Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ 17 Miðvikudagur 23. sept. 1964 Sjálfvirk hand- færavinda fundin upp - Samtal við Jón Þórðarson, sem feiknaði vinduna JÓN ÞÓRÐARSON, fram- leiðslustjóri að Reykjalundi, hefur teiknað og látið smiða vökvadrifna handfæravindu, sem reynd hefur verið með góðum árangri. Fullyrðir Jón að einn maður geti veitt á tvö til þrjú slík handfæri sam- túnis og gæti uppfinning þessi þvi sparað mjög mannskap á handfærabátum. Vél þes6i hefur verið skrásett undir nafninu „Linómat“ og hefur Jón sótt um einkaleyfi fyrir henni. Vindas er gerð úr sjó- heldu aluminium, næloni og ryðfríu stáli. 'Hún er 21 kíló að þyngd og 24x32 sentim. að Pessa mynd tók Jón Þórðarson í fyrsta skipti, sem Linomat- vindan var reyhd. Það var á trillubáti. Hér sést Marinó Pétursson, innbyrða þorsk. fiskimaðurinn vinduna á sjálf virka innhölun. Fari átakið á færið yfir þann þunga sem handfangið hefur verið stillt á, gefur vindan sjálfkrafa eft ir, en dregur jafnharðan inn og umframátakið léttir. Vegna hinnar’ mjög miklu mýktar sem næst á færið með LIMOMAT-yindunrii, slít ur fiskur sig síður af færinu og slit á færi er sjaldgæfara. Þegar fiskurinn kemur að bátshlið, stöðvast vindan sjálf krafa og bíður þess að fisk- urinn verði innbyrtur óg fær ið gefið út að nýju. „Það er heildverzlun Marin ós Péturssonar, sem hafa mun söluumboð fyrir LINOMAT. Ég er sjálfur landkrabbi, en Marinó kom að máli við mig fyrir 2 árum og spurði, hvort ég gæti ekki teiknað vél til handfæraveiða“, sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég talaði við reynda handfæra- skipstjóra og fékk hjá þeim mörg heilræði, einkum hjá Haraldi Kristjánssyni á m.b. Kristínu frá Reykjavík, sem síðan reyndi vélarnar og var harðánægður með árangurinn. Ég hef þó endurbætt vélina síðan. Ég fékk 65 þúsund króna styrk úr Fiskveiðasjóði til að hrinda þessari tilraun í fram- kvæmd. Er ég hafði teiknað Framhald á bls. 12 stærð. Segir Jón að yfirburð- ir Linomat-vindunnar komi bezt í ljós á djúpu vatni, og hún geri kleift að stunda hand færaveiðar í dýpri sjó en nú tiðkast. Jón lýsir vindunni og hag- nýtingu hennar svo: Vindunum er komið fyrir á borðstokk bátsins. Þær ganga fyrir sjó sem dælt er í gegn um rör, er liggur meðfram borðstokknum. Frá rörinu ligg ur Va’’ gúmíslariga upp í hverja vindu. Tenging slöng- unnar við vinduna er það handhæg, að fjarlægja má vinduna frá borðstokknum á hálfri mínútu, eða skemmri tíma. LINOMAT- VINDAN Eftir að sjórinn hefur farið í gegnum vinduna, fellur hann út.fyrir borðstokkinn. LINOMAT-vindan er að mestu leyti sjálfvirk, en er annars stjórnað með einu handfangi. Sjálfvirkur raðari, raðar færinu jafnt á rúlluna. Þegar færið er gefið út, vinnur vindan sjálfvirkt, þann ig, að aldrei getur slaknað á færinu, þótt báturinn falli ofan af öldu, eða fiskur bíti á upp í sjó. Þetta er mikil- vægt, til þess að koma í veg fyrir flækjur. Þegar færið tek ur botn, stöðvast vindan sjálf krafa. Með einu handfangi stillir Jón Þórðarson Islenzk iðnvöruverzlun stofnsett í New York Kristján i Última ráðinn forstjóri Nýlega boðaði Kristján Frið riksson, forstjóri Ultíma hf., blaðamenn á sinn fund og skýrði frá stofnun íslenzkrar verzlunar, sem fyrst og fremst mun selja iðnvarning í New York. Verzlun þessi er hluta- félag 25 iðnfyrirtækja og ein- staklinga hérlendra og eins ■uglýsingafyrirtækis í New York, er Herbert Steafel, sem margir kannast við hér á landi, veitir forstöðu. Verzlun þessi mun bera nafnið „Ice- landic Arts & Crafts“ og