Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 23. sept. 1964 Aukcavinna Vantar nokkra menn til að sjá um dreifingu og sölu á bókum. Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast hafi samband við skrifstofu okkar Tjarnargötu 16. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ Tjarnargötu 16. BySgmgaféiag verkamanna í Reykjavík Tii söiu 3 herb. íbúð í 2. byggingaflokki. Félagsmenn sem neyta vilja forkaupsréttar sendi umsóknir sínar á skrifstofu f élagsins Stórholti 16 fyrir kl. 12 mánu daginn 28. þ.m. STJÓRNIN. 3ja herb. íbúð til leigu. Tilboð er greini fyrirframgreiðslu og fjöl- skyldustærð sendist afgr. Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „Norðurmýri — 4022“. Sænskur tæknifræðingur óskar eftir 2ja til 3ja herbergja íbúð sem fyrst. Upplýsingar fást í síma 11 000, innanhússími 221. Póst- og símamálastjórnin. Jar&ýfa til sölu Til sölu er jarðýta International T D 14. — Uppl. veittar í Áhaldahúsinu Borgartúni 5. Tilboðum sé skilað fyrir laugardag 26. þ.m. VEGAGERÐ RÍKISINS. Or&sending frá Bókaútgáfurmi Fjölvís Þau fyrirtæki. iðnaðarmenn og aðrir, er kynnu að vilja fá starfsemi sína skráða í „VIÐSKIPTI DAGSINS“, í Minnisbók FJÖLVÍS fyrir árið 1965, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það sem fyrst og helzt ekki síðar en 5. okt. n.k. í síma 21-5-60 daglega kl. 10—12 og 13—15. Einnig geta þau fyrirtæki er hafa hug á að kaupa Minnisbók FJÖLVÍS 1965, og fá gyllingu á hana fyrir sig, pantað hana í sama síma og á sama tíma. Bókin kemur út í byrjun desember n.k. Bókaútgáfan FJÖLVÍS. TILKYNNING TIL FÉLAGA Skrifstofu- og verzlunarmannoféSags Suðurnesja Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu við kjör fulltrúa félagsins á lista L.Í.V. til Alþýðusambandsþings. Framboðslistar með til- skyldum fjölda meðmælenda skulu hafa borizt for- manni félagsins fyrir kl. 24 fimmtudaginn 24. sept- ember 1964. Kjörstjómin. ,\ — Skólaárið Framhald af bls.' 15 hróflað yrði við hinum hefð- bundnu mörkum námstímans, yrði þess freistað að breyta starfstilhögun í, skólunum. Fyrst og fremst þurfum við að gerá okkur ljóst með gaum gæfilegri athugun á því, hvort skólarnir miðli þeirri fræðslu og þeim persónulega þroska, sem ungt nútímafólk þarfn- ast. — Það þarf samtímis að endurskoða námsefni barna- og gagnfræða-, menntaskóla- og sérskólastigs í heild, — meta og vega hverju mætti sleppa, hvað nauðsynlegt er að taka og hverju þarf að auka við“. Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavík leggur áherzlu á, að athuganir þær, sem nárpsstjóri vill láta fram fara, hljóti að koma fyrst, samkvæmt þeirri sjálfsögðu reglu, að athugun komi á undan athöfn. Félagið bendir einnig á tillögu fundar skólastjóra héraðs-, mið- og gagnfræðaskóla, sem haldinn var í Reykjavík í júní 1963, en meðal fjölmargra atriða til end. urbóta á námstilhögun þessara skóia er stungið upp á nokkurri lengingu árlega starfstíma eða fjölgun vikulegra kennslustunda. Virðist sízt ástæða til að leggja meira kapp á að framkvæma þennan lið tillagna skólastjór- anna en ýmsa aðra, sem vísara verður að telja, að stefni til aug- ljósra endurbóta á starfstilhögun skóla þeirra. Að rækilega athuguðu máli lýsir Félag gagnfræðaskólakenn- ara í Reykjavík sig algerlega andvígt lengingu skólaársins, nema fyrst hafi óyggjandi verið sýnt fram á, að slík breyting sé til ótvíræðra bóta fyrir nemend- ur, og fullt tillit sé tekið til þeirrar aá'stöðubreytingar kenn- ara, sem af lengingu hlýzt. Fé- lagið telur svo mörg rök mæla á móti breytingu þessari, bæði fjárhagsleg og félagsleg, að ekki sé gerlegt að ráðast í hana, nema fullt samkomulag sé milli allra málsaðiia. En málsaðilar hljóta hér að teljast foreldrar, fræðslu- yfirvöld og kennarar. Aðalrök forsvarsmanna leng- ingarinnar virðast þessi: 1. Að með lengingu árlegs skóla tíma styttist námstími þeirra, er búa sig undir langskólanám. 