Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 5. des. 1964 "\ JENNIFER AMES: Hættuleg forvitni v. J — >að var alls ekki ætlunin að myrða yður. En ég ætlaði að aðvara yður og gera yður hrædda, svo að þér hættuð að grúska 1 þessu gamla máli. Tom Manning grúfði sig yfir skrifborðið og hélt höndunum fyrir andlitið. Hann vissi að hann átti langa fangelsisvist í vændum. Það var svo margt sem var orðið uppvíst og margt ann- að sem hægt var að sanna, að honum þýddi ekki að berjast gegn því. ' — Voruð þér ekki vinurinn sem sveik foreldra mína? sagði Gail jafn rólega og áður. En þegar Manning svaraði ekki greip Brett fram í. — Segðu henni sannleikann, fóstri, sagði hann biðjandi. — Hvern sem þú hefur svikið, og hvað sem þú hefur_ gert — þá segðu sannleikann. Ég skal ekki bregðast þér, ég á þér svo mikið upp að inna. Og nú tók Manning til máls, röddin var hrjúf og örvæntandi: — Jú, það var ég sem benti óvin unum á nafn Hektors Stewart, en ekki í þeim tilgangi að sölsa undir mig fyrirtæki hans. Ég gerði það ekki fyrr en löngu seinna. Það hefði farið í hundana hvort eð var, eftir að Stewart gat ekki sinnt því. — En hversvegna svikiuð þér föður minn? spurði Gail. Eymd- in skein út úr Tom Manning, en hann fann að ekki var hægt að komast hjá að svara spurning- unni. — Japana” höfðu lofað mér að þeir skyldu hiífa mér ef ég gæfi þeim nöfn nokkurra hinna heldri manna, sem ætluðu að flýja land. Ég var veikur þá og gat ekki hugsað til þess að eiga að lenda í fangabúðum. Ég vissi að ég mundi ekki lifa það af. En ef ég tilgreindi nokkur nöfn átti ég að fá að vera heima hjá mér í einskonar stofufangelsi, og þjónarnir mínir áttu að bera ábyrgð á að ég stryki ekki. Ég held að enginn hafi vitað um þessa ráðagerð með vissu, en Wong grunaði ýmislegt. Hann hefur alltaf verið á móti mér síðan — verið vingjarnlegur í framkomu, en undir niðri var hann óvinur minn. 38 — Voruð það þér sem létuð ráðast á hann á götunni? — Ég ber kannske ábyrgð á því, án þess að vita um það sjálf- ur, svaraði Manning. — Ég hef verið við margt misjafnt riðinn, og ég lét einn af flugumönnum mínum vita, að Wong vissi kannske of mikið, og búast mætti við að hann færi þá og þegar til lögreglunnar og segði henni það sem hann vissi. En ég varð mjög reiður þegar ég heyrði um árásina, og rann að það var í rauninni ég, sem átti sökina á henni. Nú varð löng þögn. Loksins ræskti Hank Redfern sig og sagði: — Þér og samverkamenn yðar verða kærðir fyrir vega- bréfsfölsun í stórum stíl. En það er ekki víst að þar verði látið staðar numið. Ég veit ekkí hvaða kröfur ungfrú Stewart gerir á hendur yður viðvíkjandi fyrir- tæki föður síns, sem þér hafið tekið með ólöglegu móti. — Ég skila því aftur, svaraði Manning. — Það er rekið núna undir nafninu Ashword & Comp any og hefur stækkað mikið síð- an í tíð föður hennar. Hún tekur við því eins og það er í dag. Þessvegna var ég mjög áfram um að hún giftist Brett. Þau áttu að fá fyrirtækið í brúðkaupsgjöf. Ungfrú Stewart verður mjög rík. Hank Redfern sneri sér að Gail og spurði: — Ætlið þér að kæra stuldinn á fyrirtækinu og banatilræðin við yður? Samkvæmt lögum er yður heimilt að gera það. Brett horfði á hana örvænting- araugum og hún horfði á hann en sagði ekkert. Hún mundi slysanóttina í flugvélinni, þegar þau höfðu í sameiningu verið að hjálpa