Morgunblaðið - 05.01.1965, Side 24
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 5. janúar 1965
24
SVARTAR
RAFPERLUR
••••••••••••
EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY
Hún er eldri en hann, mót-
mælti Tracy. — Og hvernig gæti
hann.... ef tir Annabel.... ?
— Hvaða skelfing fær þetta á
þig, væna mín, sagði Fazilet, og
nú var allt í einu eins og henni
væri skemmt. — Þú ert ekki
raunsæismanneskja eins og Sylv-
ana. Hún er ekki nema þremur
árum eldri en Miles. Og sem
ekkja bróður míns, er hún auðug
kona. Hún getur boðið þessum
manni sællífsævi, til þess að
deyfa sektarkennd hans. Áður
en lýkur hefur hún sitt fram.
Nema Murat takist að koma í
veg fyrir það. Ef ég giftist Hasan
get ég sloppið burt. En hvað um
Murat? Hann getur ekki staðið
sig við að taka sér konu, eins
og allt er hér í pottinn búið.
Náttúrlega gæti hann farið til
Ankara. En það vill hann ekki.
Þetta er hús föður okkar — og
Murat ber að eignast það. Hann
er búinn til að verða hér kyrr
og reka Miles burt. Og Jcannski
fer Sylvana sömu leiðina.
Þetta var allt auðskilið mál.
Þó var eitt í því, sem Tracy gat
ekki viðurkennt.
— Ég held, að þú vanmetir
hr. Radburn, sagði hún ein-
beittlega við Fazilet. — Ég trúi
því trauðlega, að hann geti tekið
hana mágkonu þína alvarlega.
— Nú. ...svo þú ert líka að
láta ginnast af töfx-um hans, eða
hvað? Það get ég ekki skilið.
Sjálf kann ég ekki við manninn.
Og ég er búin að sjá, hvernig
honum fórst við Annabel
systur þína. Það er leiðinlegt ef
þú ferð að feta í fótspor hennar.
— Já, en hvað gerði hann
Annabel? æpti Tracy. — Hvers-
vegna viltu ekki segja mér það.
Þú ert oftar en einu sinni búin
að tala um grimmdina í honum,
en hefur ekki sagt méi neitt
ákveðið af henni.
Fazilet stóð snöggt upp. Við
erum búnar að tala nóg um slíkt
og þvílíkt. Ég hef engar sannan-
ir. Ef ég fyndi einhverjar sann-
anir, skyldi ég segja þér frá öllu
saman. Við skulum koma heim
aftur.
Tracy flýtti sér að standa upp
og rétti út höndina. Bíddu við!
Það getur verið að við fáum ekki
fleiri tækifæri til að tala saman
í einrúmi. Segðu mér, hvernig
hún dó þennan dag. Hversvegna
fór hún ein á báti út á Bosporus?
— Við höfum aldrei getað get-
að skilið það, sagði Fazilet. —
Nema þá, að hún hafi viljað
deyja. Hann hafði yfirgefið hana
í reiðikasti og hún vildi þá ekki
lifa lengur. Það er eina hugsan-
lega skýringin. Hún tók bát við
bryggjuna okkar — ekki stóra
bátinn með vélinni í, heldur lít-
inn vélbát. Það var þoka, kuldi
og rigning. Við höldum að hún
hafi alls ekki notað vélina, held-
ur róið út í þessa hörðu strauma,
og ekki ráðið við bátinn þegar
þangað kom. Honum hafði hvolft
löngu áður en við sáum hann.
Líkið hennar fannst næsta morg-
un. Alla þá nótt biðum við í
skelfingu.... Miles f arinn til
Ankara og enginn til að hjálpa
okkur.
16
Tracy starði á mjóa, bláa
strikið, sem virtist liðast svo ró-
lega í áttina til Isambul. Tárin
voru á kinnum hennar. Hvaða
örvænting var þetta, sem hafði
rekið Annabel til að kjósa sér
þennan dauðdaga
Fazilet horfði á hana með á-
hyggjusvip. — Þú mátt ekki
harma þetta, sagði hún. Ég veit
ekki, hvers vegna þú hefur kom
ið hingað í laumi, en ef til vill
segirðu mér það síðar.
