Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 1
V 28 ssður Uppreisnartilrauní Bolivíu bæld niður Forsprakkar hennar sendir af landi brott ÞAÐ GEFUR A BATINN! Á myndinni sjást skipverjar á hinni sigursælu „Constell- ation“, sem vann brezku snekkjuna „Sovereign" í við- ureigninni um Ameríkubik- arinn úti fyrir Newport á Rhode Island í fjórðu umferð keppninnar á mánudag. Það er Rob Bavier sem situr við stýrið vinstra megin, en Steve Von Kyck situr fyrir miðju og stjórnar seglabún- aði. Að'rir skipverjar liggja marflatir hlémegin á snekkj- unni. De Goulle vel fugnað í Venezuelu Caracas, Venezuela, 22. sept. AP. CHARLES de Gaulle Frakklands" forseti kom í dag til Venezuela og var vel fagnað í höfuðborginni. Mikill mannfjöldi var á götum úti og hrópin „Vive la France" ®g „Vive de Gaulle“ kváðu við. Varúðarráðstafanir voru öflugar en engu að síður átti lögreglan fullt í fangi með að hemja mann- fjöldann, en Frakklandsforseti var broshýr og lét sér vel líka og tók í hendur þeirra er hann náðj til. í ræðu síðar um daginn lýsti de Gaulle ánægju sinni með við- tökurnar og sagði að sér hefði þótt mjög vænt um þær. Þá drap de Gaulle á öran vöxt Caracas ®g sagði að Frakkar væru reiðu- búnir til að veita aðstoð við að leysa hin mörgu vandamál sem eamfara væru örum vexti stór- borga, húsnæðisskorti, rafmagns- skorti og umferðarvandamálun- «m. „Venezuela er mikið fram- tiðarland", sagði Frakklandsfor- set,i“. ÍHALDSMENN Danmörku i Jafnaðarmenn og vinstri flokkurinn halda velli La Paz, Bolivíu, 22. sept. HERNAN Siles Suazo, fyrrver- andi forseti Bolivíu (frá 1956 til 1960), var í dag sendur úr landi og til Paraguay undir lögreglu- vernd ásamt 33 öðrum leiðtogum upreisnarinnar, sem gerð var í Bolivíu um helgina en mistókst. Ætluðu uppreisnarmenn, að' sögn stjórnar Víctors Paz Estenssoros, að ráða forsetann af dögum og fleiri ráðamenn og yfirmenn hers vmna a flokkar tóku þátt í kosningun- um í dag og þar á meðal einn nýr flokkur, „Fredspolitisk folke parti“. Þrír flokkanna, sem nú buðu fram áttu ekki fulltrúa á síðasta þingi, þ.e. „Dansk Saml- ing“, kommúnistar og „Retsfor- bundet“, sem allir eru kjósend- um áður kunnir. Retsforbundet Kaupmannahöfn, 22. sept. NTB. DANIR gengu til kosninga í dag í blíðskaparveðri. 3 millj. manna voru á kjörskrá og þar af kusu 400.000 manns nú í fyrsta sinn. Kjörsókn hefur verið óvenju- mikil og er ljóst af atkvæðum þeim sem þegar hafa verið talin, að íhaldsmenn hafa unnið tölu- vert á. Jafnaðarmenn hafa einnig bætt við sig fylgi, en Vinstri flokkurinn og radikalir virðast eiga minnkandi fylgi að fagna. Þess ber þó að gæta að tölur þær sem borizt hafa eru flestar úr kjördæmum úti á landi og óvíst hvort eftir muni ganga þegar tal- ið verður í stærstu bæjum og borgum landsins. "Á þjóðþingi Dana, sem kemur aftur saman 10. október nk. eiga sæti 179 þingmenn og voru 150 þeirra. er þar sátu siðast, í fram- boði nú. Á miðnætti að dönskum tíma er búið var að telja 53% greiddra atkvæða, var talið að horfur væru á að þingsæti skiptust þannig milli flokkanna: Jafnaðarmenn 77 þingm. (76) Radikalir íhaldsmenn Vinstri fl. Sósíal. þjóðfl. Óháðir 9 37 37 10 5 — (11) — (32) — (38) — (11) — ( 6) Norska fréttastofan NTB telur, Bcmdarísk varðskip á brott af Tonkin-flóa Slæmt ástand i Suður-Viet-Nam að ef úrslit kosninganna verði þessi, muni ekki koma til stjórn arskipta í Danmörku. Flokkarnir Hvorki meira né minna en 11 Enn leitað að Wall í GÆR leituðu sex flugvélar frá Syðra Straumfirði á Grænlandi að Bandaríkjamanninum Wall og flugvél hans. Seinustu tvær flug- vélarnar lentu kl. 22 í gærkvöldi, og hafði þá ekkert komið fram um daginn, sem gæti nokkra vís- bendingu gefið um afdrif Walls. Leitað var á stóru svæði, atfal- lega yfir Grænlandsjökli og með- fram ströndinni allt suður fyrir Hvarf. Leitarforingi var úr banda ríska herliðinu í Syðra Straum- firði. Menn hafa ekki gefið upp alla von um að Wall kunni að vera á lífi, og verður enn eitt- hvað leitað í dag. Framh. á bls. 2. ins með honum, en taka í sínar hendur öll völd í landinu. Uppreisnin mistókst og voru 80 þeirra er þar komu við sögu handteknir en helztu forsprakkar hennar síðan sendir til Paraguay að fengnu vilyrði forsetans þar, Alfredo Stroessners, um að taka við þeim. Ættingjum þeirra sem brott voru sendir var meinað að hafa tal af þeim, en Siles Suazo kallaði til fréttamanna úr dyrum . < flugvélarinnar aður en hann lagði af stað: „Ég mun halda áfram að berjast fyrir þjóð mína!