Morgunblaðið - 05.01.1965, Page 6

Morgunblaðið - 05.01.1965, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. janúar 1965 r_ HÁSKÓLABÍÓ Lawrence of Arabia. Brezk frá 1962. Xechnicolor-mynd í Sup- er Panavision 70. frá Columbia. Upprunaleg lengd 222 mín. Handrit: Robert Bolt. Aðal- kvikmyndari: Fred A. Young. Framleiðandi: Sam Spiegel. Leikstjóri: David Lean. FÁIR menn hafa verið jafn mikil gáta sinni samtíð og Thomas Edward Lawrence, Arabíu- Lawrence. Maðurinn sem sam- einaði Araba í uppreisn þeirra gegn Tyrkjum, hvarf á braut á hápunkti sigurs og frægðar og leitaði gleymsku sem óbreyttur hermaður undir dulnefni. í lif- anda lífi var hann orðinn þjóð- sagnapersóna og eftir dauða hans magnaðist þjóðsagan um þennan sérkennilega og óræða mann, sem virtist samsettur úr tug óiíkra manna og jafnvel konum líka. Fjöldi bóka hefur verið ritaður um hann, en niður- stöðurnar um Lawrence hafa verið jafnmargar. Af bók hans, „The Seven Pillars Of Wisdom“, sem Churchill skipaði meðal merkustu bóka á enskri tungu, má sjá að hann var mikill póet og heimspekingur og frábær rit- snillingur, en áttavilltur í til- finningum sínum. Mikill persónu klofningur sýnir hann sem mann vin er hataði blóðsúthellingar, en ataði þó hendur sínar blóði að óþörfu, mann sem óttaðist líkamlegar kvalir en fann þó nautn í þeim, fullan af sjálfs- öryggi og einnig sjálfsfyrirlitn- ingu. Af hans eigin bók og ann- arra má lesa að hann hafi einnig verið hégómlegur, sadisti og hómosexúal sjálfspyntari, en einnig hugrakkur og gáfaður hugsjónamaður, rómantískur fág- urfræðingur. I myndinni kemur margt af þessu fram, en þó vant- ar þá póesíu og mynd gáfaðs heimspekisinnaðs manns sem íinna má í bók Lawrence. Höfundar myndarinnar reyna ekki að leysa gátuna um Lawrence. Þeir hafa í þess stað framlengt þjóðsöguna. Sagn- fræðilega séð er ekki alltaf rétt með farið. Atburðir eru fluttir til eða tilbúnir, ein persóna gerð úr mörgum og aðrar skáldaðar til að ná dramatisku samhengi Og samþjöppun. Myndin byrjar & að sýna dauða Lawrence vorið 1935. Síðan útför hans og má jþá heyra marga og andstæða dóma um hann. Síðan er horfið til Cairo árið 1916, þar sem Lawrence er valinn vegna þekk- ingar sinnar á málum Araba og Elzti íbui Danmerkur látinn Kaupm.höfn, 21. des. (NTB) ELZTI íbúi Danmerkur, frú Aðnes Bruun, er látin, 108 ára gömul. tungu, til að fara á fund Feisals prins (Alec Guinness). Hann finnur hvern ættbálkinn upp á móti öðrum og hlutverk Lawr- ence verður að sameina þessa ættbálka og leiða þá í einingu gegn Tyrkjum. Fyrsti stórsigur- inn er taka hafnarborgarinnar Akaba. Lawrence er dýrkaður meðal stríðsmanna Bedúína og þeir gefa honum nafnið El-Orens. Hann klæðist eingöngu þeirra búningi og samlagast öllum Iþeirra lífsvenjum. Til að storka Tyrkjum fer hann dulbúinn inn í Deraa, er handtekinn án þess að þekkjast. Tyrkneski beyjinn (José Ferrer) lætur pynta Lawrence þegar hann vill ekki Iþýðast hann. Pyntingarnar buga Lawrence, því hann finnur að ef hann hefði þekkst þá hefðu Tyrkir getað pínt hann til að ljóstra upp um vini sína. Hann fyrirlítur sjálfan sig vegna þess og fyrir að hafa fundið nautn í pyntingunni sjálfri. Hann fær jafnvel viðbjóð á öllu sem arabísk't er. Hann biðst lausnar, en Allenby (Jack Hawkins) tel- ur hann á að halda áfram að takmarkinu, hertöku