Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 19
L'augar'dagur 5. des. 1964
MCRCUNBLAÐIÐ
19
Valdabaráttan í Kreml
IIÉR fara á eftir tvær grein-
ar, sem Edward Crankshaw,
— sérfræðingur brezka blaðs-
ins OBSERVERS um mál, er
varða Sovétríkin og önnur
kommúnísk ríki — skrifaði
með tvegigja vikna millibili.
Mbl. telur rétt að birta
greinarnar báðar, m.a. þar
sem þær gefa skemmtilega
hugmynd um tilraunir stjórn-
málafréttamanna til að gera
sér grein fyrir því, sem ger-
ist að tjaldabaki í Kreml, af
þeim takmörkuðu freignum,
sem þaðan berast.
8. NÓVEMBER.
Má vænta þess, að sættir
takist með kommúnistaflokk-
unum í Moskvu og Peking?
Kínverska sendinefndin,
sem dvaldist í Moskvu í byrj-
un nóvember sýnir í sjálfu sér,
að um sættir milli flokka'nna
er enn ekki að ræða. Kín-
verski forsætisráðherrann,
Chou En-lai, hefur að vísu
rætt við sovézka forsætisráð-
herrann, Kosygin — en þess
ber að gæta, að sendinefndina
kínversku skipar enginn for-
ystumanna kínverska komm-
únistaflokksins, — sem .einir
teljast hafa umboð og völd
til þess að ræða samskipti
flokksins við sovézka kommún
istaflokkinn.
Þá er vert að veita því at-
hygli, að endurprentaðar hafa
verið í Pravda allar helztu
ályktanir þriggja síðustu
flokksþiniga sovézka kommún-
istaflokksins — ályktanir,
sem Kínverjar höfðu fordæmt
sem endurskoðunarstefnu og
villukenningar. Jafnframt er
af hálfu Kínverja lögð sívax-
andi áherzla á kjarnorkustyrk
þeirra, grundvöllinn fyrir
sósíalískri byltingu í Afríku
og misgjörðir allra banda-
rískra forseta.
Það mesta, sem vænta má af
heimsókn Chou En-lais, er, að
deiluaðilar verði ásásttir um
að reyna að koma í veg fyrir
frekari deilur sem Krúsjeff
virtist heldur kynda undir.
Ýmsir eru þeirrar skoðunar,
að Krúsjeff hafi haft uppi
fyrirætlanir um að hrinda af
stað skipulögðum uppreisnum
í Sinkiang og víðar, er mið-
uðu fyrst og fremst að því, að
eyðileggja stöðvar og aðstöðu
Kínverja, — og að sumum
starfsmanna hans hafi fundizt
— og það ekki að ófyrirsynju
— að með slíkum aðgerðum
myndu Sovétmenn ganga of
larugt til samvinnu við Banda-
ríkin. Hvað eru allir hinir
kommúnistaleiðtogarnir að
gera í Moskvu? Sú hugmynd
að þeir komi saman til eins-
konar „minniháttar fundar
æðstu manna" er of einföld
lausn. Það er engan veginn
ljóst ,hvort leiðtogarnir muni
sitja sameiginlegan fund —
með eða án þáttöku kínversku
sendinefndarinnar — hvort
heimsókn þeirra vegna 47 ára
afmælis byltinigarinnar er ann
að en yfirvarp; hvort þeir
nota byltingarafmælið sem til-
efni til að hitta Rússa og
ræða við þá nýafstaðna at-
hurði eða hvort hinnir nýju
sovézku ráðamenn noti afmæl
ið sem tilefni til að segja
skoðanabræðrum sínum,
hverju þeir eiga að trúa.
Ljóst er, að í gervöllum hin
um kommúníska heimi, sættir
enginn sig við þær skýringar,
sem gefnar hafa verið á falli
Krúsjeffs. Jafn ljósí er, að
Rússar hafa alls ekki í hyggju
að skýra frá hinum raunveru-
legu ástæðum þess. Og við
sjálf getum ekki gert okkur
grein fyrir þeim, meðan við
vitum ekki gerr, hverjir stóðu
fyrir því að svipta hann völd-
um.
