Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 3
 Miðvikudagur 23. sept. 1964 MORGU NBLAÐIÐ 3 ijimuiiiiiiiiiiimiuiuiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiim gjj í GÆR var réttað í Hafra- Ivatnsrétt. Það var fremur hryssingslegt veður, dropar € duttu úr lofti og snjór sást í = svarbláum fjöllum. t réttun- H um var þröngt á þingi, þaí É ægði saman jarmandi kindunl E hrópandi krökkum, þenkjandi || bændum, gjammandi hundum p og gljáandi hestum og bílum, Fólkið var haustlegt í út- liti og kuldirm sem lagði frý jörðinni gegnum þunnsólaðs skóna færði okkur heim sann- inn, að Vetur karlinn er é næsta 'leiti. En þrótt fyril Reykjavíkurbömin og systkinin, Guðrún, Logi, Sigríður og Þóra gæða veggnum. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) pylsum á réttar- s Réttaö í Hafravatnsrétt óhagstætt veðurfar voru and lit barnanna rjóð og glöð, þal sem þau röðuðu sér upp við réttarvegginn og horfðu stór. um augum á kindaibreiðuina Kindur og pylsur „Nei, þú hér?“ var hrópað rétt við hliðina á okkur. „Ertu að gá að rollunum þínum?* „Já, ég á nú eiginlega engat rollur,“ var svarað, „heldui skrapp ég hingað til að sýna krökkunum lifahdi kindur“. Og við komumst að raua um að annað hver maður var kominn í Hafravatnsrétt sömu erinda. Þar voru tannlæknar, slökkviliðsmenn, forstjórar, Hugstjórar, pípulagningar. menn o.fl. með fjölskylduna. Spretthörðustu krakkamir hlupu upp og niður nærliggj- andi hól til að sjá fénaðinn og réttirnar frá ýmsum hliðum, fullorðna fólkið fékk sór kaffi og brauð í skálanum, þar sem veitingar -voru seldar, og börn unum voru gefnar pylsur. Mátti stundum ekki á milli sjá hvort þau væru spenntari fyr- ir kindunum eða prylsunum með- tómati og sinnepL Við rákumst á Auðun Her- mannsson, framkvæmdastjóra DAS, og tókum hainn tali. Hann saigðist engar kindur eiga. „Nú, svo þú ert þá að sýna börnunum réttir.“ „Við skulum heldur segja barnaibörniunum," svaraði ha.nn hlæjandi. „Auk þess er alltaf gaman að koma í réttir. Það. minnir mig á gömlu, góðu dagana, þegar ég yarr smali vestur við Djúp. Þá vissi mað- ur aldrei hvað tí.m,anum leið, enda engar klukkur til á bæn um. En þegar hvítt lak var breitt á bæjarþakið, var það merki þess, að nú væri kom- inn tími til að smala og halda heimleiðis". „Mörgum finnst kindur held ur ljótar skepnur, hvað segir þú um það?“ Auði-nn virðir fyrir sér kind- urnar. „Það er kannski ekki hægt að segja þær séu glæsilegar á vellL en það er þægilegt að faorfa framan í þær.“ „Auðunn horfði íhugull yf- ir kindahópinn. „Sjáið, hvað þær eru skemmtilega hlutlaus ar á svipinn.1* Réttarstjóri með lúður Þessu næst kiöngruðumst við yfir garða og girðinga og = Réttarstjórinn, Kristinn á Mosfelli, ásamt Magnúsi dóttursyni {= sínum. l«K*W0!|Wl».4»WWW v komumst inn í skúr, þar sem réttarstjórinn hélt sig og kall- aði daigskipanir gegnum geysi voldugan lúður. Heitir hann Kxistinn Guðmundsson bóndi á Mosfelli og hefur verið rétt arstjóri um nokkra áratuga skeið. „Hvernig ,gengur?“ spurðum við. „Alve,g prýðilega,** anzaði hann. „Allt fairið fram sam- kvæmt áætlun. Leitimar gengú vel í gær, þrátt fyrir sm.áve,gis slyddu og safnið reyndist vera nær 7000 eða mun meira en ég áætlaði í fyrstu.“ „Hvað er leitarsvæðið stórt?“ „Það er Mosfellshreppur, Seltjarnarnesshreppur, Kópa- vogsihreppur og Reykjavíkur- borg. Nú er farið að síga á seinni hlutann, við drógum í dilka í morigun og fjárflútn- ingar standa yfir. Þama er hreppstjórinn og fleiri menn að lesa úr töflu mörk, sem greina má á um eða menn kannast ekki við,“ bætti hann .við og benti út fyrir. „Hvað gerið þið við féð, sem kemst ekki til skila?“ * „Við köllum það ómerkinga Því er ekið beint í sláturhús, ef enginn eigandi gefur sig fram, og andvirðið rennur til hreppsins. En áður er Iýst eftir eiganda í Lögbirtinga- blaðinu. — Það var oft mikið fjör kringum uppboðin á kind uinum hér áður fyrr. Þegar mæðuveikin kom hér upp var hætt að selja kindur til Mfs og síðan eru uppboðin úr sög- unni.