Damaskus. En tilgangur Lawrence er að ná með uppreisnarmönnum til Damaskus á undan Bretum og færa þeim það frelsi er hann hafði lofað í nafni þjóðar sinnar. En Bretar og Frakkar hafa ann- að í huga, sameiginleg yfirráð í fyrrverandi veldi Tyrkja og yfir hinum miklu olíulindum. Djúpt særður yfir þessum svikum og vonsvikinn vegna Arabanna sem engu gátu stjómað í Damaskus, segir Lawrence skilið við þá og leitar fylgsnis og gleymsku und- ir dulnefninu Shaw. Hér lýkur myndin að segja frá T. E. Lawr- ence. Þegar þessi nafnvillti maður lá banaleguna, meðvitundarlaus vegna umferðarslyss ókunnur flestum vegna dulnefnis, biðu PETER O’TOOIE leikur Arabíu-Lawrence krýndir og ókrýndir leiðtogar eins og George V. og Churchill í ofvæni fregna af dauðastríði hans. Og Churchill mælti svo eftir hann: „£g álít hann einn mesta mann vorra tíma. Ég kem hvergi auga á hans líka. Ég ótt- ast að hversu mikil sem þörf okkar verður, þá munum við ekki sjá hans líka aftur.“ Arabíu-Lawrence verður minnistæð mynd. Sjaldan eða aldrei hefur sést jafn hrikalega fögur myndataka eins og í þess ari myna. Atriði eftir atriðd er frábærilega unnið af hálfu kvik myndatökuimanna og skeyting atriðanna víða litrænt unnin. f fyriú hluta myndarinnar, sem sýnir Lawrence og samnina hans við Araba og eyðimorkina, er það hið síðastnefnda sem ræður ríkjum á ógleymanlegan 'hátt. í seinni helming hennar er áherzilan lögð á innri baráttu Lawrence, mitt í svtl g upp- reisnarinnar, mistök hans og sið ferðilegt hnm. Hið erfiða hlut- verk Lawrenoe leikur Peter O’ Toole á minnistæðan hátt; það má sjáifsagt deila um 'hvort túllk un hans á manninum sé rétt. Að rir leikendur sýna flestir prýði legan leik. Handrit, leikstjórn, kvikmyndun og lleikur eiga sam eiginlega heiður að því að skapa þá eftirminnilegustu stórmynd sem hér hefur sézt. Það er sjald- gæft að sjá skynsamlega og list rænt gerða risakvikmynd sem ætlað er að ná almennri lýð- hylli. Það er því ljótt að sjá hversu illa myndin hefur verið leikin af ráðamönnum Háskóilabíós. Þeir hafa ráðist með skærum á þessa kvikmynd og klippt úr henni tvö atriði þýðdngarmikil. Annað er frá pyntingu Tyrkja á Lawrence, því atviki sem mark aði tímamót í lífi hans, þar sem thann uppgötvar, eins og hann segir, „hvemig þá nótt í Deraa vígi staðfestu minnar var óaft- urkallanlega tapað“. Vegna þessa atviks bugaðist Lawrence og missti trúna á sjálfum sér og köllun sinni. Seinna atriðið sýnir atburð, sem var svartasti bletturinn á Lawrence, þar sem hann lætur murka niður lið flýjandi Tyrkja og gengur sjálf- ur svo æðislega fram í blóðbað- inu, að hann ávinnur sér viðbjóð beztu vina. Hvers vegna hurfu þessi atriði — sem stytta mynd- ina um 5—10 mínútur — frá þvl á „prufusýningu“? Er þarna um samninga við kvikmyndaeftirlit- ið að ræða, sem hefur þó ekki leyfi til annarra afskipta en tak marka aðgang unglinga að kvik- myndahúsum, svo að hægt væri að lækka aldurstakmarkið og fá yngri börn inn á sýningar? Það væri fróðlegt ef gerð væri grein fyrir ástæðunni. Þessi úrklipptu atriði eru mikilvæg til skilninga á aðalpersónunni og það sem á eftir fer missir sumt marks og verður illskiljanlegt þegar búið er að slíta þau út úr myndinni. Tæplega mundi nokkrum bóksala leyfast að rífa blaðsíður úr bók- um sem þeir selja og því skyldu kvikmyndir ekki njóta sama