Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 11
MQRGUN BLADIÐ 11 Þriðjudagur 5. janúar 1965 Ijósir hinir roætu manntkostir ]>es®a stjómmálaiformgja, og eng cui veit ég annan, seim meira (hofir á þolrifin reynt í hret- viðri islenzkrar stjómmálabar- éttu. Hitt er og ljóst, að heið- ríkja lék um hann meir ein eðra og miun lenigi stafa mikilOi birtu frá mimninigunni uim þenn- iui mam Hann giaf landi sími aílt. Sjálf eta1 ðisfiokknum meira en lif og Iheilsa leytfði. Því er ruú þessi öid- utngur hnigimn í valinn og aiutt er skarð á þingi. — Johann Hafstein. t ÓLAFUR Thors var fæddur í Borgarnesi 19. janúar 1892 og var því tæpra 73 ára að aldri, er hann andaðist síðastliðinn gaml- ársdagsmorgun. Foreldrar hans voru hjónin Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir, ættuð af Snæ- fellsnesi, og hinn þjóðkunni at- hafnamaður Thor Jensen, sem þá var kaupmaður í Borgarnesi. Hann var fæddur í Danmörku, en fluttist ungur að aldri til ís- lands, tók ástfóstri við land og þjóð og gerðist hinn ágætasti ís- Jendingur. Með foreldrum sínum fluttist Óiafur frá Borgarnesi til Akraness, þaðan til Hafnarfjarð- er og því næst til Reykjavíkur érið 1901. Átti hann hér heima eíðan til æviloka. Leiðir okkar Ólafs Thors lágu fyrst saman fáum árum eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Munum við fyrst hafa hitzt fyrir rúmum 60 árum, er við settumst i 6. bekk barnaskóla Reykjavík- «r haustið 1903. Vorum við síð- en bekkjarbræður í 5 vetur, unz ég hvarf úr skóia. Þegar á skólaárum sínum var ólafur hveris manns bugijúfi, en þó einkum þeirra, er höfðu af honum náin kynni. Bar margt til þess. Hann var kátur, fjör- mikill og gamansamur, dreng- lundaður og góðgjarn. Ekki er unnt að segja, að hann væri kappsamur við nám, en honum var létt um að læra og skilning- ur hans var frábær. Stærðfræði var honum hugþekkust allra tkám sgreina og var hann ágætuir etærðfræðingur. Komu því þegar ó æskuárum greinilega í ljós þeir eiginleikar hans, sem mest bar á til hinztu stundar og stutt hafa að gengi hans og vinsældum með þjóð vorri. Ólafur Thors hvarf frá námi ekömmu eftir að hann varð stú- dent árið 1912 og gerðist þá einn af framkvæmdastjórum H.f. Kveldúlfs, sem þá var öflugasta útgerðarfyrirtæki landsins á eviði fiskveiða. En hrátt hneigð- ist hugur hans að stjórnmálum, ©g helgaði hann sig þeim alger- lega síðari hluta ævinnar. Mun ekki ofmælt, að hann hafi verið eínhver atkvæðamesti stjórnmála maður þjóðar vorrar á síðari ára tugum og jafnframt einn hinn vinsælasti. En um þennan þátt eevistarfs hans ætla ég ekki að ræða, það munu aðrir gera, sem gerr kunna skil á því og eru tii þess mér miklu íærari Bráðlega eftir að við hittumst á bernskuskeiði tókst með okkur náin vinátta, sem héizt æ síðan. Minnist ég margra ánægjulegra eamverustunda okkar, bæði á námsárunum og síðar á heimili hans, eftir að hann kvæntist hinni ágætu eiginkonu sinni, Ingibjörgu, dóttur Indriða Ein- erssonar, hagíræðings og skálds. Var hjónaband þeirra hið far- eælasta, og hygg ég að þar hafi ®idrei borið skugga á. Hún var stoð og stytta manns síns í blíðu ©g stríðu allt til hinztu stundar, og veit ég að Ólafur mat ástúð hennar og umhyggju að verð- leikum. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra á lífi, en einn son misstu þau korn- ungan, hinn efnilegasta dreng. Þau sem lifa eru: Martha, gift Pétri Benediktssyni bankastjóra, Thor kvæntur Stefaníu Bjarna- dóttur Jónssonar bíóstjóra, Ingi- björg, gift Þorsteini Gíslasyni framkvæmdastjóra, búsett í New York, og Margrét Þorbjörg, gift Þorsteini Jónssyni flugstjóra. Að lokum vil ég kveðja þig, kæri vinur og bek'kjartoróðir, méð einlægu þakklæti fyrir trygga vináttu, fjölmargar ógleyman- legar samverustundir, holl ráð og margvíslegan greiða sem ég hef orðið aðnjótandi af þinni hálfu. Bið ég svo þér og eftirlifandi lástvinum þínum allra hlessunar. Jón Ásbjörnsson. t ÞEGAR ágætismaðurinn ólafur Thors er fallinn í valinn og horf- inn yfir tjaldið mikla, þá gæti verið margs að minnast. Hér skal þó á fátt eitt drepið. Okkar kunningsskapur stóð í 35 ár, og ég held, að mér sé óhætt að segja, að eftir þvi sem lengur leið fór vináttan vaxandi. Hitt er þó enn vissara, að traust mitt á þessum manni fór alltaf vaxandi við aukin kynni. Ég hef verið þeirrar skoðunar, að gæfa þjóðarinnar og gæfa Sjálfstæðisflokksins fari saman. Og að Sjálfstæðisflokkurinn er svo stór, sem hann er, og að hann er eini stjórnmálaflokkur landsins, sem aldrei hefir klofnað er í mínum auigum því að þakka, öllu öðru fremur, að hann hefir svo lengi notið þess, að eiga slík- an leiðtoga, sem Ólafur Thors var. Að hann var 5 sinnum til þess valinn, að vera forsætisráð- herra íslands sannar líka afdráttarlaust, að hér var ekki um neinn meðalmann að ræða. Það sem réði var það, að mað- urinn var gæfumaður, og þess vegna sveif gæfa þjóðarinnar jafnan í kringum hann. Hann bar af öðrum í því, að hann var liprari og slyngari samningamaður, en aimennt gerist. Og hann þurfti oft á því að halda innan sins flokks í samningum við aðra flokka, og aðrar þjóðir. Að okkar flokkur á svo mikil ítök í öllum stéttum þessa iands eins og er, sannar að samningarnir þar tókust nokk- uð vel. Að Ólafur Thors varð þrisvar sinnum forsætisráðherra 1 samstey pust j órn, með öðrum flokkum, gefur hugmynd um samningaiipurð hans þar. Og í samningum við aðrar þjóðir tókst honum oft vel. Minnist ég þess tvenns er mestu máli skipti. f fyrsta lagi þess: að þeir samn- ingar sem honum tókst að gera við Bandaríkjamenn sumarið 1942 um okkar sjálfstæðismál, höfðu meiri þýðingu, en flestir gera sér grein fyrir. í öðru lagi þess: að samnimgurin.n við Breta um okkar landhelgismál byggist meira, en almennt er haldið, á því viðtali, sem Ólafur átti við forsætisráðherra brezka stór- veldisins. Að Óiafur Thors komst svo langt, sem raun varð á, byggðist á víðsýni hans, drengskap og góðvilja. Hann var skarpgáfaður maður, sem gekk hreint til verks, og hann gerði það oftar en kunn- ugt var, að iegigja sína persónu- legu hagsmuni til hliðar til að geta betur unnið að almanna heill. En hann naut þeirrar gæfu, að eiga marga góða menn og mikilhæfa, sem stuðningsmenn og samstarfsmenn innan Al- þimgis og utan þess, og hann naut þeirrar igæfu, að eiga ágæta eiginkonu. Hún hefir um fjölda ára verið drottning Sjálfstæðis- flokksins, og staðið í því virðu- lega hlutverki með skörungskap og tign. Þess vegna hefir hún verið manni sinum, flokknum og þjóðinni alltaf til góðs, en aldrei til lægingar. Nú þegar hann er horfinn, flyt ég einlæigar þakkir fyrir allt það mikla gagn, sem hann vann fyrir land okkar og þjóð, og fyrir þann drengskap, sem hann sýndi okkur sínum stuðningsmönnum innan þings og utan. Konu hans og börnum, tengda- hörnum og öðrum nánustu ást- vinum votta ég einlæiga og hjartanlega samúð og hluttekn- ingu í sorginni. Missirinn er sár fyrir alla hina mörgu vini Ólafs Thors. En minningarnar eru hjartar um hann, og nokkur harmabót er það að hugsa til þess, að slíkur