Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 5. januar 1965 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johaftnessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. I Leiðtogi kvadduri ÞEGAR íslenzka þjóðin kveður í dag Ólaf Thors, fyrrum forsætisráðherra, hinztu kveðju er margs að minnast. Mikill leiðtogi og ó- venjulegur persónuleiki er horfinn af sjónarsviðinu. Að baki honum liggur stórbrotið lífsstarf, sem skil- ur eftir sig djúp spor á öllum sviðum íslenzks þjóð- lífs. í rúm 30 ár var Ólafur Thors áhrifamesti stjórn- - málamaður íslendinga. Hann var formaður Sjálf- stæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokks þjóðar- innar, í tæpa þrjá áratugi og átti ríkastan þátt í að móta stefnu hans og starfsaðferðir. Undir forustu Ólafs Thors var Sjálfstæðisflokkurinn langsamlega sterkasta aflið í íslenzkum stjórnmálum. Þeir sem lengi unnu með Ólafi Thors, munu ekki sízt minnast einstæðra hæfileika hans til þess að laða andstæð öfl til samstarfs, greiða úr flækjum og leysa hnúta, sem oft virtust lítt leysanlegir. Hann gafst aldrei upp frammi fyrir neinum vanda, held- ur réðist beint framan að erfiðleikunum, gprði sér ljósar allar hliðar þeirra, dró upp ljósar myndir af kjarna málsins og leiðunum til þess að ráða f ram úr vandanum. Hæfileiki Ólafs Thors til þess að laða menn til samstarfs, þrátt fyrir ólík sjónarmið, reyndist hon- um, flokki hans og þjóð drjúgur til giftu. En vinnu- dagur hans var oft langur og lýjandi. Þessvegna slitnaði þessi mikli þrekmaður líka fyrr en menn gerðu sér ljóst. Hann var tilfinningaríku' ; skap- mikill, gekk glaður og reifur að hverju starfi, barð- ist hart, svo að oft sýndust mörg sverð á lofti, en var allra manna sáttfúsastur, og jafnan reiðubúinn til þess að slíðra sverð sitt og takast í hendur við drengilega andstæðinga. ★ Minningin um glæsilegan og svipmikinn per- sónuleika Ólafs Thors mun lengi lifa meðal Islend- inga. Af málflutningi hans stóð hressandi gustur, sem sópaði burtu allri þoku og lognmollu. Hann var athafnamaður í orði og verki, hafði óbilandi trú á möguleikum íslenzku þjóðarinnar til þess að lifa sjálfstæðu og farsælu menningarlífi í landi sínu. Ólafur Thors var raunsær framfaramaður, framsýnn og víðsýnn, óbundinn af hverskonar kreddum, alltaf reiðubúinn til þess að stíga stór og hiklaus skref, er verða máttu íslenzkri þjóð til gæfu Ólafur Thors var mikill gæfumaður. Honum var sýnt mikið traust og hann naut almennra vinsælda langt út fyrir raðir samherja sinna. Morgunblaðið þakkar Ólafi Thors langa og nána samvinnu, sem var bæði blaðinu og Sjálfstæðisflokkn um ómetanleg. Það mun ávallt minnast hans sem hins drengilega hiklausa foringja, sem ævinlega mátti sækja til holl ráð og leiðbeiningar. Þessi góði drengur og mikilhæfi foringi er nú horfinn. Hann „bognaði aldrei, en brotnaði í byln- um stóra síðast“. Morgunblaðið flytur frú Ingi- björgu Thors, börnum hennar og ástvinum öllum, innilegar samúðarkveðjur. íslendingar þakka líf og starf Ólafs Thors. Bjarni Benediktsson: minningarorð Á ÆSKUHEIMILI Ólafs Thors var meira hugsað og talað um framkvæmdir og athafnalíf en stjórnmál. Ung ur að aldri gerðist hann sjálf ur forstjóri stærsta atvinnu- fyrirtækis landsins og hafði þar ærnum störfum að sinna. Hugur hans beindist því á þeim árum ekki sér- staklega að stjórnmálum. Fylgismaður og aðdáandi Hannesar Hafstein var hann allt frá bernsku. Ákafur flokksmaður var Ólafur hins vegar ekki um þessar mund- ir. Hann greiddi t.d. atkvæði á móti sambandslögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1918 vegna þess að hann taldi þau ekki ganga nógu langt í skilnaðarátt. Þegar Jón Þorláksson komst í far- arbrodd varð Ólafur eindreg inn stuðningsmaður hans. Hann var neðsti maður á lista Jóns við kosningarnar í Reykjavík snemma árs 1921, þegar Jón var fyrst kosinn á þing. Var þá háð hörð kosn- ingahríð og gat Ólafur sér þá þegar, tæplega þrítugur að aldri, frægðarorð fyrir góða ræðumennsku og glæsi brag. Enn meira orð fór af kosn- ingabardaga Ólafs og Har- alds Guðmundssonar í Gull- bringu- og Kjósarsýslu 1925. Barátta þeirra þótti mál- efnalegri og fimlegri en menn höfðu áður átt að venj ast. Ólafur hlaut sigur og hefur setið á Alþingi æ síð- an. Á þingi komst Ólafur þeg- ar í hóp helztu áhrifamanna. Flokkur hans lenti raunar skjótlega í stjórnarandstöðu en forystuhæfileikar Ólafs fengu ekki dulizt. Hann átti manna mestan þátt í því, að íhaldsflokkurinn og Frjáls- lyndi flokkurinn sameinuð- ust árið 1929 í