Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 15
MORGUNBLADIÐ 15 ÞrWJudagur 5. janúar 1965 Ólafur Thors forsætisráðherra Nýsköpunarstjórnariunar. Nokkrir þingmenn vildu ekki veita henni stuðning sinn. Allur var sá ágreining- ur þó mildari en verið hafði árið 1939. Nýsköpunarstjórn in hafði forystu um útveg- un nýrra atvinnutækja og uppbygging atvinnuvega. Naut Ólafur sín vel í því starfi og varð fyrir veruleg- um vonbrigðum, þegar ekki reyndist unnt að halda stjórninni lengur saman. Af þeim sökum neitaði hann með öllu að taka af flokks- ins hálfu sæti í þeirri stjórn, sem í staðinn var mynduð undir forsæti Stefáns Jó- hanns Stefánssonar. Þegar frá leið sá Ólafur þó eftir synjun sinni og veitti frá upphafi bæði fulltrúum flojíksins og stjórninni í heild óbrigðulan stuðning. Eftir að stjórn Stefáns Jóhanns fór frá seint á ár- inu 1949, myndaði Ólafur Thors minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hún lét undirbúa og lagði fram til- lögur um lausn á þeim efna- hagsvanda, sem þá var við að etja. Beitti Framsóknar- flokkurinn sér fyrir, að sam- þykkt var vantraust á rík- isstjórnina í marz 1950 og féllst síðan á að taka að sér myndun ríkisstjórnar undir forsæti Steingríms Stein- þórssonar til þess að fram- kvæma tillögur Sjálfstæðis- manna í aðalatriðum. Ólaf- ur Thors var sjávarútvegs- málaráðherra í þessari stjórn. Setti hann þá reglur um stækkun fiskveiðiland- helginnar með friðun fjarða og flóa og útfærslu úr þrem- ur sjómílum í fjórar, en ráðstafanir til undirbúnings stækkunarinnar hafði Ólafur látið hefja þegar á árinu 1946. Fyrir kosningar 1953 sleit Framsókn stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðismenn en gekk að nýju til samvinnu eftir kosningar og "þá undir for- sæti Ólafs Thors. Var þá m.a. samið um 10 ára raf- væðingar-áætlun og nýja skipan íbúðarlána. Á árinu 1956 tók vinstri stjórnin við og eftir uppgjöf hennar minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins undir forsæti Em- ils Jónssonar. Þá, á árinu 1959, tókst enn að fá lögfest- ar endurbætur á kjördæma- skipuninni og reyndi mest á forystu Ólafs Thors um að ná samkomulagi um fram- gang hennar. Eftir seinni kosningarnar á árinu 1959 myndaði Ólaf- ur loks sína fimmtu og síð- ustu ríkisstjórn, sem sat allt það kjörtímabil og vann glæsilegan kosningasigur í júní 1963. Á þessum árum tókst að endurvekja athafna og viðskiptafrelsi í landinu og stórbæta hag þess út á við. Þá heppnaðist og, ekki sízt fyrir persónulegan at- beina Ólafs Thors sjálfs, að aflétta ófriðarástandi á ís- landsmiðum og tryggja sig- ur í landhelgismálinu. Af þessu ófullkomna yf- irliti sést, að Ólafur Thors lifði annasömu lífi og að oft hefur á hann reynt. Til að standa í slíku, er betra að hafa sterk bein og góða heilsu. Heilsa Ólafs var hins vegar aldrei örugg. Hann vildi þó ekki láta hvelli- sýni eða lasleika á sig fá. Á árinu 1961 var svo komið, að hann hvarf frá störfum til nokkurra mánaða hvíldar, en tók við embætti sínu aftur um áramótin 1961—2. Þegar fram á árið 1963 kom var ljóst, að í sama horfið mundi sækja. Hann sótti þá stjórn- arfundi stundum sárþjáður. Lengst af um sumarið var hann illa haldinn. Um mán- aðamótin september-októ- ber skrapp hann til Dan- merkur á fund forsætisráð- herra Norðurlanda. Þégar hann kom heim þaðan sagði hann mér, að nú treysti hann sér ekki lengur til að halda áfram. Vegna fyrir- sjáanlegra erfiðleika þá á næstu dögum og vikum, kom okkur saman um, að ekki væri hentugur tími til að hann segði þá af sér. Fór og svo að hörð hríð varð þegar á þingið kom. Lagði Ólafur sig þá enn allan fram, en kraftar hans voru á þrotum, og strax og nokk- urt hlé varð á baðst hann lausnar. Fór hann síðan vestur um haf og dvaldist þar fram á árið 1964 hjá Ingibjörgu dóttur sinni