Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. janúar 1965 MORCUNBLADIÐ 3 ENSK-AMERÍSKA ljó'ðskáld- ið Thomas Stearns Eliot lézt í gærkvöldi 76 ára að aldri, og er þá fallinn einn svip- mesti og áhrifaríkasti persónu leiki engilsaxneskra bók- mennta á þessari öld. Hann fæddist í St. Louis í Missouri- fylki 26. september 1888, stundaði nám við Harvard- háskóla og lauk þar A.B.- prófi árið 1909 og A.M.-prófi ári síðar. Síðan hvarf hann til Evrópu og stundaði nám við Sorbonne-háskólann í París og Merton College í Oxford. Árið 1914 settist hann að í Lundúnum þar sem hann varð bankamaður, kennari, fyrir- lesari, ritstjóri og bókaútgef- andi. Á árunum 1914—15 skrif aði hann doktorsritgerð, sem hann nefndi „Knowledge and Experience in the Philosophy of F. H. Bradley", og sendi hana til Harvard, en lét und- ir höfuð leggjast að snúa heim aftur til að verja hana. Þessi fróðlega ritgerð var í fyrsta T. S. Eliot - brautryöj- andi nútímaljóðlistar sinn gefin út á liðnu ári. Árið 1927 varð Eliot formlega brezkur rikisborgari. Fyrsta ljóðabók Eliots, „Prufrock and Other Obser- vations", kom út árið 1917. Það var lítil bók og yfirlæt- islaus, aðeins. 12 ljóð, en í henni voru nokkrir þeir gim- steinar sem dýrast eru metnirí ljóðlist aldarinnar. Hann kom fram fullþroska skáld 29 ára gamall, og bókin vakti strax mikla hreyfingu í enska bók- menntaheiminum. Hér var komin fersk rödd og mjög svo óvenjuleg, skáld sem kunni að blanda saman mynd- auðgi, heimspeki og hárfínni hrynjandi þannig að furðu þótti sæta. Þó var tónninn í bókinni kannski enn merki- legri. Hér var kominn maður sem andæfði hinni innantómu bjartsýni og lífsgleði 19. ald- ar með áður óþekktum mynd- ugleik. Ljóð hans voru full af beisku háði og sjálfskopi, en þau voru fyrst og fremst. nærgöngul lýsing á því sem bjó undir áferðarfallegu yfir- borði mannlífsins, á kvíðan- um, leiðindunum, getuleysi manna til að skilja hver ann- an og snertast með raunveru- legum og frjóum hætti. Með þessari bók má segja að ný öld rísi í engilsaxneskri ljóð- list, og hún átti eftir að hafa víðtæk áhrif um allan hinn vestræna heim. Næsta bók T. S. Eliots, „The Waste Land“, sem er sam- felldur ljóðabálkur, kom út árið 1922 og olli jafnvel enn meiri tímamótum. í þessu stutta kvæði leitaðist skáldið við að tjá nútímann í hnot- skurn, og tókst það með þeim ágætum, að kvæðið er einn af hyrningarsteinum ljóðlistar heimsins á þessari öld. Það er að margra dómi mesta og merkilegasta verk Eliots, þó það sé kannski ekki fullkomn- ast. Við það verður tæplega jafnað öðru en síðustu verk- um Rilkes og Yeats, og kannski vissum pörtum úr „Cantos“ eftir Ezra Pound. T. S. Eliot var ekki afkasta- mikið ljóðskáld. Samanlögð ljóð hans rúmast á tæpum 200 blaðsíðum í venjulegri bók. Hann hefur einnig samið ein fimm leikrit og nokkrar bækur um menningarmál og bókmenntir. En með þessu lífsverki hefur hann skapað sér sess í menningarsögunni sem er næsta fágætur. Hann olli eins og áður segir alda- hvörfum í íjóðagerð. I bók- menntagagnrýni átti hann sennilega engan sinn jafningja á þessari öld. Áhrif hans á þeim vettvangi eru með ólík- indum. Hann varð t.d. til að vekja upp heiia öld..