Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLADIÐ . \ Laugardagur 5. des. 1964 % Silli & Valdi opna nýlendu- og kjötvöruverzlun í stórhýsi sínu Vígahnöttur, gervihnöttur, eldflaugablys ? snyrtivöruverzlun Þorsteins Daviðssonar. í kjaUara væri yrirhugað að hafa verzlunar- svæði síðar, en 5 efiri hæðirnar yrðu leigðar fyrir skrifs')>fur. Önnur hæðin hefur þegar verið leigð Jökilum h.f., þriðja hæðin Einari Sigurðssyni og Landssam bandi fiskiðnaðarins, og næstu hæðir Atlantor h.f., heildverzLun Árna Siemsen og nýju vátrygg- ingarfélagi Konráðs Axelssonar. Um þessar mundir er verið að ganga frá leigiu þess húsnæðis sem eftir er. Hin nýja verzlun Silia & Valda er búin nýtízku útbúnaði, þar er lofthreinsunarkerfi," sem gert er af Nordisk Ventilator, og þá má nefna að afgreiðslustúi.k- ur við gjaJdkerakassa fá vörur viðskiptavina til talninigar á færi bandi. Sjálfvirkur raka- og hita stillir er í húsinu. Kjallarinn og 1. hæð hússina eru 400 fermetrar að flatarmáli, en efri hæðirnar 300 fiermetra. Alls er húsið 7.700 rúmmetrar að stærð. Arkitekt hússins er Bárður Danielsson, stærrsti verktaki er Rafha, sem sá um gerð gler- veggja utanhúss (nefnt cuirtain wal s á en®kri tungu). Bygging armeistari Var Kristinn Sigur- jónsson; múrarameistárar Jón Bergsteins.)>n og Magnús Bakl- vinsson; pípuilagningameistari Magnús Tómasson; raftækja- meistari Steinn Guðmundsson. Blikksimiðjan Vagar sá um loft- ræstilögn; málarameistarar voru Ástvaldur Stefánsson og Hjálm ar Kjartansson, Skúli Nordahl, ankitekt sá um innréttingu á 1. hæðinni. Verk- fræðingar við bygginguna voru Bragi Þorseinsson og Eyvinidiuir V aldimarssoru Matthias og dr. PáU rædast við. „í dag skein sól" Matthías Johannessen ræðir SILLI & VALDI opna í dag nýlendu- og kjötvöruverzlun í hinu nýja stórhýsi sínu að Aust- urstræti 17. Um 8—10 manns munu starfa þar undir stjórn Baldurs Ágústssonar, verzlunar- istjóra. hað er nýlunda við þessa verzlun þeirra félaga, að þar verða kjötvörur á boðstóíuir., en Þorbjörn Jóhannesson, kaupmað ur í Borg, verður til ráðuneytis um þá hlið verzlunarinnar. Á fundi með biaðamönnum í gær sögðu þeir Sigurliði Krist- jánsgon og Valdimar Þórðarson, að þeir væru mjög ánæigðir með hversu vel framkvæmdir við byggingu hússins hefðu gengið, en þær hefðu hafizt fyrir tæpu einu og hálfu ári. við Pál ísólfsson í nýxri bók f GÆR kom út hjá Bókfd ls- útgáfunni ný bók, „í dag skein sól“ — Matthías Johanniessen ræðir við Pál ísólfsaon. Þetta er önnur samtalsbók þeirra dr. Páls og Matthíasar. Hin fyrri, „Hunda þúfan og hafið“, kom út 1961. „í dag skein sól“ er ekki fram- hald þeirrar bókar heldur sjálf- stætit verk. .Bókin skiptist í 24 kafla, og bera þeir heitin: Fjaran, Surtur £er sunnan, Schweitzer, Einvera, Undarleg saga, Á ferð og flugi, Tún æskunnar, Hvíti báturinn, í Stokkhólmi, Draumur og ferða lög, Davíð, Að ileika á hljóðfæri, Húmor tilverunnar, Á vegum kölska, Frá gömlum dögum og nýjum, Útvarp Reykjovík, Gull í mund, Hvað er eignarréttur? Að byggja, Gestagangur, Út úr skelinni, List og lærdómur, Göm ul kynni og Einskonar eftirmáli. Mjöldi mynda er í bókinni og frágangur allur hinn vandaðasti. Þeir sögðu, að á 1. hæð húss- ins yrðu, auk verzlunar þeirra, fierðaskrifstofan Útsýn, guillsmið irnir Steinþór' og Jóhannes og Dularfullur Ijósa gangur í lofti UM kl. 23 á fimmtudagskvöld varð viöa vart við skæran glampa eða leiftur í lofti, sem ekki er vitað hvað olli, en gizkað er á gervihnött eða vigahnött, sem hafi verið að brenna upp og eyð- ast í innri loftlögum. Morgun- blaðinu er kunnugt um fimm staði, þar sem ljósagangs þessa varð vart. Þess skal getið, að timasetning er ekki örugg. Leiftr ið virðist yfirleitt hafa sézt í A við S, það er milli suðausturs og suðurs. Kl. 23.95 var Loftleiðaflugvél stödd vestur af Færeyjum, þegar skær glampi lýsti allt upp í hálfa mínútu. Er glampanum líkt við blys á lofti, sem skauzt eins og ljósrák upp úr skýjum og lýsti ofan þeirra. Upptök ljóssins virt- ist vera í 13.000 feta hæð. Kl. 23.05 sást blossi á Hólum í Hornafirði og stóð þar yfir í um það bil hálfa mínútu. Lýstist allt umhverfið úpp. Kl. rúmlega ellefu um köldið urðu menn, sem voru á ferð yfir Fjarðarheiði, milli Seyðisfjarðar og Héraðs, varir við skyndilega