Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 20
20 MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 5. des. 1964 Þróttmikið starf ungra Sjálfstæðis- Suðurlandi manna a Fjölmennar ráöstefnur um atvinnumál á Selfossi og Eyrarbakka FÉLAG ungra Sjálfstæðismanna í Árnessýslu untíir forystu Óla I>. Guðbjartssonar befur í vetur haldið uppi mjög öflugri og fjöl- breyttri félagsstarfsemi. Félagið efndi í samvinnu við SGS til ráð- stefnu um landbúnaðarmál, sem haldin var á Selfossi í október. Ráðstefna um sjávarútvegsmál var haldin á Eyrarbakka síðast í nóvember og stóðu að benni Fé- lag ungra Sjálfstæðismanna og Sjálfstæðisfélag Eyrarbakka. — Nokkur skemmtikvöld hafa ver- ið haldin á vegum félagsins, sem hafa verið mjög vinsæl og fjöl- sótt, og í samvinnu við Sjálfstæð- isfélagið Óðin á Selfossi var efnt til vetrarfagnaðar fyrsta vetrardag. Þá má og geta þess, að um þessar mundir eru með- limir félagsins að vinna að útgáfu auglýsingablaðs til að styrkja starfsemi sína. RÁÐSTEFNAN Á SELFOSSI Ráðstefna um Iandbúnaðarmál var haldin á Selfossi 24. október sl. og stóðu að henni Félag ungra Sjálfstæðismanna í Ámessýslu og Samband ungra Sjálfstæðis- manna og setti hana ÓIi Þ. Guð- bjartsson, formaður F.U.S. í Árnessýslu. Kynnti hann frum- mælendur og dagskrá ráðstefn- ■frarnsö'-'umaður var .... Davíð Ólafsson. Sverrir Vilhjálmsson, matvæla- efnafræðingur og fjallaði ræða hans einkum um geymslu mat- væla og bætta nýtingu hráefna í matvælaiðnaðinum. Benti Sverrir m.a. á, að mjög skorti á, að nýtt- ur væri úrgangur frá sláturhús- um, svo sem tíðkaðist erlendis, þar sem vinnsla úrgangs væri þýðingarmikill liður framleiðsl- unnar og hefði mikil áhrif á hag sláturhúsanna. Þá ræddi Sverrir einnig algengustu aðferðir við geymslu matvæla, gat eink- um um frystingu og geislun og rannsóknir í þeim efnum. Gat Sverrir þess, að sú aðferð að geisla matvæli, væri raunar enn á byrjunarstigi, en ætti fyrir sér mikla framtíð, þótt enn væri að- ferð þessi dýr og svaraði varla kostnaði nema um væri að ræða mikið magn í eipu. Unnsteinn Ólafsson. Að lokinni ræðu SverrLs, tók til máls Unnsteinn Olafsson, skólastjóri Garðyrkjuskólans í Hveragerði, en hann lagði á það áherzlu í upphafi erindis síns, að þegar rætt væri um vandamál landbúnaðarins, yrði að hafa það í huga, að bændur framtíðarinn- ar hlytu að miða vinnudagafjölda sinn og kjör við aðrar stéttir. Kvað Unnsteinn þess ekki von, að. einyrkjabúskapur gæti skap- að skilyrði til vinnuskiptingar, en stærri bú væru eini grundvöll- urinn fyrír meiri verkaskiptingu. Unnsteinn ræddi nokkuð um menntun bænda, nauðsyn þess að fjölga bændaskólum og auka sér- hæfingu þeirra. Einnig bæri að taka upp námskeið fyrir bændur, þar sem þeir gætu aukið þekk- ingu sína í þeim búgreinum, er þeir legðu helzt áherzlu á. í sambandi við rannsóknir í þágu landbúnaðarins, stakk Unnsteinn Ingólfur Jónsson. upp á því nýmæli, að komið yrði á fót landbúnaðarmiðstöðvum í hinum ýmsu landshlutum og skyldu miðstöðvar þessar vera aðal starfssvið ráðunautanna, en þeir myndu þá leggja meiri rækt við raunhæfar rannsóknir og byggja ráðleggingar sínar á þeim, en ekki einhverjum allsherjar formúlum, er aldrei gætu, hvort sem er, átt við aila landshluta. Slík miðstöð tæki yfir allar rann- sóknir landbúnaðarins á hverjum stað, en mörg vandamál eru mjög staðbundin og verða ekki leyst á annan hátt. Síðastur framsögumanna var landbúnaðarráðherra, Ingólfur Jónsson, og lagði hann áherzlu á, að landbúnaðurinn fengi notið allrar þeirrar tækni, sem viðráð- anleg væri á hverjum tíma, svo og vísindalegra rannsókna. Hvað varðar launakjör bænda, kvað ráðherrann þau mjög hafa batn- að og nefndi sem dæmi, að árið 1959 hefðu þau verið ákveðin 67 þús. kr., en væru nú 147.500 kr. Ráðherra ræddi nokkuð um framtíð landbúnaðarins og taldi hann rétt að stuðla að aukinni Sverrir Vilhjálmsson. ræktun með beinum styrkjum. Benti hann á, að einungis 3% af ræktanlegu landi væri enn kom- ið í rækt. Með tilliti til þess, að hingað til