Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.1964, Blaðsíða 21
1 Miðvikudagur 23. sept. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 21 — Skólaáríð Framlhald af bls. 20 í íslenzkum skólum. Að öðrum aðstæðum óbreyttum verður ekki annað ætlað, en náms- leiði þessi mundi aukast við lengingu skólatíma. 3. Undanfarna áratugi hefur hér 1 verið næg atvinna á sumrum fyrir alla, sem vinna vilja. Svo er enn, og vonandi verð- ur ekki breyting á því um langan aldur. Þetta hefur þýtt, að sumartekjur skólaæskunn- ar hafa orðið henni drjúgar í pyngju, enda hefur stór hluti námsmanna getað unnið fyrir sér með þessum hætti þegar á unga aldri. Ef þessi aflatími námsmanns er styttur, minnka að sjálfsögðu möguleikar hans til að vera frjáls og óháður í námi sínu, og jafnframt er stuðlað að því, að lærdómur sé munaður þeirra ungmenna, sem eiga efnaða að. 4. í beinu framhaldi af næsta 1 lið hér á undan skal það und- irstrikað, að sumarvinna ís- lenzkrar skólaæsku við hin ýmsu framleiðslustörf til larxds og sjávar hefur haft það í för með sér, að þekking þess arar æsku á störfum og kjör- um þjóðar sinnar á sér enga hliðstæðu í þeim löndum, sem okkur er tamast að miða við. Hið félagslega gildi þessa at- , riðis er ómetanlegt, enda hef- ur það hamlað á árangursrík- 1 an hátt gegn skiptingu þjóðar ' innar í hástéttir og lágstéttir. 6. Sé það ætlunin að lengja ár- lega skólavist allra nemenda allt að stúdentsprófi, má ætla, að atvinnuvegum landsmanna yrði það nokkur skellur að missa e.t.v. fjórðung sumar- vinnu þessa hóps. Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavík er að sjálfsögðu mótfallið taumlauri þrælkun seskufólks, en gerir sér hins vegar fullljóst, að margar árs- tímabundnar atvinnugreinar miða við ráðningu skólafólks til sumarstarfa. Auðvelt ætti »ð vera að reikna út, hvert tap þjóðarframleiðslu íslendinga yrði að missi þessara þúsunda ‘ frá starfi einn sumarmánuð. (. Lenging þessi á skólaárinu s mundi að líkindum aðeins koma tál framkvæmda í Reykjavík, en hér er nú þeg- ar lengra skólaár en viðast í GARÐSRÉTT Þessar myndir tók frétta- ritari blaðsins á Húsavík. Hér reka bændur í Fnjdskadal til Garðsréttar fé af Flateyjar- heiði og úr Heiðarlöndum þar í kring, eftir tveggja daga göngur. Maðurinn er gamall gangnaforingi og mektar bóndi, Jón á Skarði í Dals- minni. hvar annars staðar á landinu. Mundi því bilið enn breikka á milli höfuðstaðarins eg lands- b yggðarinnar, svo að í óefni væri stefnt. Að lengdu skóla- ári hér um einn mánuð mundi reykvískur unglingur, sem sendur væri á héraðsskólá, ljúka árlegum námstíma sín- um á allt að tveim mánuðum skemmri tíma en félagar hans í Reykjavík. Þarf ekki getum að því að leiða, hvílíkt kapp- hlaup yrði um það að vista ungmenni höfuðborgarinnar í slíkum skólum, og mun þó að- sókn að þeim þegar teljast nóg. 7. Samsvarandi mismunur myndi að sjálfsögðu einnig gæta í árlegum starfstíma gagn- fræðastigskennara í Reykja- vík og úti á landi. 9 mánaða starfstími hér, allt að 2 mán- uðum skemmri úti á landi. 8. Að lokum skal á það bent, að lenging skólaárs hlýtur að hafa í för með sér stóraukin útgjöld hins opinbera tit fræðslumála. Sé fé það, sem til þarf, fyrir hendi, svo sem gera verður ráð fyrir, er álita- mál, hvort því er ekki betur varið á annan hátt til endur- bóta á framkvæmd íslenzkrar unglingafræðslu. Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavík vill að síðustu endur taka það álit stit, að þörf sé margra endurbóta á fræðslutil- högun bárna og unglinga, og flestar þeirra endurbóta þýðing- armeiri en lenging skólaársins. Félagið er ávallt reiðubúið til samstarfs við fræðsluyfirvöld, bæði bæjar og ríkis, og mun fús- lega gera nánari grein fyrir skoð unum sínum á hinum ýmsu þátt um fræðslumála, ef óskað er. Sá þáttur mála, sem hér hefur mest verið um fjallað, lenging skólaársins, er að félagsins dómi neikvæður fyrir alla aðila á þessu stigi málsins. Félag gagnfræðaskólakennara í Reykjavík beinir því vinsam- legast þeim tilmælum til hæst- virtst fræðsiumálastjóra, að hann hafi meðal annars þessi sjónar- mið í huga, en hann fjallar end- anlega um mál þetta. Guðrún Gnðmnnds' dóttir — Minning 29. ÁGÚST síðastliðinn, var gerð að Síðumúla í Hvítársíðu útför Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Síðumúlaveggjum í sömu sveit, að viðstöddum óvenjumiklum mannfjölda, sem sýndi, hvað þessi góða kona hafði verið sam ferðamanninum.' Engan mann hef ég svo hitt, að Guðrún skipaði ekki vegleg- asta sessinn hvar sem hún fór með geði sínu og göfuglyndi. Sérstaklega eru mér minnis- stæð þakklætisorðin frá mági hennar og svilkonu á Ferju- bakka, fyrir allt sem hún var þeim og börnum þeirra í gleði og sorg, og vart Jveit ég innilegri tengsl milli mágfólks en þar var. En það er nú svo meðan lífið brosir við Oig allt léikur í lyndi, verður manni á að öslast áfram í hversdagsleikanum og gleyma velgerðum góðra manna, sem fyrir verða á lífsleiðinni, svo allt í einu þegar blöð og útvarp flytja andlátsfregn um gamlan vin, setur mann hljóðan. Streng- ir slakna, minningar vakna. Ég man í Rauðanesi fyrir 38 árum er þú ásamt sambýliskonu þinni með mjúkum móðurhönd- um vernduðuð regnbarinn föru- dreng, sem kom þreyttur og svamgur um langan veg. Um há.lfs árs skeið dvaldi ég á bænum ykkar og leið aldrei betur en þá. Við erfiðar aðstæð ur frumbýlingsins varð hver dag ur hamingjustund, og hvergi hef ég vitað tvær fjölskyldur svo óviðjafnanlegar. Fyrir þessar stundir þakka ég þér og bið vinum þínum, ætt mönnum og maka huggunar sorg. Blessuð sé minning þín. BJ. vortir Kartoflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Reynisbúð, Brœðraborgarstíg Stúlkur óskast Óskum að ráða nokkrar stúlkur á bók- bandsvinnustofu okkar. Félagsbókbandið Ingólfsstræti 9. Skipasmíðastöð iMjarðvíkur óskar eftir smiðum og verkamönnum nó þegar. — Uppl. hjá verkstjóra sími 1250. Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Afgreiðslumaður óskast. — Upplýsingar á skrifstofunni í dag milli kl. 5—6. lHálarinii Matrá-skona - Starfsstúlkur Matráðskona og starfsstúlkur óskast að Vist- heimilinu að Arnarholti á Kjalarnesi. Upplýsingar í síma 22400 frá kl. 9 — 17. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Framleiðendur athugið: Önnumst sölu og dreyfingu innlendra f ramleiðslu vara, Sími 18560 Verzlanasambandið h.f. Skipholti 37. Sendisveinar Ökkur vantar sendisvein hálfan eða allan daginn. Atvinnudeild Háskólans Skúlagötu. Sendisveinn Nú þegar viljum við ráða sendisvein til starfa í Bifreiðadeild félagsins ða Lauga- vegi 176. Sióvátryggingafélag íslands hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.