Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 8
MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 5. des. 1954 ^ Hvcmíg cv útsv'órunum vavié ? \Tc\aq$má\ Bígnabvcytínýan 5tj$rti bchjMintw Brufiíw<5J 3,67 8,96 24,63 18,50 1,93 0,16 100% 22,94 J Hækkaöir fasteignaskattar munu létta byröar hins almenna útsvarsgreiðanda frd umræðum um fjdrhagsdætlun Reykjavíkur s.L fimmtudag í LOK framsöguræðu sinnar á borgarstjórnarfundinum s.l. fimmtudag fyrir fjárhagsáætlun Reykjavíkur 1965, ræddi Geir Hallgrímsson, borgarstjóri um fjárhagsáætlun fyrirtækja borg- arinnar. Um Vatnsveitu Reykja- víkur sa,?ði borgarstjóri, aS hún væri nú komin í verulega skuld við borgarsjóð. Framkvæmdir vatnsveitunnar gerðu það nauð- synlegt að hækka vatnsskattinn um helming. Vatnsskattur væri nú áætlaður 22.440 þús. kr. í stað 14.376 þús. á yfirstandandi ári. Hefði verið lögð fram tillaga til breytinga á regluigerð um innheimtu skatts- ins, þar sem gert er rð fyrir að hann hækki úr 08% í 1.2%, þeg- ar hann er reiknaður af fast- eignamati, en úr kr. 1.00 í kr. 1.25, þegar vatn er selt skv. mæli. Þessi hækkun vatnsskattsins muni auka tekjur vatnsveitunnar um 9.1 millj. Borgarstjóri sagði borgarfull- trúa hafa fengið í hendur áætlun um nauðsynlegar framkvæmdir vatnsveitunnar á árinu 1965 og væri niðurstað- an sú, að þær muni kosta 39 millj. Til þess- ara fram- kvæmda hefði fyrirtækið 17 millj. til ráðstöf- unar af eigin fé. Ef vatns- skatturinn væri ekki hækkaður, eins og lagt væri til, þá mundi þessi upphæð lækka í 7,8 millj., og væri ein- sætt, að sú upphæð væri alltof lág, þegar svo miklar fram- kvæmdir stæðu fyrir dyrum. Hækkun vatnsskattins mætti því ekki vera minni, en lagt væri til í fjárhagsáætlun. í sambandi við áætlun Strætis- vaigna Reykjavíkur gat borgar- stjóri þess, að gert væri ráð fyrir lækkandi tekjum af fargjöldum, vegna fjölgunar einkabíla o.fl. í lok ræðu sinnar lagði borg- arstjóri til, að frumvarpinu til fjárhagsáætlunar, ásamt fylgi- skrára yrði vísað til síðari um- ræðu. Að loknum nokkrum um- ræðum var áætluninni vísað til síðari umræðu, sem væntanlega fer fram fyrir hátíðar. Guðmundur Vigfússon (K) tók til máls um fjárhagsáætlunina. Hann sagði þá borgarfulltrúa kommúnista mundu leggja fram breytingaítillögur sínar við síð- ari umræðu og mundu þeir nota tímann vel á meðan. Þó kvaðst hann vilja drepa nokkuð á breytingar á gjaldskrám. Gjald- skrá rafmagnsveitu væri eðlileg leiðrétting og gjald fyrir sorp- ílát væri sann- gjarnt. Hann kvað og hækkun fasteignagjalds eðlilegt og hefðu slíkir skattar ekki verið næg- ur þáttur í fjár- öflun sveitar- félaga. Um breytingu á gjaldskrá vatnsveitu, þá sagði Guðmundur að gert væri ráð fyrir of mikilli framkvæmda- aukningu, enda hefði hann ásamt Kristjáni Benediktssyni lagt til að vatnsskattur hækkaði um fjórðung og ætti það að duga. Kristján Benediktsson (F) kvaðst ekki ætla að ræða eán- staka liði fjárhagsáætlunarinnar fyrr en við aðra umræðu. Hann kvaðst sammála Guðmundi Vig- fússyni um, að ekki væri þörf á að hækka vatnsskattinn um nema 25%. Einnitg kvaðst hann sammála þeirri breytingu, sem í fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir á gjaldskrá Rafmagnsveitunnar. Kristján ræddi nokkuð um þá hækkun, seni gert er ráð fyrir á fasteignaskattinum. Sagði hann, að núverandi fasteignamat væri frá 1940 otg þrátt fyrir endurskoð- un þess 1955 íá væri það mjög óraunhæft. Hins vegar væri unn- ið að nýju fast- eignamati, sem mundi hafa það í för með sér, að fasteignaskattar hækkuðu mjög frá því sem nú er. Væri spurning hvort ekki væri rétt að bíða með hækkun fasteignaskatts. Kristján lagði einnig til, að hækkun fasteiigna- skatts næði ekki til meðalstórra íbúða, og kvað það mundu koma hart niður á öldruðu fólki og þeim, sem standa í húsbygging- um Hann taldi einnig, að sú til- laga sín, að fasteignaskattur verði misjafn eftir stærð hús- næðis, 'bryti ekki í bága við lög um tekjustofna sveitarfélaga. Óskar Hallgrímsson (A) kvað það varhugavert, að heildarupp- hæð útsvara hækkaði ár frá ári. Þó sagði hann, að minna stökk hefði verið tekið nú en á síð- ustu árum. Óskar ræddi nokkuð ástandið á vinnumarkaðinum. Sagði hann, að þar sem eftir- spurn eftir vinnuafli væri miklu meira en framboð, bæri borgar- stjórn að hafa hemil á fram- kvæmdum sínum. Hann kvað tíma til þess kominn, að