Morgunblaðið - 22.09.1964, Side 3

Morgunblaðið - 22.09.1964, Side 3
............................................................... iiiniiiiimiiiiiimiimimiiiiiiinniiiiiimiiiiiiimimimimiiiiiiinniiiiiiniHHnmiimiiiiiiiniiimmiiiiiiniiimmiiiiniiiiiiiiintitnimiim: [" Þriðjuda'gur 22. sept. 1964 MORGUNBLAÐiÐ nninmiiiiiimiiiiiiiMitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiimiiu París í síðustu viku. _— Fegurðardrottningar íslands árin 1961, 1962 og 1963 eru þegar orðnar þekktar ljós- myndafyrirsætur og sýning- arstúlkur. Allar hafa þær komizt í fremstu röð í starfi . sínu, Guðrún og María í París og Thelma í Kaup- mannahöfn. Nú hefur sú fjórða bætzt í hópinn, Pálína Jónmunds- dóttir, fegurðardrottning ís- lands 1964. Hún hyggst feta í fótspor fyrirrennara sinna, hefur veifað Reykjavík og freistar nú gæfunnar í París. Pálína er nýkomin úr 50 daga sýningarferðalagi um Frakkland og Svissland með Comité d’Elegance Francaise. Hún hefur hreiðrað notalega um sig í París, enda ætlar hún að búa þar nokkurn tíma| og komast í sambönd við um- boðsmenn sýningarstúikna í Pálína Jónmundsdóttir Eg ætla ekki oftar í fegurðarsamkeppni, segir Pálína Jónmundsdóttir í samtali við blaðið í París París. í samtali við Morgunblaðið sagði Pálína lítils háttar frá ferð sinni og framtíðaráætl- unum. — Hvernig komst þú í sam- band við Comité d’Elegance? — Forstjóri þess, Claude Beer, kom til íslands þegar fegurðarsamkeppnin var haldin þar síðast og þá bauð hann mér að fara í 50 daga sýningarferðalag fyrir fyrir- tækið. Þetta var í fyrsta skipti sem hann kom til íslands til að horfa á fegurðarsamkeppni, hann er vanur að bjóða Ung- frú Island samning að óséðú, Oig fram að þessu hefur hon- um ekki orðið hált á því. — Komst þú beint frá fs- landi til Parísar? — Nei, ég kom hingað frá Mallorca, þar sem ég tók þátt í fegurðarsamkeppni Sam- einuðu þjóðanna. Ég komst ekki í úrslit, og þetta verður síðasta fegurðarsamkeppnin sem ég tek þátt L Ég kann ekki við að láta stilla mér svona upp, og ég hef afþakk- að að fara til Ameríku. En það var gaman að hitta hina þátttakendurna, sem komu úr öllum heimshlutum. — Þú gafst þig þó fram í íslandskeppnina? — Nei, það gerði ég ekki. Það var tízkuskólinn, sem ég var í, sem benti á mig, og ég vissi ekkert um það fyrr en stuttu fyrir keppnina. — Hvernig voru fyrstu dagarnir þínir I París? — Þeir voru hrífandi. Ég byrjaði á að taka mér þriggja daga frí, ásamt stúlkunum tveim, sem fóru með mér í ferðalagið, og við svipuðumst um í bænum. Síðan fór vika í að máta föt hjá Jacques Esterel og Hermes, sem við tókum með okkur í ferðina. — Og hvert fóruð þið svo? — Um Frakkland allt, frá Normandí suður til Rivier- unnar, og svo lögðum við lykkju_ á leið okkar yfir til Sviss. Ég var hrifnust af Nice, þar er sól, pálmar og yndileg baðströnd. Við bjuggum á fínasta hótelinu í Nice, „Hotel Negresco“, meðal fursta, prinsessa og milljóna- mæringa. Ég hafði næsta her- bergi við olíukóng frá Kuwait,. þ.e.a.s. hann hafði heila íbúð en ég og Ungrú Noregur deildum saman litlu hliðarherbergi. En dagskráin var álltof erfið til þess að við gætum notið ferðarinnar. Dagurinn byrjaði milli 7 og 8 um morguninn með