Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 28
Ungur drengur beið bana við höfnina BANASLYS varð við Reykjavík urhofn í gærkvöldi. Um fjórtán ára drengur varð á milli timbur- falass og skipshliðar, og beið hann þegar bana. Um kl. sjö í gærkvöldi var verið að skipa timbri upp úr m.s. Öskju, sem lá við Batteríisgarð- inn (Ingólfsgarð). Á bryggjunni stóðu tveir drengir, nýlega fermd ir, sem tóku á móti timbrinu. Eitt sinn, þegar „heisið“ kom úr lestinni með timburhlass, slóst það utan í hlið skipsins, og urðu drengirnir báðir í milli. Annar þeirra, Seltirningur, beið þegar bana, en hinn, Reykvík- ingur, var enn í rannsókn í Slysa varðstofunni í gærkvöldi, þegar Mbl. vissi síðast til. Hann var í*með meðvitund, en kvartaði und an þrautum í mjöðmum. Ekki er að svo stöddu unnt að birta nöfn piltanna. Rannsókn málsins var ekki lok ið í gærkvöldi. Dómar yfir brezku skipstjórunum í dag Taylor neitar ÍSAFIRÐI, 22. sept. — í dag hefur verið haldið áfram í Sakadómi ísafjarðar réttarhöld- um yfir skipstjórunum á brezku togurunum tveimur, sem teknir voru undan Barða í fyrrinótt. í morgun kom fyrir rétt Ric- tiMHiimiiiiiii Kjötverð- ið óbreytt I KJÖTVERÐIÐ helzt óbreytt i fí smásölu, þrátt fyrir 11,7% f : hærra afurðaverð til bænda. = f Er nú sama verð á nýja ket- j f inu og var á því gamla í ágúst- i f mánuði. Niður,greiðslur ríkis- i f sjóðs valda því, að kjötverðið l i hækkar ekki. Niðurgreiðslur j I á mjólkurafurðum hafa ekki j l verið ákveðnar, en verða það j i sennilega síðar í vikunni. | hard Taylor, skipstjóri á James Barrie. Neitaði hann að hafa verið að veiðum innan fisk- veiðimarkanna, en viðurkenndi að hafa verið með búlkuð veið- arfæri um 10 sjómílur frá landi fyrr um kvöldið vegna vélbil- unar. Eftir bráðabirgðaviðgerð hefði verið siglt út fyrir fisk- veiðimörkin og farið að toga um 0.2 sjómílur utan þeirra. Taylor skipstjóri bar það, að hann hefði lengi fylgzt með Óðni í ratsjá sinni, oig þegar Framhald á bls. 27 Jakar sigla á Grænalóni. — Myn dina Halldór Pálsson sunnudag. Á bílum ai Grænalóni GRÆNALÓN sunnan í Vatna- jökli er rómað fyrir fegurð. Úr því hafa komið mikil hlaup, vatn ið fossað niður yfir sandana og stórir jakar staðið eftir á þurru. Ferðamenn hafa oft lagt á sig mikið erfiði til að koma í Græna lón. En um síðustu helgi komust bílar þangað í fyrsta skipti. För- ina fóru þrír jeppar með jökla- rannsóknarmenn, undir forustu Guðmundar Jónassonar, fjallabíl stjóra, sem er óþreytandi við að finna slóðir færar bílum til fag- urra staða á Öræfum. Ekið var af þjóðveginum vest- an við Lómagnúp og upp með Djúpá að Síðujökli. í>ar höfðu verið hlaðnar vörður í júnímán- uði, skammt frá jökulbrúninni, vegna framhlaups jökulsins í vet ur. Var nú hugað að þeim og mælingar gerðar og kom í ljós, að jökullinn hefur ekkert skriðið fram síðan, en heldur bráðnað af honum. Var síðan akið yfir Djúpá uppi undir jökli og áfram alla leið að Grænalóni. Snjór var yfir öllu þarna innfrá, veður bjart og fagurt og náttúrufegurð mikil, jakar sigldu á vatninu. Eftir stutta viðdvöl var ekið til baka sömu leið. Bílar í fyrsta skipti við Grænalón. Vörubíll með 5 mönnum rennur fram af bryggju í Allir björguðust Hnífsdal Hnífsdal, 22. sept. S Á atburður gerðist hér í niimimnimmtiiitiimimiiiiiimiiiimmimmiimiiiiiiimtimiimmmiimmiimmimmimiiiiimiimtiiiiiiiim Vilja að Loftleiðir hækki fargjöld sín Hnífsdal í gærmorgun, að vörubíll rann út af bryggju og með honum fimm menn. Engan þeirra sakaði. Um kl. 10 í gærmorgun var ver ið að taka nót upp úr vb. Mími