hefði mest kjöt verið flutt út óunnið, bæri að stefna að því að útflutningur í neytendapakkning um ykist, eins og hjá sjávarút- veginum. Ingólfur ræddi um ull- arframleiðsluna og taldi mikla möguleika vera um að ræða á því sviði. Með því að fullvinna sem mest af uliinni hér á landi, mætti margfalda verðgildi henn- ar og skapa drjúgar gjaideyris- tekjur. Að lokum ræddi ráðherra um mikilvægi þéttbýliskjarna í hann mjög yfirgripsmikla og greinargóða ræðu um mál sjáv- arútvegsins yfirieitt og síðan sér- stakar aðstæður sjávarþorpanna í Árnessýslu. Benti Davið á það, að árið 1962 hefði fisksæld í öllum heimin- um numið 45 millj. lesta. Þar af væri hlutur íslendinga 830 þús. lestir, og væri ísland því fjórða ríki í Evrópu að aflamagni. í ár áætlaði Davíð, að aflinn yrði yfir 900 þús. lestir og kæmist ísiand þannig í þriðja sæti. Davíð gat þeirrar eftirtektar- verðu staðreyndar, að saman- burður, er gerður hefði verið ár- ið 1958 sýndi, að hlutur íslands hefði verið langmestur, hvað varðar aflamagn á mann, eða 105 lestir. í öðru sæti hefði verið Þýzkaland með 68 lestir og Hol- iand í þriðja sæti með 48 lestir. Á hinn bóginn sýndi samanburð- ur sem gerður hefði verið á afla- verðmæti á mann, að þar væri Þýzkaland í efsta sæti með 6.600 dollara á mann, en ísland væri í öðru sæti með 6.200 dollara á mann, en þriðju í röðinni væru Bretar með 6.000 dollara. Sagði Davíð, að í þessum upplýsingum hlyti að felast það leiðarljós, sem hafa ætti að meginmarkmiði sjávarútvegsins í náinni framtíð, og yrði að leggja alla áherzlu á betri nýtingu sjávaraflans á öll- um sviðum. Síðari frummælandi var Ing- ólfur Jónsson, ráðherra. Ræddi hann m.a. um hafnarframkvæmd ir á Suðurlandi og benti á, að framkvæmdir þær, sem hafnar eru í Þorlákshöfn og á Eyrar- bakka, munu hafa í för með sér aukna útgerð og efla þannig at- Nokkrir meðlimir stjórnar F.U.S. í Árnessýslu. Frá vinstri: Jón Helgi Hálfdánarson, varaformaður, Óli Þ. Guðbjartsson, for- maður. Óskar Magnússon, ritari, og Sigurður Guðmundsson, gjaldkeri. landbúnaðarhéruðunum, sem veita mundu ýmsa nauðsynlega þjónustu og hjálpa til að vinna úr afurðunum og gkapa fólki þannig skilyrði til að lifa góðu lífi úti á landsbyggðinni. Að framsöguræðum loknum hófust frjálsar umræður, sem urðu mjög fjörugar og stóð fund- urinn í u.þ.b. fjóra tíma. í lok ráðstefnunnar ávarpaði fundarmenn Árni Grétar Finns- son, formaður S.U.S., en auk hans sótti ráðstefnuna Hörður Sigur- gestsson, fyrir hönd stjórnar sam bandsins. RÁÐSTEFNA Á EYRARBAKKA Sjávarútvegsmálaráðstefna var haldin á Eyrarbakka 22. nóv. og stóð að henni F.U.S. í Árnes- sýslu og Sjálfstæðisfélag Eyr- bekkinga. Óskar Magnússon, form. félags- ins á Eyrarbakka setti ráðstefn- una og stjórnaði fundi. Fjölmenni var mikið á fundinum og kom greinilega fram áhugi á hags- munamálum sjóvarþorpanna í Árnessýslu. Fundarritari var Óli Þ. Guðbjartsson. Fyrri frummælandi var Davið Ólafsson, alþingismaður. Flutti vinnulíf staðanna og almenna velmegun. Síðan vék ráðherrann að út- færslu landhelginnar, stig af stigi, og ræddi m.a. hrakspár varðandi landhelgissamningina 1961. Kvað hann nú flestum ljóst, að í þeim málflutningi hefði skort rök. Landhelgismálinu hefði lokið með fullum sigri ís- lendinga og kynnu sjómenn að meta að verðleikum þau auðugu mið, sem bætzt hefðu við fisk- veiðilögsöguna. Á hinn bóginu skyldi það ekki gleymast, að loka takmarkið væri friðun alls land- grunnsins og í þeirri sókn skyldi farið að alþjóðalögum, því á eng- an annan hátt væri réttur smá- þjóðar tryggður. Þá ræddi ráðherra um hinar stórstígu framfarir, er átt hafa sér stað í sjávarútvegi á undan- förnum árum, og taldi eina meg- inorsök þeirra, að atvinnugrein- in var losuð úr þeirri spennu- treyju, sem hún var í fyrir 1960, Að framsöguræðum loknum voru frjálsar umræður, er urðu mjög miklar. Meðal þeirra, sem tóku til máls, voru Ási Markús- son, Helgi ívarsson, Óskar Magn- ússon, Árni Helgason og Böðvar Tómasson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.