Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 14
r
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 5. des. 1964
14
Island og lýðháskólar
á Norðurlðndum
eftir Poul Engberg
NORRÆN samvinna, sem bygg-
ist á frjálsum, sjálfstæðum þjóð-
um með sérstökum þjóðarein-
kennum, hefur alltaf verið tak-
mark lýðháskólanna á Norður-
löndum. Grundtvig hafði engai7
áhuga á vélrænu samsafni Norð
urlanda, hvorki tungufarslegu
! trúarlegu eða stjórnarfarslagu
því að hann var þeirrar skoðun-
ar, að sérhver þjóð og sérhver
; einstaklingur hefði rétt á, að
ráða lífi sínu innan þeirra tate
marka, sem Guð hefur skapað í
tímans rás. í riti sínu Um vísinda
lega sameiningu Norðurlanda
J(Om Nordens videnskablige for-
ening 1839) segir hann með á-
nægju fyrir um það, að Norð-
menn muni skapa sitt eigið rit-
mál „samkvæmt þeirra eiigin
sérstaka tungumáli — 11 árum
' áður en Ivar Aasen vekur lands
málshreyfinguna. Og hann mælii
gegn því, að norrænu kirkjumar
sameinist, vegna þess að það
muni skaða hið andlega frelsi.
: Um hina pólitísku sameiningu
segir hann, að hann hafi sjálfur
einu sinni álitið hana æskilega,
en að hann geri sér nú grein
fyrir því, að hún „myndi verða
dauðadómur þjóðanna" því að
Ihún myndi koma í veg fyrir
frjálsa þróun þeirra. Pólitísk
sameining á ekki að ná lengra
en til sameiginlegs varnarbanda-
lags.
f Lýðháskólahreyfingin á Norð-
urlöndum hefur í meira en 100
ár orðið að leggja út frá þessu
sjónarmiði aðaláherzluna á starf
sitt í að vekja hina þjóðlegu og
þjóðernislegu meðvitund hjá sér
hverri hinna norrænu þjóða. í>ess
vegna hóf danski lýðháskólinn
starf sitt í Suður-Jótlandi, þar
sem dönsku þjóðerni var ógnað
af menningu og máli úr suðri.
Á sama hátt fór alls staðar á
Norðurlöndum, lýðháskólarnir
tóku að sér hin þjóðlegu verk-
efni, sem hver þjóð varð að leysa,
til þess að komast inn í samfélag
umheimsins sem frjáls, sérstök
þjóð. í Noregi þýddi þetta bar-
áttu nýnorskunnar gegn dönsk-
um máls- og menningaráhrifum,
í Finnlandi kom hún bæði að
gagni í baráttunni fyrir finnskri
þjóðtungu og menningu gegn
sænskum áhrifum og baráttu
sænskra Finna í að vernda
sænska tungu og menningu, þar
sem hún var sönn. Og á íslandi og
í Færeyjum studdi hún sjálfstæð
isbaráttuna gegn Dönum.
Það er vert að gefa því gaum,
að hin þjóðlega sjálfstæðisbar-
átta, sem einkennt hefur Norður
lönd á þeim 100 árum, sem lýð-
háskólarnir hafa verið starfandi,
hefur átt sinn þátt í að skapa
þjóðernislegt frjálslyndi meðal
þjóðanna. Komizt varð hjá þjóð-
ernisstefnu í fyrsta lagi sökum
þess að í takmarki Grundtvigs
var alþjóðahyggja, sem gegnum-
sýrði allar þjóðernishreyfingarn-
ar. Markmiðið var alltaf skýrt.
Þegar þjóðin hafði verið vakin,
skyldi hún á friðsamlegan hátt
og með fullu tilliti til annarra
þjóða ganga til samvinnu við
aðrar þjóðir — bæði á Norður-
löndum og í Evrópu.
En í öðru lagi vegna þess að
frelsisbaráttunni var í flestum
tilfellum beint gegn öðrum nor-
rænum þjóðum — einkum Dön-
um og Svíum. Og þetta hafði í
för með sér fyrir þessar tvær
„gömlu“ þjóðir Norðurlanda lær
dóm varðandi frelsi í þjóðernis-
málum. Við Danir höfum lært
af Norðmönnum, Færeyingum,
íslendingum oig Þjóðverjum
nokkuð, sem úrslitum ræður í
sambandi við þjóðernislegt frjáls
lyndi: að það frelsi, sem við
krefjumst til handa okkar eigin
þjóð og móðurmáli, verðum við
einnig að leyfa öðrum þjóðum að
njóta.
Öll þjóðernishreyfing Norður-
landa komst þannig hjá því að
hafna í þröngri þjóðernisstefnu.