Sjálfstæðis- flokknum. Hann hafði og af hálfu flokksbræðra sinna forystu um þá lausn kjör- dæmamálsins, sem samið var um 1932, og tók þá síðla árs sæti í stjórn Ásgeirs Ás- geirssonar, þegar Magnús Guðmundsson vék þaðan um sinn. Ráðherradómur Ólafs stóð þá einungis skamma hríð, en þegar varð Ijóst, að þar var hann á sínum rétta vett- vangi. Vildu þá ýmsir, eink- um Magnús Guðmundsson sjálfur, að Ólafur héldi á- fram í ríkisstjórn, en Ólafur lét þess engan kost. Fann hann þó ekki síður en aðrir, að stjórnarstörfin léku hon- um í hendi. Um þessar mundir varð Jón Þorláksson fyrir alvar- legum heilsubresti og hafði þó tekið við embætti borgar- stjóra í Reykjavík til þess að leysa óvæntan vanda. Hann var þess vegna ófáanlegur til þess að vera flokksfor- maður lengur og var Ólafur Thors árið 1934 kosinn í hans stað. Var Ólaíur sjálf- kjörinn í það starf æ síðan allt þangað til hann neitaði endurkjöri haustið 1961 sök- um þess, að heilsa hans var þá ekki lengur eins góð og skyldi. Eftir að Ólafur tók við forystu flokksins varði hann starfskröftum sínum að nær öllu í þágu stjórnmál anna og mótuðust lífshættir hans og heimili af því. Naut hann í öllum þeim erli óhil- andi aðstoðar sinnar ágætu konu, frú Ingibjargar. Heil- steypt skapgerð hennar, festa og ró varð honum sann ur skjólgarður á misviðra- samri ævi. Sjálfstæðismenn höfðu flestir búizt við sigri í þing- kosningunum 1934 og Jón Þorláksson lofað Ólafi Thors því að taka þá við stjórnar- forystu. Til þess kom þó ekki, því að andstæðingarn- ir hlutu nauman meirihluta á Alþingi. Vildu nú sumir þeirra ganga milli bols og höfuðs á Sjálfstæðisflpkkn- um og í því skyni leggja að velli hf. Kveldúlf, fyrirtæki Ólafs og bræðra hans. Sú ráðagerð brotnaði hinsvegar á andúð almennings og rösk leika Ólafs og þeirra bræðra. Fór svo að lokum, að vegur Ólafs óx mjög af allri þeirri viðureign. Andstæðingarnir héldu meirihluta sínum á þingi við kosningarnar 1937 en reynd- ust sundraðir og úrræðalaus ir. Á árinu 1939 leituðu þeir samstarfs við Sjálfstæðis- menn. Flokksmönnum, bæði á þingi og utan þings, sýnd- ist þá mjög sitt hvað, og mátti lengi ekki á miHi sjá, hvað ofan á vrði. Ólafur beitti sér ákoft fvrir sam- starfi og hafði sitt fram að lokum. Var bá mvnduð Þjóð stjórnin undir forystu Her- manns Jónassonar og tók Ól- afur sæti í henni sem at- vinnumálaráðherra. Ve<*na þessa samstarfs revndust fs- lendin«ar mun færari en ella til að ráða við þann margvtsleúa vanda, sem skömmu stðar steðjaði að með heimsstyrjöldinni. Ólaf ur átti heillaríkan þátt í þeim ráðstöfunum, sem gerð ar voru m.a. til að tryggja sjálfstæði þjóðarinnar. Upp úr þjóðstjórnar-sam- starfinu slitnaði fyrri hluta árs 1942. Samvinnuslitin urðu með þeim hætti að seint eða ekki greri alveg um heilt milli Ólafs Thors og sumra forystumanna Fram- sóknar. Þurfti Ólafur þó aldrei að beita sér harðar en þegar hann knúði flokk sinn til samvinnu við þá 1939 og hélt í samstarfið svo lengi sem honum var með nokkru móti fært innan flokksins. Hann megnaði hinsvegar ekki að standa á móti þeim umbótum á kjördæmaskip- uninni, sem í boði voru 1942, né komst hann undan því að mynda ríkisstjórn, þegar nauðsynlegt reyndist, að flokkurinn tæki það að sér til að koma málinu fram. Þessi fyrsta ríkisstjórn Ól- afs Thors stóð frá því um miðjan maí 1942 fram í miðj an desember sama ár. Á þess um sjö mánuðum fóru fram tvennar kosningar og var all-mikil ólga með mönnum. Auk leiðréttingar kjördæma skipunarinnar náðist þá fram stjórnlagabreyting til undirbúnings endurreisn lýð veldisins og loforð Banda- ríkjastjórnar um viðurkenn- ing á lýðveldisstofnun eftir árslok 1943. Sjálf hafði ríkis- stjórnin aldrei meirihluta á Alþingi, heldur naut hlut- leysis Alþýðuflokks og Sós- íalistaflokksins á meðan ver ið væri að koma kosninga- málinu fram. Þegar ekkt reyndist að því búnu auð- velt að mynda meirihluta- stjórn, skipaði ríkisstjórinn, Sveinn Björnsson, utanþinga stjórn. Sú ráðstöfun var meira en hæpin, og tókst þó ekki eins og til var stofnað, að koma í veg fyrir endur- reisn lýðveldisins á árinu 1944. Ólafur Thors átti manna mestan þátt í að stuðla að henni. Skömmu síðar rétti hann hlut Alþingis, með myndun þingræðisstjómar á ný. Var það Nýsköpunar- stjórnin, sem sat frá því í október 1944 þangað til í febrúar 1947. Hana skipuðu fulltrúar Sjálfstæðismanna, Alþýðuflokks og Sósíalista- flokks. Að þessu sinni varð enn nokkur ágreiningur inn an Sjálfstæðisflokksins um afstöðu til stjórnarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.