Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 17
Þriðjuðagur 5. janúar 1965 MORGUNBLADr9 17 Framh. af bls. 12 viðurkenning frá erlendum þjóð- höfðingjum á því hve góður og farsæll fulltrúi lands síns hann hafi verið á þessum ráðstefnum. Ólafur Thors vann að því með ráði og dáð, bæði innan lands og utan, að íslendingar gætu jafnan borið höfuð hátt í viðskiptum og öðru samstarfi við aðrar þjóðir. Sterkur þáttur í gáfnafari Ól- afs Thors var skarpskyggni hans. Kom þetta mjög glöggt fram í því, hve fljótur hann var að átta sig á þeim öru breytingum í at- vinnuháttum, verzlun og við- skiptum, sem segja mátti að væru daglegir viðburðir um hans daga. Kom okkur samstarfsmönnum hans stundum á óvart, hve gaum- gæfilega hann hafði á skömmum tíma krufið til mergjar hvernig hyggilegast og affarasælast myndi að mæta þeirri nýju þróun. Reynslan hefur síðan sýnt að á frumstigi þessara mála ýmissa sá Ólafur Thors öðrum fyrr og betur hvað bezt mundi henta, jafnframt því sem hann gerði sér réttilega grein fyrir gildi þess, að hér væri í upphafi stefnt til réttrar áttar. Ólafur Thors hafði sem kunn- ugt er beint á atvinnusviðinu starfi sínu að útgerð og fisksölu- málum. Atti hann ásamt föður sínum og bræðrum virkan þátt í skjótri þróun botnvörpuútgerð- ar hér á landi, en þær veiðar tóku við af handfæraveiðum á þilskipum, sem þá voru úreltar orðnar. Jafnan var Ólafur Thors mikill áhugamaður um framfarir í fiskveiðum og ollu því sem að þeim veiðum lýtur, og glögg- skyggn mjög á þá hluti. En á- hugi hans á framförum í land- búnaðinum var engu minni þótt minna léti hann þar opinber- lega til sín taka. Það var al- kunnugt að Ólafur Thors unni landbúnaðinum og hugsaði mikið um það að hann héldi fyllilega í horfi við aðrar atvinnugreinar í tæknilegum framförum. Ólafur Thors hafði sterka trú á framtíð landbúnaðarins og taldi það þjóð hagslega nauðsyn að hann héldi velli og tæki framförum og að einskis mætti láta ófreistað til þess að styrkja hann að tækni- búnaði og áhuga manna á starf- inu, og að búa yfirleitt svo að honum, að þeir sem þar vinna gætu Onað glaðir við sitt. Ólafur Thors hafði lengi hugleitt hvað það væri á verklegu sviði, sem að beztu haldi kæmi fyrir land- búnaðinn. Er það nú komið á dag inn, að ýmislegt af því sem Ól- afur Thors hafði fyrir löngu hug- boð um að létta mundi þar störf- in, er orðinn virkur þáttur í rekstri -þessa atvinnuvegar og styrkir í ríkum mæli aðstöðu hans. „Landið eigum vér sjálfir", sagði Ólafur Thors, „og þar eig- nm vér ekki við nein erlend öfl að etja, nema á viðskiptasviðinu. Það sem á brestur nú leysir tækn in þegar fram líða stundir í hönd um dugmikillar bændastéttar“. Sterkasti þátturinn í flokks- foringjahæfni Ólafs Thors var það, að hann var boðberi frjáls- lyndrar og víðsýnnar stjórnmála- Stefnu, sem í fari hans var studd af drengskap og heilindum. Með þetta að leiðarsteini tókst honum að skipa sess stærsta og áhrifa- ríkasta flokksforingja lands vors. Og með þessum hætti stjórnaði hann og styrkti stærsta stjórn- xnálaflokkinn í landinu, Sjálf- stæðisflokkinn. Og af sama toga var það spunnið, að Ólafi tókst, þegar mikið lá við, að leiða til samstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn aðra flokka, þótt á öndverð- um meiði væru um margt í stjórn málum. Allt