Morgunblaðið - 20.12.1964, Side 7
Sunnudasur 20. des. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
7
Séra Páll Pálsson:
Ó lh 6IHI3
AUSTAN Sólheimasands taka J
við broshýrir hvammar, hlíðar
og ásar. Á þetta vinale^O og
tojarta umhverfi skín oft sói, eins
og líka nafnið Sólheimar bendir
til, þótt allt í kring ^eti verið
þungbúið veðurfar. Þarna standa
nokkur friðsæl býli, sem öll eru
kennd við hina björtu Sólheima.
notast mætti við, þegar þar færu
fram greftranir. Gæti slíkt jafn-
framt stuðlað að því, að garður-
inn, þar sem margir kærir ást-
vinir Út-Mýrdælinga væru greftr
aðir, mundi síður gleymast eða
afmást. Ákváðu nú þessir þrír
mienn, að leita stuðnings þeirra,
sem kynnu að hafa áhuga á að
Ásgeir Pálsson, hreppstjóri, við Sólheimakirkju.
Frá fornu fari var kirkjustaður
á Sólheimum. En fyrir rúmleiga
hálfri öld, var síðasta kirkjan
þar, — Sóllieimakirkja, — rifin.
Áratugir liðu. Mennirnir breytt-
ust og tímarnir með. En áhrif og
ítök hins horfna helgidóms í hug
um fólksins liðu aldrei undir lok.
Nýir tímar og breytt viðhorf hófu
innreið sína í land vort og þjóð-
líf. Raddir heyrðust víðs vegar
um ísland, sem sögðu( að tími
kristinnar trúar og kirkju væri
liðinn hjá. Þá hófust ýmsir góðir
menn handa, sem töldu sér Sól-
heimakirkjumálið skylt, og reistu
fagra og varanlega kapellu að
Sólheimum. Vekur þetta fagra
og stílhreina Guðshús nú eftir-
tekt margra vegafrenda og hafa
ýmsir óskað þess, bæði Mýrdæl-
ingar og aðrir, að ég ritaði um
hina nýju Sólheimakapellu, að-
draganda hennar og sögu. Vil ég
nú leitast v.ið að verða við þeim
tilmælum.
Þess er þá fyrst að geta, eins
Og að nokkru er fram.komið, að
á Ytri-Sólheimum í Mýrdal var
kirkjustaður um margar aldir.
Þar er fyrst getið kirkju um alda
mótin 1200. Það var Maríukirkja,
sem átti hálft heimaland. Voru
þar að jafnaði tveir prestar og
sungu á tvær t kirkjur og tvö
bænahús að auki. Frá þeim tíma
hefur kirkja staðið á Ytri-Sól-
heimum og allt fram undir síð-
ustu aldamót. Með landshöfð-
ingjabréfi 15. nóvember 1898, er
kirkjan lögð niður ásamt Dyr-
hólakirkju ,en ný kirkja reist að
Skeiðflöt oig stendur hún enn.
Voru margir íbúar hinnar fornu
Sólheimasóknar mjög andvígir
því, að kirkja þeirra væri lögð
niður, en fengu ekki að gert. En
hins vegar var haldið áfram að
grafa í hina tvo fornu grafreiti
að Sólheimum. Sá fyrri varð þó
fljótlega fullgrafinn, en í þann
síðari er hægt að grafa enn.
Þann 4. maí árið 1942 voru
þrír menn staddir í Sólheima-
kirkjugarði, þeim hinum síðar
nefnda, og voru þeir þar að taka
gröf. Þetta voru þeir Sigurður
Högnason í Sólheimakoti, Sæ-
mundur Jónsson í Sólheimahjá-
leigu og Ásgeir Pálsson í Fram-
nesi. Tóku þeir nú að ræða um
grafreitina og framtíð hans. Kom
þeim saman um, að æskilegt
væri, ef unnt reyndist að reisa
eitthvert skýli í garðinum, sem
reisa kapellu í sambandi við Sól-
heimakirkjugarð. Fengu þeir síð-
an til liðs við sig þá bræður Elías
Guðmundsson í Pétursey og Þórð
Guðmundsson að Völlum.
Þar- með voru þessir áhuga-
menn orðnir fimm, sem hugðust
vinna að því, að reist yrði veg-
leg kapella á þeim lítt hirta
grunni þeirrar fornu Sólheima-
kirkju. Leituðu þeir nú álits þá-
verandi sóknarprests í Vík, séra
Jóns Þorvarðssonar, þáverandi
sýslumanns Skaftfellinga Gísla
Sveinssonar og þáverandi biskups
íslands Sigurgeirs Sigurðs-
sonar. Reyndust þessir þrír aðilar
málinu mjög vinveittir og hétu
stuðningi sínum við það.