Tracy deplaði augunum til að
losna við tárin. Henni fannst
Annabel eiga það skilið, að hún
héldi áfram.
— f fyrsta lagi er ég hér af
því að hér á ég verk að vinna,
sagði hún. — Ég er viss um, að
hr. Hornwright hefði aldrei sennt
mig hingað hefði hann vitað, að
ég var systir Annabel. Og ég
held heldur ekki, að hr. Rad-
burn hefði viljað láta mig koma
hefði hann vitað það. Er nauð-
synlegt að segja honum frá því?
— Ég skal ekki segja honum
frá því, sagði Fazilet. — Og ég
held heldur ekki, að Sylvana fari
að segja honum frá því. En Mur
at mun telja það skyldu sína að
láta Miles vita það. Kannski
ekki strax. Hahn rannsakar mál
ið nákvæmlega með sínum vís-
indamannshuga áður en hann
hefst handa. Þess vegna getur
orðið dálítill frestur enn fyrir
Þig.
— Ef *hr. Radburn þarf að vita
það, er betra, að ég segi honum
það sjálf, sagði Tracy. — En
bara ekki alveg strax. Ég þarf
nokkurra daga frest fyrst. Hú.n
hugsaði með sér, að hún þyrfti
nokkurn tíma til að dreifa þess
ari þoku, sem umlukti Annabel.
— Þá verðurðu sjálf að tala
við Murat. Ef þú vilt skal ég
koma því í kring í kvöld. Sylv-
ana er með eitthvert smá-kvöld
boð heima hjá sér og Miles verð
ur þar. Líka ég. En Murat vill
aldrei þiggja boð hjá henni. Þú
færð tækifæri til að tala við
hann í einrúmi eftir kvöldverð.
Þegar þær gengu niður brekk
una, stakk Fazilet hendinni und
ir arminn á Tracy og var næstum
ástúðleg.
Á leiðinni heim í húsið, sagði
Tracy: — Ég veit ekki hvers-
vegna þú varst að tala um mig
við Hasan þarna í gær, eða hvers
vegna þú varst svona reið.
— Þú verður að skilja það,
sagði Fazilet. — Ég sagði honum
að þú værir systir Annabel. Hann
lagði fast að mér, að ég yrði
að segja sér það. Hann var reið
ur við mig þegar ég vildi ekki
strax gera það. Og í dag í baz-
arnum atyri hann mig aftur fyrir
það.
— En hversvegna ætti hann
að ver-a mér svona andvígur?
spurði Tracy, sem þótti það eitt
hvað einkennilegt, að ungur mað
ur, sem hafði aldrei fyrr séð
hana eða heyrt, skyldi vera
svona einbeittur gegn henni.
— Hasan var alltaf illa við,
að ég var vinkona Annabel, ját-
aði Fazilet, — og því vildi hann
heldur ekki, að ég væri vinkona
systur hennar.
Tracy datt snögglega annað í
hug: — Þá hlýtur Ahmet líka að
vita um Vnig, fyrst hann lá þarna
á hleri í gær.
Einhvernveginn var Tracy enn
þá órólegri út af vitneskju Ah-
mets heldur en þótt Sylvana og
Murat vissu hver hún væri. Frá
upphafi hafði henni litizt þann
ig á Ahmet, að hann væri hinn
velþekkti bragðarefur úr tyrk
neskum þjóðsögum, og enn hafði
hún ekki losnað við þetta hug-
boð.
— Hafðu engar áhyggjur, sagði
Fazilet. — Ahmet hefur and-
styggð á Miles, svo að það er
engin hætta á, að hann fari að
segja honum neitt. Nú munu all
ir. bíða átekta og þegja — til að
sjá, hvað þú tekur til bragðs.
Nema kannski Murat.
Hugsunin um þessa þöglu bið
var engin huggun fyrir Tracy.
Þær voru nú komnar a3
Brekkuhúsinu og Tracy lofaði
Fazilet að snúa sér aftur að ilm
efnunum sínum, en sjálf fór hún
aftur inn í vinnustofu Miles, og
henni leið illa við hugsunina um,
að fólkið, sem hún treysti verst
skyldi allan tímann, sem hún
hafði verið þarna, hafa vitað
hver hún var.
