Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 23. sept. 1964 Hefur trú á íslenzkum skógi Samtal við Valentin Sibbenv skógfræðing Osló, 12. 9. FOMAÐUR norska skógræktar- félagsins, Valentin Sibbern, skóg areigandi í Solör, gerði sér ferð ' til íslands í síðasta mánuði í sam- bandi við „skógamannaskipti“ þau, sem verið hafa milli íslands og Noregs á undanförnum ára- tugum. Með þriggja ára milli- bili hafa nokkrir tugir íslendinga flogið til Noregs til þess að kynn- ast gamalgrónu skógarlandi og jafn margir Norðmenn, ungir og gamlir, farið til íslands — ekki aðeins til þess að sjá eldlandið barrviðarlausa og gróðursetja þar greni og furu, heldur um leið að sjá „sögulandið“. í»ví að víst er um það, að engin erlend þjóð þekkir fslendingasögur betur af afspurn en Norðmenn gera, og er það ekki neitt kynlegt, því að þar kom til greina skyldleikinn og svo hitt, að bezta Noregssag- sem enn er til var skrifuð í Reykholti. Og síðar skrifaði og geymdi Þormóður Torfason frá Engey framhald þeirrar sögu, þó í öðrum stíl væri. Og hann end- aði ævi sína á annari eyju, Körmt eða Karmey, sem er álíka langt frá Haugasundi og Engey er frá Reykjavík. — í Haugasundi er Haraldur hárfagri talinn grafinn, en í Reykjavík Ingólfur Arnar- son. — En svo maður nefni metorð íslenzkra sögustaða hér í Nor- egi, er vandi að dæma um hverjir séu eftirsóknarverðastir í norsk- um augum. Hjá unga fólkinu er það líklega Reykjaholt, því að nú veit sú kynslóð meira um Snorra en sú fyrri. Gamalt fólk kemst í algleyming þegar það fer að tala um Gunnar á Hlíðarenda og óskar einskis fremur en að sjá býli hans, ef það kynni að koma til íslands. Og margan Gunnar hef ég fyrirhitt í Noregi, sem hefir frætt mig á því, að hann i »é heitiinn eftir Gunnari á Hlíð- arenda — nafnið hafi ekki verið til í ættinni áður. Meðal þeirra var Gunnar Larsen rithöfundur, ritstjóri „Dagbladet" í Osló, sem dó fyrir fjórum árum. Þá var hann að vinna að leikriti um Hallgerði langbrók, sem aldrei varð fullgert, en hófst með því að þær Hallgerður og Rannveig tengdamóðir hennar eru að rífast, þegar Gunnar er nýfarinn í út- legðina, en komst ekki nema á „hólmann .... sem hann sneri aftur.“ Larsen gerði yfirleitt fremur lítið úr nafna sínum, en dáði hins vegar Hallgerði og eink um Njál. Borg á Mýrum nefna margir, Hjarðarholt og Helgafell. En mér finnst það eftirtektarvert, hve fáir nefna Reykjavík sem sögu- stað. „Höfuðstaðurinn hefur gleypt sögustaðinn", svaraði einn fjölfróður Norðmaður, er ég minntist á þetta við hann ein- hverntíma. „Við þurfum að tala um svo margt anað þegar við minnumst á Reykjavík, að Ingólf- ur verður útundan." — Þegar ég hef talað við kunn- ingjana heima finnst mér það vera þrennt, sem þá mundi langa til að sjá, ef þeir kæmu einhvern tíma til Noregs: — Dómkirkjan í Niðarósi, Hákonarhöllin í Berg- en, víkingaskipin á Bygðarey og svo — skógarnir. Yfirleitt fannst mér þessi ósk vera einna heitust ^hjá ungu fólki, þegar við vorum að labba um öræfi og auðnir á mínum Ferðafélagsárum, — að fá að sjá skógana. Og þá minnt- ist maður stundum orða Þorsteins Erlingssonar um Sólskríkjuna í Þórsmörk, sem „harmaði í skóg- unum hrjósturlönd . .. . “ Þetta er orðinn langur aðdrag- andi að efninu, en ég afsaka málalengingarnar með því, að það er bæði sagan — annars vegar — og skógurinn og skóg- leysið hins vegar, sem á hlut