Hún varð opin fyrir og frjálslynd
gaignvart rétti annarra þjóða. Og
þetta er — svo langt sem ég fæ
séð — það, sem þyngst vegur af
því, sem Norðurlönd hafa fram
að leggja á síðustu tímum, sem
haft hafa í för með sér samvinnu,
sem nær til Evrópu og allrar
veraldarinnar.
ísland varð einnig fyrir varan-
legum áhrifum af kenninigum
Grundtvigs um jafnrétti þjóð-
anna. Ég vil aðeins minna á mik-
ilvægi heimilis Grundtvigs og
hreyfingar hans fyrir Jón Sig-
urðsson. Grundtvig sjálfur og
sonur hans Svend báru mikla ást
til'íslands oig íslenzkrar menn-
ingar og sögu og það var meðal
hinna þjóðernissinnuðu hópa í
Danmörku, sem sjálfstæðishreyf-
ingin á íslandi, er var að vakna,
fyrst mætti skilningi.
Lýðháskólinn barst einnig til
Islands. Hin íslenzka heimilis-
kennsla ásamt kvöldvökunni olli
því, að raunverulegir lýðháskól-
ar voru lengi vel ekki nauðsyn-
legir á íslandi, en strax á árun-
um 1880 til 1890 byrjaði Guð-
mundur Hjaltason á að koma á
starfi lýðháskóla í landinu. Hann
hafði heimsótt Bjþrnson oig Chr.
Bruun í Noregi og verið í Askov
lýðháskólanum árið 1877.
Þar fékk hann ákveðna hvatn-
ingu til þess að hefjast handa
um að koma á þjóðlegri upp-
fræðslu í heimalandi sínu, sem
gæti leitt land hans til frelsis
undan dönsku valdi. Eftir alda-
mótin kojnst líf í lýðháskóla-
málin á íslandi og var það án
efa í tenslum við hið vaxandi
fylgi hinnar þjóðlegu frelsishreyf
ingar og við hinn aukna áhuga
á pólitískum og efnahagslegum
endurbótum. Tala íslendinga,
sem sóttu danska lýðháskóla
jókst einnig. Árið 1902 hóf Sig-
urður Þórólfsson, sem líka hafði
verið nemandi við Askov-lýðhá-
skólann, starfsemi lýðháskóla í
Reykjavík, sem síðan var fluttur
til Hvítárbakka. Árið 1906 kom
Sigtrygigur Guðlaugsson ásamt
Birni Guðmundssyni á stofn lýð-
háskóla á Núpi á Vesturlandi.
Einn hinn ötulasti forvígismað-
ur lýðháskólamáisins var Jónas
Jónsson, sem einnig hafði verið
nemandi í Askov og ákveðinn
talsmaður samvinnuhreyfingar-
innár eftir danskri fyrirmynd.
Þeir lýðháskólar, sem komust
á stofn, breyttust samt sem áður
smám saman í það, að verða próf
skólar. Þeir hafa sjálfsagt leyst
þýðingarmikið - verkefni með
þeim hætti, en hin þjóðlega hug-
sjón lýðháskólanna getur ekki
þrifizt samtímis einkunnagjöf og
þekkingarprófum. Þar við bætt-
ist, að^ hinu þjóðernislega mark-
miði íslands var í grundvallar-
atriðum náð árið 1918, þegar land
ið varð sjálfstætt ríki.
Án þýðingar hefur þó lýðhá-
skólahreyfingin ekki verið á fs-
landi frá því í fyrri heimstyrj-
öld. Margt unjgt fólk hefur sótt
lýðháskóla til hinna Norðurland-
anna einkum Danmerkur. Og
margir kennarar hafa farið fyrst
og fremst til Askov, en þar er
á hverju ári haldið norrænt
kennaranámskeið, sem stendur í
3 mánuði og haft hefur mikla
þýðingu fyrir marga íslendinga.
Við kennaranámskeiðið í Ask-
ov, sem ég hef sjálfur tekið þátt
í að vinna að í 17 ár, kynntust
hinir ungu fslendimgar þeim
manni, sem á okkar tínium mest
og bezt hefur talað máli hins
norræna sjónarmiðs lýðháskól-
ans, en það er rithöfundurinn
Jþrgen Bukdahl. Ég hef starfað
með honum við norræna kennara
námskeiðið í Askov hvert ein-
asta sumar í 17 ár, og ég veit þess
vegna hvað ég tala um, þegar
ég seigi, að hann hefur haft ómet-
Framkvænidastjórastala
Framkvæmdastjóri óskast við frystihús á
Suðurnesjum. Tilboð sendist Mbl. merkt:
„Framkvæmdastjóri — 9732“.
JÓLIN nálgast
og nú hafið þér gott tækifæri til að gefa kon-
unni fallega jólagjöf. Úrval af svissneskum og
hollenzkum kápum. — Verð frá kr. 2.500,00.
Einnig nýkomið gott úrval af silki- og ullar-
hálsklútum og skinnhönzkum.