“ Útgöngubann hefur verið í Bolivíu síðan á sunnudag og öll fundarhöld bönnuð. f tilkynningu ríkisstjórnarinn ar um uppreisnartilraunina 6agði, að árásir hefðu verið gerðar á borgina Sucre, sem er höfuðborg landsins í orði kveðnu, enda þótt stjórnin starfi í La Paz, járn- brautarbrýr eyðilagðar og síma- leiðslur og fleiri skemmdarverk unnin, m.a. sprakk sprengja í bú- stað varaforsetans, Rene Barren tos Ortuno, í Cochabamba, og Framhald á bls. 27 Eitrun banar ind- verskum börnum Indlandi, 22. sept., AP. S.L. laugardag kom-u 300 ind- versk skólabörn saman í þorp- iniu Maddik-era í Andhra Pradesh -fylki í Suður-Indlandi, til þess að fá þar ókeypis malsverð, sem bandaríska hjálparstofn'unin CARE hafði sent þangað, en í Indlandi er nú víða mikill mat- arskortur, svo sem kunnugt er. Ekki höfðu börnin þó fyrr bragðað á matnom, sem var gerður úr korni o-g mjólkurdufti en helmingur þeirra veiktist hastarlega. Meira en 70 börn voru í snarhasti flutt á sjúkra- hús, en eitt barnið lézt þegar er þangað var komið og svo eitt af öðm unz 35 börn voru látin. 138 börn eru enn illa hald- in. Uppi varð fótur og fit í Ind- landi er fréttist um þennan sorg lega atburð og hé’du margir, að ekki gæti verið öðru ti'l að dreifa börnunum að meini en matareitrun af völdum inni- halds gjafapakkanna frá CARE. Talsmenn samtakanna sögðu að slíkt kæmi ekki til mála, það hefði aldrei hent CARE að senda eitraðan mat til að seðja hung- ur manna nokkurs staðar í heim inum. Indverjar hefðu áður borið þá svipuðum sökum sem engan veginn hefðu staðizt it- arlega rannsókn. Það þykir nú fullsannað, «8 matareitmn sú sem börnunuim varð að fjörtjóni ha.fi verið að rekja til eitraðs vatns eða sýk- ingar af mannavöldum þeirra er um matinn fjöltuðu. Saigon og Washington, 22. pept. —. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur haliað burt af Tonkin-flóa varð- skipin sem þar voru á föstu- ífagskvöldið, að því er banda- ríska fréttastofan AP hefur eftir heimildarmönnum í Washingtn. Er nú lokið varðgæzlu skipanna cg ekki ákveðið hvenær önnur fcomi þangað í þeirra stað, en eftirlitsferðir Bandaríkjamanna nm flóann hafa ekki verið regiulegar til þessa. Bandariskir iiðsforingar reyndu í dag að setja niður uppreisn fjallabúa nærri þorpinu Ban Me Thuot og var ástandið engan veg inn gott. Um helgina tóku fjalla menn höndum nokkraBandaríkja menn og drápu menn af lág- lendinu, en þeir hafa löngum eldað grátt silfur saman. Upp- reisnarmenn ráða lögum oig lof- um utan Ban Me Thuot en stjórnin hefur sjálfan bæinn á sínu valdi og Bandaríkjamenn reyna að bera sáttarorð á milli aðila en miðar lítið áleiðis. Skæruliðar Viet Cong sprengdu i loft uipp lestina sem Framh. á bls. 2. Síðustu fréttir Urslitin í Danmörku ÞEGAR lokið var talningu í Dansk Samling S.708 Kommúnistar 0 ( 0) donsku kosningunum um eitt- Slésvíkurfl. 9.265 Fredspol. folkep. 0 leytið í nótt var atkvæðatala Óháðir 65.659 Dansk Samling 0 ( 0) flokkanna þessi: Slésvíkurfl. 0 ( 1) Þingsæti skiptast þá þannig Óháðir 5 ( 6) Jafnaðarmenn 1.103.216 að því er bezt veröur séð: (í Jainaðarmenn og vinstri Radikalir 129.921 sviga fyrri tölur.) fiokkurinn hafa jafnmörg íhaldsmenn 537.731 þingsæti og áður, en ílialds- Vinstri fl. 546.940 Jafnaðarmenn 76 (76) menm hafa unnið ■ 4 þingsæti, Retsforbundet 34.115 Radikalir 10 (11) eitt af hverjum fokkanna Sósíal. þjóðarfl. 152.085 Ihaldsmenn 36 (32) fjögurra, Radikala, SósíaL, Kommúnistar 32.245 Vinstri fL 38 (38) Þjóðarfl. Slésvíkurfl. og Óháð Fredspol. folkeparti 9.032 Retsforbundet 0 ( 0) um, mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.