Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐH) MiðvikudagiJtr 23. sept. 1964 JfotgutiIHð&ffe Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. IÐNVÆÐUM ISLAND Oú yfirlýsing félaga Einars'*' ^ Oígeirssonar, að tilboð hans um aukna síldarsölu til Rússlands miðaði að því að hindra iðnvæðingu landsins, hefur að vonum vakið at- hygli. Félagi Einar segir að áhugi sinn á austurviðskipt- um byggist fyrst og fremst á því, að með þeim kynni að vera tinnt að hindra bygg- ingu alúminíumverksmiðju og olíuhreinsunarstöðvar hér á landi. Við íslendingar viljum eiga góð viðskipti við Rússa eins og aðra, en við munum auð- vitað ekki gera neina þá samn inga, sem hindra uppbygg- ingu íslenzkra atvinnuvega og eðlilega iðnþróun. Þvert á móti munum við hraða upp- byggingu stóriðju hér á landi eins og unnt er. Menn gera sér nú ljóst hér á landi eins og annars staðar, að leiðin til þess að bæta lífs- kjörin stórum er sú að hefja stóriðju, láta vélarnar og fjármagnið framleiðá mikil auðævi, sem landsmenn allir njóta góðs af. Sérstök ástæða er til að hraða stóriðjuframkvæmd- ~um, þegar lítið er hægt að auka aðra framleiðslu vegna vinnuaflsskorts. Það er ekki unnt að stórauka afköst þjóð- arbúsins á neinn hátt annan en láta vélarnar og fjármagn- ið vinna, þegar fleiri hendur eru ekki til að sinna störfun- um. Auðvitað ber að hagnýta tæknina eins og frekast er unnt í sjávarútvegi, landbún- aði og smáiðnaði, en þó er það 'fyrst og fremst í stóriðjunni, sem unnt er að skapa auðlegð án þess að mikið vinnuafl sé bundið við reksturinn. Þess ^vegna eru nú undirbúnar stór iðjuframkvæmdir hér á landi og þess vegna ber brýna nauð- syn til að hrinda þeim í fram- kvæmd. FÉLAGI EINAR OG RÚSSAR ótt félagi Einar Olgeirsson hyggist með rússneska tilboðinu reyna að hindra iðnvæðingu landsins, er hægt að segja honum, að þær til- -raunir eru tilgangslausar. í fyrsta lagi eru íslendingar sjálfir staðráðnir í því að renna fleiri stoðum undir at- vinnulíf sitt og styrkja efna- hagsafkomuna, og í öðru lagi verður að telja það næsta ótrúlegt, að rússneskir ráða- menn séu svo skammsýnir að reyna að beita íslendinga við- skiptaþvingunum, þótt þeir keppi að því að iðnvæða land sitt eins og ailar þjóðir aðrar gera. íslendingseðlið er heldur ekki þannig, að við mundum beygja okkur fyrir hótunum, jafnvel þótt þær væru fram- settar á þann veg sem félagi Einar Olgeirsson virðist geta hugsað sér. í sambandi við væntanlega olíuhreinsunarstöð er þess líka að gæta, að við allan und- irbúning þess máls hefur ver- ið höfð hliðsjón af því að halda áfram verulegum olíu- kaupum frá Rússum, þannig að á engan hátt er hægt að saka okkur um það að vilja eyðileggja austurviðskiptin. Rétt er einnig að hafa það hugfast, að Rússar hafa keypt gífurlegt magn matvæla á frjálsum mörkuðum og greitt fyrir þau með frjálsum gjald- eyri, og þróun viðskiptamála í Austur-Evrópu miðar yfir- leitt í frjálsræðisátt, enda munu þjóðir þar hafa séð, að efnahagslegar framfarir verða þá fyrst þegar verzlunarfrelsi ríkir. Mörg kommúnistaríki auka þess vegna viðskipti sín við vestrið og hafa jafnvel sótt um aðild að viðskipta- og tollasamvinnu frjálsra ríkja. Hins vegar segir félagi Ein- ar Olgeirsson, að við eigum ekki að njóta hagsbóta af frjálsum viðskiptum við Rússa, heldur séu vöruskipta- viðskipti við þá fullgóð fyrir okkur, þótt Rússar skipti á frjálsum mörkuðum við aðra. Sýnir það m.a. umhyggju fé- laga Einars fyrir íslenzkum hagsmunum. ISLENZKUR EFNA1ÐNAÐUR egar hér á landi hefur ver- ið reist olíuhreinsunar- stöð opnast möguleikar til margháttaðs efnaiðnaðar, þar