Morgunblaðið - 20.12.1964, Page 3

Morgunblaðið - 20.12.1964, Page 3
Sunnudagur 20. des. 1964 MORGU NBLADIÐ 3 -f ^ éfáésMk ■H (ív/a cV*" Einsöngvarar Guðrún Tómasdótdr, Sig- urður Björnsson og Halldór Vilhelmsson Opið svæði við leikvöll í Ljóshei mum. I»etta svæði er til fyrirmyndar. Slíkum svæðum þyrfti að fjölga og þau þyrfti að lýsa. Þá myndu börnin hætta vetrarleikjum sínum á götunum. Vetrarleikir barnanna séu fluttir af götunum inn á opnu svæðin Tillögur Slysavarnarnefndar borgarinnar í BRÉFI hinn 14. nóvember 5.1. fór borgarstjórinn í Reykjavík þess á leit við 5. V.F.I. samkvæmt samþykkt er gerð hafði verið í borgar- ráði, að þau samtök hlutuð- ust til um að láta rannsaka hvaða ráðstafanir helzt kæmu til greina til að sporna við slysum á vinnustöðum, og þá einkum hvað snerti slys á börnum. Þá þegar var skipuð nefnd, er tók til starfa við rannsókn þessara mála, og gera tillög- ur til úrbóta á þessum vanda- málum. Nefnd þessi, er hlotið hefir iheitið Slysavarnanefnd Reykja- víkur (S.V.N.R.), skipa eftirtald- ir aðilar: Friðgeir Grímsson, skipaður af óryggismálastjóra ríkisins. Sigurður Ágústsson, skipaður ef lögreglustjóranum í Reykja- vik. Ingi Ú. Magnússon, skipaður af borgarverkfræðingi, og Hannes Hafstein, skipaður af B.V.F.Í. Hér með fyligja samþykktir 6. V.N.R. varðandi þau vandamál, er skipast við vetrarleiki barna hér í borginni, og hvað nefndar- menn álíta farsælustu leið til úr- bota í þeim efnum. Á fundum Slysavarnanefndar Tteykjavíkur að undanförnu, hafa ýtarlega verið rædd þau vandamál, er sKapazt við vetrar- leiki barna á götum borgarinnar ©g hvernig helzt megi bægja frá þeirri slysahættu, sem þessum leikjum barna er samfara. >að er samhljóða álit nefndar- fnanna, að fækka beri sleðagöt- um svo sem frekast er unnt, en igera þess í stað opin svæði, sem fyrir eru í borginni að vetrarleik ívæðum fyrir börnin. Nefndin á- lítur að nauðsynlegt sé að svæði þessi verði valin þannig, að þau séu minnst eitt í hverjum reit, er takmarkast af aðalumferðaræð- um samkvæmt aðalskiputgi borg- erinnar. Einnig, að þau séu sem »nest leiksvæði, sem fyrir er, og eð aðstæður séu fyrir hendi, til þess að lýsa svæðin upp. í mörgum, ef ekki í allflestum tilfellum hagar þannig til, að sleðagatan liggur að umferðar- götu, og þá oftast að fjölfarinni ekbraut .Það er því öllum ljóst 6Ú hætta, sem vetrarieikir barna é götum úti hafa í för með sér. Nefndin er því sammála um, að þar sem sleðagötur verði leyfðar, þ.e. í þeim borgarhverfum, þar «em engin opin leiksvæði eru fyr- ir hendi, þá verði svo vel og ör- ugglega girt við neðri enda göt- unnar, að börnin geti ekki rennt sér út á umferðangötuna. Jafn- framt telur nefndin það nauðsyn- legt, að séð verði svo um, t.d. með sandburði, að börnin á sleðagötu renni ekki viðstöðu- laust á götugirðinguna. Nefndarménn gera sér ljóst, að íbúar við sleðagötur, svo og aðr- ir vegfarendur, telja sig oft veru- lega