Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 12
MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. des. 1964 Agreiniitgur um aðgerðir A Ð loknum björgunarað- gerðum Belga og Banda- ríkjamanna á yfirráða- svæði uppreisnarmanna í Kongó, er ástandið mjög alvarlegt I landinu og ó- ljóst hvernig átök stjórn- arhersins og uppreisnar- manna muni enda. Harðir bardagar geisa við Stanley- | ville, sem var höfuðborg uppreisnarmanna, þar til stjórnarherinn náði henni á sitt vald sama daginn og belgískir fallhlífahermenn hófu að frelsa rúmlega 2 þúsund gisla úr höndum uppreisnarmanna. Um 100 gisla myrtu uppreisnar- menn áður en hjálpin barst. Sem kunnugt er, hafa að- ! gerðir Belga og Banda- 1 ríkjamanna sætt harðri gagnrýni af hálfu komm- únistaríkjanna, Samtaka Afríkuríkja og hlutlausra ríkja utan álfunnar. Áveðinn hefur verið fundur leiðtoga allra Afríkuríkja 18. desember nk., þar sem fjallað verður um ástandið í Kongó. Þótt uppreisnarmenn hafi verið hraktir frá höfuðborg sinni, Stanleyville, hafa þeir enn á sínu valdi stór lands- svæði í NA-Kongó (sjá kort), og óttazt er, að Kínverska Al- þýðuiýðveldið, Alsír og Kúba, noti aðgerðir Bandaríkja- manna og Breta, sem átyllu til þess að aðstoða uppreisnar- menn meira, og fyrir opnum tjöldum, í stað þess a'ð áður reyndu þessi ríki að leyna því að þau sendu þeim hergögn, og veittu þeim aðra aðstoð. Á svæðunum, sem enn eru í höndum uppreisnarmanna í Kongó, dveljast nú um 1000 hvítir menn, sem Belgum þótti ekki gerlegt að bjarga um leið og gislunum í Stanley- ville, Paulis og nokkrum þorp um á svæðinu. Þessir þúsund menn eru dreifðir um frum- skógana, þar sem samgöngur eru slæmar, engir flugvellir og lítið um vegi. Mjög er ótt- azt um afdrif þeirra, en talið ómögulegt áð bjarga þeim, eins og málum er nú háttað. t Gbenye tækifærissinni Uppreisnarmenn hafa haft Stanieyville, sem er höfuð- borg Oriente-héraðs, á sínu valdi frá því í ágúst s.l. og í þeirra munni hefur hún verið höfuðborg „Alþýðulýðveldis- ins Kongó“. Þegar belgísku fallhlífahermennirnir og her stjórnarinnar í Leopoldville kom til borgarinnar, flýðu leiðtogar uppreisnarmanna. Talið er að þeir hafist nú við í Súdan og reyni að fá stjórn- ina þar til þess áð leyfa þeim afnot af flugvöllmn í iandinu og veita málstað þeirra frek- ari aðstoð. Ekki er talið ósenni legt, að Súdanstjórn verði við þessari málaleitun. Forseti uppreisnarmanna og helzti leiðtogi er Christophe Gbenye. Hann er vinstrisinn- aður og var starfsmaður stjórn ar Patrice Lumumba, fyrsta forsætisráðherra Kongó. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan belgisk blö’ð sögðu Gbenye nýtan borgara, en flestir eru nú sammála um, að hann sé fyrst og fremst tækifærissinni Aðrir leiðtogar uppreisnar- manna, sem mest kveður að, eru varnarmálaráðherra þeirra, Gaston Soumialot og Thomas Kanza, utanríkisráð- herra þeirra það var Kanza, sem tók þátt í viðræðunum í Nairobi, þar sem reynt var að ná samkomulagi við uppreisn armenn um gislana, en eftir að viðræðurnar fóru út um þúfur, voru belgískir fallhlífa hermenn sendir til Stanley- ville. í Nairobi sagði Kanza m.a., að gislarnir fengju að halda lífi, ef her stjórnar- innar í Leopoldville stöðvaði sókn sína í ótt til Stanley- ville. ^ Ljóniit og vandræða- unglingarnir Erlendir fréttamenn í Kongó segja, áð uppreisnar- menn