sem bæði er hægt að nota raf- orkuna og hverahitann. Tæki- færin á sviði efnaiðnaðar virðast vera nær ótæmandi, og slíkur iðnaður virðist henta íslendingum mjög vel, þar sem ekki eru hér málmar í jörðu. Meira að segja félagi Einar Olgeirsson hefur í þingræðu játað það, að framtíð íslenzks iðnaðar byggist ekki sízt á því að fullvinna ýmis efni úr olíum. Má þó vera, að hann hafi þá haft í huga, að hrá- efnið yrði flutt inn frá Rúss- landi og það hafi þess vegna ekki verið hagsmunir íslands, = F R Á því að valdastreita J Kínverja og Rússa varð 3 heyrin kunn, hefur harátt- H an um Asíu tekið miklum M stakkaskiptum og' orðið H mun flóknari en þegar það 3 voru aðeins hagsmunir H kommúnista og Banda- = ríkjamanna, sem rákust á. 3 Fyrir skömmu ítrekuðu Kín = verjar hátíðlega óhagganlegan 3 stuðning sinn við Súkarnó S Indónesíuforseta í deilunni 3 gegn Malaysíu. „Dagblað 3 þjóðarinnar“ í Peking til- = kynnti, að Bandaríkjamenn og = Bretar væru að reyna að gera S Malaysíu að herstöð til árása á 3 Kína, Norður-Vietnam og S Indónesíu. Sagði blaðið m.a,: S „Ef bandarískir heimsvalda- 5 sinnar voga sér að ráðast á 5 Indónesíu, mun kínverska 3 þjóðin styðja íbúana af öllum = rnætti." Þetta heit þarf þó 5 ekki að taka alvarlegafKín- 3 verjar hafa ekki aðstæður til §§ meiriháttar íhlutunar í Indó- |§ nesíu), en það er athyglisvert = dæmi um tækifærismennsk- = una, sem Kínverjar eru alltaf = að bera Krúsjeff á brýn. Og S yfirlýsingum er fremur beint 3 gegn Sovétríkjunum en Banda 3 ríkjunum. 5 Við upphaf deilunnar miklu 3 fyrir fjórum árum, sögðu Kín 3 verjar aðstoð Rússa við Sú- 3 karnó eitt helzta dæmið um 3 undirferli þeirra. Meðal H þeirra ummæla Krúsjeffs á 3 ráðstefnunni frægu í Moskvu 3 1960, sem aldrei voru birt, má H finna upplýsingar um, að Kín H verjar hafi mótmælt opin- 3 berlega aðstoð Sovétstjórnar- H innar við Súkarnó og bent á, 3 að hann hafi borið ábyrgð á = morðum flestra leiðtoga 3 kommúnistaflokks Indónesíu f 1948. = Krúsjeff játaði, að þetta f væri rétt og sagði, að sá dag- 3 ur myndi koma, að Súkarnó f yrði að gjalda fyrir glæp 3 sinn. Þangað til yrði að miða 3 aðgerðir við ríkjandi ástand. = Súkarnó hefði raunverulega 3 unnið hinum öfluga kommún 3 instaflokki Indónesíu meira = gagn en kínversku félagarnir. 3 Hann hafði stutt málstað 3 kommúnismans með því að 3 berjast gegn alræmdum 3 kaupahéðnum og svikurum 3 af kínversku bergi, meðan 3 Pekingstjórnin hafði stutt 3 þessa menn vegna þröng- H sýnnar þjóðernisstefnu og 3 stuðlað að því að indónesíska 3 bændur og verkamenn hryllti 3 við orðinu kommúnismi. 3 En nú þykir Kínverjum 3 sjálfum gagnlegt innlegg í 3 baráttuna um Asíu að yfir- 3 bjóða Rússa í aðstoðinni við 3 Súkarnó. f Þetta er aðeins síðasta = dæmið af mörgum um að- f gerðir, sem Kínverjar hafa f gripið til í hinni raunveru- sem hann fyrst og fremst bar fyrir brjósti. En það sannast á þessu máli eins og svo mörgum öðrum, að kommúnistar eru á móti öllu því, sem til framfara horfir, og má nærri því hafa það til marks um ágæti hvers máls, hvort kommúnistar eru því andvígir. Krúsjeff — veit hann urn deilur innan kínverska komra únistafiokksins? eftir Edward Crankhshaw legu valdabaráttu undir yfir- skini hugsjónalegs hreinleika og ráðvendni, baráttunni, sem Krúsjeff nefnir „kalt stríð“ gegn Sovétríkjunum. Ein af ástæðunum til þess hve margir bræðraflokkanna eru andvígir alheimsráð- stefnunni, sem Krúsjeff hefur boðað til, er sú, að þeir gera sér ljóst, að bæði Rússar og Kínverjar reyna að gera Súkarnó — verður hann lát- inn gjalda fyrir glæp sinn? kommúnistahreyfinguna að handbendi