birtu. Sáu þeir þá bláa eldrák koma úr norðri og stefna til suð- urs. Allt í einu kom bjart leiftur, svo að birtu sló á fjöll. Var engu líkara, en þetta snögga leiftur stafaði af sprengingu. KI! 23.15 sást ljósglampi í Mos- fellssveit. Kl. 23.16 sáu menn, sem staddir voru í Nýjahrauni í Mývatnsör- æfum, einkennilegan og skæran glampa, sem lýsti landið upp. Kl. 23.20 tóku menn í rafstöð- inni á Sauðárkróki eftir óvenju- legri birtú á himinhvolfinu, sem lýsti allt upp, eins og skært blys væri á lofti. Veðurstofan tjáði Mbl. í gaer, að ekki væri gott að segja neitt um það, hvað hér hefði verið á ferð. Líklegt má þó telja, að ein- hvers konar eldhnöttur hafi vald- ið fyrirbrigðinu. Mjög margir gervihnettir eru á lofti, og annað veifið kemst einhver þeirra í jarð nánd, forhitnar í ytri lofthjúpi og fuðrar upp, þegar hann kemst í innri loftlög og sterkt súrefni. Brenna þeir ýmist upp til agna eða eyðast, eða leifar þeirra skella á jörðu. Vígahnettir eða glóandi loftsteinar rekast og ann- að veifið á jörðu. Vegna þess hve ljósið var skært, hefur sú tilgáta komið fram, að hér hafi verið um blys að ræða, sem skotið hafi verið úr eldflaug eða gervihnetti í tilraunaskyni. Gætu blysin jafn vel hafa verið fleiri en eitt. Silli & Valdi opna nýju verzlun ina í dag. Frá vinstri: Vafdimar Þórðarson, Baldur Ágústsson, verzlunarstjóri; Sigurliði Kristj jánsson. Stúlkan er við færiban dið, sem vörur eru afgreiddar um. Ljósm.: Ól. K. M. Sjómannadagurinn verður síðast í maí SJÖMANNADAGSRÁÐ hér í Reykjavík, en í því eiga sæti íulltrúar allra féliaiga sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, l/>m sarnan til fundar s.l. sumnudag. Rætt var um sjómamnadag- inn í sinni núverandi mynd og hugsaraegar fyrirkomiulagsbreyt ingar á hátíðahöldum daigisin®. LÆGÐIN yfir Grænlandshafi teygði sig til austnorðausturs í gær. Fylgdi henni snjókoma um allt land í suðvestanátt- inni í gærmorgun, en síðan gekk hann í útsuður og var búizt við éljagangi. Veðurspáin kl. 22 á föstu- dagskvöld: SV-land til Vestfjarða og miðin: SV-stinningskaldi og snjóél. N-land og miðin: SV-kaldi, krapaél vestan til. NA-land og Austfirðir og miðin: Léttir til með SV-kalda. SA-land og miðin: SV- kaldi og síðar stinningskaldi. Gengur á með krapaéljum. Austurdjúp: Léttir til með SV-kalda. Veðurhorfur á sunnudag: Suðvestanátt og vægt frost um land allt. Bjart veður á Norður- og Austurlandi, en víða él á Suður- og Vestur- landi. Enn fremur ræddi furadurinn ýmis mál er Sjómanraadaginn og stofnanir hans varða, en samtök þessi reka m.a. Dvalarheimiiii aldraðra sjómanna, Hrafnistu, Laugarásbíó, Happdrætti D.A.S. og sumardlvalarheimili fyrir börru Á fundinum var samþykkt að í stað þess að haJda sjómanna- daginn hátíðlegan í júni verði hann síðasta sunraudag í maí, þó sé heimilt fyrir stjórn ráðsins að ákveði sjóraanraadaginn vit fyrr eða síðar, ef dag þerara; beri upp á öðrum hátíðisdegi ei kosningadegi. Ákvörðun þessi var tekin samiráði við frairaámenn sj mannasamtakanna víðs veg um land og óska sjómama sjálfra þar um. Einnig var ákveðið að sbef skyldi að því að kcxma upp sj minjiasýningu hér í Reykj-avLk 30 ára afimæli samtakanna. í fundarlok samþykktu fiund. meran með samhljóða atkvæl um, að gefrau tijefini, að vot Guðmundi H. Oddsisyni fylls traust sem gjaldkera Sjómann d-agsráðs og þakka honum ma vísleg og vel unnin störf fyt s j óma nnastéttina. Gunnar Hansen látinn SKV. útvarpsfrétt í gærkvöldi er Gunnar Róbertsson Hansen, rit- höfundur og leikstjóri, iátinn í Kaupmannahöfn, 63 ára að aldri. Gunnar R. Hansen var dansk- ur að ætt og uppruna en orðinn íslenzkur ríkisborgari fyrir all- mörgum árum, enda bjó hann hér á landi um margra ára bil og setti mörg leikrit á svið, auk þess sem hann fékkst við kvik- myndagerð. Hann starfaði að kvikmyndagerð í Danmörku, var leikstjóri í Konunglega leikhús- inu í Kaupmannahöfn og í leik- húsinu í Árósum. í viðtalinu við Gunnar, sem birtist í Mbl. 6. mai 1960, segir hann m. a.: „Ég held því óhikað fram, að hér hafi ég lifað tíu beztu ár ævi minnar .... Mér hefur frá því fyrsta fundizt ég Gunnar R. Hansen meiri íslendingur en Danf, það er eitthvað í eðlinu, s< fellur betur að iunu islenzka því danska“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.