að því góða fyrirtæki, sem „skóga- manna skipti" Noregs og íslands eru — og hljóta að verða. I tíð barnabarna þeirra íslendinga, sem nú eru á bezta skeiði, verður hægt að sýna unglingunum skóga á íslandi, háa beinvaxna furu- og greniskóga, sem hægt er að grisja þannig, að Islendingar geti fengið þaðað það algengasta byggingarefni, sem við þurfum á að halda til eigin þarfa, í stað þess að kaupa það frá útlönd- um. — Hvað segir þér um það, herra skógareigandi? II. Ég beini spurningunni til VaL entin Sibbern, formanns í „Det norske Skogeselskap", sem ég hef mælt mér mót við á skrifstofu félagsins í Möllergötu 16 í Osló. Hann á heima I hinu víðfræga skógarhéraði Solör, austur við landamærin að Svíþjóð og á þar sjálfur mikil skóglendi. Þó hann sé formaður Skógræktarfélagsins vísindalega þá hlið málsins, sem veit að jarðveginum og veður- farinu. Við leggjum mikla á- herzlu á þetta hér í Noregi síð- ustu áratugina ,en að sama skapi fjölgar gátunum, sem við þurf- um að glíma við. Það er svo ó- trúlega lítið, sem getur valdið úrslitum í náttúrunnar ríki. Ég skal nefna yður dæmi. Heima hjá mér í Solör rækta ég talsvert af kartöflum. Eina nóttina, ný- lega, fraus mest af þeim, en rönd á akrinum, sem var aðeins lægri, var ósködduð af nætur- frostinu. Hvers vegna? Okkur grunar hvers vegna svona fer, en við vitum það ekki. Vísindin eru eini aðilinn, sem getur glímt við þá gátu — hvort hún snýst um skóg eða kartöflur. Og þess vegna gleður það mig mjög og gerir mig bjartsýnan um framtíð ís-’ lenzkrar skógræktar, að sjá til- raunir þær — á hávísindalegum grundvelli — sem ykkar dug- mikli skógræktarstjóri er að leggja grundvöllinn að, í sam- Gróðursetning. — en það er nú þriðja árið, sem hann gegnir því starfi — kemur hann helzt ekki til Oslóar, „nema þegar ég má til“, segir hann. Þeg- ar ég hafði náð í hann í síma, tveim dögum áður en við hitt- umst, svaraði hann því, að „ég kem til Oslóar 10. sept. og verð einn dag, en næst kem ég svo ekki þangað langa lengi. Hittið þér mig kl. 12, miðvikudag." Og svo sitjum við þarna and- spænis í aðalskrifstofunni og hann svarar fyrstu spurningunni minni um nytjaskóginn á íslandi svona: — Þetta er* alveg undir því komið hve mikið þið þurfið af byggingarefni úr timbri eftir hálfa öld. íslendingum hefur fjölgað svo mikið síðustu hálfa öldina, að ég treysti mér ekki til að spá neinu um þetta, sem þér eruð að spyrja mig að. En hins vegar held ég, að ef íslendingum fjölgar ekki of ört, og framtíðin gerbreytir ekki atvinnuháttunum — og ef náttúruöflin skerast ekki skaðlega í leikinn — að með nú- verandi þróun er mjög líklegt, að rætkun nytjaskóga geti haldist í hendur við fólksfjölgunina og tr j á viðarþörf ina. — En þá þarf meiri peninga til framkvæmda en nú. Meiri gróðursetningu árlega en nú er? spyr ég. — Jú, meiri gróðursetningu. En ég skal taka fram, að gróður- setningin ein dugir ekki til fram- gangs málsins. Ég legg ekki síð- úr áherzlu á hitt, að á íslandi fái menn tækifæri til að rannsaka vinnu við unga vel lærða íslend- inga. Þá starfsemi þarf að leggja stund á og auka, samfara gróður- setningunni. Þá fer allt að ósk- um hjá ykkur, held ég. — Hvers vegna þetta „held ég“, spyr ég. — Vegna þess, að ég var aðeins fjóra daga á íslandi núna og þess vegna bið ég yður að afsaka, að sum tilsvör mín eru eins og hálf- kveðin vísa. Ef ég væri þar í fjórar