hljóta nafnstyttinguna Ice- craft Kristján sagði upphaf máls þessa vera tillögu er hann flutti á ársþingi Félags íslenzkra iðn- rekenda I april sl. Hefði hérini verið vel tekið og hann hvattur til að gera tilraunina en margir þá þegar lýst sig reiðubúna að styðja fyrirtækið. Ásbjörn Sigur- jónsson á Álafossi hefði þá þegar verið búinn að kanna möguleik- ana á stofnun slíkrar verzlunar í New York fyrir framleiðsluvörur Álafoss og hafði farið vestur um haf í því skyni, en komizt að raun um að fyrirtæki hans gæti ekki eitt staðið undir slíkri verzl- un. Ásbjörn er nú formaður'hins nýstofnaða hlutafélags en Krist- ján hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri verzlunarinnar næsta eitt og hálft ár og var hann á förum vestur um haf í gær- kvöldi. Þeir Ásbjörn og hann höfðu farið saman vestur áður og kannað grundvöll fyrirtækisins. Nú þegar er búið að leigja hús- næði og er langt komið innrétt- ingu þess, en það er 250—60 fer- metrar að stærð og stendur við Third Avenue. Er það á neðstu hæð stórs sambýlishúss, þar sem fyrir eru 6 verzlanir aðrar. Gert er ráð fyrir að stærstu vöruflokkar verzlunarinnar verði bólstruð húsgögn og er þeim ætl- að mikið rúm í verzluninni. Aðr- ar vöru eru lopapeysur, teppi, vel prjónaðar peysur, treflar, vettl- ingar og ennfremur keramik og listmunir auk smávöru ýmiskon- ar. Hlutafé hins nýja fyrirtækis er 3—4 milljónir ísl. króna og hefir því verið safnað og ábyrgðir eru fengnar. Framkvæmdabanki ís- lands hefir stutt málið. Jón Har- aldsson arkitekt hefir teiknað innréttingar og eru þær mjög ný- tízkulegar. Stærstu hluthafar eru Álafoss hf., Kristján Siggeirsson hf., Trésmiðjan Víðir hf. og Úl- tíma hf. og hið bandaríska fyrir- tæki. Kristján kvað auðvitað geta brugðið til beggja vona með ár- angur þessarar tilraunar. Önnur löpd hefðu gert þetta sama í New York og gengið á ýmsu með ár- angur. Norðurlöndunum hefði hinsvegar tekizt vel með sínar verzlanir þar vestra. Þá kvaðst Kristján hafa kannað grundvöll að útflutningi okkar landsmanna allt frá 17. öld og fram á þennan dag. Hann hefði verið að lang- mestu leyti fiskur. Komið hefði þó fyrir að fiskur hefði ekki afl- azt og þá hefði lítið til að flytja út, en þjóðin soltið. Því væri nauð syn að byggja lífsafkomu þjóðar- innar á traustari grunni efnahags lega og iðnaðurinn væri sá grunn ur, er hann hefði þróazt um langt árabil til þess stigs að verða traustur og þekktur. Þessi verzlun væri því að mikl- um hluta kynningarstarfsemi og markaðskönnun. Þarna yrði ein- ÞAÐ kemur stundum fyrir að við fáum seðla senda í umslög- um, án þess að nokkur ábyrgð sé keypt á brófin. Er þá jafnan um að ræða áheit á Strandar- kirkju. Þessar upphæðir geta farið allt upp í 10 þús. kr. Nú um daginn hafði „X“ þann hátt vörðungu rekin smásala fyrst 1 stað, því íslenzk fyrirtæki væru ekki það stór að þau gætu ann- azt heildsölu iðnvarnings til milljónaþjóða. Kristján kvað þá, er lagt hefðu fé í fyrirtæki þetta eiga skildar þakkir fyrir, því að fé þessu væri hætt til könnunar á nýjum leið- um sem verða að almennu gagni ef vel tekst til og þá til eflingar hinu veikbyggða efnahagslífi þjóðarinnar. • á að koma þessum 5 þúsund kr. peningum til Strandarkirkju að stinga þeim inn í umslag og skrifa utan á til ritstjóra MJbl. Þeim hefur að sjálfsögðu verið skilað, en biskupsskrifstöfan er rétti aðilinn til að taka við áiheit- um á Strandarkirkju. H afnarfjörður Starfstúlkur vantar á Sjúkrahúsið Sólvang nú þegar. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.