Á hinn bóginn virðist sú
skoðun ríkjandi meðal ábyrg-
ari kommúnista, að hinn nýji
aðalritari Brezhnev, — og for
sætisráðherrann, Kosyigin, séu
ekki annað en leppar, og að
byltingin gegn Krúsjeff hafi
verið undirbúin og fram-
kvæmd með launung, undir
forystu Mikoyans.
Einnig eru menn yfirleitt
sammála um, að til þess að
byltingin gegn Krúsjeff gæti
tekizt, hafi orðið að einangra
hann frá stuðningsmönnum
hans og lama þannig valda-
mátt hans. Þar sem nú virðist
augljóst, að herinn hafi ekki
haft neinu teljandi hlutverki
að gegna, verður að gera ráð
fyrir, að leynilögreglan hafi
verið virkur aðili undir stjóm
Semichastny, frrum leiðtoga
æskulýðshreyfingarinnar. Þess
er vert að minnast, að það
var Semichastny, sem var
fremstur í flokki ofsóknar-
manna Pasternaks og sýndi
glögigt hvern mann hann hef-
ur að geyma, þegar hann
sagði: „Svín mundi ekki einu
sinni gera það, sem hann hef-
ur gert. Pasternak hefur saurg
að matborð sitt og atað auri
þá, sem hafa séð honum fyrir
lífsviðurværi."
Þeir, sem telja, að allir ynigri
framámenn kommúnista í
Sovétríkjunum hljóti að vera
betri en þeir eldri — aðeins
af því, að þeir eru yngri —
ættu að muna eftir Semi-
chastny.
Þá em margir þeirrar skoð-
unar, að ýmis furðuleg og
óskýrð atvik — t.d. þegar eitr
aðri sýru var skvett á fótlegg
þýzka sendiráðsmannsins og
handtaka vestrænu sendifull-
trúanna í Síberíu — atvik,
sem vom einkar vel til þess
fallin að kæla samskipti Sov-
étstjórnarinnar oig Vesturveld
anna, hafi verið nátengd bylt-
ingunni gegn Krúsjeff. Og fyr
ir þess háttar aðgerðum gat
enginn aðili annar en leynilög
regla Semichastnys staðið.
Frá því öryggislögreglan
var sett skör neðar í valda-
bekkinn sovézka — hefur
Semichastny í raun og veru
verið formaður öryggismála-
nefndar þeirrar, sem heyrir
beint undir forsætisráðher-
rann — Krúsjeff sjálfan áður
— Kosygin nú. Hefði Semi-
chastny verið háður fyrirskip
unum Krúsjeffs, hefði hann
vart getað stuðlað að bylting-
unni. En þá er spurningin —
fyrir hvern og með hverjum
starfaði har.n?
Þýðingarlaust er að reyna
að leiða getur að því, meðan
við höfum ekki gleggri fregn-
ir af því, hverjir hafi verið
hækkaðir og hverjir lækkaðir
í tigninni innan flokksins.
Nikita Krúsjeff
Mikilvægast er, að hafa það
hugfast að kommúnistar utan
Sovétríkjanna taka ekki gild-
ar hinar opinberu skýringar
á falli Krúsjeffs og gera sér
fullkomlega Ijóst, að allt hjal
um leyniskjöl, um ákæru í 29
iiðum gegn Krúsjeff o.s.frv.
er til þess ætlað að rugla
menn í ríminu. Og það hefur
tekizt.
Kommúnistar utan Sovét-
ríkjanna vita engu frekar en
við, að hve miklu leyti bylt-
ingin gegn Krúsjeff átti ræt-
ur að rekja til valdafýsnar
öfundarmanna hans oig að hve
miklu leyti hún stafaði af and
stöðu gegn stefnumiðum hans.
Þeir vildu svo gjarna vita
meira. Og þar sem byltingar
í stjórnarbúðum Sovétríkj-
anna draga venjulegast lang-
an dilk á eftir sér fýsir þá
mjög að frétta hver á nú í
höggi við hvern í Kreml.
