Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. sept. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 15 KRAFTAVERKiÐ HöfundursWilliain Gibsmn Þýðandi: Jónas Kristjénsson Leikstjóri: Klemenz Jónsson Þ.JÓÐLEIKHÚSIÐ hóf sextánda starfsár sitt á sunnudagskvöldið með frumsýningu á bandaríska sjónleiknum „Kraftaverkið“ eftir William Gibson í þýðingu Jón- asar Kristjánssonar. Eins og flestum mun kunnugt eftir ýtar- leg blaðaskrif, er verkið sann- sögulegt og fjallar um stuttan kafla úr bernsku Helenar Kell- ers: aðdraganda þess „krafta- verks“ að blint og heyrnarlaust stúlkubarn, tæpra sjö ára gam- alt, vaknar til vitundar um gildi orðsins, firínur lykilinn að mann- legri hugsun og tjáningu. Helen Keller hefur sjálf lýst þessum aðdraganda allrækilega í sjálfs- ævisögu sinni, sem kom út í ís- lenzkri þýðingu árið 1949, og hefur Gibson stuðzt dyggilega við þá frásögn, svo langt sem hún nær, en einkum mun hann hafa hagnýtt bréf kennslukon- unnar, Anne Sullivan, frá þessu skeiði, en þau hafa verið gefin út á prenti í Bandaríkjunum. „Kraftaverkið" var í öndverðu samið fyrir sjónvarp, en síðar endursamdi Gibson það fyrir leiksvið, og var það frumsýnt í Bandaríkjunum árið 1959. Hér er hvorki um að ræða viðamikið né djúpskyggnt leikhúsverk, en það er fagmannlega samið og heldur athygli áhorfand- ans frá upphafi til loka. Or- stutt upphafsatriðið gefur tón- inn og afmarkar í rauninni vandamálið sem er hinn rauði þráður leiksins: lausn barnsins úr hinni orðvana einangrun. En að sjálfsögðu er það vandamál tengt ýmsum öðrum vanda í lífi Keller-fjölskyldunnar, sem höf- undurinn tæpir á, þó það komi varla nægilega skýrt fram í sýn- ingu Þjóðleikhússins. Þó sjálft viðfangsefni leiksins sé ákaflega sérstætt, hefur það samt víðari skírskotun efi virðast má við fyrsta tillit, því það er nátengt almennum spurningum um rétt uppeldi barna og fram- komu foreldra við afkvæmi sín, og um tvíræði ástar og með- aumkunar, sem geta verið miklir bölvaldar ekki síður en gleði- vakar. Þessi efni eru að visu ekki sett á oddinn eða krufin að marki í leikritinu, en þau eru í baksýn og gefa því þá almennu skírskotun sem nauðsynleg er. Höfundurinn hefur hins vegar lagt megináherzluna á ytri átök og augljósa þætti sögunnar um „kraftaverkið“. Þetta er einfalt verk í mörgum skilningi: ein- faldur efnisþráður, einfalt vanda- mól, einföld lausn og einfaldar persónur í þeim skilningi að þær eru dregnar fáum og skýrum dráttum. Um frumsýningu Þjóðleikhúss- ins er það að segja, að hún varð ekki sá viðburður, sem kannski hefði mátt búast við eftir aug- lýsingaherferðina sem gerð hefur verið í blöðum borgarinnar að undanförnu. Þó verður ekki ann- að sagt en nýliðinn, sem herferð- in hefur einkum snúizt um, hafi staðið sig með mikilli prýði. Vonandi hefur þessi litla telpa nógu sterk bein til að þola með- lætið og umstangið, þannig að hún bíði ekki tjón á sálu sinnL En „een svale gör ingen somm- er“, segir danskurinn, og það er sómakæru leikhúsi engan veg- inn nóg að hafa eina „stjörnu" í hverjum leik og skáka í því skjólinu, að hún laði til sín áhorf- endur, þó slegið sé slöku við sýn- inguna að öðru leyti. Gunnvör Braga Pjörnsdóttir kom, sá og sigraði; á því var eng- inn vafi. Látbragð hennar og öll túlkun á hlutverki hins blinda Kiistbjörg Kjeld (Aanie) otg Gunavör Braga Björasdottir (Uel en). Frá vinstri: Valur Gislason, Arnar Jónsson, Arndis Björnsdóttir, Helga Valtýsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Gunnvör Braga Björnsdóttir. og skilningsvana „villidýrs" ein- kenndist af fágætu öryggi og hikleysi — og má það furðu sæta þegar þess er gætt að leikkonan er aðeins 13 ára gömul og hefur takmarkaða reynslu að baki sér á leiksviðinu. Ég þykist vita, að leikstjórinn hafi lagt mesta alúð við þetta hlutverk og þjálfun Gunnvarar, en það hefur komið óþyrmileg'a niður á sýningunni í heild, því að hún er með köflum mjög illa unnin. Ekki fer milli mála, að þunga- miðja verksins er hið blinda barn og vandi þess, en höfund- urinn hefur sett þetta vandamál inn í tiltekið samhengi og um- hverfi, sem leikstjórinn virðist að mestu láta sér yfirsjást. í leikritinu eru margvísleg blæ- brigði sem algerlega fara for- görðum í sýningunni, að ekki sé minnzt á það sérstaka „andrúms- loft“ Suðurríkjanna sem lítið verður vart. Úr því blökku- mennirnir eru hafðir svartir, hús- búnaður og klæðnaður í stíl við tímabil og umhverfi, hvers vegna þá ekki að glæða verkið ein- hverju af þeim höfga og hátt- fasta anda sem ríkti þar syðra? James Keller verður t.d. að mestu utangátta í þessari túlkun á leik- ritinu, og gegnir hann þó tví- mælalaust veigamiklu hlutverki í byggingu leiksins og fram- vindu. Svipað má segja um Evu frænku, þó hlutverk hennar sé miklu veigaminna. Mér virðist leikstjórinn hafa einblínt svo á höfuðþátt verksins, að allir hin- ir hafi gleymzt eða verið van- ræktir, með þeim afleiðingum að sýningin í heild er blæbrigða- snauð og stíllaus. Annað höfuðhlutverk leiksins, Annie Sullivan kennslukonu, lék Kristbjörg Kjeld. Það er að mörgu leyti mun veigameira en hlutverk Helenar og eina hlut- verkið sem hefur fleiri en einn streng, ef svo má orða það. Hvað sem því olli, náði Kristbjörg' hvergi nærri fullum tökum á hlutverkinu. Útlínur persónunn- ar voru með köflum ákaflega óljósar, og mér virtist hún of- leika hlutverkið í heild, spenna bogann of hátt, vera of tauga- óstyrk og hástemmd. Hljóðlátari og lágstemmdari túlkun hefði átt betur við og náð meiri áhrifum. Keller-hjónin voru leikin af Vali Gíslasyni og Helgu Valtýs- dóttur. Valur náði góðum tökum á þessari' einföldu og háværu manngerð, þó ekki væri hann mjög sannfærandi blaðaútgef- andi! Helga lék hlutverk móð- urinnar af mikilli nærfærni og næmum skilningi á því „suð- ræna“ í atferli og afstöðu hinnar ungu konu til manns síns og uppkomins stjúpsonar. Arnar Jónsson lék James, hálfbróður Helenar, af öryggi og réttum skilningi á látbragði þessa bælda og misskilda dekurbarns, sem fær ekki að verða að manni fyrir föður sínum, getur ekki sætt sig við seinna hjónaband hans og þolir ekki afleiðingar þess eins og þær birtast í hinu „villta“ barni. Að minni hyggju hefði leikstjórinn átt að leggja meiri áherzlu á að draga fram hið þvingaða og óræða samband James við föður sinn, stjúpmóð- ur sína, hálfsystur og loks kennslukonuna. Hann gegnir hlutverki í leiknum sem varla djarfar fyrir í þessari túlkun. Af öðrum leikendum er eink- um ástæða til að nefna Ævar Kvaran, sem brá upp Ijósri og hugtækri svipmynd af Anagnos skólastjóra. Arndís Björnsdóttir fór þokka- lega iheð hlutverk Evu frænku, en var helzti þvinguð. Árni Tryggvason olli sárum vonbrigð- um í litlu hlutverki læknisins. Emilía Jónasdóttir lék hina þel- dökku þjónustu, Viney, en láð- ist að ljá henni önnur sérkenni þessarar manngerðar Suðurríkj- anna en svart andlit. Ennfremur komu fram