og Þorsteini Gíslasyni manni hennar. Þegar heim kom, var heilsa hans orðin mun betri, en ekki treysti hann sér samt til að taka sæti á þingi en kom oftast á flokksfundi og lagði þar gott til mála eins og áður. í sumar hnignaði heilsu hans aftur, en þó hresstist hann undir haustið. Hann hugðist því taka sæti sitt á Alþingi og stýrði þar fyrsta fundi sem aldursfor- seti. En eftir nokkra daga sótti enn í sama far og hélt hann sig því heima, þangað til yfir þyrmdi á þriðja í jólum. Var hann eftir það fluttur á Landakotsspítala, þar sem hann andaðist að morgni hins 31. desember. Þó að veikindi Ólafs veittu nokkra aðvörun, bar dauða hans brátt að og er þjóðinni mikill söknuður í fráfalli hans. Lífsþróttur hans virt- ist svo mikill og ótæmandi, að menn eiga erfitt með að átta sig á, að hann skuli nú þrotinn. Fals væri að segja, að öll- um hafi vefið jafnvel til Ólafs. Auðvitað átti hann sína mótstöðumenn, en ó- hætt er samt að segja, að hann hafi notið óvenjulega mikilla vinsælda ekki ein- göngu meðal flokksmanna sinna heldur í öllum flokk- um og sízt var stéttamunur að vinsældum hans. Ástæðurnar til vinsælda Ólafs Thors voru margar. Thor Jensen og synir hans voru lengi stærstu og um- svifamestu atvinnurekendur á landinu. Munu hvorki þá né síðar hafa verið vinsælli menn í þeirri stétt. Jafnvel á meðan ég hefi verið að skrifa þessa grein hefir vér- ið hingað hringt til að biðja mig fyrir persónulegar þakkir fyrir örlæti Ólafs og velgerðir. Auðurinn reynd- ist Ólafi raunar valtur vin- ur, en það breytti engu um höfðingsskap hans. Þar var það lundin, sem réði, en ekki hitt, hvort ætíð var miklu að miðla. Sjálfur bar Ólafur höfð- ingsbrag hvar sem hann var. Engum, sem hann sá, gat dulizt, að þar fór fyrirmað- ur. Öllum hlaut að verða á hann starsýnt, enda var hann ætíð hress og kátur á mannfundum. Hann var því vanur, að allra augu beind- ust að honum og bar sig samkvæmt því. Ræðumaður var hann ágætur og gat, þegar bezt tókst, hrifið menn jafnt með tilfinningahita og rökfestu. Ég hefi engan mann þekkt, sem fljótari hafi verið að hugsa og átta sig á málum. Sumir héldu af þessum sök- um, að Ólafur væri stundum helzt til skjótráður og skoð- aði ekki nema yfirborðið. Þessu var allt öðru vísi far- ið. Hann var maður óvenju íhugull og raunar djúpvit- ur en dulur í eðli. Galsinn, sem hann hafði uppi á mannamótum, var að nokkru hjúpur, er hann hafði valið sér í því skyni, að fá að vera einn um það, sem hann taldi aðra ekki varða. Ólafur vildi ráða, hann hafði ríkan metnað og gat verið þykkjuþungur, ef hann taldi á móti sér gert. En hann skaut sér aldrei undan ábyrgð eða á bak við aðra, þó að hann vildi fús- lega hlýða á annarra ráð- leggingar. Með öllu var hann laus við hefnigirni og fús til sátta, þegar hann hugði þeirra leitað af heilindum. Ólafur átti í áhættusöm- um atvinnurekstri og í stjórnmálabaráttu hans skiptust á sigrar og ósigrar, svo sem verða vill. Það væri rangt að segja, að hann hafi ekki tekið áföll og ósigra nærri sér. En honum féll- ust aldrei hendur og úrræði voru torfundin, ef hann fann þau ekki. Bjartsýni hans var óbilandi svo og trú hans á, að ef maður kæmi vel fram við aðra þá gerðu þeir slíkt hið sama við hann. Ólafur undraðist oft hnjóð í garð stjórnmálamanna og vildi raunar ekki viður- kenna, að þeir væru í neinu frábrugðnir öðrum, hvað þá sérstök manntegund eins og stundum heyrist. Hvað sem um það er, þá sýndi Ólafur með ævi sinni, að nú bar hinn fremsti þeirra einnig af öðrum samtímamönnum sín um og jafnaðist fyllilega á við þá, sem fram úr skör- uðu af fyrri tíðar mönnum. Enda teljum við, sem Ólaf Thors þekktum bezt, það hafa verið okkur sérstaka gæfu að hafa kynnzt og unnið með svo miklum manni og góðum. Bjarni Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.