ökuferð á áfangastað. Um kl. 2 eða 3 tókum við þátt í hanastéls- veizlu, sem haldin var fyrir okkur og fréttamenn. Kl. 5 gátum við loks dregið andann léttara til kl. 9. Þá þurftum við að búa okkur undir kvöldsýningarnar, sem venjulega byrjuðu um 11- leytið, og stóðu yfir í tvær klukkustundir. Þá áttum við eftir að pakka niður — svo við komumst sjaldnast í ból- ið fyrr en milli 4 og 5. Klukk- an sjö hringdi vekjaraklukk- an á ný og sagan endurtók sig. Síðustu dagana vorum við svo syfjaðar að við fengum okkur dúr á öllum möguleg- um og ómögulegum stöðum Á þessum 50 dögum sýnd- um við í 44 bæjum, svo það er fjarri öllum sannleika að kalla þetta frí. Þegar éig skrifaði undir samninginn grunaði mig ekkf að þetta væri svona erfitt, og þetta er í síðasta skipti sem ég tek ámóta tilboði. Launin voru líka lág, aðeins 300 ísl kr. á dag. Ungrú Noregur og Ungfrú Elegance de París voru með mér á ferðalaginu og við urðum mjög góðar vinkonur. En það er of litið að hafa þrjítf sýningarstúlkur á heilli sýningu. Maður hefur alltof lítinn tíma til að skipta um föt og lykkjufall á sokki get- ur kollvarpað allri sýning- unni. Þetta fór nú samt allt vel, utan hvað við náðum okkur í kvef og Ungfrú Nor- egur var með 40 stiga hita eitt kvöldið sem hún sýndi. — Hvenær komstu aftur til llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Parísar? _ í byrjun september var 1 ferðinni lokið og ég ákvað að j halda þar kyrru fyrir Oig \ reyna að komast að sem ; lljósmyndiafyrirsæta. Einn I daginn barði María Guð- j mundsdóttir að dyrum hjá j mér. Hún er ein af eftirsótt- j ustu ljósmyndafyrirsætum j Parísar og hjalp hennar mér j því mikils virði. Ég þekkti i hana ekki persónulega heima, i og mér finnst það svo dásam- legt að hitta stúlku hérna sem óhikað réttir samlanda sínum hjálparhönd. Hún hefur reynzt mér sannur vinur. — Hvers vegna ákvaðst þú að fara til Parísar? — Af því að Paris er bær tízkunnar og þá jafnframt sýningarstúlkna. Gangi stúlku vel í París, þá eru henni' allir vegir færir. París er nokkurs konar Mekka sýn- ingarstúlkna. Helzt vildf ég starfa sem sýningardama í tízkuhúsi, en þau borga svo illa að það er ekki hægt að lifa á laununum í París. Að búa á hóteli hér er hræðilega dýrt. Sem stendur bý ég í minnsta herberginu á litlu hóteli og borga 200 ísl kr. fyr- ir það á dag. Ég borða á veit- irugahúsi og fer ekki með iminna en 300 krónur í mat yfir daginn. Auk þess þarf ég að borga hárlagningu, snyrt- ingu og aðrar nauðsynjar. Þar af leiðandi verð ég að fá vinnu sem gefur eitthvað í aðra hönd, og ljósmyndafyrir- sætur eru vel launaðar. — Til hvers ætlarðu að nota alla þessa peninga? — Við skulum fyrst sjá hvað ég fæ mikið, áður en ég fer að ráðstafa þeim. Mig dreymir að vísu um eitt og annað, en við skulum láta draumana vera mitt einkamál um sinn. — Saknar þú einskis frá íslandi? — Jú, íslenzka vatnsins. Það er allt öðru vísi en franska vatnið, miklu svalara og meira hressandi. — Hvað kanntu bezt við í París? — Loftslagið og heitu sumarkvöldin. Hitinn hérna núna er kringum 30 gráður, heldur heitt á daginn en unaðslegt á kvöldin. Svo kann ég vel við litlu vínkjallarana í París og götukaffihúsin. Og mér finnst