Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLÁBIÐ ‘Éaué'ardagur S: ‘ des. 1964* ÚTVARP REYKJAVÍK SUNNTJDAGINl^ 22. nóv. flutti Jón Jónsson þriðja erindi sitt um hvali. „Htjóðmyndun, vöxtuf og viðkoma", nefndist þetta er- indi. Leyfði Jón hlustendum að heyra margvíslegar hljóðmynd- anir hvala, sem teknar hafa verið á seigulhönd. Visindamenn grein- ir á um, hvernig hljóð þessi myndast. Enn er margt á huldu um ástalíf hvala. Talið er, að sumar hvaltegundir ieysi hin tæknilegu vandamál ástalífsins í hálflóðréttri stöðu á haffletinum. Hjá öðrum hvaltegundum mun lárétta staðan vinsælli. „Á bókamarkaðinum" þennan dag var m.a. lesið úr nýjum bók- um eftir Jónas frá Hriflu, Pál Kolka og Bemharð Stefánsson. Um kvöldið flutti Baldvin Hall- dórsson dagskrá um dönsku þjóð lagasöngkopuna Engel Lund (fædd á íslandi), en Sigurður Nordal, prófessor, samdi dag- skrána. Þá var þátturinn „Vel mælt.“ Snorri Sigfússon, fyrrverandi námsstjóri, talaði um daginn og veginn á mánudagskvöld. Réðst hann geign ýmsu, sem honum þótti miður fara í þjóðfélaginu, svo sem óhóflegri vínnautn, upplausn heimila, flóttanum á malbikið, of rúmum fjárrá'ðum unglinga og agaleysi. Snorri rædd skólamálin sér í lagi. Hann mælti með því, að kom- ið yrði á fót lýðhá- skólum hér á landi að fyrirmynd frændþjóða okkar á Norðurlönd- Málverkauppboð Súlnasalurinn á Hótel Sögu var þéttsetinn á fimmtudag, er Sigurður Benediktsson hélt þar uppboð á nær fimmtíu myndum tuttuigu og þriggja listamanná. Voru þar saman komnir marg- ir af kunnugustu borgurum Reykjavíkur, oig fengu sumir á- gæt listaverk við ágætu verði. Uppboðið var hið fjörugasta á köflum. Hæst var boðið í mynd Kjarvals, „Sýsiunefndarfuindur“, og fór hún á þrjátíu þúsund kr. Þá var „Vor í Húsafellsskógi", eftir Ásgrím Jónsson legin á tuttugu og sjö þúsund, og „Úr Þingvallasrveit", vatnslitamynd eftir Ásgrím fór á tuttugu og þrjú þúsund. „Kona með svarta slæðu“, litkrítarmynd eftir Gunnlaug Blöndal var slegin á tuttugu og tvö þúsumd krónur og önnur mynd Blöndals, ,újúfan blíð“, á tuttugu þúsund. Sjáifs- mynd Muggs fór á eilefu þúsund og „Haust“, teikning Einars Jóns sonar myndhöggvara frá 1907 á sex þúsund. Meðal mynda á upp boðinu var þurrkrítarmynd eftir Gunnlaug Blöndal, máluð af Ein axi Benediktssyni í París árið 1937, og seldist hún á tólf þús- und og fiman hundruð krónur. Önnur mynd .Blöndals, „Móðir með bam“, sem var frummynd að jólamerki Thorvaldsenstfélags ins árið 1959, var silegin á fjórt- án þúsund og fimm hundruð kr. um. Þá saigði hann, að heppilegt væri, að börn ynnu að heima- verkefnum sínum í skorpum, en hefðu sém mest næði á milli. T.d. ekki glamrandi útvarp við hlið sér allan daginn. Hann taldi uppeldismálin mikilvægust allra mála fyrir þjóðina. Snorri flutti erindi sitt skarp- lega, þrátt fyrir allháan aldur og af þeirri einurð, sem knýr menn til að hugsa mál, jafnvel þótt menn séu ekki sammála flutn- ingsmanni um öll atriði þess. Síðar um kvöldið var þáttur- inn: „Spurt og spjallað í útvarps sal“. Spurningin, sem Sigurður Magnússon bar fram að þessu sinni var svohljóðandi: Er þjóð- erniskennd íslendinga i dag í samræmi við óskir yðar um skynsamlegan og þroskavænleg- an þjóðarmetnað?