börn ag fullorðnir í hlutverkum negra- barna og blindra stúlkna, og gerðu þeim þokkaleg skil, eink- anlega blindu stúlkunum. Leiktjöld Gunnars Bjarnason- ar voru einkar smekkleg og hæfðu vel stað og stund, en kannski óþarflega smásmugul. Þau voru helzti veikbyggð fyrir ólætin sem áttu sér stað á svið- inu, og sennilega háði það leik- endum nokkuð í átökunum uppi á loftinu, hve þröngt það var. Búninga teiknaði Lárus Ing- ólfsson, og voru þeir til að sjá smekklegir og vandaðir. Ljósa- stjórn var í góðu lagi, og sama má segja um hljóðlíkingar á svið- inu. Þýðing Jónasar Kristjánssonar magisters fór yfirleitt vel í munni, en á stöku stað var hún fullbókleg og þungfær. Sigurður A. Magnússon. Um lengingu skólaársins — Fél gagnfræðaskólakennara andvígt AÐ UNDANFÖRNU hefur mjög verið rætt um lengingu á skóla- árinu, og er ljós sú stefna for- ráðamanna barna- og unglinga- fræðslunnar í Reykjavík, að breyting þessi komi til fram- kvæmda sem fyrst. Er og þegar orðin nokkur lenging á skóla ári barnastigs. Með því að lenging þessi hlýt ur að snerta mjög bæði nem- endur og starfslið skólanna, tel- ur Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavík sér skylt að senda fræðslumálastjóra álit sitt á mál- inu. Félagi gagnfræðaskólakennara í Reykjavík er fyllilega ljóst, að ýmissa umbóta er þörf á fræðslu tilhögun gagnfræðastigs. Hefur félagið oftsinnis um þau mál fjallað, 'og staðið að ályktunum þar að lútandi, sem ekki er þörf að rekja hér. Aðrir aðilar hafa og lýst skoðúnum sínum á því, hverjar breytingar væru æskilegastar innan skólakerfis- ins, og nægir í því sambandi að geta skólamálanefndar þeirrar, sem menntamálaráðherra skipaði í júní 1958, en mörg áthyglisverð atriði eru í tilhögum þeirrar nefndar. Einnig má benda á sam- þykktir kennarasamtakanna á ýmsum tímum, en svo sem fræðluyfirvöldu m mun flestum betur kunnugt, hafa samkundur kennara ævinlega sent frá sér ályktanir um það, hvað teljast mætti til bóta í skólakerfinu, e£ breytt yrði. Tillögur um lengingu árlegs skólatíma hafa mjög sjaldan rer ið lagðar fram, ef frá er talin ályktun 13. uppeldismálaþings S.Í.B. og L.S.F.K. 1963, en þar er stungið upp á lengingu skóla- starfstíma, sem einum lið endur- bóta á fræðslutilhögun. Þeim lið tillögunnar, sem um lengingu fjallar, hefur mest verið haldið á lofti undanfarið, og á það bent, að þar komi fram vilji kennara- samtakanna. Hvort svo er, skal ósagt látið, en vel væri, ef í fram tíðinni yrði svo skjótt brugðið við að láta að vilja samtakanna um ýmislegt, er þau telja nem- endum í íslenzkum skólum til meira hagræðis en þetta. Það er skoðun Félags gagn- fræðaskólakennara í Reykjavík, að lenging starfstíma í skólum gagnfræðastigs hér í borginni sé svo stórt skref, að mikils und irbúnings og margra breytinga sé þörf, áður en það er stigið. Félagið telur, að rasað sé um ráð fram, ef byrjað er á að lengja starfstíma skólanna, og síðan haf izt handa um að athuga, hve-nig bezt megi nýta hinn nýfengna viðauka. Má í þessu sambandi vitna í orð námsstjóra gagnfræða stigs í Reykjavík, hr. Magnúsar Gíslasonar, í Alþýðublaðinu 12. apríl 1964, en hann segir m.a.: „Það væri að mínum dómi mjög æskilegt að gera tilraun þegar í haust með að hefja kennslu í gagnfræðastigsskól- um í Reykjavík fyrr en verið hefur, t.d. um 20. september. En ég mundi vilja leggja á- herzlu á, að samtímis því, að Fi'amh. á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.