Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1964, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐID Laugardagur 5. des. 1904 JÓLIN NÁLGAST höfum sýslað með þetta í 8 ár, haft jólaskraut í smásölu og ennfremur selt í heildsölu til kaupfélaganna úti á landi. Hann var að dytta að mosa í körfu, sem var orðin hið feg- ursta jólaskraut. — Og þið skreytið, sögðum við. — Já, sagði hann. Við út- Kristján Bóasson með aðventpkransinn. tíma í józkum blöðum og fengum 29 tilboð, sem við gát um valið úr. Þessi józku jóla- tré eru alveg sérstaklega fall- eg, enda vaxa þau í mögrum sandjarðvegi og við þannig skilyrði verða þau þéttari. — Þið búið til aðventu- kransa líka, segjum við og bendum á fallega, litla kransa með fjórum kertum, sem hljóta að vekja allra athygli. —. Já. Eftirspurn eftir þeim hefur stóraukizt á síðustu ár- um, einkum eftir að tekið var að sýslá með þetta á föndur- námskeiðum. Ungur sonur Bóasar, Krist- ján, segir okkur deili á að- ventukransinum. — Það er kveikt á einu kerti, þegar aðventan eða jólafastan byrjar, segir hann, síðan á einu kerti í hverri viku þar til jólin koma, en þá er kveikt á síðasta kertinu. =25* Svo erum við komin niður í Miðbæ. Á Skólavörðustíg er jóia- legt um að litast. Þar hefur jólaskreytingum verið fyrir komið, en allan heiður af þeim eiga starfsmenn Alaska við Breiðholt. Til skamms tíma voru samskonar skreyt- ingar í Austurstræti, en þær munu ekki hanga uppi um þessi jól. Við litum inn í pósthúsið í gær. Þar var margt um mann inn, en það vakti athygli okk- ar, að aðeins tvö afgreiðsluop voru opin og við þær langar biðraðir, en við önnur af- greiðsluop var letrað: Lokað. Þótti mörgum þetta undarlegt fyrirkomulag, og það fannst okkur líka. Eins og mörgum er kunn- ugt, hefur Ferðaskrifstofa ríkisins umboð fyrir jólasvein inn hér á landi. Þegar líða tekur að jólum, byrjar að streyma til jólasveinsins á ís- landi — og það fellur í hlut Ferðaskrifstofunnar að svara þeim. Þessi þréf eru frá er- lendum börnum, sem skrifa jólasveininum, segja að þau hafi verið þæg og góð og biðja hann að færa sér gjafir á jólunum. Þeir sögðu okkur hjá Ferðaskrifstofunni í gær, að bréfin væru þegar byrjuð að koma. Börnin úti í heimi trúa því statt og stöðugt að Framh. á bls. 23 ■=25* vakið hafði máls á jólagjöf- unum. Hún virtist undrandi. — Já, og margar aðrar plöt ur. En þær eru bara svo dýr- ar. Hún tiltók nokkra tónsnill- inga, sem hún hafði augastað á, en minntist ekkert á bítl- ana. Það má glöggt merkja, að jólin eru á næsta leiti. Það eru ekki aðeins jólaskreyting- ar í verzlunargluggunum, sem gefa það til kynná, heldur einnig samræður í strætis- vagninum. Jólin hafa verið nefnd hátíð barnanna, en víst er um það, að hinir stálpuðu bða þeirra með engu minni eftirvæntingu, eins og ofan- greint samtalsbrot sýnir. Enn eru þeir, sem nefna jólin hátíð kaupmanna, og vissulega eru allir kaupmenn í hátíðaskapi um þessar mund ir, því að jólaösin í verzlun- um er þegar byrjuð. Hjá hin- um forsjálustu er jólaundir- búningurinn hafinn. Að mörgu þarf að hyggja, en einna umsvifamestur þáttur í jólahaldinu eru vafalaust jóla gjafirnar. Áður fyrr þóttist ungviðið hafa himin hönd-» um tekið, ef í jólapakkanum var kerti eða spil. Nú er öld- in önnur. Börnin íhuga og bolláleggja, hvers skuli óska sér í jólagjöf — og síðan er pöntunarlistinn lagður fyrir ioreldrana. Um þessar mundir eru jóla- sveinarnir sem óðast að fara á stjá, en í hugarheimi barn- anna eru þeir óaðskiljanlegur hluti hátíðarinnar. Þeir skjóta upp kollinum í verzlunar- gluggunum, en börnin hafa þó grun um, að slíkir fuglar séu bara „plat“. Alvörujóla- sveinarnir fyrirfinnast aðeins á jólaböllunum, og þá er nú gaman að vera til, þegar þeir taka i hönd þína og dansa með þér kringum jólatréð og syngja: „Göngum við í kring- um. .. . “ Og svo eru það jölaskreyt- ingarnar. Við stöldruðum við í Al- aska við Miklatorg, en þar vinna nú um 15 manns við að útbúa skreytingar til jól- anna. — Jólin taka okkur um þrjá mánuði, sagði Jón Björg- vinsson, garðyrkjufræðingur. Við höfum lagt áherzlu á það núna að hafa allt skreytinga- efni sem hafa þarf, til þess að fólk geti skreytt sjálft. .Við Þór Snorrason, garðyrkjumað ur, starfar að vafningu jóla- greina, sem setja fallegan svip á borgina. ÞÆR voru þrjár saman í strætisvagninum. Þær voru að koma úr skólanum. Þær töluðu um jólaprófið, sem var á næstu grösum og ein ungfrúin upplýsti, að undir búningur af sinni hálfu væri þegar hafinn. Þær töluðu um námsefnið og sögðu skemmtilegar sögur af kennurunum. Þar til ein þeirra segir allt í einu: — Stelpur, eruð þið farnar að hugsa um, hvað þið viljið fá í jólagjöf? — Mig langar í bækur og plötur, sagði önnur vinkonan. Ég er strax byrjuð að panta. En þið? — Það þýðir nú lítið fyrir mig að panta, sagði hin vin- konan. Ég fæ ekkert nema baðsölt og svoleiðis. Ég fékk mörg dúsín á síðustu jólum. r , *. __ Mig langar svo í Finn- Unnið að jólaskreytingum 1 Alaska við Mikla torg — Jon Bjorgvinsson, garðyrkjufræðingur, landiu, sagði sú tónelska. . Bóas Kristjánsson, skreytingamaður, Kristján Bóasson og Friðfinnur Kristjánsson, starfsmað- búum skreytingar í ótal mynd um. Það eru skálar, körfur, kransar, greinar, stjörnur ... — Hver er æðsta ráðið í skreytingarlistinni? —• Það er Bóas Kristjáns- son, lærður maður í þessari grein. Þegar um fjöldafram- leiðslu er að ræða, býr hann til sýnishornin, sem aðrir vinna síðan eftir. Það er mjög mikils um vert að velja rétt efni, og þau velur Bóas. Um miðjan desember eru aldrei minna en 500 mismunandi skreytin^ar sem fólk getur valið úr á þessu tvö hundruð fermetra gólfplássi. Við göngum um hinn víð- feðma sal og virðum fyrir okkur hinar ýmsu tegundir af jólaskrauti. Það kemur í ljós, að þeir Jón og Bóas skruppu á dögunum til Dan- merkur í innkaupaerindum. — Hvað um jólatrén? spyrjum við. —• Þau erum við þegar bú- in að fá, segir Jón, við byrj- um að selja þau á mánudag- Búna, Sigga og Bjarma virða fyrir sér nýju liljómplötuna hans Huks Morthens. inn. Við auglýstum á sínum I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.