22. NÓVEMBER.
Tjaldið, sem dregið var fyr
ir leiksviðið í Kreml eftir fall
Krúsjeffs, er nú aðeins að
byrja að lyftast og þeir, sem
fara með helztu hlútverk í
valdabaráttunni að birtast á
sjónarsviðinu. Og sem herrarn
ir Podgorny og Shelest frá
Ukrainu og lögreglustjórarnir
Shelepin og Semichastny
koma fram úr skugganum
verður Ijóst, að hlutverkum
þeirra Brezhnevs og Kosygin
verður brátt lokið.
Þessir tveir menn hafa í
raun og veru fengið það hlut-
verk, að vera yfirmenn flokks
ins, meðan víðtækar breytinig
ar og endurskipulagning stend
ur yfir. Meðal þeirra, sem að
framkvæmdum þessara breyt
inga standa, eru Podgorny og
Shelepin, og báðir gera sitt
ýtrasta til að styrkja um leið
sína eigin aðstöðu.
Fyrir tveim vikum gat ég
þess til, að Semichastny hinn
harðskeytti æskulýðsleiðtogi
fyrrverandi, sem gerður hefur
verið yfirmaður leynilögregl-
unnar, hlyti að hafa haft mikil
vægu hlutverki að gegna við
að gera húsbónda sinn og '
herra, Krúsjeff, svo óvirkan,
að félagar hans gætu þjarmað
svo að honum, að um munaði.
Þá var hinsvegar ekki ljóst
fyrir hvern Semichastny vann
eða hverjum hann fylgdi.
Semichastny gat verið verk
færi Podgornys, sem — eins
og Krúsjeff — er fyrrverandi
formaður kommúnistaflokks-
ins í Ukrainu. Podgorny hafði
verið mjög náinn samstarfs-
maður Krúsjeffs, — en þar
sem hann lifði af fall hans,
er Ijóst, að hann hefur hugs-
að um sitt eigið skinn.
Einnig gat Semichastny ver-
ið maður Shelepins, fyrirrenn
ara síns bæði í Komsomol og
leynilögreglunni. Ógerlegt var
að sjá, hvort Semiehastny
vann með honum eða móti.
Nú er ljóst, að hann vann
með honum.
Shelepin hefur komizt langt
með annarra aðstoð. Hann var
áður meðlimur framkvæmda-
nefndar flokksins og hefur nú
fengið sæti í Æðsta ráðinu.
Einu mennirnir, sem áttu sæti
í báðum þessum stofnunum
voru Brezhnev, Suslov og
Podgorny. Þar sem Brezhnev
virðist skorta hæfileika til for
ystu og Suslov hefur aldrei
haft annað en aukahlutverk
á hendi, bendir þessi þróun
mála til þess, að Podgorny og
Shelepin séu nú tveir valda-
og atkvæðamestu menn Sov-
étríkjanna. .
Podigorny, sem er 61 árs
að aldri, hefur nú með hönd-
um allar embættisveitingar
innan flokksins og hefur einn
ig tekið að sér að framkvæma
ýmsar breytingar innan hans.
Til dæmis er það hans verk-
efni að afnema ýmsar ráðstaf-
anir Krúsjeffs, er meðal ann-
ars miðuðú að því að minnka
vald formanna einstakra
flokksdeilda. Podgorny er
þannig í aðstöðu til þess að
skipa sína eigin fylgismenn
í embætti, þar sem hann vill
hafa þá staðsetta. Það er t.d.
honum sjálfum til stuðnings,
sem hann hefur kallað Shelest
frá Kiev til starfa í Moskvu —
en Shelest hafði tekið við af
Podigorny, sem formaður
flokksins í Ukrainu. Podgorny
hefur þannig mjög sterka að-
stöðu.
Shelepin hinsvegar, sem er
aðeins 46 ára, samanbitinn,
kuldalegur og feiknarlega
framgjarn maður, hefur enn-
þá öll tögl og hagldir í leyni-
lögreglunni. Semichastny, sem
er aðeins fertugur, hefur
Shelepin launað vel unnið
starf méð því að skipa hann
í miðstjórnina. Þar að auki
er Shelepin yfirmaður um-
sjónarnefndar flokksins og
ríkisins — sem hefur einskon-
ar eftirlit með öllum starfs-
mönnum flokksins — í fram-
tíðinni sem sagt með þeim
mönnum, sem Podgorny hefur
skipað í embætti.