fólkinu. Hún mundi hve nærgætinn og hugulsamur hann hafði verið, og fann að hann 'elskaði hana ennþá. Loksins svaraði hún dræmt: - — Ég mun aldrei fyrirgefa fóstra þínum að hann sveik for- eldra mína í hendur óvinanna, en ef hann afhmdir mér fyrir- tækið þá ætla ég ekki að kæra hann. Og það er þín vegna, sem ég geri þetta, Brett. Hann gekk til hennar og tók í höndina á henni. — Þökk fyrir, Gail, hvíslaði hann. — Þökk fyrir, elskan mín. Tom Manning lyfti þungum augnalokunum og sagði: — Ég hef engan rétt til að vænta misk- unnar af yður. — Ég hef gert það sem ég hef getað til að gera foreldrum yðar og yður sjálfri mein. — En þér hafið verið Brett góður og þér tókuð hann að*yður foreldralausan, svaraði Gail. — Ég vona að við Brett getum orð- ið vinir áfram. En það getum við ekki orðið ef ég held áfram að vega að sigruðum manni. — Þökk fyrir, vinur minn, muldraði Tom Manning og tók höndunum fyrir augun á sér. Þegar þetta var afstaðið og lög reglan var farin burt með Tom Manning, kom Brett til Gail og bauðst til að aka henni heim. Hann langaði til að þakka henni og fullvissaði hana um að hann mundi alltaf elska hana. Var henni ofurlítið hlýtt til hans enn þá? Gail brosti þreytulega. Þetta hafði reynt afar mikið á hana. — Ég vona að við geturn orðið vinir, Brett, sagði hún. — Ég hef reynzt ,þér illa, af því að ég lét þig halda að ég elskaði þig. Þú ert svo vænn, að mér þykir leitt að þurfa að bregðast vonum þín- um. En Hank Redfern hefur lof- að að aka mér heim, og ég held að það sé réttast og þú og ég hittumst ekki um sinn. Gail kom í stofnunina morg- uninn eftir. Hún hafði ekki séð Mildred í strætisvagninum, en þær sáust sjaldan utan stofnun- arinnar eftir að þær hættu að búa saman. Grant var einn í rannsóknarstofunni. Hann var alvarlegur og flestar skúffurnar í skrifborðinu höfðu verið dregn ar út. Nú leit hann upp og hlýja kom í augun á honum um leið. Hann heilsaði henni glaðlega, og spurði hversvegna hún stæði svona í sömu sporum og horfði á hann. — Komdu inn og lokaðu dyr- unum, sagði hann. — Ég þarf að tala við þig um áríðandi mál. Ég reyndi að ná til þín í gær, en þú varst ekki heima i mat- sölunni. Viltu vindling? Þetta tekur talsverðan tíma, en ég vona að við verðum ekki trufluð. Bobby er í sjúkrahúsinu og Mild red kemur ekki í dag. — Er hún veik? Mér fannst dá lítið skrítið að sjá hana ekki í strætisvagninum. — Það kann að vera að hún sé veik — ég veit það ekki. En hún var ekki með öllum mjalla þegar við skildum á laugardagskvöldið. Mildred kemur ekki hingað aftur, og ég verð að sjá um að hún komist með fyrstu flugferð til Englands. — Ætlarðu að senda Mildred heim? sagði Gail forviða, og hann kinkaði kolli. Og svo sagði Grant henni hvernig hann hefði flett ofan af laumuspili Mildred. — Þetta er leiðindamál, sagði hann. — Ég hafði gleymt tösk- unni minni hérna og tók ekki eftir því fyrr en á laugardags- kvöldið. Og þá fór ég hingað til þess að sækja hana, og hitti Mild red hérna inni. Hún sat við rit- vélina og var önnum kafin við að afrita síðustu minnisgrein- arnar mínar! Ég vildi ekki trúa mínum eigin augum. Fýrst 1 stað gat ég ekki skilið hversvegna hún gerði þetta. En það gat tæp- lega verið gert. í heiðarlegum til gangi. Ég fann að þessu og sagði, að það væri augljóst að hún léki tveim skjöldum. En þá sleppti