Morgunblaðið - 22.09.1964, Síða 28
28
MOKGUNBLAÐID
Þriðjudagur 22. sept. 1964
HERMINA BLA€K:
Eitur og ást
Sandra hló. — Heyrið þér Cor
inna, Robin álítur að maðurinn
minn hefði átt að banna mér að
þiggja svona dýra gjöf . . .
— Gerðu þig ekki að athlægi,
sagði hann. — Ég veit vel að
prófessorinn gæti aldrei móðgað
þennan mann, þó hann sárlang-
aði til þess. En hvað sem öðru
líður þá skal þetta verða í síð-
asta sinn sem ég læt ginna mig
til að fara í samkvæmi til Zen-
oupous. Ég þoli ekki manninn.
í>ér voruð hyggin að fara svona
fljótt, ungfrú Langly.
Corinnu fannst ekki ástæða
til að gefa skýringu á því. — Ég
hafði — ég hafði höfuðverk,
sagði hún. Herra Ferguson 'fylgdi
mér heim.
Sandra pírði augunum og
brosti íbyggin. — Já, einmitt
það, ég skil . . .
Corinnu gramdist er hún fann
að hún roðnaði, og ekki bætti
það úr skák að Robin Wrayman
sagði: — Já, og nú er Blake,
kunningi okkar allra, farinn.
— Farinn? hváði Sandra. ‘ —
Alfarinn?
— Ég hef ekki hugmynd um
það. Ég rakst á hann af tilvilj-
un, og spurði hann hvort hann
vildi ekki koma út í uppgreftar
staðinn á morgun — við höfum
ýmislegt nýtt til að sýna núna —
og þá sagði hann að hann yrði
ekki hérna á morgun.
— Kemur hann aftur, Cor-
inna? spurði Sandra.
30
— Þér skuluð spyrja frú Glen
ister að því, sagði Corinna ró-
lega. — Hún veit það áureiðan-
lega.
— Ég held varla að ég fari að
gera mér ferð til Josephine
frænku útaf því, sagði Sandra.
— Þú þarft þess heldur ekki
með! heyrðist rödd af svölun-
um.
Og nú kom fát á Söndru. Eitt
af því sem henni líkaði verst við
frænku mannsins síns var sú
staðreynd, að hún var sú eina,
sem gat stungið upp í Söndru eða
kveðið hana í kútinn. Þegar frú
Glenister var nærstödd fannst
Söndru hún vera eins og skóla-
telpa.
— En hversvegna leggið þið
annars nafn mitt við hégóma?
sagði frú Glenister þegar hún
var komin inn í stofuna.
Sandra hafði staðið upp og
gekk á móti óvænta gestinum.
Hún hló létt: — Þessir opnu
gluggar eru stórhættulegir. Ég
hefði getað setið hérna og ger-
spillt mannorðinu þínu.
— Ég veit ekki til að ég ha*
neitt mannorð. En sitjið þið nú
öll og haldið þið áfram að borða.
Ég kom ekki til að sníkja mat.
En ég skal þiggja vindling, Rob-
in. Þökk fyrir ...
Hún settist á breiða bekkinn
í einu gluggaútskotinu og Sandra
sagði:
— Við vorum að spjalla um
hvort Blake mundi vera alfarinn.
— Nei, hann kemur aftur,
sagði frú Glenister. Svo stóð hún
upp og gekk til Corinnu. — Ég
kom til þess að segja þér hve
innilega þetta gleður mig, elsk
an mín, ^sagði hún og kyssti
Corinnu. Ég hef alltaf vitað að
Blake var bæði greindur og
smekkmaður. Ég óska þér til
hamingju, barnið mitt!
— Þökk fyrir, sagði Corinna
vandræðalega. — Það . . . það
gleður mig að þú ert ánægð.
— Hvað er um að vera? spurði
Sandra. — Eru þetta kannske
brúðkaupsklukkurnar, sem ég
heyri?
— Alveg laukrétt, sagði frú
Glenister. — Þú munt ekki hafa
ætlast til að þessu yrði haldið
leyndu, góða mín? Ég sagði
Blake að ég ætlaði mér að koma
fréttinni á framfæri.
Það var þá þessvegna sem
Blake hafði svarað óákveðið, þeg
ar Corinna minntist á að láta pró
fessorinn vita um trúlofunina.
— Auðvitað ekki, svaraði Cor-
inna. — En ég hélt að bezt væri
að láta það bíða þangað til hann
kæmi aftur.
— Varla þurfið þér móralsk-
an stuðning af neinu tagi, Cor-
inna, sagði Sandra skensandi. —
Ef ég hefði verið í yðar sporum
mundi ég hafa básúnað fréttina
út um víða veröld samstundis.
Það er svei mér sigur að hafa
sigrað forhertan piparsvein á
svona stuttum tíma!
— Hver segir að hann hafi
verið forhertur piparsveinn?
sagði frú Glenister. — Enginn
er fæddur piparsveinn — fyrr
en hann er orðinn fertugur, og
þá er hann kominn á hættu-
svæðið. Blake er hygginn ungur
maður — hann beið eftir því að
rétta stúlkan kæmi. — Ég vissi,
að hún var sú rétta handa hon-
um, fyrsta kvöldið sem ég sá
hana.
— Og hefurðu kannske komið
þessu í kring?
— Alls ekki, Sandra. Ég beið
bara eftir að það gerðist alveg
af sjálfu sér.