ber þetta vott um samstarfshæfileika Ólafs Thors og hvað mikið getur á því oltið í stjórnmálalífinu að hafa slíkan mann í fararbroddi. Ólafur Thors var mikill mála- fylgjumaður og harðsækinn bar- áttumaður fyrir málefnum flokks síns. Það kom fyrir, að hann við slík tækifæri sendi andstæðing- um sínum beittar örvar og krydd aði mál sitt með gamanyrðum. Gat þeim, er eigi þekktu Ólaf Thors nokkuð gjör, orðið það á að leggja honum þetta út tU létt- úðar og alvöruleysis. En það var víðs fjarri að þessu væri þannig varið. Að baki þessa yfirborðs stóð raunsær alvörumaður, sem gæddur var strangri réttlætis- og sanrasirniskennd, sem engum manni vildi gera rangt til, en hafði öllu öðru ofar í huga að beita ræðutækni sinni heiðarlega og taldi að með þeim hætti bæri hann úr býtum beztan árangur til framgangs góðum málstað. Þótt Ólafur Thors væri mikill baráttumaður fyrir flokk sinn, braut hann aldrei brýr að baki sér og átti eftir sem áður aftur- kvæmt til samstarfs við andstæð- inga sína, ef svo bar undir, enda var það svo, að þau tengsl, sem ofin voru milli Ólafs Thors og samstarfsmanna hans í hvaða flokki sem þeir voru, rofnuðu aldrei til fulls, þótt mikið reyndi á. — Ólafur Thors var mikill manna- sættir og má segja að það hafi verið þriðji aðalþátturinn í því, hve vel hann var til foringja fall- inn. Engum manni hef ég kynnzt, sem komizt gæti í námunda við Ólaf Thors um hæfni við að setja niður deilur manna. Honum virt- ist vera það leikandi list, að jáfna alla þverbresti í því efni, og það varanlega. Kom þetta sér vel, því oft urðu viðsjár í þessu efni á vegi hans á hálum brautum stjórnmálanna, bæði í hans eigin flokki og samstarfi við aðra flokka. Eitt er það enn af mörgu, sem ótalið er og styrkti mjög forustu- hæfni Ólafs Thors í flokksfor- ingjastöðu hans, á Alþingi og í ríkisstjórn, það er hvað hann var úrræðagóður þegar vanda bar að höndum og til skjótra úrræða þurfti að grípa, þannig að þeirri hættu sem yfirvofði yrði afstýrt. Aldrei kom ráðsnilld Ólafs Thors betur í ljós en þegar hann.stóð í slíkum sporum. Eigi minnist ég þess, að Ólafi Thors brygðist i þessu efni nokkru sinni bogalist- in. Ég hef hér að framan brugðið upp nokkrum svipmyndum af pólitisku starfi Ólafs Thors, og á uppistaða þeirra frásagna rætur að rekja til náinna kynna minna af starfsháttum hans og starfs- hæfni. Það er auðsætt mál að það er engin tilviljun að Ólafur Thors skipaði um áratuga skeið sæti stærsta, rismesta og farsæl- asta stjórnmálaleiðtoga þjóðar vorrar á þessari öld. Segja má að undir merki hans og leiðsögu hafi verið stigin stærstu .fram- faraspor í sögu þjóðar vorrar frá öndverðu. En það er fleira í fari Ólafs Thors, en þróttmikil til- þrif hans á stjórnmálasviðinu og stjórnvizka hans, sem vert er að minnast á. Ólafur Thors var mikill mann- úarmaður. Göfugmennska hans og brjóstgæði snart viðkvæma strengi í brjósti hvers manns er af honum hafði kynni. Hann mátti ekkert aumt sjá, og vildi hvers manns vandræði leysa með ráði og dáð, og var í því efni ósár á að miðla fé úr eigin sjóði. Ólafur Thors var í kunningja- hópi hrókur alls fagnaðar. Andlit hans, sem markað var skörpum dráttum, ljómaði við slík tæki- færi af gleði og ánægju. Og Ól- afur Thors hafði á slíkum mótum gleði og fagnaðar fleira til brunns að bera, en