Um haustið þetta sama ár var
efnt til fjársöfnunar í Dyrhóla-
hreppi fyrir væntanlega kapellu
og gekk sú fjársöfnun vel og
sums staðar prýðilega. Var Ás-
geiri Pálssyni síðan falið að afla
teikninga og kostnaðaráaetlunar
að kapellu, sem gæti rúmað um
60 manns í sæti. Samdægurs var
Gísla Sveinssyni ritað bréf og
hann beðinn að afla tilskilinna
gagna. Sneri Gísli sér þegar til
þáverandi húsameistara ríkisins,
Guðjóns Samúelssonar, varðandi
þetta mál. Seint í desem'ber þetta
sama ár / idi svo Guðjón Samú-
elsson uppdrætti og kostnaðará-
ætlanir að tveimur ólíkum kirkju
húsum. Strax og þessum áfanga
var náð, sendi Gísli Sveinsson
forvígismönnum kapellunnar
einkar vinsamlegt bréf, þar sem
hann meðal annars vakti athygli
þeirra á því, að Matthías Einars-
son í Vík, væri einna færastur
um, að veita kapellubyggingunni
forstöðu. Tók Matthías síðan að
sér að annast alla umsjón bygg-
ingarframkvæmdanna og tré-
smíðavinnu alla.
Er hér var komið, var fjár-
magn engan veginn orðið nægjan
legt og árin héldu áfram að líða.
Lánsfjármöguleikar voru engir,
þar sem hér var ekki um sóknar-
kirkju að ræða, Ekki varð þetta
þó til þess, að áhugi forgöngu-
mannanna dvínaði, heldur héldu
þeir fjársöfnu áfram eftir mætti.
Safnaðist nú nokkurt fé til við-
bótar því, sem komið var, en
rýrnandi peninga tafði þó fram-
kvæmdir
Árið 1952 var svo sótt um fjár-
festingarleyfi og fékkst það loks-
ins í marzlok 1953 eftir ítrek-
aða beiðni. Sama vor var haTizt
handa um byggingu kapellunnar
og veggir hennar hlaðnir upp úr
vikurholsteini. Og sem áður er
getið, annaðist Matthías Einars-
son yfirumsjón þessara fram-
kvæmda, en Sæmundur Jónsson
í Sólheimahjáleigu annaðist dag-
lega umsjón verksins. Frá árinu
1953 miðaði byggingunni hægt og
sígandi áfram, eftir því, sem get-
an leyfði, hverju sinni. Fimm-
menningarnir, sem að framan
var getið, hlutu liðsinni margra
góðra manna. Meðal annars
gekkst sóknarnefnd Skeiðflatar-
sóknar fyrir almennri fjársöfnun
í sókninni.
Þegar svo Sólheimakapella var
risin af grunni, nam heildarkostn
aðurinn kr. 216,000.00. Fjölmarg-
ar gjafir og áheit hafa kapellunni
borizt, bæði í peningum og helgi
igripum og nemur þetta tugþús-
undum króna og hafa margir gef-
enanna verið nefndir annars ,stað
ar, en sumir eru ónefndir:
Sólheimakapella er turnlaus
bygging. Stærð hennar að utan-
máli er 6x9 metrar. Á gafli eru
dyr. Einn gluggi er sitt hvorum
megin við dyrnar og einn gluggi
ofan við þær. Á hvorri hlið eru
fjórir gluggar með hömruðu gleri,
sem gefið er af Erlingi Sigurðs-
syni. Kross úr steinsteypu er á
mæni yfir dyrum. Grunnur kap-
ellunnar er steyptur. Ofan á hann
eru veggir hlaðnir úr vikurhol-
steini, einangraðir með vikur-
plötum. Þakið er með bárujárni
á pappalagðri súð. Að innan er
það klætt texi. Á gafli gegnt kór
er söngloft.
Auk yfirsmiðsins, Matthíasar
Einarssonar, unnu við þessar
framkvæmdir þeir Þorsteinn ís-
leifsson í Vík (trésmíði), Guðjón
Benediktsson í Reykjavík (múr-
Framhald á bls. 26.
balastore
Balastore gluggatjöldin
gefa heimilinu vistlegan
blæ.
Balastore gluggatjöldin
vernda húsgögnin og veita
þægilega birtu.
Mjög auðvelt er að hreinsa
Balastore gluggatjöldin, að-
eins þurrkuð með klút eða
bursta.
Vegna lögunar gluggatjald-
ÚTSÖLUSTAÐIR:
Keflavík:
Akranes:
Hafnarfjörður:
V estmannaey jar:
Siglufjörður;
Borgarnes:
Akureyri:
Húsavík:
Reykjavik:
anna sezt mjög lítið ryk
á þau.
Balastore eru tilbúin til
notkunar fyrir hvaða
glugga sem er.
Þau eru fyrirliggjandi í 23
stærðum frá 45—265 cm.
og allt að 200 cm. á hæð.
Vinsældir Balastore fara
vaxandi.
Verð Balastore gluggatjald-
anna er ótrúlega lágt.
Stapafell h.f.
Gler og Málning s.f.
Sófinn h.f., Álfafelli.
Húsgagnavl. Marinós Guðm.
Haukur Jónasson.
Kaupfélag Borgfirðinga.
Arnór Karlsson.
Skóbúð Húsavíkur.
kristjan mmm h.f.
Laugavegi 13. — Símar 13879 og 17172.
OMEGA - Constellation
OMEGA úrin Constellation og Seamaster
eru með dagatali, sjálftrekkt, vatnsþétt, seg-
ulvarin og höggþétt. Hvert einstakt úr er ná-
kvæmlega rannsakað og fer ekki á markað,
nema fyllilega megi treysta því. Þetta er
gjöf, sem sérhver karlmaður er stoltur af.
OMEGA