maður losnaði þó við það, að líða langvarandi kvalafull veikindi á síðustu stundum síns hérvistar- lifs. Að lokum vil ég nefna það hér, að hann var einlægur og hiklaus aðdáandi okkar heilögu trúarbragða Kristindómsins. Ella hefði hann eigi verið slíkur gæfumaður sem hann var. Og þess vegna getum við öll sem eftir erum glatt okkur við það, gamla Sjálfstæðisflokknum I einn flokk undir nafni Sjálfstæð- isflökksins. Þagar ég minnist þessara atburða eftir öll þessi ár, þá íinnst mér það nálgast krafta verk, hve vel þessi flokksmynd- un heppnaðist, þegar þess er gætt að að henni stóðu menn úr öllum flokkum. Menn sem höfðu sprengt af sér önnur flokksbönd, og staðið inntoyrðis á öndverðum meiði, skapmiklir menn og mikil hæfir, og vanir því að fara sjálf- ir sínar eigin götur. Þetta brota- silfur átti nú að bræða saman L einn sterkan flokk, og byggja upp alia starfsemi' hans frá grunnL Þetta mikla og vanda- sama verkefni eða forstaða þess kom fyrst og fremst i hlut þriiggja ágætismanna, Jóns Þor- Thors, andaðist á gamlársdags- morgun. Við fráfall hans syrgir öll þjóð in hinn ágæta mann, sem öllum vildi vel og tókst öðrum fremur- öll vandamál að leysa. Fyrir okkur Sjálfstæðisfólk var hann mikill foringi, sem állir tóku til- lit til og við munum lengi minn- ast með virðingu. Fyrir hönd Sjálfstæðiskvenna- félagsins Hvatar, vil ég þakka hinum látna foringja fyrir öll störf hans í þágu þess. Ólafur Thors var svo mikill fslendingur að af bar. Er ég heyrði hann tala um málefni ætt jarðarinnar, kom mér oft í hug annar maður, sem mér fannst hans jafningi á því sviði, en þaS var Jón biskup Arason á Hólum. í þessari miklu þjóðarsorg, er það bezta, sem við Sjálfstæðis- fólk í Reykjavík og annarsstaðar á landinu, ekki sízt i Reykjanes- kjördæmi, þar sem hann vair svo lengi þingmaður, getum gert, er að vinna áfram að málefnum þjóðarinnar í hans anda. „Forildarlaust hann fósturjörðu unni, sem móður mögur hinn bezti því unni hann öllum, er unnu fósturjörð og sýndu sig hennar sonu dugandi." B. Th. Áður en ég lýk þessum smáu fátæklegu linum mínum, vil ég einnig þakka hinni ágætu konu hans, frú Ingibjörgu Thors, öll þau störf, sem hún hefir innt af hendi með manni sínum, fyrir land og þjóð og sendi ég henni, börnum þeirra hjóna og tengda- börnum og ættingjum, mínar hjartanlegustu samúðarkveðjur og bið þeim blessunar Guðs. María B. P. Maack. t ÓLAFUR Thors er látinn. Með honum er genginn mikill dreng- skaparmaður og veit ég, að marg ur saknar nú vinar í stað. Fyrir rúmum fimm árum, lágu leiðir okkar Ólafs saman, til nán- ari kynna en verið hafðL Ég hafði þá bætzt í hóp þeirra sjálfstæðismanna, sem freistuðu þess að ná kjörfylgi til þingsetu. Næsti nágranni minn af flokks- bræðrum mínum var einmitt for- ingi okkar, Ólafur Thors, sem þá hafði haft á hendi þing- mennsku fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu kjördæmi í þrjá og hálfan áratug. Að breyttri kjördæmaskipan urðu kynni okkar sem þing- manna Sjálfstæðisflokksins i Reykjaneskjördæmi enn nánarL Ég mir.nist þess ævinlega, er framboð mitt var ákveðið, þegar Ólafur hringdi til mín tii þess að bjóða mig velkominn í hóp- inn og hóf aS ræða við mig um væntanlegt samstarf okkar. Allt frá þeirri stundu til þess síð^sta, sem við ræddum sam- eiginleg vandamál, vorum við féiagar og vinir. Við tilheyrðum hins vegar sitt hvorri kynslóðinni. Ef til vill þess vegna töluðum við stundum saman, sem meira en vinir, enda átti hann auð- veldara með en margur annar að miðla öðrum