hindraða með lokun gatn- anna, en svo séu aftur aðrir, sem álíti mikla nauðsyn, að börnin hafi til afnota lokaðar götur til vetrarleikja, og þar eigi að banna alla umferð. Með fyrr- ( nefnd tvö sjónarmið í huga telur nefndin, að fullt tillit verði að taka til þeirra, er heima eiga við ^leðagötur, að réttur íbúanna þar verði sem minnst skertur, s jafnframt því þó, að fyllsta ör- j yggis verði ávallt tryggt börn- unum, sem þar eru að leik-. Nefnd in álítur því eindregið, að loka beri sleðagötum þannig, að unnt sé gangandi fólki að komast hindrunarlaust upp á gangstétt sleðagötu neðan frá, og að hægt1 sé að aka hindrunarlaust inn í götuna ofan frá, enda sé greini- lega merkt að gatan sé sleðagata og að hún sé algerlega lokuð fyrir akandi umferð í neðri endann. Nefndarmenn leiggja ríka áherzlu á, að stefnt verði nú þeg ar markvisst að því að útbúa op- in leiksvæði til vetrarleikja barna, og fækka sem fle&tum sleðagötum. Sá háttur, sem nú er hafður á, við útbúnað sleða- gatna, telur nefndin að ýmsu leyti ónógan. í>að sé allt í senn kostnaðarsamt, ýmsum erfiðleik- um bundið, og fylgi ekki kröfum nútímans. Þess vögna sé skjótra úrbóta þörf. Að lokum vilja nefndarmenn benda á, að yfir sumartímann er börnum beint til leikja á opnum svæðum og leikvöllum, en á vetr um, í sjálfu skammdeginu hefur þeim verið stefnt í hættur á göt- um borgarinnar -með því fyrir- komulagi sem nú ríkir. Þó slysahættan sé þyngst á metunum, þá er þó annað mjög mikilsvert. Það eitt að venja börn in á að hafa götur borgarinnar að léiksvæði, hefir sljóvgandi á- hrif á dómgreind þeirra gagnvart umferðinni og hættum götunnar. (Frétt frá SVFJ) JÓLATÓNLEIKAR hafa ver- ið nær fastur liður í starfsemi Pólýfónkórsins, frá því að hann var stofnaður fyrir átta árum, og nú um jólin mun kórinn flytja fyrsta og annan hluta úr Jólaoratorium eftir Johann Sebastian Bach, í Kristskirkju, 27. og 28. des. Einsöngvarar með kórnum verða frú Guðrún Tómasdótt- ir, Sigurður Björnsson og Halldór Vilhelmsson. Kórinn skipa 24 menn og með hon- um leikur kammerhljómsveit skipuð 22 hljóðfæraleikurum. Ingólfur Guðbrandsson, stjórn- andi Pólýfónkórsins, skýrði fréttamönnum frá jólatónleikun- um á föstudaginn. Hann sagði, að í flestum borgum þar sem tónlistarlíf væri, væri flutningur Jólaoratoriums Bachs fastur lið- ur, og hefði Pólýfónkórnum því þótt hlýða að flytja hluta verks- ins nú um jólin. Ingólfur sagði, að verkið hefði aðeins verið flutt einu sinni áður hér í Reykja vík, fyrir rúmum 20 árum. Hefði Tónlistafélagskórinn flutt það í Dómkirkjunpi undir stjórn dr. Victors Urbancic. Guðrún Tómasdótti^, söngkona, syngur bæði sópran og alt við flutning verksins. Húri hefur að undanförnu m.a. unnið að radd- þjálfun Pólýfónkórsins. Sigurður Björnsson, söngvari, fer með hlutverk guðspjallamannsins (ten ór) og Halldór Vilhelmsson, söngvari, syngur bassann. Sigurður Björnsson kom hing- að til lands frá Danmörku á