hún sér og þverneitaði vitanlega öllu fyrst í stað. En loks kom það á daginn, að hún hafði um lang- an tíma afskrifað allar minnis- greinarnar mínar — handa Kala vitch! Ég hafði grun um að Kala vitch öfundaði mig af stöðunni sem ég hef.hérna í stofnuninni, en þarna var um annað verra að ræða. Ég veit núna, að hann ætl- aði að miðla erlendu ríki árangr inum af því, sem ég hef gert, og það átti að hafa heiðurinn af því. Ég fór beint heim til hans, en hann hló og taldi þetta fá- sinnu, fyrst í stað. En svo sneri hann við blaðinu, og fór að tala um, að stofnunin biði tjón af því að þetta yrði gert að opinberu hneykslismáli. Grant þagði augnablik. Svo hélt hann áfram: — Ég sagði honum að Mildred hefði meðgengið allt, og þá sleppti hann sér og sagði a3 hann vissi varla hver þessi Mild- red væri. En loks komumst við að einskonar samningum. Við höfum báðir skrifað undir lausn- arbeiðni úr stöðunum okkar, og nú er ég frjáls eins og fuglinn. Og atvinnulaus. Gail tók sér þefta nærri. Hann hafði gert sér svo háleitar vonir um framtíðina þegar hann fór hingað austur, og treyst því að hann mundi vinna sér frægð og frama. Og hún hafði heiilazt af áhuga hans á verkefninu og hafði trúað á það. Hún kreppti hnefana og titraði meðan hún var að stynja uppúr sér hve sárt sig tæki þetta hans vegna. En hann mundi varla þurfa að bíða lengi eftir að fá nýtt og stærra verkefni, sagði hún hughreyst- andi. — Já, ég hugsa að mér gæti orðið eitthvað ágengt í Ameríku, og ég hef í rauninni fengið góð tilboð þaðan. Það er freistandi að svara þeim játandi og þakka fyrir, en fyrst verð ég vitanlega að fara til Englands og gefa hús- bændunum skýrslu. Hann horfði undrandi á hana og hélt svo áfram: — En þú, ’ Gail? Ætlar þú að verða hérna áfram? Þú gætir ekki hugsað þér að koma með mér til Énglands — Ég geri það ef þú vilt, Grant, sagði hún rólega er hún stund. — Ég vil helzt vinna með stund. — Ég vil helst vinna með þér, hvar í veröldinni sem þú ert. Grant stóð upp og gekk til hennar. — Er það svo að skilja að þú viljir aðeins vinna með mér, eða má maður leggja annan skilning í það líka — að ég megi vona það sem ég hef þráð lengi? Hún lokaði augunum þegar hún fann að hann tók fastar um hendurnar á henni. Hún fékk svo mikinn hjartslátt, að hún gat varla stunið upp spurningunni um, hvað það væri sem hann ætti við. — Ég elska þig, Gail. Viltu giftast mér sagði hann og strauk henni hárið. 1 AKUREYRI Afgreiðsla Morgunblaðs- ins er að Hafnarstræti 92, sími 1905. 1 i Auk þess að annast þjón- , ustu blaðsins við kaupend- ur þess í bænum, er Akur- 1 eyrar-afgreiðslan mikilvæg- 1 ur hlekkur í dreifingarkerfi Morgunblaðsins fyrir Norð- • urland allt. Þaðan er blaðið sent með fyrstu beinu ferð- um til nokkurra helztu kaup staða og kauptúna á Norður- landi, svo og til f jölda ein- staklinga um allan Eyjafjörð og víðar. Blaðburðafólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Laugavegur frá 1—32 Grettisgata frá 2-35 Fálkagata Grandaveg — Þingholtsstraeti | Hringbraut frá 92-129 Sími 22-4-80 EALLI KUREKI Teiknari: J. MORA 1. Á ferðalagi, sem tekið hefur Nú vantar mig einn stein ennþá nokkra daga, hefur Kalli ekki séð til þess að byggja hlóðirnar. nokkurn mann. 2. Þessi er góður. 3. Þessi steinn er fylltur af gulli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.