Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. sept. 191 Alþjóðaþing mann- f ræðinga í Moskvu íslenzkur mannfræbingur Jens Pálsson flutti erindi á þinginu ALÞJÓÐAÞING mannfræðinga og þjóðfræðinga var haldið í Moskvu í síðastliðnum ágústmán uðL Þetta var sjöunda þing sinn ar tegundar og hið stærsta, sem haldið hefur verið fram að þessu Um 2000 manns sóttu þingið, og fulltrúar fjölda þjóða héldu fyrir lestra um margskonar mann- fræðileg efni. Það vakti sérstaka athygli að hin nýju Afrikuríki höfðu nú nokkrum fulltrúum á að skipa, en áður hafa hvítir menn nær eingöngu fjallað um mannfræði Afríku. í upphafi þingsins lagði for- seti þess, franski prófessorinn Skuttogari í höfninni Vestur-þýzkur skuttogari frá Kiel kom hingað í gær. Lagðist hann við Ægisgarð. Hann mun hafa fengið net í skrúfuna, og var gert ráð fyrir því, að hann færi í Slippinn til atihugunar í dag. Eiturhver á ítalíu Carminiella, ftalíu, 18. september, AP. f GÆR kom upp hér í þorp- inu eitraður hver, sem gýs 50—60 metra hátt, sjóðandi vatni sem fylgja eitraðar guf- ur. Þorpið er allt á floti og meira en 200 manns hafa neyðzt til að yfirgefa það. í gær flýðu þorpið 150 manns að beiðni yfirvaldanna, sem óttuðust að gufan yrði þeim til miska, en hana legg- ur nú um allt. í dag voru 65 manns til viðbótar flutt á brott enda vatn farið að flæða inn í húsin, yfir akra og engi, svo uppskera er þar öll að spillast. Engin slys hafa þó orðið á mönnum. Slökkviliðið og lögregla vinnur að björgunarstarfinu ásamt tæknifræðingum frá Dan-félaginu, sem vinnur þarna kolmonóxýð úr jörðu. Segja tæknifræðingarnir, að ef ekki takizt að loka fyrir hverinn, séu allar líkur til þess að hann haldi áfram að gjósa meðan ekki linnir þrýst ingi af neðanjarðargasinu. Svipað gos kom upp fyrir 60 árum skammt frá Carmini- ella, í Torre Annunziata, þar sem líka er mikið kolmónoxýð í jörðu og er það gos sagt hafa staðið í þrjú ár. Vallois áherzlu á þá staðreynd að það er miklu meira sem sam- eiginlegt er öllu mannkyni en það, sem sundurgreinir það, og hversu ólíkir sem menn og þjóð- ir kunna að vera hið ytra, er hið innra eðli þeirra svipað. Mikið var rætt um nauðsyn meiri alþjóðasamvinnu á sviði mannfræði. Þingið starfaði í mörgum deild um, sem fjölluðu hver um sér- stök svið mannfræðinnar, en einnig voru haldnir sameiginleg- ir fundir allra fulltrúa. Fulltrúi íslands á þingi þessu var Jens Pálsson, mannfræðing- ur, sem annars er búsettur í Þýzlcalandi og starfar við Mann- fræðistofnunina í Mainz. Hann flutti fyrirlestur á þinginu um mannfræði íslendinga. Jens hefur, sem kunnugt er, i mörg ár unnið við mannfræði- rannsóknir á íslendingum en einnig á Dönum og Norðmönn- um. Hann hefur hlotið bæði ís- Jens Pálsson, mannfræðingur, fulltrúi við fulltrúa Somalilands, íslands á þinginu, ræðir Grensósstöðin siækknr um 2000 númer LANDSSÍMINN er nú að stækka Grensásstöðina í Reykjavík og verður þar bætt við 2000 númer um. Er verið að vinna við þetta núna og koma númerin væntan- lega í notkun í byrjun nóvember, að því er póst- og símamálastjóri tjáði blaðinu. Á þessu ári hefur skapast þörf fyrir um 500 ný númer, og verð- ur hægt að fullnægja henni þeg ar nýju númerin verða tekin 1 notkun. Og ætlunin er að hafa þá til aukanúmer til að full- nægja þörfinni á næstunnL Einnig er nú unnið að uppsetn ingu á vélum og að nauðsynleg um breytingum á Akureyri, en þangað verður tekið upp sjálf- virkt símasamband í vor. Um leið koma Húsavík og Dalvík inn með sjálfvirkt samband. lenzka og þýzka vísindastyrki, er' meðlimur vísindafélaga í Þýzka- landi, Englandi og Bandaríkjun- um, og hefur sótt ýmis þing vís- indamanna undanfarin ár. í haust mun hann sitja sérstakan fund vísindamanna, sem The Eugenics Society í Englandi hefur boðað til í London. Ýmsar niðurstöður af mann- fræðirannsóknum Jens Pálssonar hafa birzt í vísindaritum á dönsku, ensku, þýzku, ítölsku og pólsku. Forseti 7. alþjóðaþipgs mannfræðinga í Moskvu, franski prófess- orinn Vallois, heldur ræðu í upphafi þingsins. Æskulýðssamb. kirkj- unnar í HólastifH HÚSAVÍK, 21. sept. — Aðalfund- ur Æskulýðssambands kirkjunn- ar í Ilólastifti var haldinn á Húsa