vingjarnlegt bros og hlýtt handtak. Hann var frábær tækifærisræðumaður. — Hefur ræðusnilld hans af slíku tagi gert mörgum glatt í geði um dagana. Hugkvæmnin, fyndnin og mælsk- an lá honum þá svo létt á tungu, að sönn unun var á að hlýða. Það var engu líkara en að mælsk- an og gamansemin léki bezt á als oddi hjá honum, þegar það kom að honum alveg að óvörum að hann þurfti að slá á þessa strengL Ólafur Thors var gæfu- maður. En stærsta gæfa hans í lífinu var það, hvað hann átti góða konu, konu, sem bjó honum og börnum þeirra gott og frið- sælt heimili, sem var Ólafi Thors sannur helgireitur. Kona hans, Ingibjörg Thors, Indriðadóttir skálds og hagfræðings Einarsson- ar, er mikil mannkostakona og góðum gáfum gædd. Bar hún með manni sínum hita og þunga starfs ins í daglegri önn, og kunni Ól- afur Thors sjálfur bezt að meta það athvarf sem honum var jafn- an búið í skauti hennar. Þau hjón in eiga á lífi 4 börn, 3 dætur og 1 son. Ég, sem þessar línur rita, minnist ávallt margra góðra og glaðra stunda á hinu gestrisna og friðsæla heimili þeirra hjóna. Ég átti því láni að fagna að vera þar tíður gestur og mátti í raun- inni segja að það væri á löngu skeiði ævi minnar, mitt annað heimili. Þessar minningar eru ó- afmáanlega mótaðar í sál mína og sinni. Ég drúpi höfði við brott- för Ólafs Thors, míns góða vinar, úr þessum heimi, og sendi hon- um mínar hinztu kveðjur. Konu hans, börnum og vandamönn- um votta ég samúð mína um leið og ég árna þeim allra heilla og blessunar. Pétur Ottesen. t ÞEGAR vinir og aðdláendur hins mœta og mikilhæfa stjórnmála- foririgja Ólafs Thors, kveðja hann í dag, kemur hverjum og einum það fyrst í huga, sem hon- um er hjartfólgnast á slíkri kveðjustund. Þegar ég tók við formennsku fyrir nokkrum árum í þeim sam- tökum sjómanna í Reykjavík og Hafnarfirði, sem að Sjómanna- deginum standa, og kynnti mér sögu þeirra og starfsemi bæði af rituðum heimildum og viðtölum við þé, sem áð baráttumálum dagsins hafa unnið, þá kynntist ég vel þeim huig er þessir aðilar bóru til Ólafs og það ekki að ástæðulausu. Frá uppihafi þessara samtaka reyndist hann sannur velunnari þeirra mála, sem samtök þessi hafa barizt fyrir. Hann kom oft fram á Sjómannadaginn sem ræðumaður, bæði sem fulltrúi út- gerðarmanna og sem ráðherra. Óvíst er, hvernig áfram hefði mfðað í stærsta átaki þessara samtaka — byggingu Dvalar- heimilis aldraðra sjómanna — Hrafnistu, ef krafta Ólafc hefði ekki notið við. Sú framkvæmd var honum Ihjartfólgin enda studdi hann hana með ráðum' og dláð. Hann vildi gömlu sjómönnunum vel og mun, eins og aðrir eigendiur Kveldúlfs, hafa átt sinn þátt í þeim höfðinglegu gjöfum, sem bárust frá þeim til Hrafnistu á fyrstu uppbyggingarárunum. Og síðasta samtalið, sem ég átti við Ólaf í þess-u lífi, var í sambandi vi'ð ósk hans um það, að einn af hinum gömlu togarasjómönnum fengi vist að Hrafnistu. Sú umhyggja og áhugi er Ólaf- ur sýndi þessu máli og t.d. menntunarmálum sjómanna var metinn að verðleikum. Hann hlaut fyrstur manna æðstu við- urkenningu, sem Sjómannadag- urinn getur látið í té — gull- merki dagsins —, en þau hafa aðeins þrír menn hlotið á þeim 2i8 árum, sem dagurinn hefur verið hátíðlegur haldinn. Persónuleg kynni okkar Ólafe ur’ðu ekki löng, en samt finnst mér ég hafa þekkt hann náið allt mitt