“, og fyrir svörum urðu: Aðalbjörg Siigurð- ardóttir, Guðmundur Jósafats- son, Jón Hannibalsson og Jón E. Ragnaráson. Aðalbjörg, Guðmundur og Jón Hannibalsson töldu þjóðarmetn- aði okkar, eða a.m.k. hluta þjóðarinnar í ýmsu áfátt. Lögðu Aðal- björg og Jón þar sérstaka áherzlu á hættu, sem að okkur steðjaði frá sjónvarpinu í Keflavík og á- Aðalbjörg hrifum banda- Sigurðardóttir. ríska varnarliðs- ins þar í heild. Aðalbjörg taldi að visu ekki ó- sennilegt, að sá dagur kæmi, er allar þjóðir rynnu saman í eina ríkisheild, en meðan svo væri ekki, vildi hún láta þær kapp- kosta að varðveita sem bezt sín sérstöku þjóðareinkenni og menn ingu. Hún saigðist líta á heiminn allan sem eins konar hljóðfæri, sem höfundur tilverunnar léki á. í hljóðfæri þessu væri engin nóta annarri meiri, en þær yrðu að hljóma rétt, ef fullkomnun ætti að nást. Okkar nóta væri m.a. friðarþrá og andúð á beit- • Slæmur „glaðningur“ Hér kemur bréf um jólagleði: „Velvakandi góður. Viltu koma á framfæri fyrir mig beiðni til áfengisvarnar- nefndar eða einhverra þeirra samtaka, sem láta áfengisbölið sig einhverju skipta. Mörg fyrir tæki hafa tekið upp þann sið að senda viðskiptamönnum eða velunnurum sínum vínflösku fyrir jólin. Á mörgum heimilum eru þessar vínsendingar hrein- asta plága. Margir menn eru í þannig stöðu, að mörg fyrirtæki senda þeim vínpakka fyrir jólin og þeim berst fjöldinn allur af alls konar vínum. Ekki þarf að lýsa jólagleðinni á þeim heimilum, þar sem húsbóndinn er útúr- ingu vopna. Guðmundur gagnrýndi m.a. hin yngri skáld okkar, sem höfn- uðu hinu hefðbundna ljóðaformi. Hann sagði, að ferskeytlan hefði varðveitt áherzlu á fyrsta at- kvæði í íslenzku í gegnum ald- irnar. Nú sagði hann, að Reyk- víkingar segðu t.d. sömuleiðis, með áherzlu á síðasta atkvæði. Jón Hannibalsson vitnaði i íslenzkan skólameistara á ofan- verðri 18. öld, sem vildi leggja niður islenzku hér á landi og taka upp danska tungu. Jafnaði hann því viðhorfi til þjóðernis- kenndar sumra íslendinga nú. Það fór ekki dult, að Jón Hanni- balsson sá sig í hlutverki upp- rennandi stjórnmálaforingja. Bæði tók hann oft orðið af öðr- um ræðumönnum, ef honum bauð svo við að horfa, og ræddi öllu meira um framtíðarverkefni en Aðalbjörg og Guðmundur og- með meiri valdsmannsbrag, að minnsta kosti hvað raddblæ á- hrærði. Jón E. Ragnarsson taldi það íslenzkan „þjóðarkomplex", að aðrar þjóðir sæktust eftir að vinna sjálfstæði okkar grand. Hann sagði, að íslenzk menning væri lifandi afl, sem hlyti að hreyfast með sögunni. Þröng- sýn þjóðerniskennd mætti ekki verða okkur fjötur um fót. Hið Mðna væri ekki takmark, við yrðum að leita nýrra verkefna. Engin kynslóð hefði búið yfir haldbetri þekkingu á íslenzkri tungu og sögu en okkar kynslóð. Ekki mætti draga kjark úr þjóð inni með einhliða skýrskotun í gamlar venjur. Með nokkrum tfrekari