í ensk- um bókmenntum, 17. öldina, sem hafði verið lítill gaumur gefinn, og gera Ijóðskáld henn ar tímabær á miðri 20. öld. Hann varpaði nýju ljósi á margt í evrópskum menningar arfi, bæði klassískum og frá miðöldum, ekki sízt á list Dantes. Ásamt vini sínum og samherja, Ezra Pound, um- breytti Eliot á margan hátt viðhorfi samtíðarmannanna við bókmenntasöigunni. í leik- ritagerð ruddi Eliot einnig nýjar brautir, vakti upp aftur ljóðaleiki, sem lítið hafði ver- ið sinnt um langt skeið. Til- raunir hans á þessu sviði voru ekki allar jafn vel heppnaðar, en helgileikur hans „Murder in the Cathedral" verður án efa eitt af sígildum leikhús- verkum þessarar aldar. T. S. Eliot hóf skáldferil sinn sem efahyggjumaður í uppreisn gegn umhverfi sínu og tíðaranda. En hann lét sér ekki nægja andófið eitt, held- ur leitaði fyrir sér um kjöl- festu í list sinni og lífsafstöðu. Þá kjölfestu fann hann í krist inni kirkju, og bera ýmis síð- ustu ljóð hans, ekki sízt „Four Quartets", því mælskt vitni. Margir telja þennan ljóða- flokk mesta afrek Eliots, og víst er um það að hann er frábærleiga fagur og nálgast fullkomnun í formi. Hins veg ar er út í hött að bera hann saman við „The Waste Land“, þar sem kvæðin eru svo ger- ólík í öllu tilliti. Þau eru í rauninni tveir pólar á lífs- ferli og listabraut skáldsins, sem gefa til kynna víðfeðmi hans og snilligáfu. Þegar T. S. Eliot hlaut bók- menntaverðlaun Nóibels árið 1948, taldist mönnum til, að um hann hefðu verið samdar ekki færri en 10 bækur og rúmlega 250 ritgerðir. Hafa skrif um hann að sjálfsögðu margfaldazt síðan. Talar það sínu máli um áhrif hans á samtiðina. Á íslandi hefur mér vitan- lega aðeins einn maður feng- izt við að þýða ljóð eftir T. S. Eliot, Helgi Hálfdanarson, og hafa þær þýðingar birzt í bók um hans, „Á hnotskógi“ (1955) og „Undir haustfjöll- um“ (1960). Ritgerð um fyrstu verk Eliots birtist í greinasafninu „Nýju fötin keisarans“ (bls. 34-52) eftir undirritaðan, en það kom út árið 1959. Sígurður A. Magnússon. I Kafari reynir að þétta skipið með sementi Meðalsnjóþykktin mœld- ist mest 18 cm 29.des.sl. — var 48 cm í febrúar 1952 MBL. spurðist fyrir um það i gær hjá Veðurstofu íslands, hve- nær snjókoma hefði mælzt mest í áhlaupinu núna um hátíðarnar, og hve mikil hún hefði verið. Bíll ot; bátur 36681 DREGIÐ hefur verið i happ- drætti Krabbameinsfélagsins, en vinhingarnir, bíll og vatnabátur kom upp á nr. 36681. Vinning- anna skal vitjað í skrifstofu fé- lagsins, Suðurgötu 20. Skv. upplýsingum veðurstofunn- ar er örðugt að mæla nákvæm- lega, hve mikill snjór fellur á ákveðnum tíma, því að oftast fýkur talsvert af honum og sezt í skafla. Reynt er þó að mæla meðaldýpt snjólaga. Á Reykjavík urflugvelli mældist hún mest 15-18 cm. hinn 29. desember síð- astliðinn. Einstakir skaflar mæld ust þá 50-100 cm. Þetta fannfergi er þó langt frá því að vera nokkurt