og var iiðiega hálfnað að draga hana upp á vörubílspall, þegar bilstjórinn var kallaður í síma. Skömmu síðar þurfti að hreyfa bílinn til, og fór einn skipverja inn í bílinn. Tókst þá ekki betur til en svo, að bíllinn rann aftur á bak út af bryggjunni. Fjórir voru þá á bílpallinum. Þarna er tveggja til þriggja metra fall nið- ur að sjávarborði. Billinn sökk niður á afturendann, en kom rétt- ur niður á hjólin á sjávarbotni. Mennirnir fimm voru ailir vel syndir, og björguðust fljótt í land. Sá yngsti, Ingimar Halldórs son, er fimmtán ára, en hinir eru allt upp í fimmtugsaldur. Ingi- mar var hættast kominn þeirra félaga, því að hann festi stígvél í nótinni og lenti í nokkrum örð- ugleikum með að losa sig. Engum varð neitt meint af volkinu. Billinn var þegar tekinn upp með kranabíl og nótin einnig. BiIIinn er stórskemmdur, drif- skaftið brotið o. fl. Sjór lék aS sjálfsögðu um vélina, og þarf að taka hana alla upp. Hér þykir hurð hafa skollið nærri hælum og giftusamlega hafa tekizt til, að ekki urðu slya á mönnum. — SAT. Festi hárið í vél UM KL. 16 í gær festi stúlka hár sitt í brotvél í Prentsmiðjunni Hilmi. Skaddaðist hún á höfði og var flutt í Slysavarðstofuna, en ekki var Mlbl. kunnuigt í gær, hvort meiðsli hennar voru al- varlegs eðlis. Ríkisstjórnin og háskól- inp reisa hús yfir Hand- ritastoínunina H / UM klukkan 5 síðdegis = í gær var frestað fundi 1 þeim, sem fulltrúar flug- = málastjórna íslands, Dan- = merkur, Svíþjóðar og Nor- H egs hafa átt í Reykjavík = frá því á mánudagsmorg- s nn til að ræða fargjalda- B deilu Loftleiða og SAS. = Gefin var út svofelld = fréttatilkynning um fund- | inn: ~ ,,Fundur fulltrúa ís- B5 B lenzku og skandinavisku 1 flugmálastjórnanna var = haldinn í Reykjavík dag- = ana 21. og 22. september | 1964. um það bil 2 vikur á með- an nýjar tillögur, Iagðar fram af skandinavisku nefndinni, verða kannaðar af öllum viðkomandi aðil- um.“ Því má ba^ta við frétta- tilkynningu þessa, að Morgunblaðið hefur frétt, að fulltrúar Norðurland- anna þriggja hafi í tillög- um sínum Iagt áherzlu á, að minnkaður verði mis- munurinn á fargjöldum SAS og Loftleiða á leið- inni Norðurlönd — Banda ríkin, þannig að Loftleiðir hækki sín fargjöld á þess ari Ieið til að samkeppn- isaðstaða SAS batni. A K V E Ð I Ð hefur verið að ríkisstjórnin og Háskóli Is- lands reisi í sameiningu bygg- ingu, þar sem í fyrsta íagi er gert ráð fyrir húsrými handa Handritastofnun Islands og í öðru lagi fyrir ýmsa starfsemi Háskólans, svo sem kennslu- stofur og lestrarsali, er fyrst og fremst séu ætlaðir stúdent- um í íslenzkum fræðum. Er gert ráð fyrir því að kennsla í íslenzkum fræðum fari sem mest fram í þessari byggingu. Ennfremur kemur til mála’að Orðabók Háskólans fái þar húsrými. Húsinu er fyrirhug- aður staður milli Nýja stúd- entagarðsins og aðalbygging- ar Háskólans. Byggingarnefnd hefur þegar verið skipuð. Hefur Háskólaráð tilnefnt í hana þá Valgeir Björns- son, hafnarstjóra, og Svavar Páls- son, dósent. Af hálfu Handrita- stofnunarinnar hafa verið til- nefndir þeir Einar Ól. SVeinsson, prófessor, og Valgarð Thorodd- sen, slökkviliðsstjóri. Mennta- nnálaráðherra hefur skipað dr. Jó hannes Nordal, bankastjóra, for- líiann byggingarnefndarinnar, og Guðlaug Þorvaldsson, prófessor, varamann hans. — (Frétt frá menntamálaráðuney tinu). Fundinum var frestað í SuilllIUlllllllllllllUlillllllllllllllllllllllllMiHllllllllllllllllllllUlilllllilIlllllllliilllllllllimilllllllllillllllllllllilllllliI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.