fyrirvara srgðist hann svara hinni upphaflegu spurn- ingu játandi. Það er skrýtin aðstaða sem þjóðin er í, þegar hún hlustar á fjórar manneskjur ræða um þjóðerniskennd hennar fram og til baka, atyrða hana eða bera blak af henni, en geta engan þátt tekið í umræðunum. Hugsanlegt væri, að þessar fjórar manneskj- ur samþykktu að þjóðin væri ekki til lengur, og væri þjóðin drukkinn, og þrátt fyrir góðan ásetning hefur bókstaflega ekki komizt hjá því að lenda á fylliríi. Ef áfengisvarnarnefnd gæti komið þessum fyrirtækj- um til að senda eitthvað ann- að, einhvern smáhlut, ösku- bakka, styttu, eða eitthvað ann að en áfengi, inn á heimili við- skiptamanna sinna og komið þeim í skilning um að með þess um vínsendingum eru þau að eyðileggja jólagleðina fyrir öðru heimilisfólki og aðstand- endum þessara fórnarlamba sinna, þá væri mikið unnið. Drykkjumannskona." • Að slá tappann úr flöskunni Vonandi að sem flestir, sem hlut eiga að máli, lesi þetta um stund jafn varnarlaus gegn slíku og maður í dásvefni, sem á að fara að kviksetjá. Mikil og blessunarrík verður sú tæknilega framför, þegar fólk getur farið að grípa fram í fyrir útvarps- ræðumönnum. Á þriðjudagskvöld lauk saka- málaleikritinu „Ambrose i París“, og hlaut það nokkuð óvæntan endi, eins og vera ber með saka- málaleikrit, Mun fáa hafa grunað að jafn meinleysislegur maður og Gunnar Eyjólfsson hefði slík ósköp á samvizkunni. Ég held, að margir hlustendur hafi haft skemmtan góða af leikriti þessu. Á kvöldvökunni á miðviku- datgskvöldið flutti Benedikt frá Hofteigi siðara hluta erindis ' sins um Hvannalindir og Hall- grímur Jónasson, kennari, siðari hluta ferðasögu frá Noregi. Voru þetta hvort tveggja hin fróðleg- ustu erindi. Á fimmtudagskvöld flutti dr. Matthías Jónasson eríflidi: „Menntunarlíkur hins tornæma." Hann benti á, að þjóðfélagið ger- ir æ fjölbreyttari kröfur til menntunar þegnanna. Miðlungs- gáfaðir nemendur og þar fyrir neðan ættu þess vegna að geta fundið menntun við sitt hæfi, til að takast síðar á hendur hagnýt ag þroskandi störf. Hann taldi, að sú skoðun væri nokkuð rík hjá mörgum, að menntun í svo- nefndum hum- anitiskum fræð- um væri annarri menntun æðri, eins og t.d. verk legri og tækni- lagri menntun. Þetta væri ekki rétt. Matthias Dr. Matthías Jónasson. sagði, að menn færu ekki ein- göngu í skóla, til að afla sér þekk irugar, heldur eigi síður til að verða hæfir til áframhaldandi þroskaleitar og menntunar. Skiptu þá ekki námsgreinamar mestu máli út af fyrir siig heldur hitt, hvaða menntunarleið sam- rýmdist bezt hæfileikum og á- huga nemandans svo og þörfum þjóðfélagsins. Skínandi erindi. Okkur skortir hjúkrunarkon- ur í þau nýju sjúkrahús og sjúkradeildir, sem bráðlega á að taka í notkun. Raunar mun- um við eiga nógu margar lærðar hjúkrunarkonur, til að fullnægja bréf. Areiðanlega vakir það ekki fyrir þeim, sem senda kunningjum jólaglaðning, að eyðileggja jólagleðina fyrir fjölskyldunni. En það gerist sennilega æði oft. Auðvitað er það ekkert eðli- legt, að maður, sem fær