líf. Frá því á barnsaldri á ég minningar um hinn ötula og oft harðsækna stjórnmálamann, sem kom á heimili foreldra minna í Keflavík. Á unglingsiárum mínum og fyrstu fullorðinsárum á ég hug- þekkar minningar um hann, fró starfinu innan Sjálfetæðisflokks- ins, þar sem Ólafur kom svo oft fram sem hinn ágæti ræðumað- ur, með veluppbyiggðar ræður, sem honum tókst alltaf að blanda þeirri kímni og léttleika, sem honum var svo eiginlegt. En kærustu minningarnar um Ólaf á ég úr þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Þá kynntist ég fyrst víðsýni hans og glögg- skyggni, sem hvoru tveggja var ávöxtur reynslu hins þroskaða stjórnmálamanns, ásamt með- fæddum foringja eiginleikum, sem ekki sízt komu fram í hæfi- leika hans til. að sameina hin ólíku sjónarmið og hagsm.uni til sameiginlegra átaka landi og þjóð til blessunar. Fyrir þessi kynni mín, trygg- lyndi hans og vináttu við okkur hjónin og fjölskyldur okkar beggja, flyt ég honum þakkir. Ég flyt eiginkonu hans og börnum innilegustu samúðar- kveðjur. Minning hans lifi. Pétur Sigurðsson. t ÓLAFUR Thors er látinn, ég sakna hans. Aldrei hefur betri íslendingur horfið okkur sjón- um. Guð blessi minningu hans og allra nánustu. Sigurður Halldórsson á Akranesi t ÞÓ AÐ ég vissi talsverð deili á Ólafi Thors um mjög langt ára- bil, ollu aðstæður og atvik því, að kynni okkar voru slitrótt. Samt var hann mér hugstæður, umhugsunarefni, og þá fremur maðurinn en stjórnmálaforing- inn. í iþessum línum langar mig einungis til þess að slá fram einni athugun, sem kann að þykja fjarstæða, öfugmæli. Ef hún er eintóm missýning, ber hún því að minnsta kosti vitni, hversu misjafnlega þessi merki legi maður gat komið samtíðar- mönnum sínum fyrir sjónir. Ólafur Thors hafði óvenjulega mannheill og merka af þeim, sem þekktu hann bezt. Hann gat lika náð sterkum tökum í stuttri sam veru, þegar hann beitti sér, en auk þess virtist honum yfirleitt lagið að umgangast fólk, vera léttur í máli og skemmtilegur. Samt er það trúa mín, að sumt af því, sem ókunnugum fannst liggja mest í augum' uppi, hafi vei-ið tamning, sjálfsagi, — hann hafi í aðra röndina verið að eðlis fari dulur, hlédrægur og jafnvel feiminn. Ekkert var honum til að mynda fjær skapi en bera utan á sér, hver alvörumaður og starfsmaður hann var í raun og veru. Alkunnugt er, hvernig hann sneiddi hjá veizluhöldum og innantómu samkvæmislífi. Þótt hann gæti verið gleðimað- ur, þegar út í slíkt var komið, var honum margmenni óskap- fellt. Menn gátu misskilið, hvað hann lét fjúka, þegar hann var að verja sig fyrir fólki. En það var aðeins gervi, sem átti ekk- ert skylt við kjarnann. Sigurður NordaL t ÓLAFUR Thors fyrrv. forsætis- ráðherra er látinn, sjötíu og tveggja ára að aldri. Þar hefir gengið fyrir ætternis- stapa einhver allra helzti stjórn- málaforingi vor íslendinga, eftir að hafa stýrt stærsta stjórnmála- flokki þjóðarinnar um langt skeið, eða allt að hálfa öld. Ég hef löngun til þess, nú er við kveðjum Ólaf Thors hinztu kveðju, að láta örfá orð fylgja. Ólafur Thors fyrrv. forsætisráð- herra var svo litrikur og mikill maður, að samtíðarmönnum hans gleymist hann trauðla og alls ekki nú um langt skeið. Ég kynntist Ólafi fyrst árið 1931 í mikilli kosningahríð í Skagafirði þar sem ég háði mína fyrstu póli- tísku glímu. Þá