vikur mundi ég kannski geta svarað yður dálítið betur. En ég sá ýmislegt — utan lands- ins sjálfs, sem yrði alveg sér- stakur kapítuli, ef maður færi að tala um það. Eldfjöll og fossa — fegurð! En við erum að tala um skógana — hér og á íslandi. Ég skal segja yður nokkuð: Ég hef hvergi í Noregi séð beinvaxn- ara og fallegra lerki, en ég sá í þessari ferð minni — á Hallorms- stað. — Það er ráðgáta vísinda að svara, hvers vegna það hefur orðið svo fallegt einmitt þarna. Einhverjar ástæður hljóta að liggja til þess. *— Hvað komust þér víða um ísland á þessum fjórum dög- um? — Furðanlega víða. Við flug- um fyrsta daginn frá Reykjavík austur að Egilsstöðum. Þaðan ók- um við í Hallormsstað, fegurstu leifð þess forna trjágróðurs, sem var á íslandi á dögum Ingólfs. Daginn eftir héldum við flugleið- is til Akureyrar og Reykjavíkur, en síðasta daginn okkar á íslandi fórum við í bíl „austur yfir f jall,“ sem þeir kalla, — að Haukadal, og vorum lengi í skógarbrekk- unni sem kölluð er Austmanna- hlíð. Mér fannst sérstaklega at- hyglisvert að skoða ýmislegt þar, meðfram vegna þess, að margt af skógarfólkiinu okkar hefur gróðursett þar sitt af hverju. — Og hvernig leizt yður á árangurinn? — Mæta vel. Ég sá þarna mörg tré, sem ekki hefðu náð til líka sama vexti á ýmsum stöðum, sem tilraunir hafa verið gerðar á með nýrækt á skógi hé‘r og hvar í Noregi. — En fyrir nokkrum árum ásótti skordýrategund skógarfur- una. — Jú, það er alveg rétt. Og það var gott að þér minntust á það. Ég minntist á það áðan, að jarðvegurinn og veðráttan réðu miklu um árangur nýræktunar á skógi, og ég nefndi í því sam- bandi hverja þýðingu vísindaleg athugun og lærdómurinn af reynslunni hefði á afdrif hvers máls, ef það væri rétt notað. En þarna nefnið þér eitt atriði til: skordýrin. Þau hafa lxka sína þýðingu — þó smá séu. Að mað- ur ekki minnist á enn smærri lífverur, sem ekki sjást með ber- um augum. Þær hafa ekki hvað minnsta þýðingu fyrir gróður- inn. — íslenzka veðráttan er ann- áluð fyrir „hverflyndi." Ég vil ekki spyrja yður um hana, eftir fjögurra daga íslandsveru. En hvað segið þér um jarðveginn — er hægt að rækta skóg víðast hvar á íslandi, upp að ákveðinni hæð yfir sjó? — Ég skal svara fyrst þessu viðvíkjandi hæðinni. Eftir lyng- vextinum að dæma ætti að vera hægt að rækta nytjaskóg upp í allt að 400 metra hæð yfir sjáv- armál. — Er hægt að græða skóg á foksandsöræfum og inn að jökl- um? — Ég get því miður ekki svar- að því, og þess vegna vil ég víkja spurningunni dálítið við og segja: — Það er hægt að af- stýra sandfoki með því að rækta skóg. Og stundum er skóggræðsla eitt áhrifamesta vopnið til þess að auka gróður á öræfum. Ég kom upp í brúnina á Haukadals- hlíðinni og sá inn yfir uppblást- urinn upp að Langjökli, og þá hugsaði ég með mér, að þessi hlíð hefði miklu hlutverki að gegna: vernda stað Ara fróða og Geysi fyrir sandfoki. Hugsið þér yður, ef Haukadalur væri eyðimörk — eða láglendið sunn- an og austan við Geysi. Það væri hægt að hugsa sér, að þetta fallega gróðurland hefði getað orðið foksandssvæði líka, ef Haukadalshlíðin hefði ekki hlíft því. — En hvers vegna eruð þér að spyrja mig svona spurninga? Það bezta, sem ég lærði í minni stuttu íslandsferð er þetta: í nýju landi hittir maður ekki aðeins — í þessu tilfelli sögulandið — heldur líka íslendinga — sögu- þjóðina. Ég hafði að vísu