2. Námstími í útlöndum og þá sérstaklega á Norðurlöndum, sé lengri. Varðandi fyrri röksemdina má benda á fjölda greinargerða, þar sem stungið er upp á leiðum til að flýta fyrir þeim, sem augljós- lega eru hæfir til langskólanáms. Væri auðvelt að stuðla að því, að þeir tækju stúdentspróf a.m.k. ári fyrr en nú er, með Því ein- faldlega, að láta nemendur þessa halda þeim hraða gegnum skóla, sem eðiilegur námsþroski þeirra leyfir. Hvað siðari röksemdina snertir, er það skoðun Félags gagnfæðaskólakennara í Reykja- vík, að íslenzkt skólakerfi beri að miða við íslenzkar aðstæður og fráleitt sé, að miða fjölda skóladaga á íslandi við skóla- daga í öðru landi, nema að tek- in sé upp að öðru leyti sú fræSslu tilhögun, sem í því landi gildir. Eins og áður var á drepið, telur félagið mörg rök mæla gegn hinni fyrirhuguðu lengingu skólaársins. Þau helztu eru þessi: 1. Fram til þessa hefur það ver- ið talið íslenzkum unglingum heilsufarsleg nauðsyn að njóta útiveru skamms sumars eftir skólasetu langan vetur. Slíkt svigrúm til frjálsra starfa mundi þrengjast, sem leng- ingu skólaárs nemur. 2. Það er kunnara, en frá þurfi að segja, að samkvæmt nú- gildandi kennslu tilhögun eiga allir nemendur skyldunáms að skila svipuðum afköstum í aðalgreinum, án verulegs til- lits til mismunandi getu þeirra og þroska. Án þess að hér verði nánar fjallað um þessa firru, skal þess getið, að hún er óefað ein aðalorsök náms- leiða nokkurs hluta nemenda Framhald á bls. 2J Afgreiðsli»stúlka Rösk og ábygggileg óskast um næstu mánaðamót eða fyrr í raftækjaverzlun. Upplýsingar í síma 16458 og í verzluninni. VOLTI SF. Norðurstíg 3 A. Til Eeigu er splunkuný fjögurrá herbergja endaíbúð á 4. hæð j í nýju húsi í Austurbænum. íbúðin er tilbúin til íbúðar 1. október. n.k. Tilboð merkt: „Austurbær — 9243“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 26. þ.m. Laus staða fýrir verkfræðing eða tæknifræðing. Slökkvistöðin | í Reykjavík óskar að ráða verkfræðing eða tækni- fræðing til að stjórna eftirliti eldvárna. Umsóknar- frestur til 10. október. Upplýsingar gefur undirritaður. Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík. íbúðaskipti Vil skipta á 4 herbergja íbúð fyrir 6 herbergja íbúð í Vogunum. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Stækkun — Vogar — 9010“. Starfsstúlku vantar í tvo mánuði á stórt heimili í nágrenni Reykjavíkur. Ágætt kaup. Þær sem vilja sinna þessu leggi nafn og heimilisfang og símanúmer ef hægt er í umslag á afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 26. þ.m. merkt: „Ágætt kaup — 9009“. Hafnarfjörður Eldri kona óskast til léttra starfa hálfan eða allan daginn á heimili þar sem húsmóðurin vinnur úti. Upplýsingar í síma 51265 eða 50326. íbúð óskast Mig vantar 3—4 herb. íbúð í Hlíðunum eða nágrenni. ÁSBJÖRN ÓLAFSSON Simi 24440. Stúlkur óskast til starfa í verksmiðju vorri. — Upplýs- ingar hjá verkstjóranum Þverholti 22. Hf. ÖSgerdin Egill Skallagrímsson Herhergi óskast Gott herbergi óskast sem fyrst fyrir einhleypan mann. Þarf að vera sem næst Hótel Sögu. Æskilegt að einhver húsgögn fylgi. Eldhús eða eldhúsað- gangur ef hægt er. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir helgi merkt: „Góð leiga — 9011“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.