Fleiri athyglisverðar em-
bættisveitingar hafa farið
fram í Kreml — en um þær
má fjalla síðar. Það sem
skiptir lang mestu máli eru
hin geysilegu völd, sem Pod-
gorny og Shelepin hafa náð
í sínar hendur. Þau eru í
sjálfu sér nægileg til þess að
koma af stað hinni mannskæð
ustu valdabaráttu. Það virð-
ist óhjákvæmilegt, að menn-
irnir, sem sneru bökum sam-
an til þess að losna við Krú-
sjeff, muni áður en langt um
líður snúa sér við — báðir í
því skyni að reyna að ryðja
hinum úr vegi. Hlutverk
Brezhnevs er ljóslega að
reyna að halda þeim í skefj-
um — en í Sovétríkjunum
verða fáir lengi í slíkri að-
stöðu.
Um nánustu framtíð virð-
ist líklegt, að sovézk tíðindi
verði bundin við heimavig-
stöðvarnar. í utanríkisstefnu
Sovétríkjanna eru meiri hátt-
ar breytingar ólíklegar fyrst
um sinn. Það á einnig við um
stefnuna gagnvart Kínverjum.
Nú — eftir hið stutta vopna-
hlé, sem fylgdi í kjölfar falls
Krúsjeffs og náði hámarki í
heimsókn Chou En-lais til
Moskvu, — er svo að sjá, sem
Kínverjar séu aftur komnir
í sókn. Fyrir milligöngu hins
trausta fylgifisks síns, Alba-
níu, hafa Kínverjar lýst því
yfir, að hinir nýju forystu-
menn Sovétríkjanna hafi sýnt,
að þeir ætli sér að halda á-
fram á þeirri braut endurskoð
unarstefnu og andlenínisma,
sem Krúsjeff hafði markað.
í síðustu viku varaði Peking
stjórnin sjálf við því — með
harðorðri yfirlýsingu um
Sinkiang-málið — að deilan
færi aftur í sama farið. í
Peking hafði því áður verið
haldið fram, að deilan um
Sinkiang væri alvarlegri en
virtist í fljótu bragði —oig að
Krúsjeff gerði sig ekki ánægð
an með að stofna til vand-
ræða á landamærunum, heid-
ur hefði á prjónunum fyrir-
ætlanir um meiriháttar að-
gerðir, er miðuðu að því að
koma af stað uppreisn, er
leiddi til þess, að héraðið
segði sig úr lögum við Kína.
— Jafnframt yrði miðað að
því að óigna kjarnorkurann-
sóknarstöðvum Kínverja.
Miðvikudaginn, 18. nóv.
skýrði fréttastofan Nýja Kína
frá ræðum, sem haldnar voru
á héraðsþinginu í Urumchi.
Þar var margítrekað, að
Sinkiang væri „friðhelgur og
óaðskiljanlegur hluti hins
stóra Kínverska föðurlands“
og að „sérhver ófróm tilraun
til þess að grafa undan ein-
ingu föðurlandsins og allra
þjóðarbrota er það byggja,
muni óhjákvæmileg'a mistak-
ast skammarlega....“
Enda þótt ljóst sé, að .bilið
milli Rússlands og Kína verði
ekki brúað í bráð — og þótt
Chou En-lai hafi að mestu
farið erindisleysu til Moskvu,
má vænta þess, að gerð verði
tilraun til þess að berja í
brestina — a.m.k. að því er
varðar samskipti stjórnanna.
Haft er eftir öruiggum heim-
ildum, að Sovétstjórnin muni
veita Kína nokkra efnahags-
aðstoð og að Brezhnev hafi
lofað að koma í heimsókn til
Peking. Og síðast en ekki
sízt hefur verið fallið frá
þeirri ráðstöfun Krúsjeffs,
sem hvað mest orkaði tvímæl
is — þ.e. ráðstefnu 26 komm-
únistaflokka, sem halda skyldi
í desember. — Þar sem Krú-
sjeff hugðist þvinga bræðra-
flokkana til þess að rjúfa opin
berlega sambandið við Kín-
verja.
(OBSERVER —
Öll réttindi áskilin).
FLUGKENNSLA
Sími
10880
LEIGUFLUG