— Jæja, úr því að svona er,
ætla ég að óska yður til ham-
ingju, sagði Sandra og brosti til
Corinnu. — Ég vona að þér verð
ið ógurlega hamingjusöm og allt
þessháttar. Þetta er afar róman-
tískt, það verð ég að segja. Al-
veg eins og í sögunum af gamla
taginu. Kvenhetjan bjargar lífi
karlhetjunnar, þau sameinast og
lifa saman í lukkunnar velstandi
til æviloka.
Wrayman leit á Corinnu og
sagði: — Ég vona að þér séuð
ákaflega hamingjusöm, ungfrú
Langly.
Corinna gladdist einlægninni,
sem skein út úr rödd hans.
— Hjartans þakkir — ég veit
að ég er það, sagði hún.
Sandra var talsvert uppvæg og
krafðist þess að fá að koma með
vínflösku, svo að hægt væri að
skála fyrir þeim nýlofuðu.
Frú Glenister beið eftir kaffi,
og síðan bað hún Corinnu um
að verða sér samferða heim til
sín.
— Þetta gleður mig mjög mik
ið, sagði hún og smeygði hend-
inni í handarkrika Corinnu. —
Það er mál til komið að Blake
fari að halda kyrru fyrir. Ég
vona að þú getir fengið hann til
að hætta þessum erindrekstri
sínum sem fyrst. Það verður allt
annað en gaman að starfa hér
eystra næstu árin. Og svo veitir
ekki af að líta eftir húsinu hans
í Hampshire. Ég er hrædd um,
að það sé ekki heppilegt að eig-
andinn láti það afskiptalaust.
— Ef hann vill fara heim fer
ég vitanlega með honum. En ef
hann vill verða hérna, vil ég
auðvitað ekki reyna að hindra
það.
— Ætlarðu að segja mér að þú
sért af því tagi ungra kvenna,
sem lofar að vera manni sínum
undirgefin?
— Ég veit það sannast að segja
ekki, frú Glenister.
— Kallaðu mig Josephine
frænku!
— Þú skilur það, Josephine
frænka, að mig langar til að
hann verði hamingjusamur mað-
ur. Og starfið er honum svo ó-
endanlega mikils virði.
— Þú skalt vera hyggin og
láta hann taka ákvarðanir sjálf
an — eða láta hann halda að
hann geri það, sagði frú Glen-
ister rólega.
Corinna gat ekki stillt sig um
að hlæja. — Ég er hrgedd um að
ég sé ekki nógu slungin til að
geta gert það, 'sagði hún.
— Nei, þú ert það kannske
ekki. En hann ætti að sjálfsögðu
að fara heim. Og verða að
minnsta kosti nokkur ár heima.
Ég hlakka svo mikið til að
verða ömmusystir — jafnvel þó
að það yrði ekki nema kjörömmu
systir. Þú ert vonandi svo mikil
nútimastúlka að þú roðnar ekki,
Corinna . . .
— Ég roðna alls ekki, sagði
Corinna en blóðroðnaði.
— Og ég vona að þú sért svo
gamaldags að þig langi til að
eignast mörg börn, hélt Josep-
hine áfram. — Ég held því fram
að góðu stofnarnir megi ekki
deyja út. Það er ekki vert að
gleyma því . . . Jæja, ástæðan
til að ég bað þig um að fylgja
mér heim, var nú eiginlega sú,
að mig langaði til að heyra hve-
nær þið hafið hugsað ykkur að
giftast. Blake segir að þú álitir
að þú megir ekki bregðast Philip.
En þú mátt reiða þig á, að hann
skilur þetta og verður lipur við
þig.
BLAÐADREIFING
FYRIR !
Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar
í þessi blaðahverfi:
★ Skerjafjörður, sunnan Reyk javíkurflugvallar.
★ Lambastaðahverfi á Seltjar narnesi.
★ Sörlaskjól — Lynghagi — Hagamel — Fálkagata.
★ Barónsstígur — Skeggjagata.
★ Sjafnargata
ÍT Suðurlandsbraut.
ÍT Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu
Morgunblaðsins.
sími 22480.
t
KALLI KÚREKI —>f— — ý; —■ — ý;— Teiknari; J. MORA
Ég vann þrjátíu kýr af Skröggi Mer fannst eins og þessar þrjátíu hver segir.
í Póker. Hann ætlaði að láta mig fá
þær í dag og það skal hann gera þó
ég þurfi að nota byssuna til þess.
— Hann á ekki þrjátíu kýr. Kýrn-
ar hans eru aðeins fimm. Fimm.
kýr væru svolítið líkar hver annarri.
Hann rak þær sex sinnum fram hjá
mér og ég lét hann gabba mig.
— En ég skal segja þér eitt....
Ég ætla að fá þrjátíu kýr, hvað sesm
— Þú gleymir því að búpeningur-
inn á þessum búgarði tilheyrir mér.
Ég er hræddur um að þú lendir í
vandræðum ef þú heldur svona á-
fram.
Kópavogur l
Afgreiðsla Morgunblaðsins ít
Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, J
sími 40748. 1
Garðahreppur J
Afgreiðsla Morgunblaðsins J,
fyrir Garðahrepp er að Hof-1
túni við Vífilsstaðaveg, sími
51247. 1
Hafnarfjörður
Afgreiðsla Morgunblaðsins
fyrir Hafnarf jarðarkaupstað i
er að Arnarhrauni 14, sími /i
50374. 7,
Keflavík )
Afgreiðsla Morgunblaðsins l
fyrir Keflavíkurbæ er að J
Hafnargötu 48. J