Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 24
24 MOHCUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. sept. 196* HERMINA BLACK: Eitur og ást — Ég hef sagt að ég verði að bíða þangað til prófessorinn hef- ur lokið við bókina, og ég meina það, sagði Corinna einbeitt. — Þá verður hann svei mér að halda á spöðunum. Ég vil verða í þessu brúðkaupi áður en ég fer til Englands. Og það verður eft ir 2—3 mánuði, býst ég við. Og auk þegs hef ég enga trú á þess um löngu trúlofunum. Þér finnst ég kannske vera orðin elliær, og sletti mér fram í það, sem mér komi ekki við. En við skul um nú samt tala um þetta vrð Blake þegar hann kemur aftur. Corinna varð hissa þegar frú Glenister spurði hana um leið og hún var að fara: — Hvers vegna hangir þessi Wrayman alltaf utan í Söndru? — Ég. . . ég held ekki að hann hangi utan í henni, svaraði Cor- inna. — Hann leit bara inn til þess að fá sér að borða . . . — Hvaða vitleysa, sagði frú Glenister. — Yfirleitt hanga allt of margir ungir menn utan í henni — og Philip er saklaus eins og barn. Það er kannske líka eins gott fyrir hann, bætti hún við. Þegar Corinna og frú Gleni- ster voru farnar, urðu Sandra og Robin Wrayman eftir á svöl- unum og settust þar. Sandra var með vindling í munnvikinu og pikkaði fingrun- um í borðið við hliðina á sér. Það var hörkusvipur í augunum. Þó að hún fyndi sjálf að það var fjarstæða, var hún samt óánægð með fréttirnar sem hún hafði fengið áðan. í rauninni skipti það engu máli þó Blake Ferguson giftist ritara mannsins 31 hennar, þó hann vildl tíu sinn- um, en þegar hún sá gleðina í augum Corinnu varð hún gagn- tekin af afbrýði. Wrayman horfði á hana nokkr ar mínútur, og beiskjudrættirnir í fallegu andliti hans urðu dýpri. Svo rauf hann þögnina með því að reka upp hlátur. — Já, góða mín, sagði hann kaldhæðinn, — Rómantíkin er í raun og veru til. Hún hrökk við. — Hvað áttu við. Þessi Langly-stelpa mun vita hvoru megin smérið er á brauðsneiðinni. — Og hvað meinar þú með því. . . .? — Að mannsefnið hennar er loðið um lófana, og auk þess mikill áhrifamaður. — Mér þykir líklegt að hún hafi alls ekki hugsað um pen- ingana hans. Að vísu er lítið eftir af bjartsýni í mér, en ég hugsa að mér sé óhætt að full- yrða, að hún er ærleg og hrein- skilin. Sandra yppti öxlum. — Góði Robin, þú ert ófyrirgefanlega teprulegur — eins og allir harð- jaxlar. — Er það ég sem er harðjaxl? sagði hann. — Og er það tepru- skapur að þykja vænt um að sjá unga stúlku hlýða tilfinningúm sínum. ... — Já, þegar girnileg auðæfi ráða valinu. Sandra stóð aftur upp og yppti öxlum óþreyjufull. — Þarftu alltaf_ að vera að gaula sama lagið? Ég verð veik af þess um samtölum- Hún sneri frá hon um og fór inn. Hann horfði á eftir henni og kvöl og vonbrigði skein úr aug- unum. Eftir augnablik fór hann inn líka, klemmdi saman varirn- ar og munnurinn varð eins og strik. Sandra hafði farið inn í stofu og var sezt við píanóið. Hún sló fast á nótnaborðið þegar Wray- man kom inn. Hann lét hana spila nokkrar mínútur — það voru æsilegir óveðurstónar. Svo gekk hann að henni, tók fast- í axlir hennar og sneri henni að sér. — Slepptu mér! sagði hún. Hún hvessti á hann augun, hann dró hana að sér og hún fann að hjartað sló hraðar. — Þig langar ekki til að ég sleppti þér, sagði hann loksins. — Ekki fremur en mig langar til að gera það. Ég_ get vel sleppt af þér höndunum, hélt hann áfram og gerði það líka, — en þú veizt bezt sjálf hve litlu máli það skiptir. Það er annað meira en líkamleg snerting sem bindur okkur saman, Sandra. Hann hafði fært sig til, og hún stóð upp og strauk hárið frá andlitinu. — Ég hata þig, sagði hún hátt og skýrt. — Æ nei, það gerirðu ekki, svaraði hann og tók utanum hana. — En það er mál til komið að við tökum ákvörðun. Sandra. BLAÐADREIFING FYRIR ! Morgunblaðið þarf þegar í stað að ráða fólk til blaðadreifingar í þessi blaðahverfi: 'A Skerjafjörður, sunnan Reyk javíkurflugvallar. ★ Lynghagi — Hagamel — Fálkagata. ★ Barónsstígur — Suðurlandsbraut — Laugarásvegur. ýt Gjörið svo vel að hafa samband við afgreiðslu Morgun blaðsins. sími 22480. — Ef þér h'.