Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 30
MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. des. 1964 snilld og getu dönsku meistaranna f GÆRKVÖLDI kepptu hinir dönsku badmintonsnillingar, sem hér eru gestir TBR, innbyrðis í Valshúsinu. Fieiri en þeir 300 sem komu hefðu getað komizt að til að sjá frábæra tækni þeirra og snilld, sem ekki verður lýst með orðum en allir gætu skemmt sér við, jafnvel þó þeir hefðu aldrei séð badminton áður. Síð- ari sýningarkeppni þeirra verður á sama stað kl. 3 í dag. f dag leika þeir einliðaleik Erland Kops heimsmeistari og Henning Borch (þeir sem siigruðu í gær) og Torben Kops og Svend Andersen. Loks verður tvíliðaleikur milli Svend Andersen og Er- lands Kops annars vegar og Hennings Borch og Torben Kops hins vegar. ★ Kynning Kristján Benjamínsson einn af stjórnarmönnum TBR setti mótið oig rakti ágæta samvinnu TBR við danska badminton- menn og fagnaði því að nú loks hefði TBR tekizt að fá fjóra Víðfræga úrvalsmenn sam- tímis hingað til að sýna það bezta í íþróttinni. Hann kynnti síðan hvern hinna nafntoguðu gesta, litlar telpur færðu þeim hverjum fyrir sig blómvendi oig áhorfendur fögn- uðu þeim forkunarvel. + Góður leikur Síðan léku þeir bræðurnir Torben Kops og Erland Kops, sem er heimsmeistari í einliða- leik. Það var skemmtileg og hressileg viðureign og á köflum stóðu áhorfendur, sem þó að me4rihluta voru iðkendur bad- mintons agndofa yfir frábærri sniild þeirra og hæfni, ekki sízt í bakhandarslötgum sem voru í senn nákvæm og kröftug. Viðureign bræðranna var hörkuspennandi. Fyrst komst eldri bróðirinn Erland í 4-0 en „litli bróðir“ sem þó er stærri að vöxtum, tók sig á og sneri taflinu við og komst í 4-8. Síðan var baráttan mjög jöfn uns heimsmeistarinn tók forystuna og vann fyrstu lotu með 15-12. í annari lotu byrjaði Torben Kops mjög vel og komst í 5-0, og litlu síðar var staðan 9-1 hon- um í vil. Þá fór nú að síga í heimsmeistarann og hann jafn- aði stöðuna á stuttum tíma, fyrst í 9-8 og tók síðan forystu 9-12, En það nægði honum ekki. Snerpa yngri bróðursins var mik- il og hann náði góðum tökum á „návíginu“ við netið, jafnaði metin tók forystu og vann lotuna með 17-14. Varð nú að taka úrslitalotu og þar komu í ljós yfirburðir heimsmeistarans. Hann breytti stöðunni úr 1-1 í 11-1 og lék af öryggi og snilld svo unun var á að horfa. Hann vann lotuna 15-2 og þar með leikinn. if Spennan vex Síðan mættust Hennimg Borch og Svend Andersen, ungur leik- maður en eldsnöggur og skemmti legur. Þeirra leikur var miklu Þessir kunna að handleika badmintonspaða. og Erland Kops. — Myndir Sveinn Þorm. Frá v. Svend Andersen, Torben Kops, Henning Borch írarnir æfðu í gær — sýndu hraða en ekki mikla tækni ÞETTA er lið írlandsmeist- aranna í köruknattleik Collegianas frá Beifast. Mynd- in er tekin á æfingu í íþrótta- húsi Háskólans í gærdag. ír- arnir eru stórir og sterklegir leikmenn, fljótir og harðir af sér. Heldur virtist þó skorta á tækni hjá þeim og skot af löngu færi sáust varla í þessum stutta æfingaleik sem þeir léku, innbyrðis á æfingunni í gær. Gera má ráð fyrir að leikur þeirra vð ÍR í dag verði mjög jafn og skemmtilegur og vert er að benda á að stórleikir í körfu- knattleik eru ekki hversdags- legur viðburður hér á íslandi, svo að menn ættu að tryggja sér miða í tíma. Leikurinn hefst í íþrótta- húsinu á Keflavíkurflugvelli kl. 4 síðdegis og eru ferðir frá BSÍ kl. 2.30. fjörmeiri og fjölbreytilegri en sá fyrri. Reyndi mjög á þá báða í návígi og bakhöggum — og reyndar allt þar á miili. Var frá- bærri tækni þeirra og leikni oft fagnað með hressilegu lófataki. Fyrstu lotuna vann Andersen með 15-12 eftir frábærlega skemmtilegan leik af beggja hálfu, en þó öllu nákvæmari af Andersen. Ekki minnkaði spennan í keppni þeirra í annari lotu og nú vann Borch með 15-11. Úrslitalotan varð æsispenn- andi keppni og sú bezta þetta kvöld, þar sem báðir lögðu sig fram, enda berjast þessir tveir um sæti í landsliði Dana og þangað komast engir aukvisar í greininni. Það mátti aldrei í úrslitalot- unni á milli sjá, forystu höfðu þeir til skiptis og þó Svend And- ersen öllu oftar. Hann hafði t.d. forystu 16-15 en á síðustu mín- utum tókst hinum eldri og reynd- ari Borch að trygigja sér sigur 18-16. Keppni kvöldsins var frábær og öllum þeim er á horfðu lengi minnisstæð. Hún var svo jöfn og tvisýn að ekki varð á betra kos- ið hvað það snerti og þessir tveir einliðaleikir stóðu til kl. 11. Þá ætluðu þeir að taka tvíliðaleik en frásögn af honum verður út- undan í þessu, blaði tímans veigna. Niðurröðun skíðumólu í vetur Skíðará'ð Reykjavíkur hefur nú endanlega gengið frá keppnis- skýrsilu sinni fyrir veturinn 1965, og að öllu forfallalausu verða skíðamótin veturinn 1966 sem hér segir: 31. jánúar, Úrslit í firmakeppni Skíðaráðs Reykja- víkur. Keppni haldin í Hamra- gili. Í.R. annast mótið. 6. febrúar, Afmælismót K.R. í Sbálafelli. 7. febrúar, Stefánsmót, haldið í Skálafelli K.R. sér um mótið. 21. febrúar, Reykjavíkurmót í Jósefsdal. Ármann sér um mótið. 28. febrúar, Reykjavíkurmótið, framhald. Ármann sér um mótið. 7. marz, Reykjavíkurmótið, fram. hald. Ármann sér um mótið. 4. apríl, Stórsvigsmót Ármanns, haldið í Jósefsdal. Steinþórsmótið er ekki búið að ákveða stað né dag fyrir. Undanrásin fyrir firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur mun eins og undanfarin ár vera haldin við skála félaganna, og aðeins úrslita keppnin haldin sameiginlega. Skíðaráð Reykjavíkur Enshu knuttspyrnan ÚRSLIT leikja í ensku deildar- keppninni, sem fram fóru sl. laug ardag, urðu þessi: 1. deild: Arsenal — Manchester U. 2-3 Aston Villa — Burnley 1-0 Blackburn — Fulham 2-0 Blackpool — N. Forest 0-2 Chelsea — West Ham 0-3 Leeds — W.B.A. 1-0 Leicester — Birmingham 4-4 Liverpool — Tottenham 1-1 Sheffield W. — Stoke 1-1 Sunderland — Everton 4-0 Wolverhampton — Sheff. U. 1-0 1. Manchester U. 32 st. 2. Chelsea 29 — 3. Leeds 28 — Beztu badmintonmenn okkar horfÖu agndofa á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.