skemmtilegt að hér, þar sem vín er selt í lítratali, skuli næstum aldrei sjást ölvaður maður. Jú, ég kann vel við mig í París og geri ráð fyrir að verða í Par- is næstu árin. Engu að síður þykir mér vænt um landið mitt, þrátt fyrir loftslagið þar. — G.L. STAKSTEINAR JViaría og Páiina sýna angórupeysur frá Madeleine Nonet. s llllllllllllUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllllllllllllllHllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllHlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliiiiiiiiiiiiiiiiiiiif Iðnvæðing íslands Síðan Viðreisnarstjórnin tók við völdum má segja að fiski- skipafloti landsmanna hafi verið *" endurnýjaður, fjöldi fullkominna veiðiskipa hefur bætzt við flot- - ann og lengur er ekki þörf á stórátökum á þessu sviði, heldur einungis eðlilegri viðbót og end- urnýjun. Á sama hátt hafa orðið miklar framfarir í sveitum lands- ins og geysimiklar jarðræktar- framkvæmdir og byggingarfram- kvæmdir. Þessi þróun verður að sjálfsögðu að halda áfram og sömuleiðis hin öra þróun, sem verið hefur á sviði ýmiss konar iðnaðar, en stórverkefni næstu ára hljóta að verða á nýjum svið- um, þ.e.a.s. fyrst og fremst á sviði stóriðju. Við erum nú komin á það stig í atvinnumálum að við hljótum að leggja meginkapp á að iðnvæða island. Vinnsla sjávarafurða Oft er um það rætt, að hinn mikli afli, sem á land berst, sé ekki nægilega vel nýttur hér heima, og vissulega er það rétt, að meira þarf að gera til að nýta aflann, þótt margt hafi vel verið gert á undanförnum árum og enn sé unnið dyggilega að fram- kvæmdum, sem bæta aðstöðuna til móttöku og vinnslu sjávar- aflans. Má þar t.d. nefna hina nýju og fullkomnu niðursuðu- verksmiðju, sem verið er að hyggja í Hafnarfirði. En á þessu sviði þarf meira að gera, ekki sízt norðanlands, þar sem atvinnu leysi er nú vegna aflaskorts. Þess vegna er sjálfsagt að kanna alla möguleika til aukningar á niðursuðu og annarri vinnslu síld arafurða, eftir því sem markað- ir leyfa á hverjum tíma. Þar duga þó engar upphrópanir og sýndarmennska, heldur raunhæf- ar aðgerðir athafnamanna með eðlilegri fyrirgreiðslu ríkisvalds. Stóriðja á næsta leiti En þótt við höldum áfram að byggja upp þá atvinnuvegi, sem fyrir eru í landinu, er það fyrst og fremst stóriðja, sem gjörbreytt getur lífskjörunum til hins betra. Hér er nú full atvinna og víðast skortir mannafla til að vinna þau verkefni, sem fyrir hendi eru. Þegar þannig hagar til, er fyrst og fremst ástæða til að taka aukið fjármagn í þjónustu atvinnuveganna. Það þarf að láta vélarnar og tæknina leysa verk- efnin. Þegar um stóriðju er að ræða geta fáir menn stjórnað véÞ um, sem framleiða gífurleg verð- mæti. Það er þess vegna öfug- mæli, þegar sumir halda þvi fram, að ekki beri að hefja stór- iðju, vegna þess að vinnuafls- skortur sé og aðrar atvinnugrein- ar skorti mannafla. Það er ein- mitt með hliðsjón af vinnuafls- skortinum, sem sérstaka áherzlu ber að leggja á hverja þá fram- leiðslu, sem krefst lítils mann- afla, en skilar miklum verðmæt- um. Þess vegna verða líka hjá- róma þær raddir, sem enn heyr- ast gegn því að við iðnvæðum íslandL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.