vin- flösku að gjöf, þurfi tafarlaust að slá tappann úr flöskunni og hvoltfa innihaldinu í sig. Þetta er ekki hvað sízt óeðlilegt, þeg ar stórhátíð fer í hönd og mað- urinn gerir sér grein fyrir því að hann er að stórspilla hátíð- inni fyrir fjölskyldunni. Samt sem áður er það víst staðreyndin, að fjölmargt fólk telur sér trú um að það sé ekki hægt að eiga óhreyfða vín- eftirspurn nánustu framtíðar, en gallinn er sá, að um 400 þeirra munu nú sinna öðrum störfum en hjúkrunarstörfum. Sigmundur Magnússon lækn- ir fræddi okkur um þetta í ágætu erindi á fötudagskvöldið. Benti hann á, að ástandið í þessum efnum væri með öllu óviðunandi, þótt væntanlega mundi það lag- ast nokkuð með tilkomu nýja hjúkrunarkvennaskólans, sem ráðgert er að fullbúinn verði eft- ir 2 ár. Sigurmundur sagði, að hjúkrunarkvennaskorturinnn væri ekkert nýtt fyrirbrigði, en nú, sem lélegri efnahagsafkomu þjóðarinnar yrði ekki lengur um kennt, þá væri áframhaldandi ó- lestur á þ^um málum ekki sæmandi fýrir ökkur. Einkum yrði að finna ráð til að nýta betur hjúkrunarkvennastéttina. Þá væri æskilegt að gera áætlan- ir alllangt fram í tímann varð- andi spítalabyggingar og hjúk- runarkennslu. Síðar á föstudagskvöld ræddi séra Árelíus Níelsson um vanda- mál æskulýðsins. Kom hann raunar víða við. Upplýsti m.a., að tveir af hverjum þremur jarð arbúum eiga við fæðuskort að stríða. Jónas Jónasson ræddi við Birgi Kjaran, hagfræðing „í vikulok- in.“ Birgir hefur að miklu leyti lagt pólitík á hilluna og gefið sig meir að öðr- um hugðarefn- um, eins oig rit- störfum, bókaút gáfu o.fl. Hann er ferðamaður mikill og náttúru unnandi og hef- ir einkum skrif að um þau efnL Birgir kvað bókaútgáfu sína nokkuð hafa dregizt saman, og væri hún nú nær eingöngu á sviði þjóðlegra fræða. Hann gef- ur út 6 bækur fyrir jólin, þar af eina eftir sjálfan sig. „Auðnu- stundir" nefnist hún. Segir hann þar m.a. frá kynnum sínum við ýmsa þjóðfræga menn, bæði við- urkennda snillinga eins og Kjar- val og aðra umdeildari, t.d. Sig- urð heitinn Berndsen. Verður eflaust góð tilbreyting að lesa þessa bók og fá þannig stundargrið undan ásókn „kerl- inganna tiu“. Sveinn Kristinsson. Birgir Kjaran. flösku inni í skáp — og það fell ur fyrir freistingunni. Þegar svo er komið er það eðlilega orðið óeðlilegt — og óeðlilega eðlilegt: Sem sagt óeðlilegt að standast freistinguna. • Táraflóð. Og það er hægt að senda kunningja sínum ýmislegt ann- að en vín til þess að minnast jólanna — og í rauninni ætti að senda allt annað en vín. Þótt víndrykkja tíðkist mikið um jólin víða í útlöndum hefur okk ur tekizt að koma í veg fyrir að þetta verði almenn drykkjuhá- tíð, eins og t. d. áramótin, þrátt fyrir velmegunina. Hér er fyrst og fremst hugsað um að gera jólin að hátíð barnanna og svo mikið er víst, að ölvun foreldra á jólunum leiðir miklu fremur af sér táraflóð en ánægju meðal barnanna. B O S C H rafkerfi er í þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. \esturgötu 3. — Símj 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.