“ Stanzlaust Kaffiþamb Að lokum litum við inn til kvennanna, sem stóðu fyrir veitinigunum þar hittum við Þorvaldínu Magnúsdóttur frá Þorvaldína á Hraðastöðum. g Hundurinn hennar fékkst = hinsvegar ekki til að vera = kyrr, meðan tekin væri af S honum mynd. Hraðastöðum og trufluðum l§ hana augnaiblik frá uppáhell- §§ ingnum. „Það eru ekki eins margir |! hér og oft áður, þegar veður = er gott,“ saigði Þorvaldiíha, = „en engu að síður höfum við = ekki við að hella úpp á. Fóltki = finnst notalegt að fá sjóð- S heitt kaffi ofan í sig í kuldan- §§ um, svo hér er stanzlaus = straumur. Við höfum selt = kaffi bér við réttarvegginn í S mörg ár, ég veit ekki nákvæm = lega hvað len,gi.“ „Hver stenduir fyrir kaffi- = sölunni?“ S „Það er Kvenfélag Lágafells 1 sóknar. Við skiptum sókninni = í þrjú svæði, Mosfellsdal, || Reykjahverfi og Niðursveitin, 1 sem sjá um kaffisöluna til = skiptis.“ .. s Einhver fleygði pönnuköku |§ Framh. á bls. 27 S Húsmóðir í Kópavoginum kynnir litlu dóttur sína fyrir hrút í 1 Hafravatnsrétt. ..> ^ - STAKSTtlMAR Súgþurrkun á öllum býlum Rikisstjórnin hefur nú ákveðið að auka mjög stuðning við bænd ur til þess að koma upp súg- þurrkun á býlum sinum. Er stefnt að því að allir bændur hafi fengið súgþurrkun á næstu fimm árum. Mun styrkur til súg- þnrrkunartækja nema 14 hluta kostnaðarverðs. Þá munu jarðræktar- og hú- fjárræktarlög verða endurskoð- uð á Alþingi í vetur og jarðrækt- arframlög hækkuð um allt að 30%. Loks mun aðstáða bænda til að fá lán út á afurðir sinar tryggð, þannig að þeir sitji við sama borð og útvegsmenn um af nrðalán. Hefur alltaf verið ætl- azt til þess af hálfu núverandi ríkisstjómar, að landbúnaðurinn væri ekki verr settur en sjávar- útvegurinn að því er snertir af- urðalán. Hafa viðskiptabankarn- ir nú igefið fyrirheit um að svo skuli verða. Súgþurrkun á öllum býlum mun hafa í för með sér stór- kostlega aukið öryggi fyrir is- lenzka bændur. Nú mun aðeins helmingurinn af hlöðurými bænda hafa súgþurrkunartæki. Hér er því mikið verk að vinna Súgþurrkun á hvert hýli er mik ið framfaraspor í tækniþróun is- lenzks landbúnðaðar. Hefur Við- reisnarstjómin enn einu sánni sýnt, að hún hefur glöggan skiln ing á hagsmunamálum bænda. Vinnur Johnson stórsigur? f amerískum blöðum em því nú almennt gerðir skórnir, að Lyndon B. Johnson muni vinna stórsignr í forsetakosningunum 3. nóvember. Nýjustu skoðana- kannanir era taldar benda til þess, að flest, ef ekki öll stærstu ríki Bandaríkjanna fylgi John- son að málum og muni kjósa kjörmenn hans. í Suðurríkjunum er þó ennþá ffert ráð fyrir, að Goldwater kunni að fá flesta kjörmennina kosna. Virðast leiðtogar repú- blikana nú vera mjög svartsýn- ir á kosningahorfur frambjóð- anda síns. Kosningabaráttan í Bandaríkj- unum fer nú harðnandi. Gold- water og Miller, varaforsetaefni repúblikana, deila nú mjög hart á stjóm demókrata og kenna hringlandahætti hennar nu. um öngþveitið í Suður-Víetnam. Goldwater hefur í ræðum sínum einnig dregið dár að ráðagerð Johsons og stjórnar hans um bar áttu gegn fátæktinni. Demókratar, o^ þá sérstaklega Johson forseti gera sér hinsvegar far um að nefna Goldwater sem sjaldnast á nafn, en tala hinsveg ar í landsföðurlegum tón í því skyni að ná sem til flestra repú- blikana sem óánægðir eru með afturhaldsstefnu Goldwaters. Verulegar hagsbætur Alþýðublaðið birtir í gær for- ystugrein um samkomula&ið um afurðaverðið. Er þar m.a. greint frá þeim ráðstöfunum, sem rikis- stjórain hyggst gera til stuðnings landbúnaðinum. Undir lok fer- ystugreinarinnar kemst Alþýðu- blaðið að orði á þessa leið. „Tvímælalaust er, að þessar ráð stafanir eiga eftir að reynast bænduin verulegar hagsbætur. Núverandi ríkisstjórn hefur sýnt málefnum landbúnaðarins meiri skilning en flestar ríkisstjórnir, sem áður hafa setið. Allt hjal og áróður Framsókn- armanna um óvild ríkisstjórnar- innar í garð bænda hefur löng- um sannazt að vera staflausir stafir, til þess eins ætlaðir að blekkja kjósendur og upphefja eigin flokk.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.