sínu í valdabarátt- unni. Reyna að ná meirihlut- anum á sitt band til þess að geta att honum gegn andstæð- ingum. Það var þessi stað- reynd, sem var megininntak „minnisblaða" ítalska komm- únistaleiðtogans Togliattis. Hann vildi ekki að keppi- nautarnir spilltu kommúnista- hreyfingunni með því að nota hana sem vopn í bar- áttu sinni. Togliatti fannst málstaður Rússa greinilega betri en Kínverja, þótt hann álasaði Datt af baki brákaði brygginn Akranesi, 21. september: — í GÆR skeði það óhapp, þá Matt hías Garðarsson, 15 ára píltur, var að leggja af stað í göngur, ásamt Magnúsi syni bóndans í Norðurtungu í Þverárhlíð, að Krúsjeff fyrir framkomu 3 hans í deilunni og hvernig = hann hefði bælt alla and- 3 stöðu í Sovétríkjunum og A.- 3 Evrópu, með því að láta sem 3 hún hefði aldrei verið fyrir = hendi. Togliatti sá í gegn um 3 tilraunir Kínverja til þess að 3 láta líta út sem deilan sé að- 3 eins hugsjónalegs eðlis. En 3 margir meðlimir ítalska 3 kommúnistaflokksins og ann- 3 arra bræðraflokka láta blekkj 3 ast af þeim. 3 Sovétríkin eru nær opin 3 bók. Framkoma stjórnarinn- = ar kemur kunnuglega fyrir = sjónir þegar miðað er við 3 fyrri reynzlu. Tryggir flokks- 3 menn um allan heim, sem 3 tóku harðstjórn Stalíns með 3 þöign og þolinmæði, finna 3 þefinn frá valdatímabili hans 3 berast að vitum sér, þegar = þeir hugsa um hina hroka- = fullu afstöðu Krúsjeffs gagn- 3 vart Kínverjum og ákvörðun 3 hans um að knýja fram al- §§ þjóðaráðstefnu kommúnista- 3 flokka þrátt fyrir víðtæka 3 andstöðu. Kína, hins vegar, er fjar- 3 lægt, < dularfullt og óþekkt. ^ Með óbilandi sannfærinigu um 3 eigin réttsýni hafa Kínverjar 3 predikað Leninisma og reynt = að vekja bylingarákafa, sem = Rússar hafa löngu snúið baki 3 við. Og þeir eru ekki margir || félagarnir, sem vita nægilaga 3 mikið um aðgerðir Kínverja 3 í Asíu og annars staðar til 3 þess að gera sér Ijóst, að þeir 3 breyta ekki í samræmi við 3 predikanir sínar. 3 En ástandið heldur áfram 3 að vera óijóst. Sú spurning 3 vaknar hvað valdi því, að 3 Krúsjeff telur sig nægilega 3 öflugan til þess að gera harð- = ar árásir á Kínverja og jafn- = vel að leyfa birtingu gagn- = rýni Tagliattis í Pravda. Veit 3 hann meira en við um deilur 3 innan kínverska kommúnista- 3 flokksins? 3 Og fleiri spurningar fylgja = í kjölfarið. Hver er raun- 3 verulega tilgangur ferða Títós = Júgóslavíuforseta um A.-Evr- 3 ópu? Er hann að reyna að 3 vinna málstað Krúsjeffs fylgi? 3 Og ef svo er, hvers vegna? 3 Og við spyrjum einnig hve 3 mikinn trúnað við eigum að = leggja á fregnir frá Belgrad — um liðsflutninga Kínverja 3 við landamæri Ytri-Mongólíu. = Það eina, sem við vitum, 3 er að taugastríð er háð milli M risanna innan heimskommún- Í3 ismans, og það á að vera íf nægilegt til að vekja tor- 3 tryggni okkar á fregnum. sem 3 frá þeim berast. f taugastríði || eru orð notuð til þess að = villa sýn, aðeins aðgerðirnar 3 opinbera sannleikann. (OBSERVER — öll réttindi É áskilin) 3 hann datt af baki. Voru þeir að leggja af stað úti hjá fjárhúsuiu og varaðist Matthías það ekki, að óðar en hann var kominn á bak, hljóp hesturinn út undau sér og tók sprettinn. Hrökk hann af baki og gat sig lítt hreyft, Var pilturinn sóttur og fluttur á sjúkrahúsið hér. Við rannsókn kom í ljós að brákast hafði eina hryggjarliðurinn. Verður hann því að liggja á fjölum. — Oddur, uiiiiimiiiiiiiiimiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiáiiiiHHliimii mnmiiimiiiiuiiimmmmmimiitmiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimmimiiiiimimimii!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.