af þeim yfir- burðar hæfileikum og reynslu, sem hann bjó yfir. Ég tel það mikla gæfu fyrir mig að hafa fengið tækifæri til þess að hefja þátttöku mína 1 stjórnmálum í svo nánu og ein- lægu samstarfi við Ólaf Thors og raun varð á, ekki aðeins vegna stjórnmálahæfileika hans, heldur einnig og ekki hvað sízt sakir hans miklu mannkosta, sem þekktir voru af alþjóð. Ólafur Thors var með afbrigð- um vinsæll maður. Vinsældir hans náðu langt út yfir raðir samherja hans í stjórnmálum. Sjálfsagt hafa menn þar ýms- ar skýringar, sem eru réttar og Framhald á næstu síðu. Ólafur Thors, forsætlsráðherra Viffreisnarstjórnarmnar, raeffú á Alþingi. flytur að nú á andi þessa horfna vinar örugga heimkomu i hinum æðra heimi, og í friði og fögnuði með þeim rnörgu vinum ©g ættingj- um, sem á undan eru komnir. Jón Pálmason. MÉR varð hverft við á gamlárs- dagsmorgun, þegar útvarpið til- kynnti andlát vinar míns Ólafs Thors. Hann var svo hress og glaður er ég leit inn til hans og Ingibjargar konu hans kvöld- stund seint á síðastliðnu hausti. Sízt kom mér í hug, að þetta væri ókkar síðustu samfundir. Við höfðum svo margs að minn- ast frá liðnum dögum, og sam- vemstundin var fljót að líða. Við þessa dánarfregn velta fram i hugann svo margar minningar að ég veit tæplega hvar ég á að bera niður í stuttri minningargrein. Það eru nú nokkuð ytfix 40 ár síðan kynni okkar Ólafs hófust að nokkru ráði. Hann var >á ekki enn setztur á þingbekk, en mér og ýmsum öðrum varð fljót- lega ljóst að hann var upprenn- andi þingmannsefni og ioringi. Fyrir okkur þáverandi yngstu þingmennina var hann oft eins og hressandi stonmsveipur sem reif okkur með sér með rökfimi sinni, æskufjöri og glæsibrag, og varð í okkar augum sjálfkjörið foringjaefni er fram liðu stund- ir. Við dáðumst að skýrleik hans, skjótum viðbrögðum í kappræð- um og drengilegri framkomu. Ólafur var ekki kominn á þing, er íhaldsflokkurinn var stofn- aður, en mun hafa unnið að því bak við tjöldin. Nokkru síðar átti hann mikinn þátt í því að sameina hann og leifarnar af lákssonar, Magnúsar Guðmunds- sonar og Ólafs Thors. Því Jóns Magnússonar naut svo stutt við. Marga fleiri mætti nefna í þessu sambandi, þó því verði sleppt hér. Öllum þessum mönnum á Sjálfstæðisflokkurinn og þjóðin öll mikið að þakka. Hlutur Ólafs verður þarna þyngstur á metun- um, vegna hans langa starfs- ferils, forystu hans og samninga- hæfileika, sem jaínvel andstæð- ingar hans dáðust að og höfðu af nokkurn beyg. Samfara þessu var drengskapur hans, góðvild og um burðarlyndi sem allt átti sinn þátt í að styrkja flokkinn og af- stýra sundrung eða klofning þeg- ar snuðra hljóp á þráðinn. Ef til vill komu þessir eðlisþættir Ólafs síðast fram er við Pétur Ottesen og Gisli Sveinsson neit- uðum að styðja ríkisstjórn er Ólafur myndaði með þátttöku kommúnista. Var þá lagt hart að Olafi af sumum flokksmönnum okkar að reka okkur úr flokkn- um. Ólafur sinnti því ekki, og vist er að hvorki ólafur eða flokkurinn iðraðist þess að ekki var gripið ti-1 þeirrar refsiaðgerð- ar. Álit féll líka sjálfk’rafa niður er kommúnistar fóru úr rikis- stjórninni og ný stjórn var mynd uð. Nú þegar ég að leiðarlokum lít yfir starf Ólafs eins og ég hefi kynnzt því, þá tel ég að með Ólafi sé horfinn einn af svip- mestu og ágætustu forvígis- mönnum ok'kar á þessari öld. Vaskur maður og góður dreng- ur. Jón Sigurffsson frá Reynistað. MÆTUR og ástsæll foringi, fyrr- verandi forsætisráðherra, Ólafur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.