Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 26
26 MORCU NBLAÐIÐ Miðvibudagur 23. sept. 1964 Bylting í fjárhagsáætlun íþróttasantbands fslands — vegna 1,8 milBj. kr. lekraa af vindBingaskatli MARGAR og merkar tillögur voru ræddar á íþróttaþingi, og fjölluðu nefndir þingfulltrúa um þær allar. Mestar urðu umræð- urnar um fjármálin, enda hefur bylting orðið I starfi ÍSÍ með hinum nýja tekjulið, sem sam- böndunum var fenginn með IZV2 eyris skatti af hverjum vindlinga pakka. 1 f járhagsáætlun sam- bandsins er gert ráð fyrir að tekjur af þessum lið verði 1,8 millj. kr. eða 150 þús. kr. á xnánuði. í fjárhagsáætlun sambandsins fyrir næsta ár kennir og bylt- ingar í fjárveitingum til íþrótta- starfsins. Er gert ráð fyrir þvi, að ÍSÍ ráði til sín tvo sérmenntaða menn til íþróttakennslu og leið- beinandastarfa og ferðist þeir að staðaldri milli sambandsaoilja. Hefur þetta lengi verið draumur ÍSÍ en ekki orðið að veruleik'a vegna mjög takmarkaðra fjár- ráða. < Til útbreiðslustarfseminnar er auk þess jætlað að verja fé svo sem hér segir: Til héraðssamb. kr. 350.000 — sérsambanda — 350.000 — íþróttamerkjan. — 35.000 — unglingaráðs — 20.000 — kvennaráðs — 10.000 — fræðsluráðs — 100.000 — námskeiða — 80.000 — útgáfustarfsemi og annarar útbreiðslu — 120.000 Samtals kr. 1.065.000 Ýmsar aðrar tillögur fjárhags legs eðlis sem varða fjárhagssam Ruml. 200 glímumenn stoíni landssamband MEÐAI, tillagna, sem lágu fyrir íþróttaþingi, var þingsályktun um að sú þróun sé eðlileg, að sérsamband verði myndað fyrir íslenzka glímu. Fyrir því feiur þingið framkvæmdastjóm ÍSf að vinna að undirbúningi og stofn- un sérsambands í glímu á þessu hausti. íþróttanefnd þingsins fjallaði um málið og vom nefndarmenn ekki spenntir fyrir framgangi málsins að sögn framsögumanns nefndarinnar. Fyrir áeggjan stjórnarmanns ÍSÍ varð nefndin þó ásátt um að mæla með samlþ. tillögunnar við þingið. Enginn ræddi málið og lítill hluti þing- fulltrúa greiddi atkvæði með til- lögunni og einn á móti. Var það eina mótatkvæðið sem á þinginu féll. Samkvæmt lögum ÍSÍ um sér- sambönd þurfa 6 sérráð að standa að stofnun sérsambands. Sex glímuráð eru ekki til í land inu og mjög erfitt hefur reynzt undanfarna áratugi að starf- band ÍSÍ og aðildarfélaga voru samþykktar. Af tillögum allsherjarnefndar voru helztar, að stjórn ÍSÍ yar heimilað að koma' á landshapp- drætti einu sinni á ári til styrkt- ar hinu félagslega-starfi íþrótta- og ungmennafélaga í landinu. Yfirlýst var að „formanna- fundurinn“ svonefndi í Hauka- dal hefði gefið svo góða raun, að rétt væri að slíkir fundir yrðu haldnir annað hvert ár, það árið sem íþróttaþing væru ekki. bá var samþykkt tillaga frá Þorsteini Einarssyni svohljóð- andi: „íþróttaþing ISI haldið 19. og 20. sept. 1964, samþykkir að fela öllum sambandsaðilum sínum að vera vel á verði um: 1. að þau svæði eða lóðir, sem á gildandi skipulagi kaupstaða eða kauptúna, eru ætluð undir íþróttamannvirki, séu eigi skert eða felld niður sem slík og tekin undir annað. 