kynnzt ýmsum forvígismönnum skóg- ræktarinnar áður, sérstaklega Hákoni Bjarnasyni, en þegar ég kom til íslands kynntist ég þar öðrum Hákoni, sem yar Guð- mundsson, — formaður skógrækt arfélagsins, eins og ég. Mér fannst þetta dálítið einkennilegt, og fór að hlera, utan hjá, hvort Hákon væri algengt nafn á ís- landi. Mér var sagt að það væri' mjög sjaldgæft. Og þá datt mér í hug, hvort forsjónin hefði hag- að því þannig, að Hákon ætti að verða eins konar konungsnafn íslenzkra skóga, og gefist betur fslandi en þjóðinni þar gafst nafn Hákonar gamla. Við erum í augnablikinu komn ir víða vegu burt frá öllum skóg- málahugleiðingum, en það yrði efni í langa grein, að segja frá því, er Valentin Sibbern og rit- stjóri „Norsk Skogbruk" —• Andreas Vevstad fræddu mig um, viðvíkjandi framtíð skóg- ræktarinnar í Noregi. í stað þesa lýk ég þessari grein með því, að segja ofurlítið frá tilveru Norska Skógræktarfélagsins og starfi þess í Noregi. III. Ég hélt í einfeldni minni að „Det norske Skogselskab" væri ævagömul stofnun, að minnsta kosti heilli öld eldra en „Heiða- félagið" danska, sem stofnað var nokkru eftir Slésvíkurstr,ðið, und ir kjöiorðinu: „Það sem útávið tapast skal innávið vinnast“. En þegar ég kom inn í stjórnarher- bergi norska skógræktarfélagsina á 8. hæð í Möllergötu 16, blasti við mér málverk, stærra en öll hin mörgu, sem eru á veggjun- um þarna. A þessari mynd eru þrír menn. Einn þeirra er Axel Heiberg, annar Georg Valentin, þriðji hét Kaurin. Ég fer að spyrja húsbóndann — Sibbern —■ um hvað þessir menn heiti, nema sá efsti, Axel Heiberg, því að hann þekkti ég eftir myndum, sem ég hafði séð víða áður. Nafn hans mundi ég frá unglingsdög- um, því að hann og Ellef Rings- nes voru ráðandi um það, hvort Friðþjófur Nansen og síðar Ro- ald Amundsen fengi tækifæri til að ráðast í þau ævintýr sem þá þyrsti í. — Svo spyr ég Sibbern hver , þessi maður“ sé — sá næsti á myndinni. „Ja, þetta er nú hann faðir minn, Georg Sibb- ern. Hann var með í stjórninni, svo að segja frá stofnun Skóg- ræktarfélagsins 1898 og fram- kvæmdastjóri þess til 1939. Um langt skeið var formaður og framkvæmdastjóri sama per- sónan. En störfin vaxa, og þess vegna höfum við sérstakan fram- kvæmdastjóra ,en formaður fé- lagsins er kosinn til eins árs i senn. Jörgen Mathiesen á Eiðs- velli heimsótti ísland í sinni for- mannstíð, og ég held að hann sé á nokkurn veginn sömu skoðun og ég um framtíð skóganna á ís- landi. — Þér trúið þá á íslenzka skógrækt? — Maður þarf ekki að trúa, því að sannanirnar liggja fyrir. Árangurinn af því, sem gert hef- ur verið í skógræktarmálinu hjá ykkur, er svo ljós og skýr, aS enginn vafi leikur á því, að þar er hægt að gera mikið. Sumir vantrúaðir mundu kalla það gald- ur eða kraftaverk, ef þeir risu úr gröf sinni eftir eina öld og sæi árangurinn af því, sem nú er að gerast í skóggræðslumálum ykkar. En það má ekki gleymast að vísindaleg rannsókn verður að haldast í hendur við allar verklegar framkvæmdir. Og þrátt fyrir afrek ágætra manna í margs konar raunvísindum verður maður þá fyrst og fremst að byggja á reynslunni, hvað skógarvísindi snertir. Hvera vegna þrífst þessi og þessi viðar- tegund vel á einum stað en illa á öðrum? Það er spurning, sem skógfræðiingarnir okkar hér í Noregi eru oft að velta fyrir sér vramhald á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.