ýíið mér ekki giftí ég yður og ungfrú Jónínu. Hún reyndi að hrinda honum [ frá sér, en leit niður fyrir sig. — Þetta er vitfirring, Robin, hvíslaði hún. — Einhver þjónn inn getur komið inn þegar minnst varir, og Corinna kemur þá og' þegar. Hann skotraði augunum til dyranna, sem voru lokaðar, og síðan út á svalirnar og garðinn. — Hér kemur enginn, sagði hann. En í rauninni var hann svo langt leiddur að hann gilti einu hvort nokkur kæmi eða ekki. — Ég hef sagt þér það áður að ég áfber þetta ekki lengur, sagði hann. — Ég er kominn á heljarþrömina. Þú getur ekki krafizt að ég verði í helvíti, það sem eftir er æfinnar. — Það er ekki ég sem hef gert það að helvíti, svaraði hún. — Hvaða rétt hafðir þú til þess, að koma til Egyptalands? Það var illa gert, hvernig sem á það er litið. Philip treystir þér. Það er mátulegt á þig að vera 6- hamingjusamur. — Það er vægilega að orði komizt, elskan mín. Og hver hef- ur gert mér helvítið, ef ekki þú? — Þetta nær ekki nokkurri átt, sagði hún með öndina í háls- inum. Hún fann vel handlegginn, sem beygðist um mjótt mittið á henni, og vissi að takið mundi verða fastara ef hún reyndi að losa sig. — Eina leiðin til að greiða úr þessu, Robin, er sú að þú farir burt. Þú verður að fara! — Hversvegna viltu að ég fari? spurði hann. — Af því að þú hatar mig — eða af því að þú elskar mig? — Það ert þú sjálfur sem neyðir mig til að hata þig, Rob- in, sagði hún nærri því biðjandi. — Farðu, Robin. Gerðu það fyrir mig. — En ef ég hefði nóga pen- inga? Mundir þú reka mig burt þá? — Þú gleymir að ég er gift! — Nei, ég gleymi því aldrei, ég get svarið þér það. En ég sá ekki betur en að þú gleymir því stundum. Einu sinni skrifaðir þú mér bréf. . . . — Ég hef skrifað þér mörg bréf. — En þetta bréf var alveg sér- stakt. Þú skrifaðir mér um ástæðunar til þess að þú giftist Lediard. KALLI KUREKI Teiknari; J. MORA y — Eg ætla að taka þrjátíu kýr og [ það verða engin vandræði. Við lát- ^ um byssuna ráða. Byssan þín er einum of sein. Jæja ... viltu nú ræða þetta mál eða þarf ég að berja vitglóruna inn í hausinn á þér. — Alit í lagi. Hvar er gamli mað- urinn? (Hugsar) Þinn tími kemur. Hún fölnaði. — Ég bað þig um að brenna það bréf. Og þú hefur sagt mér að þú hafir gert það! * — Ég held að þetta bréf gæti sýnt honum ótvírætt hvar hann stendur, ef hann fengi að lesa það. Nú varð Sandra verulega hrædd, í fyrsta skipti á æfinni. Og ekki aðeins sjálfrar sín vegna. — Ég fyrirfer mér ef þú lætur hann lesa það, hrópaði hún. — Vertu ekki svona drama- tisk, elskan mín, sagði hann í hæðnistón, en svo varð hann alvarlegur: — Við skulum kom- ast að niðurstöðu í málinu: Þú veizt að þú elskar mig — eins mikið og þú yfirleitt getur elsk- að nokkurn mann. Segðu sann- leikann — aðeins í þetta eina skipti, Sandra. Hún lokaði augunum — þorði ekki að horfa framan í hann. — Þú veizt að ef við hefðum gifzt, hefði það verið hreint og beint flan. Jafnvel þó að þú hefðir getað veitt mér þau þæg- indi, sem ég get ekki verið án — og ég hef margsagt þér að ég get hvorki né vil lifa án þeirra — þá hefði hjónabandið orðið okkur báðum til ógæfu og skap- raunar. — En hefði ekki verið ástæða til að hætta á það samt, Sandra? Allt í einu vissi hún ekki neitt annað en af andlitinu, sem laut niður að henni og dökka hár- lokknum, sem snerti ennið á henni. Og ósjálfrátt gerði hún það sama sem hún hafði gert oft áður: hún lyfti hendinni til þess að strjúka lokkinn aftur. Og svo mættust varirnar og hún tók höndunum um hálsinn á hon um. Corinna kom léttstíg inn á svalirnar, en jafnvel þó að hún hefði stigið þungt, mundu þau ekki hafa heyrt til hennar — eða neitt annað utanaðkomandi. Corinna stóð kyrr augnablik og augun urðu stór af skelfingu —• svo sneri hún við og hljóp á burt. Kópavogur Afgreiðsla Morgunblaðsins í Kópavogi er að Hlíðarvegi 61, sími 40748. Carðahreppur . Afgreiðsla Morgunblaðsins fyrir Garðahrepp er að Hof- túni við Vífilsstaðaveg, simi 51247. H afnarfjörður Afgreiðsla Morgunblaðsins t fyrir Hafnarfjarðarkaupstað er að Arnarhrauni 14, sími 50374. Keflavík Afgreiðsla Morgunblaðsinsi fyrir Keflavíkurbæ er að [ Hafnargötu 48.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.