2. að íoma tillögum um nauð- synleg svæði eða lóðir undir Framh. á bls. 27 rækja glimuráð Reykjavíkur — og aðeins tekizt með höppum og glöppum. Virðist því næsta furðu legt að hlaupa til og stofna lands samband — þó það sé kannski meðalið að hafa samtök glímu- manna nógu víðfeðm. Það vakti athygli fréttamanna á þinginu að fulltrúar á iþrótta- þingi skuli grípa til rómantískra lýsingarorða þegar rætt er uoi glímu og kalla hana þá gjarna ,Jþjóðaríþróttina“. Var þó upp- lýst af stjórn ÍSÍ að virkir þátt- takendur í glímu eru eitthvað rúmlega 200 talsins. Önnur íþrótt er stundum kölluð „íþrótt íþrótt- anna“. Á sama hátt mætti kalla körfuknattleik „nýtízkulegustu íþróttina“, knattspymu e.t.v. „vin sælustu íþróttina" og frjálsiþrótt ir hina „klassi.skustu“. Svona rómantík er afsakanleg í héraðsmótum og félagsafmæl- um en meðal fulltrúa sem eiga að fjalla um íþróttamálin al- mennt er hún næsta hjákátleg. — A. St. -9 Högni og Jón Þór sonur hans. — Ljósm.: Sv. Þ. Óli B. þjálfari vill að við vinnum „bikarinn" líka BB — segsr Högni GuffinBsugsson fyrirEiði Keffvíkiaiga — ÞETTA er allt saman voða- lega gaman, sagði Högni Gunn laugsson, fyrirliði Keflavíkur- liðsins, er við hringdum hann upp í gærkvöldi. Högni var að koma af æf- ingu, rétt kominn inn úr dyr- unum. — Þið bara æfið áfram, svona strax eftir sigurinn? — Við tökum klukkutíma Þessi mynd er frá leik Keflvíkinga og KR. Hér skorar Ellert eina mark KR — Knötturinn fer undir Kjartan markvörð. — Ljósm. Sv. Þorm. æfingu annað slagið. Óli B. vill þetta og við hlýðum. Óli segir að hinir séu hættir að æfa en við megum það alls ekki. — Þið ætlið þá að vinna bikarinn líka. — Óli vill það helzt. — Óli hefur lyft vel undir þetta hjá ykkur? — Við hefðum ekki getað fengið betri mann, segir Högni. Hann er svo samvizku- samur, áhugasamur og slíkur félagi að það er ekki hægt annað en smitast af honum og fyllast sama áhuganum á að ná takmarkinu sem sett er. ■— Hvað eruð þið margir sem æfið og keppið í 1. deildar liðinu? — Það eru 14 sem hafa kom íð inn á völlinn í mótinu, en það eru 18—20 sem æfa að staðaldri. — Hvernig hélduð þið upp á sigurinn? , — Við fórum til Reykjavik- ur og lyftum okjcur vel upp. Við borðuðum fyrst á Sögu og þegar skemmtun lauk þar brugðum við okkur í Þórs- kaffi. — Þið hafið ekki rekizt á neina af KR-ingunum þar? — Nei, ekki í þetta skipti. — Og hvað á svo að gera á sunnudaginn þegar þið fáið bikarinn afhentan? — Ég veit það ekki með vissu. Ég hef heyrt því fleygt að bæjarstjórnin ætli að gleðja okkur eitthvað, en ég veit það ekki með vissu. — Sveinn Þormóðsson tók ágæta mynd af þér eftir að sigurinn var tryggður á dög- unum. Þá er strákurinn þinn kominn í fang þér. — Já, hann heitir Jón og er 7 ára en þó áhugasamur knatt- spýrnumaður, nú hvað sem síð ar verður, sagði Högni Sigurlaun í Bikarkeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.