fimmtudaginn, en miðvikudaginn 16. des. söng hann hlutverk guð- spjallamannsins í dómkirkjunni í Árósum, en þar voru fluttir þrír fyrstu hlutar verksins. Héðan fer Sigurður aftur fyrir áramót og 10. janúar syngur hann í síðari hlutum verksins í Miinchen, und- ir stjórn Carls Richters, en alls eru hlutarnir sex. Ingólfur sagði okkur, að æf- ingar fyrir jólatónleikana hefðu hafizt í október sL og í sex vikna fjarveru sinni hefði Þorkell Sig- urbjörnsson stjórnað æfingum. Hljóðfæraleikararnir, sem leika með kórum, væru sjálfboðaliðar, flestir átvinnutónlistarmenn, en nokkrir nemendur úr Tónlistar- skólanum. Jólatónleikarnir verða, sem fyrr segir, 27. og 28. des. og hefj- ast bæði kvöldin kl. 6 e. h. 0!d Spioe snyrtivörur Halnarfjarðarkirkja 50 óra Á MORGUN á Hafnarfjar'ðar- kirkja 50 ára afmæli. Hinn 20. desember 1914 var hún vígð af Þónhalli biskupi Bjarnasyni. Til þess tíma áttu Hafnfirðingar sókn að Görðum. Reyndar var í fyrndinni hálfkirkja á Hvaleyri oig stóð svo til 1765, en aðeins embættað þap þrisvar á ári. Á fyrri hluta 16. aldar er og vitað, að þýzikir kaupmenn áttu kirkju í Firðinum. Samt var alla tíð hin eiginlega sóknarikinkja að Gör’ð- um. Um 1878 bryddi á óskum um, að ný kirkja yrði reist í Haínarfirði, þegar til endurbygg ingar Garðakirkóu kæmi. Málið lá niðri um hríð, fram yfir alda- mótin 1900. 1908 hét síra Jens Pálsson, prófastur í Görðum, Garðasóknarmönnum uppgjöf á skuld — um 2.500 krónur — sem hann átti hjá Garðakirikju, ef þeir vildu taka að sér umsjón og fjánhald sóknarkirkjunnar og reisa nýja og sómasamlega kirkju í Hafnarfii'ði, en með því skil- yrði, að hún yrði fullgerð fyrir árslok 1914 og rúmaði að minnsta kosti 500 manns. Nokkur aðdrag- andi varð þó að því, að ný kirkja yrði reist. Síra Jens and- aðist 1912, tveirn árum eftir áð sóknarnefnd Garðakirkju hafði tekið við fjárhaldi kirkjunnar þar og var þá skuldin við sdra Jens felld niður. Haustið 1913' var bygginganefnd skipuð og áttu þar sæti August Flygering, Einar Þorgilsson og Sigurgeir Gíslason. Rögnvaldur Ólafsson, húsameistari gerði teikningu, en Guðni Þorláksson var yfirsmið- ur. Hann andáðist 14. desember 1914 og var útför hans gerð á Þorláksmessu og var fyrsta heligi athöfnin í hinu nývígð® húsi. Það var mjög stórt átak að koma upp kirkjunni og sýndu sóknar- menn þar mikia gjafamildi og áhuiga, enda maklega minnzt af Þórhalli biskupi. Afmælisins verður minnzt með hátíðarguðsþjónustu, er hefst kl. 14, en á eftir verður kirkjuikaffi í salarkynnum Rafha og sér kven félag ÞjóðkirkJ u safn aða rins um það. Þar mun síra fcíar'öar prófast ur Þorsteinsson segja fró sögu kirkjunnar. Ingi Ingimundarson næstarettariögmaöux Klapparstig 26 IV hæð Sími 24753 ER VINSÆLASTA JOLAGJOFIN FYRIR KARL- MENN Á ÖLLUM ALDRI. Heildverzlun PÉTUR PÉTURSSON Suðurgötu 14 — Símax 19602—11219. Pólýfónkórinn flytur Jólaoratorium Bachs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.