Þó að Miles vissi það ekki enn
þá, þá var það lítil huggun. Hún
gat ekki dregið það lengi héðan
af að segja honum frá öllu sam
an, því að þá yrði bara einhver
annar fyrri til. En samt varð hún
að fresta því ofurlítið enn, ef
hann skyldi ætla að senda hana
heim, rétt þegar hún færi að
fá ofurlítið meiri hugmynd um
stöðu hans hér í húsinu.
Þá von, sem hún hafði um að
geta leynt þessu, hafði Murat nú
í hendi sér. En það væri hart að
göngu að fara nú til manns, sem
hún hafði verið að reyna að
blekkja og biðja hann um greiða.
Henni hraus hugur við tilhugsun
inni.
Þegar hún kom inn í vinnu-
stofuna, sá hún, að Miles var
hættur við ræmuna með skrapt-
letrinu á og var að lesa við borð
ið sitt. Hann rétt leit upp þegar
hún kom inn.
Hún var fegin að geta snúið
sér að verki sínu þegjandi og
hljóðalaust. Viðtalið við Fazilet
og það, sem hún þar hafði komizt
að, hafði sett hana úr jafnvægi.
Það sem henni var þá verst við,
enda þótt hún hefði ekki viljað
taka mark á því þá, var þetta, að
hún sjálf væri að falla fyrir
töfrum Miles Randburn.
Það var hlægilegt að láta sér
detta slíkt í hug. Hún hafði nú
aldrei trúað því, sem Annabel
var að halda fram og reynt að
vera algjörlega hlutlaus gagn-
vart honum. Þegar hún hafði
hitt hann fyrst, hafði óvildin
blossað upp hjá báðum og hún
var í miklum vafa um tilfinmng
ar hans til systur hennar. En í
dag hafði hann hvað eftir annað
komið henni á óvart, svo að hún
Var ennþá ruglaðri, hvað þessa
ráðgátu snerti. En það þýddi ekki
sama sem að hún léti töfrast af
honum á sama hátt og Annabel
hafði látið töfrast.
Um klukkan fimm rétti Miles
nokkur blöð að Tracy.
— Þér kunnið sjálfsagt að vél-
rita? sagði hann. — Kannski
vilduð þér nú sanna gagnsemi yð
ar og afskrifa þessi blöð, þegar
þér hafið tíma til. Það er rit
vél þarna úti í horninu — sem
hægt er að skrifa ensku á. Þér
hafið komið mér til að skamm-
ast mín fyrir textahlutann af
þessari bók. Ef þér ætlið að
verða hérna eitthvað og bjarga
stöðunni yðar í London, þyrft-
um við að geta sýnt, að hér væri
eitthvað handa yður að gera.
Þessi snögglega vinsemd hans
kom henni á óvart. Ég ætla að
hvUa mig ofurlítið, sagði hann.
— Ég ætla að fara út að ganga
áður en ég fer í þennan kvöld-
verð hjá frúnni í kvöld.
Blaðburðarfólk
óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi
Þinghollsstræti
Bergstaðastræti
Freyjugata Lynghagi
Laugavegur frá 1-32
Laugavegur frá 33-80
Barónsstígur
Grettisgata frá 2-35
Kleifarvegur Bárugata
IUeðalholt Hraunteigur
Fossvogsblettir Hátún
Háteigsvegur Ránargata
Flókagata Lindargata
Laufásvegur hærri tölur
ðtgpitttMiifófe
Sími 22-4-80
KALLI KUREKI
~>f-
Teiknari: J. MORA
TH'LCDS-E STVPPEPMYFALL, BUTIF ]
/ MAKC A SOUNPi I’M DCHJS FOZf MY\
■ AZM FCSLSLHL.
IT'STORBOFF j
1. „I>að hefur ekki heyrzt svo mik-
ið sem hl]óð í klukkutíma. Heldurðu
að hann sé að leita að okkur?“
2, Ekki bjó hann tii blóðið sem
þakti jörðina hérna. En við skulum
ekki vera of öruggir. Við skulum
bíða birtu og ef þú sérð eitthvað
hreyfast, þá hikarðu ekki við að
skjóta.
3. A syllu undir slútandi kletta-
hengmnni Syllan stoppaði mig af í
fallinu en ef óg læt frá mér heyra,
þá er ég búinn að vera. Hendin er
sem nún sé að detta af.