vik nú um helgina. Fund þennan sátu prestar og fulltrúar æsku- lýðsfélaga á öllu félagssvæðinu, sem feðmir yfir Húnaþing og allt norður á Langanes. Fundur hófst kl. 16 á laugar- dag með ávarpi og skýrslu for- mannsins, sr. Péturs Sigurgeirs- sonar. Aðalmál fundarins voru umræður og ákvarðanir um fram tíðarstarf sumarbúðanna við Vest mannsvatn. Frummælendur voru sr. Bolli Gústavsson og sr. Sig- urður Guðmundsson, prófastur. Umræður urðu miklar um þetta mál og komu fram margar hug- myndir um hvernig nota mætti hin glæsilegu húsakynni yfir vet- urinn, en verkefni yfir sumarið eru meiri en yfir verður komizt. Rætt var um fermingarbamamót og höfðu þar framsögn sr. Birgir Snæbjörnsson og sr. Örn Frið- riksson og um bóka- og blaða- útgáfu á vegum kirkjunnar og höfðu þar framsögn sr. Jón Bjarman og sr. Jón Kr. ísfeld. Um þessi mál, svo og önnur urðu miklar og margar umræður og margar tillögur samþykktar. Fundurinn stóð fram á sunnu- dagskvöld og lauk með samsæti í boði sóknarnefndar Húsavíkur- kirkju, sem sá um allar móttök- ur fulltrúa. Kl. 2 í gær var mess- að í Húsavíkurkirkju. Sr. Stefán Snævars predikaði og við mess- una þjónuðu 4 prestar. Á laugar- dagskvöld eru kirkjukvöld I Húsavíkurkirkju. Voru þar ræð- ur og ávörp flutt. M. a. töluðu tveir skiptinemendur, sem dvöldu sl. ár í Ameríku á vegum Æsku- lýðssambands þjóðkirkjunnar og Gylfi Jónsson sýndi skuggamynd ir af starfinu við Vestmannavatn sl. sumar. — FréttaritarL Mikligarður Ekki alls fyrir löngu bað ég lesendur að leggja heilann í bleyti og senda mér tillögur um nýtt nafn á Klambratún þar sem nú á að reisa styttu af Ednari Benediktssyni. Lesendur hafa ekki látið standa á sér og hef ég ekki haft við að taka við bréfum. Árangurinn er hins vegar ekki jafngóður og ég gerði ráð fyrir, því það er engu líkara en stórkostlegur hugsanaflutn- ingur hafi átt sér stað milli les- enda blaðsins. Yfir helmingur þeirra, sem sendu mér tillögur, stingur nefnilega upp á sama nafninu: Mikligarður. Er þetta rökstutt á marga vegu, m.a. með því að Mikla- braut liggi meðfram túninu, þetta verði stærsti skemmti- garður borgarinnar, nafnið sé fallegt o.s.frv. — Ekki veit ég hvað Páll Líndal segir um það. Einarslundur Ein kjörbúðarsinnuð i Austur bænum vill láta garðinn heita Valmörk, margir stinga upp á Miðgarði. Þá kemur Austur- mörk og Miklamörk, Víkur- mörk og Ljósalundur. Einn stingur upp á Borgargerði, ann ar Hlíðargarði. Þá kemur Stóri garður, Birkigerði, Víðigerði, Austurgerði, Flatir, Þrúðar- vangur, Sóleyjartorg, Hafblik, Hrannir, Vogar, Hvammar — og margt fleira, sem ljóðaunn- endur stinga upp á, en ólíklegt þykir mér að slík nöfn verði fyrir valinu. Og svo að við höldum áfram: Skjól Austurbrún, Bragatún, Narfatún og Einarslundur. Bragatún Sumum tillögunum fylgja löng bréf svo að ófært er að birta þau, en Lárus Salómons- son segir m.a. um Bragatún: „Heitið Bragatún er látlaust, en táknrænt og nær til sögulegra tímabila.til minninga um merka menn og staði.“ En ég verð að biðja hann og aðra velvirðingar á því að ekki er unnt að birta hin löngu bréf. Þau eru öll keimlík. Það, sem skiptir máli, er tillaga um nafn — og held ég að fram séu komn- ar allar tillögur. Það merkilega er, að ekkert þessara nafna kom aðeins frá einum bréfrit- ara. Eins og ég sagði áðan, þá hefur meiriháttar hugsanaflutn ingur átt sér stað. Ég veit ekki hvort tilraun okkar hjálpar Páli Líndal og hans mönnum eitthvað. Fólk mætti gjarnan láta sér detta eitthvað nýtt í hug. Sunnuhvoll Nokkrir bréfritara gera at- hugasemdir við, að umrætt tún skuli heita Klambratún, en við því verður víst ekkert gert héð an af. Einn bréfritara segir, að núverandi Klambratún hafi að- eins að fjórða hluta verið í eigu Klambra. Helmingur túnsin* hafi áður verið í landi Sunnu- hvols og fjórðungur í eigu Há- teigs. Þess vegna hefði þetta tún alltaf átt að heita Sunnu- hvoll, eða Sunnuhvolstún — og segir þessi bréfritari, að nú sé tækifæri til þess að réttnefna þetta svæði úr því að menn sétt loks orðnir leiðir á Klambra- nafninu. Kaupið það bczta RAFHLÖÐUR Bræðurnir Ormsson Vesturgötu 3. — Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.