raun- tekjur verkafólks ykjust, og því mundi ofsköttun hafa i för með sér ófrið á vinnumarkaðinum. |j/jH Óskar kvaðst fagna þeirri leið- réttingu, sem igerð hefur verið á gjaldskrá Rafmangsveit- unnar. Hann taldi, að bæta þyrfti skatta- framtöl og auka eftirlit með þeim til að koma í veg fyrir skattsvik. Óskar kvað hækkun á fasteignaskatti fyllilega tíma- bæra oig benti á það, hversu margir stóreignamenn greiddu hvorki tekjuskatt né útsvar. Ranglátt væri, að bæði ríki og sveitarfélög tækju skatt af laun- um manna, og yrðu þessir aðilar að koma sér saman um verka- skiptingu varðandi tekjustofna. Þá kvaðst hann samþykkur hækkun vatnsskattsins um helm- irag, enda veitti vatnsveitunni ekki af því. Geir Hallgrímsson borgarstjóri svaraði nokkrum orðum ummæl- um Kristjáns Benediktssonar um fasteignaskattinn. Hann kvað til- lögu Kristjáns um að undan- þiggja íbúðarhúsnæði upp að vissu fasteiignamatsverði (80 þús.) ekki heimila skv. núgild- andi lögum um tekjustofna sveit- arfélaga. Borgarstjóri benti einnig á, að miklir örðugleikar væru á framkvæmd slíks undanþágu- ákvæðis við álagningu fasteigna- skatts. Nú væri hver fasteign skattlögð fyrir sig, og eigendur kæmu sér síðan saman um greiðslu skattsins. Ef tillaga Kristjáns yrði samþykkt, þyrfti hins vegar að skattleggja hvern eiganda fasteignar fyrir sig, og yrði þá skattlagningin. allt of flókin og stirð i vöfu-m. 'l Borgarstjóri kvað þá hugsun, sem lægi að baki tillögu Krist- jáns vera mjög virðingarverða i sjálfu sér, en varaði hins vegar við, að hún væri í fyrsta lagi ekki lögmæt og í öðru lagi væru miklir örðugleikar á framkvæmd. hennar. Þá benti Geir Hallgrímsson á, að þess væru mörg dæmi, að stórfyrirtæki greiddu ekki út- svar. Með hækkun fasteigna- skatts yrðu þau hins vegar að igreiða verulega fjárhæð í borg- arsjóð, og nefndi hann þar sér- staklega til bankana og Sam- band _ íslenzkra samvinnufélaga, en SÍS greiddi ekkert útsvar I ár. Þannig mundu hækkaðir fasteignaskattar verða til þess að létta nokkuð byrðar hins al- menna útsvarsgreiðanda. _ Geir Hallgrímsson svaraði Óskari því til, að auðvitað væri æskilegt, að heildarupphæð út- svars hækkaði ekki. Benti hann hins vegar á, að bæði færi íbú- um borgarinnar fjölgandi og borigararnir krefðust sífellt betri og fjölþættari þjónustu. Taldi hann, að einhver hluti af aukn- ingu þjóðarteknanna hlyti að renna til hins opinbera, jafnvei þótt jafnvægi ríkti í efnahags- lífinu, en markmiðið væri auð- vitað að borgarar sjálfir ráðstafi fé •sínu. Einar Ágústsson (F) kvað mik- ils vert, að borgarstjóri hefði samúð með tillögu Kristjána Benediktssonar um misháan fasteignaskatt. Skoraði hann á borgarstjóra að samþykkja þá til- lögu og láta síð- an á það reyna, hvort slík tilhög- un fasteigria- skatts yrði dæmd lögleg eða ekki. Hann kvaðst ekki ósamþykkur hækkun fast- eignaskatts, ef tryggt að útsvör sama skapi, og skipti sig ekki máli, þótt SÍS yrði þá að greiða hærra fjárhæð til borgarsjóðs. Geir Haligrímsson borgarstjóri, svaraði Einari nokkrum orðum. Kvaðst hann honum algerlega ósammála um það, að borgar- fulltrúar ættu ekki að hugsa sig um, áður en þeir samþykktu til- lögu, sem ekki væri lögleg. Taldi hann þær reglur, sem í breyt- imgartillögu Kristjáns Bene- diktssonar fælust, vera mjög var- hugarverðar og geta leitt til mikilla vandræða. Hækkun fasteignaskatta væri til þess fallin, að létta útsvars- byrðar almennings. Var síðan fjárhagsáætluninni vísað til 2. umræðu með sam- hljóða atkvæðum. með því yrði lækkuðu að Guðrún Guðmundsdóttir er með lamaða vinstri hendi en útsaumur sá, er við sjáum hér á myndinni, er mest hennar verk. Auk hans má sjá aðra muni sem verða til sölu á basamum á sunnudaginn. -- Bazar lamaðra Framh. af bls. 3 fætur í stálgrindum, eða er með óhreyfanlega handleggi. Sérstaka athygli okkar vakti handavinna konu, sem lömuð er í hægri handlegg og verður að vinna allt verkið með þeirri vinstri. Hún er einkar listræn og útsaumur hennar er á mörgum munum þeim, er til sölu verða á bazarnum á sunnudaginn. Guðrún heitir hún Guðmundsdóttir. Á bazarnum verða skraut- kerti, peysur, svuntur, barna- kjólar, jólaskraut, svo sem að- ventukranzar og englar, vegg- reflar og veggmyndir, útsaum- aðar, körfur hverskonar og margt fleira, sem of langt yrði upp að telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.