rétt- ar og bókmenntaverk og önnur listaverk. Það er því full ástæða fyrir áhorfendur að krefjast þesa að fá að sjá myndina óskemmda, því hér er verið að svíkja þá um hina upprunalegu mynd sem þeir álíta sig verða að sjá og bjóða þeim í staðinn sundurhakkaða kvikmynd. Þar að auki óvandaða leikskrá að frágangi. Pétur Ólafsson. * OFT ER ÞÖRF Hér kemur bréf um snjó- inn og ófærðina: „Núverandi veðurfar gefur mér tilefni til að benda á nauð- syn þess, að við Reykvíkingar og aðrir, sem í þéttbýli búa, gerum hreint fyrir okkar dyr- um. Húsráðendur ættu almennt að gera þetta — í bókstaflegri merkingu — áður en þeir fara til vinnu að mofgni dags, þ.e.a^. að sópa eða moka stétt- ina fram með sínu húsi. Miklum fjölda fólks yrði að- eins heilsubót af þessari auka- hreyfingu áður en setzt er að starfi, sem gefur ekki tækifæri til neinnar hreyfingar allan liðlangan daginn. Erfiðismenn þurfa hins vegar ekki á slíkri heilsubót að halda, en þeim mun enn síður vaxa þessi áreynzla í augum en hinum. Venjulega tæki það ekki nema 5—10 mín- útur fyrir hvern og eínn að gera hreint fyrir sínum dyrum. Væri eitt sinn byrjað á þessu mundi fljótlega skapast hæfi- legur metnaður meðal nágranna um að hreinsa sem bezt og hafa sem snyrtilegast meðfram sínu húsi út að akbraut. Eftir óveður síðustu daga ætti öllum að vera ljóst, að bæjarstarfsmenn anna ekki að hreinsa allan bæinn í einni svipan — það hefur sýnt sig. Og ætti ekki að koma neinum á óvart. En ólíkt væri hér þrifa- , legra og betra að komast leiðar sinnar, ef bæjarbúar biðu ekki eftir að aðrir hreinsuðu fyrir dyrum heimila. G. Ág.“ * DÝR JÓLAGJÖF Og hér kemur bréf um yfirburði íslendinga: „Kæri Velvakandi: Ég er útlend kona, gift íslendingi, og mig langar mjög mikið til að biðja þig að birta eftirfarandi. Ég er áreiðanlega ekki sú eina, sem hef hlotið þá reynzlu, sem ég ætla að greina hér frá. Vegna slæmrar reynzlu minn- ar af íslenzku tollþjónustunni run næstsíðustu jól, bað ég ætt- ingja mína að senda okkur álls engar jólagjafir nú — fyrir ný- liðin jól. En móður mína lang- aði svo mikið til að senda litla syni okkar eitthvað, að hún saumaði sængurver og prjónaði peysu á hann. Hún hélt, að heimatilbúnir hlutir hlytu að vera tollfrjálsir. En veiztu hvað? Ég varð að borga 113,00 krónur, þegar ég sótti þetta 1 pósthúsið. Þetta samsvarar 13 dönskum krónum og er meira en efni og prjónagarn hefur kostað móður mína. Ég er svo gröm yfir þessu, að ég næ ekki upp í nefið á mér. Ekki vegna peninganna, sem ég lagði út. Heldur vegna þess, að mér finnst þetta óréttmætt — og einungis til þess að koma manni í illt skap, sem á engan hátt á skylt við jólin. Ég hef heitið því að stein- hætta að senda íslenzkar jóla- gjafir til vina minna og ætt- ingja: Áður fannst mér sjálf- sagt að senda út hluti úr ís- lenzku skinni, lopaprjóni — og annað rammíslenzkt — og fyrir þetta hafa ættingjar og vinir mínir erlendir aldrei þurft að greiða einn eyri í toll. En hvers vegna ætti ég að styðja íslenzk- an gjafaiðnað úr því að íslenzkt þjóðfélag getur ekki leyft mér að fá smágjafir án þess að láta mig borga fyrir þær? G. D.— Selfossi". ’<*'• a A —i— f \ v\ \ i t.\, \ V ^ ;pib ^OPtHUhCin B O S C H rafkerfi er i þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Yesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.