njóti ekki fylgis meiri- hluta Kongómanna en margir snúist á sveif með þeim vegna óánægju með stjórn Tshombes Segja fréttamenn, að margir leiðtogar uppreisnarmanna séu stjórnmálamenn, sem orðið hafi fyrir skakkaföilum á ferli sínum. Sumir þeirra séu vel menntaðir og sannir þjóðernis sinnar, en mjög fáir kommún- istar. Herlið uppreisnarmanna samanstendur fyrst og fremst af tveimur flokkum manna. Annað eru Simbas (Ijónin), hermenn, sem flestir hafa not ið þjálfunar stuttan tíma, en eiga sér nokkra foringja mennta'ða í herstjórnarlist. Hinn flokkinn skipa vandræða unglingar, sem hvorki hafa sótt skóla né stundað vinnu frá því að Kongó hlaut sjálf- stæði fyrir þremur og hálfu ári. Þetta eru taugaveikir ung lingar, óhlýðnir og skortir alla siðgæðiskennd. Þeir eru leið- togum sínum mikið vanda- mál ekki síður en andstæð- ingunum, ♦ Árangursrík sókn Uppreisnarmennirnir hófu sóknina gegn stjórnarhern- um skömmu eftir að gæzlulið Sameinúðu þjóðanna fór frá Kongó s.l. sumar. Átökin urðu í Oriente-héraði. Sögðu upp- reisnarmenn, að þeir berðust í nafni Lumumba, fyrrum for sætisráðherra, sem myrtur var í Katanga. Uppreisnarmönnum vegnaði vel, því að her stjórnarinnar í Leopoldville var allur í mol um og mótspyrna af hans hálfu lítil sem engin. Ekki höfðu uppreisnarmenn barizt lengi, þegar fúilvíst þótti, að þeim bærust leynilegar vopna sendingar frá Alsír og um sendiráð Kínverska Alþýðu- lýðveldisins í Burundi. Og Pekingstjórnin lýsti opinber- lega stuðningi við málstað þeirra. Þegar uppreisnarmenn hófu sóknina í Orientehéraði, var stjórnin í Leopoldville, með Cyrille Adoula í forsæti völt í sessi og stjórnmálamennirnir leituðu manns, sem væri treystandi til að mynda virka stjórn, er tækist annað hvort að semja við uppreisnarmenn eða vinna á þeim skjótan sig- ur. Þeir völdu Moise Tshombe Hann hafði sýnt mikla þraut- segju og leikni í baráttu sinni fyrir sjálfstæði Katanga, en flestir lefðtogar í Afríku sögðu hann handbendi Belga. Stóðu þeir því agndofa gagnvart vali Kongómanna. Eftir að Tshom- be tók við forsætisráðherra- embættinu tóku margir leið- toganna að snúast á sveif með uppreisnarmönnum Gbenyes, og nú er óttazt, að þeir kunni ef til vill að viðurkenna stjórn hans, sem löglega stjórn Kongó, náist ekki samkomu- lag milli uppreisnarmanna og stjórnarinnar í Leopoldville. | Málaliðar koma til sögunnar Þegar Tshombe hafði tekið við forsætisrá'ðherraembætt- inu hóf hann sáttartilraunir, en uppreisnarmenn vildu ekki semja, héldu áfram sókn sinni og náðu Stanleyville í ágúst s.l. Skoraði Gbenye þá á menn sína, að halda áfram barátt- unni þar til „svikarinn Tshom- be“ hefði verið rekinn frá völdum. Tshombe hætti nú að lítast á blikuna og greip til sinna ráða. Fór hann eins að og í Katanga forðum, réði til sín málaliða, flesta frá S.- Afríku og Rodesíu, og fól þeim endurskipulagningu stjórnarhersins í Leopoldville. Sfðan var lagt til atlögu við uppreisnarmenn og sem fyrr segir, er Stanleyville nú í höndum stjórnarhersins, en óvíst er hve lengi honum tekst að halda borginni. Kommúnistaríkin og flest Afríkuríkin halda því fram, að belgísku fallhlífahermenn- irnir hafi verið sendir til Stan leyville í þeim tilganigi enum að aðstoða Kongóher við að brjóta mótspyrnu uppreisnar manna á bak aftur og kalla aðgerðirnar „freklega íhlutun um innanríkismál Kongó“. Láta