★ ATHUGIÐ. — Opið til kl. 4 í dag.
VEKIÐ VELKOMIN.
anlega þýðingu sem fyrirlesari
fyrir kennara frá öllum Norður-
löndum. Þekking hans er geysi-
lega umfangsmikil og nær yfir
allt menningarsviðið: sagnfræði,
heimspeki, bókmenntir oig listir.
Og samt er það ekki þekkingin
ein, sem skipað hefur honum
sess í öndvegi í þjóðlegri menn-
ingu Norðurlanda á okkar öld.
Hann er einfaldlega sá, sem
skýrast og lífrænast hefur á per
sónulegan hátt lýst hinu þjóð-
lega markmiði, sem Grundtvig
oig hinir norrænu lýðháskólar
höfðu til að bera. í ræðu og riti
hefur hann barizt fyrir kröfu sér
hverrar hinna norrænu þjóða
um skilning á jafnrétti móður-
máls og þjóðernis þeirra og sjálf-
stæði þeirra sem ríkja. í hinni
frægu bók sinni „Hinn duldi
Noregur“ (Det skjulte Norge)
sem kom út þegar á árunum milli
1920-1930, var það réttur norskr-
ar ménningar og tunigu, sem
hann beindi athygli fólks að, en
einnig hefur hann af lífi og sál
barizt fyrir lausn á þjóðlegum
vandamálum Finnlands, Færeyja
og íslands. Takmark hans var
norrænt samfélag, en það skyldi
grundvallast af jafnrétti og frelsi
hverrar einstakrar þjóðar otg
eiga upphaf sitt í þjóðlegri menn
ingu hennar. Einungis þannig
getur sérhver hinna norrænu
þjóða og Norðurlönd sem þjóða-
samfélag — orðið til að hafa
áhrif á þróun Evrópu.
Ef það er ekki þegar vitað á
íslandi, er nauðsynlegt fyrir
miig að segja það skýrt og skorin
ort öllum íslendingum: án bar-
áttu Jþrgens Bukdahl meðal
Dana fyrir skilningi á því, sem
þjóðlegt er og norrænt, væru
Danir ekki orðnir svo frjáls-
lyndir, að það hefði verið unnt
að fá samþykkt lögin um af-
hendingu hinna íslenzku hand-
rita, lögin, sem við öll vonum,
að munu verða samþykkt endan-
lega eftir kosnimgarnar í Dan-
mörku. Án J0rgens Bukdahl eng
in afhending handritanna. Þetta
er sannleikurinn hreinn og ber,
sem ég held, að mörgum íslend-
ingum sé þegar ljós. Það eru
mangir aðrir, sem hafa veitt sína
hjálp fyrir framan eða á bak
við tjöldin í þessu máli, en Danir
hefðu ekki verið andlega undir
það búnir að samþykkja afhend-
inguna án baráttu Jþrgens Buk-
dahls hér í Danmörku um 40 ára
skeið.
Þetta má gjarnan standa sem
söguleg staðreynd, því að það
er hún.
— n —
Það er ljóst, að sú frétt, að
ætlunin sé að stofna lýðháskóla
á íslandi, hafi vakið mikinn
áhuga okkar, sem störfum við
danska og norræna lýðháskóla.
Hvort það verður í Skálholti eða
annars staðar, er auðvitað mál
íslendinga sjálfra. En það, sem
mestu máli skiptir fyrir okkur
er, að lýðháskólinn á íslandi falli
inn í það þjóðasamfélaig, sem vax
ið hefur upp á grundvelli lýðhá-
skólanna á 100 árum um öll
Norðurlönd. Við þörfnumst að
heyra rödd íslands sem þjóðar
í kór hinna norrænu lýðháskóla.
Við óskum þess, að hinn nýi lýð-
háskóli á íslandi verði þess megn
ugur að láta okkur heyra í þess-
ari rödd á ný, og að hann muni
falla inn í kórinn líkt og hinir
gömlu íslenzku lýðháskólar
gerðu.
Það hlýtur að vera ósk okkar,
að hann hljóti stuðning meðal
þeirra íslendinga, sem vafalaust
hafa mikil áhrif, oig sem hlotið
hafa þjóðlegan innblástur í
Askov eða á öðrum lýðháskólum
á Norðurlöndum fyrir störf sín
á íslandi. Einungis hér á Snog-
hþj höfum við á 6 árum haft þá
ánægju að hafa meira en 20 ís-
lenzka nemendur.
Við vonum að gæfan fylgi því,
að lýðháskóli verði stofnaður á
íslandi og viljum tenigjast bönd-
um við þá íslendinga, sem áhuga
hafa á lýðháskólunum og við
alla Norðurlandabúa. Takist það,
er unnt að framkvæma eitthvað,
sem er voldugt og skiptir máli
— einnig fyrir hin Norðurlöndin.
Poul Engberg.