisverður var snæddur í Asminderöld-kránni við Hille röd og þaðan var farið til Frið riksborgarhallar. Þár eru varð veittar margar dýrmætar sögu legar minjar Danmerkur. Virtust konurnar skemmta sér hið bezta. Geir Aðils 'sagði konunum kafla úr sögu Dan- merkur og tengdi frásögnina ! íslandssögunni, og lýsti mörgu ! því er gerzt hefur í höllinni, ! svo að konunum stóð það ljós ! lifandi fyrir hugskotssjónum. [ í Friðriksborgarhöll var ! tekin mynd af hópnum til birt § ingar í „Frederiksborgs Amts- ! Avis“. Á fimmtudagskvöld var far ! ið í Tívolí. Byrjað var á kvöld ! verði í Páfuglsveitingahúsinu ! og síðan dreifðust konurnar ! um garðinn. Flestar reyndu ! ýmis skemmtitæki, sumar ; fóru meira að segja í „rússi- ! banann“. Það voru þreyttar = konur, sem tóku strætisvagn F inn niður að Gullfossi um mið | nætti. Á föstudagsmorgun var far I ið í heimsókn í Grúndtvigs- ! kirkjuna. Grundtvig þekkja —: menn á íslanii vegna sálm- ! anna hans og lýðháskólanna. | Þessi stóra kirkja, sem reist ' = var á þriðja og fjórða áratug * | aldarinnar, er að byggingar- = lagi — mjög að skapi íslend- | inga. Kirkjan er Lyggð í dönsk | um nýgotneskum stíl. Síðan = var ekið út á Löngulínu og | þaðan að Háskólanum og ! Garði, en næst haldið á alla ! þá staði í Höfn, sem íslending = ar verða að heimsækja, eða þá „= staði þar sem frægir Islend- | nigar hafa búið og starfað. Eftir hádegi á föstudag fóru = konurnar sinna eigin ferða. | Þann dag og fyrri hluta laug | ardags notuðu þær til að fara 5 í verzlanir víðsvegar um Kaup | mannahöfn. iiiiinmiiHiimiimiHnuiiniiininiiuniiiinniniiinimmu^ Slysavarnakonumar snæða hádegisverð i vcitingahúsinu „Páfuglinn“ í Tívolí á fimmtudagskvöld. Aftast standa frú Gróa Pét- ursdóttir og Geir Aðils. Leikskóli við Holtaveg BRIDCE BANDARÍKIN sigruðu Ítalíu í undankeppninni á Olympíumót- inu með 79 stigum gegn 30. Hér er spil frá þessum leik, sem mun- aði miklu eða ca 30 stigum. A Á 8 6 4 V ÁK D ♦ ÁD 9 6 *K3 A D 10 5 2 AKG3 yG8653 ¥9742 ♦ 4 ♦ 10 8 7 4» G 8 7 *D42 A 97 ¥ 10 ♦ K G 53 2 ♦ Á 10 9 6 5 Á öðm borðinu spiluðu Banda- ríkjamennirnir 6 tigla og unnu 7. Á hinu borðinu þar ítölsku spilararnir sátu gengu sagnir þannig: Suður Vestur Norður Austur 2 grönd pass 4 grönd pass 5 tiglar pass 5 grönd pass 6 tiglar pass 7 tiglar Allir pass Opnun Suðurs á 2 gröndum þýðir skv. Roman-sagnkerfinu, að hann eigi löglitina. Vestur lét út hjartað. Augljóst er að sagnhafi hefur um tvær leiðir að velja, þ. e. að gera laufið gott eða hæsta spaða í hjarta úr borði og trompa síðan spaðana heima. Ef fyrri leiðin er valin, vinnst spilið auðveldlega. ítalski sagn- hafinn valdi þó hina leiðina. Út spilið var drepið í borði og ann- að hjarta tekið og spaði látinn í. Spaðaás tekinn og spaði tromp- aður heima. Tvisvar fór sagnhafi inn í borðið, þ. e. á tiguldrottn- ingu og laufakóng og síðustu 2 spaðarnir voru trompaðir heima. Því miður náði Austur að kasta laufi í fjórða spaðann og það orsakaði að sagnhafi komst ekki inn í borðið í lokin (með því að trompa lauf) til að taka síðasta trompið af Austur. Tap- aðist þvi spilið og munaði miklu fyrir ítölsku sveitina. Skyndimyndir Templarasundi 3. Passamyndir — skírteinis- myndir — eftirtökur. Benedikt Blóndal heraðsdomslógtnaður Austurstræti 3. — Sími 10223 SAMNINGAR standa nú yfir milli borgaryfirvaldanna og K.F.U.M. um leigu á húsi félags- ins við Holtaveg, gegnt Lang- holtsskóla, með það fyrir augum, að þar verði leikskóli fyrir börn innan skólaskyldualdurs. í fyrra var húsið tekið á leigu til tveggja ára. Átti þá að reka þar dagvistarheimili fyrir 7—9 ára börn. Einnig átti að reka slíkt dagvistarheimili í heimavist Laug arnesskólans. í ljós kom, að lítil þörf virðist vera fyrir slík heim- ili, því að ekki bárust nema tvær umsóknir um dvöl fyrir börn á þeim. Var því hætt við að koma þess konar starfsemi á fót í bráð, að því er Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, tjáði Mbl. í gær- Nú hefur barnaheimila- og leikvallanefnd borgarinnar i huga að hafa leikskóla í húsi K.F.U.M. fyrir börn innan skóla- aldurs, eins og fyrr greinir. Til þess þyrfti þó að gera breying- ar á húsinu. Standa nú yfir samn ingar um það atriði og leigu- tímann. Munið að panta áprentuðu límböndin Karl M. Karlsson & Co. Melg. 29, Kópav. Sími 41772. I sem i N.—S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.