mörg þessara ríkja sem þau viti ekki, að þúsundir hvítra manna í borginni voru í bráðri lífshættu. | Sáttatilraunir Samtaka Afríkuríkja báru ekkiárangur Frá því áð gæzlulið Sam- einuðu þjóðanna yfirgaf Kongó, hafa Samtök Afríku- ríkja gert margár árangurs- lausar tilraunir til þess að miðla málum og koma á sætt um, þannig að komizt yrði hjá erlendri íhlutun. Ýn nú kenna þau Bandaríkjamönn- um og Belgum um hve illa horfi í Kongó, og reyna með því að breiða yfir eigin getu- leysi. Bandaríkjamenn og Belgar voru meðal þeirra, sem óskuðu, að Samtökum Afríku- ríkja mætti takast áð leysa vandann í Kongó. Þegar ljóst varð, að þ.au voru þess ekki megnug, ákváðu þessar þjóðir, að veita stjórn Tshombes tæknilega aðstoð og láta henni í té flutningatæki til notkunar í baráttunni gegn uppreisnar- mönnum. Talið er að þeir hafi fyrst og fremst gert þetta, vegna þess að þeim var ljóst, að uppreisnarmönnum barst aðstöð frá Kínverjum og fleiri erlendum aðilum. | Skiptar skoðanir Nokkur sundrung ríkir nú innan stjórnar Tshombes um hvaða leiðir eigi að fara til þess að bægja hættunni frá. Nokkrir ráðherranna, með Kasavubu forseta í farar- broddi, eru þeirrar skoðunar, að eina leiðin úr ógöngunum sé samkomulag við uppreisn armenn, en aðrir vilja, að þeir verði brotnir á bak aftur með valdi. Allt bendir til að þeir síðarnefndu séu öflugri, en þeir vita, að þeir geta ekki komið áformuim sínum í fram kvæmd nema þeir njóti stuðn ings Bandaríkjamanna og Belga. Þeir viðurkenna éinn ig, að kosningar verði að halda í Kongó, en segja að það eigi ekki að gera fyrr en uppreisnarmenn hafi verið sigraðir, og þá muni friður ríkja í landinu. En leiðtogar eins og Cyrille AdSoula segi, að friður muni aldrei kom- ast á með áðurgreindum hætti. Þeir vilji, að samið verði um vopnahlé þegar í stað, mynduð samsteypu- stjóm til bráðabirgða, sem uppreisnarmienn eiga sæti í, og síðan haildnar kosningar. Þeir, sem vilja vopnahlé nú þegar, eru þeirrar skoðunar, að hvorugum aðilanum takist nokkru sinni að vinna fulln- aðarsigur, en áframhaldandi bardagar leiði tiil erlendrar í- hlutunar í stórum stíl og end irinn verði sá, að Kongó-ríki leysist upp og skiptist í 10-12 smáríki. | Afstaða Vesturveld- anna getur ráðið úrslitum Af ofangreindu er ljóst, að afstaða Vesturveldanna kem- ur til með að hafa mikil á- hrif á endanlegia ákvörðun ríkisstjórnarinnar í Leopold- ville, því að án aðstwðar get- ur stjórnarherinn ekki gert sér vonir um sigur. Það eru fyrst og fremst Bandaríkin, sem augu manna beinast að. Sennilega ákveða þau ann að hvort frekari íhlutun, ©f hún reynist nauðsynleg til að afstýra að uppreisnarmenn, studdir af Kínverjum, nái endaniegri fótfestu, eða forð ast áframhaldandi afskipti til þess að koma í veg fyrir að þau komist í sömu aðstöðu og í Vietnam. Ef þessi uppreisn í Kongó lognast út af smám saman eins og aðrar hafa gert, og reiði Afríkuríkjanna vegna Framhald á bls. 16 Þessi tvö kort af K'-Kgó .sýna ástandið þar á mismunandi tím.um. Dökku svæðin á kortinu til hægri sýna hvar uppreisnar menn með Tshombe í fararbroddi áttu mest ítök skömmu eftir að landið fékk sjáisftæði. — Kortið til vinstri sýnir ástand ið nú. Á dökka svabinu eiga uppreisnarmenn Gbenys mest ítök, en borgirnar Faulis og Stanleyville eru nú í höndum stjórnarhersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.