voru þar mikö stjórnmálaátök. Ég kom fyrs* inn á Alþingi á sumarþinginu 1931 og hef lemgst af átt þar sæti síðan. Kynni okkar ólafs eru þvi orðin ærið löng í hartnær fimm- tíu ára samstarfi og samvinnu. Aldrei vorum við í sama flokki, heldur andstæðingar í stjórn- málum. En fljótt kynntist ég hin- um miklu persónutöfrum ólafs Thors, enda voru þeir einn sterkasti þátturinn í skapgerð hans. Vinsældir Ólafs voru einn- ig með ólíkindum miklar i stórum og um margt ólíkum og sundurleitum flokki, sem oft hlýtur að hafa verið vandi að stýra á þann veg að allir sættu sig við. Vinsældir Ólafs og vald í flokksmálum var slíkt, að aldrei skeikaði og það jafnvel þegar erfiðlegast horfði. Vald hans yfir mönnum og málefnum brást trauðla. ólafur Thors var gædd- ur óvenjulegum hæfileikum flokksforingja. Vinsældir hans voru miklar og þeim hélt hana úskertum til dauðadags. Bjarni Benediktsson núver- andi forsætisráðherra lét þess getið í minningarorðum um Ólaf Thors, er hann flutti á gamlárs- kvöld, að mörgum muni finnast minni svipur yfir Alþingi íslend- inga, er Ólafur Thors væri horf- inn þaðan. Er þetta rétt mælt og vel. Fáa hef ég þekkt, er með ljúfara geði og á fegurri hátt hafa gert öðrum mönnum greiða og með sýnilegri ánægju hafa viljað vera öðrum hjálplegir. Þar var aldrei neitt gert af hálf- um huga, heldur af hreinum og fölskvalausum velvilja og með fullri vinsemd reynt að bæta úr því er um var beðið. — Við hjónin kveðjum svo hinn látna fyrrv. forsætisráðherra Ólaf Thors með sárum söknuði ag miklu þakklæti fyirir samveru og samstarf. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Við biðjum hækkandi sól, komandi vor og hlýviðri að flytja hans ágætu konu, Ingibjörgu Thors, svo og öllum öðrum aðstandendum hug- heilar samúðarkveðjur. Steingrimur Steinþórsson. t SNEMMA á þessu ári, eru liðin rétt 40 ár síðan við Ólafur Thors urðum málkunnugir. Hafði ég áður aðeins þekkt hann í sjón. Þessi fyrstu kynni urðu með þeim hætti, að boðað hafði verið til þingmálafundar að Reynivöir um, en fyrir dyrum stóð að kjósa þingmann í stað Björns Krist- jánssonar, sem verið hafði þing- maður kjördæmisins. Voru þeir í kjöri, Ólafur Thors, fyrir Sjálfstæðisflokkinn, og Haraldur Guðmundsson fyrir Alþýðuflokk inn. Þegar fundur þessi fór fram, var hvergi nærri bílfært frá Reykjavík upp í Kjós. Vantaðl veg og brýr á flestar ár. Komu frambjóðendurnir á skipi inn 1 Hvalfjörð. Fór ég ásamt Andrési Ólafesyni hreppstjóra á Neðra- Hálsi til móts við þá Ólaf og Harald með hesta til þess að flytja þá á fundarstað, og til baka aftur til skips. Ólafur var hestamaður, og átti sjálfur góða hesta og kunni vel að fara með þá. Hafði hann gaman af að láta spretta úr spori, þegar hann nokkrum árum síðar var hér á ferð, einnig á þingmálafund. Gerði hann mér orð, að koma til móts við sig, því þá var Laxá enn óbrúuð og lítt fær bílum. Þegar Ólafur kom hingað fyrst var hann flestum eða öllum ókunnur. Voru margir óráðnir hvern þeir myndu kjósa, og var ég einn af þeim. En eftir þennaa fund og nánari kynni var ég ekki í neinum vafa hverjum ég gæfi atkvæði mitt, og svo fór um fleiri. Hélt þó Haraldur vel á sínum málstað. Var það og margra manna mál, að þetta hafi verið einn hinn skemmtilegasti Fraimhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.