met. Þótt mönnum finnist hafa snjóað hressilega núna. þá er ekki ýkja langt síðan snjóþyngsli urðu hér miklu meiri, en eins og veður- fræðingurinn sagði, þá er fólk fljótt að gleyma. í febrúarmán- uði árið 1952 mældist meðaldýpt á flugvellinum 48 cm., og í fe- brúar 1957, sem var mikill og erfiður snjóamánuður, mældist hún 40 cm. í marz 1959 mældist meðalþykktin 18 cm. Akranesi, 4. janúar. SVO ákaft hefur snjó kyngt nið- ur hér í nótt og í dag, — klukkan 5 var ekkert lát á snjókomunni, nema hvað líka var tekið að skafa — að útlit er fyrir að allir vegir verði orðnir ófærir í kvöld. Ef hann hvessir eitthvað meira dregur strax i skafla. — Oddur. Raufarhöfn, 4. janúar. SUSANNA Reith, hollenzka skipið, liggur enn hér á sama stað. Björgunarmenn frá Björg- un h.f. ætla að reyna að draga skipið enn lengra út á miðnætti, en þá er háflæði. Björgunarmönnum hefur tek- izt að draga skipið ca. 12 metra frá þeim stað sem það strandaði á, en sjór eykst í því eftir því sem það næst lengra út. Það staf ar af því, að skipið liggur á gat- inu og næst ekki til að gera við það. Kafari hefur vérið að þétta skipið að innanverðu frá með sementi, en það gengur heldur illa, því sementið vill losna, ekki sízt þegar togað er í skipið. — Einar. STAKSTEINAR Ummæli Tímans um Ólai Thors I FORY STU GREIN Tímans síðastliðinn sunnuda,g segir: „Ólafur Thors hefir verið einn helzti stjórnmálamaður landsins um lengra skeið en nokkur annar ^ á þessari öld. Næsta haust verða liðin fjörutíu ár siðan hann var fyrst kosinn á þing og hann varð þar fljótt einn helzti leiðtogi flokks síns. Síðan varð hann svo aðalforingi fiokksins í nær þrjá áratugi. Samanlagt hefur hann verið forsætisráðherra í 10 ár, en alls ráðherra í 17’ ár. Sést á þessu að hann hefur lengi verið einn mesti valdamaður landsins. Ólafs Thors verður þó ekki lengst minnzt vegna þess, hve lengi hann var ráðherra eða stjómmálaforingi. Lengst verður hans minnzt vegna þess, að hann var óvenjulega litríkur or sér- stæður persónuleiki, er varð mönnum eftirminnilegur. Hann hafði marga þá hæfileika til að bera, er gera menn að sjálfkjöm- um forustumönnum. Hann gaí- verið hinn harðfengasti baráttu- maður og hlaut því oft að standa um hann styr. En jafnframt gat hann verið mikill mannasættir. Því var hann sérlega vel til þess fallinn að halda saman stórum flokki. Það má hiklaust taka undir þau ummæli Bjarna Benedikts- sonar forsætisráðherra í nýjárs- ræðu hans, að það verður svip- minna á sviði íslenzkra stjóm- mála eftir að Ólafur Thors er horfinn þaðan.“ Uramæli Alþýðu- blaðsins í Alþýðublaðinu segir m.a.: „Með Ólafi Thors er fallinn í valinn einn mesti stjórnmála- skörungur íslendinga á síðustu áratugum. Hann var oftar og lengur forsætisráðherra en nokk- ur annar, og naut í æ ríkara mæli virðingar og viðurkenningat* allrar þjóðarinnar fyrir störf sin og forustu. Ólafur Thors var svipmikil per- sóna, sem þegar var tekið eftir, er hann gekk í sal á mannafund- um. Hann var glæsimenni að vallarsýn og gekk brosandi að hverju verki. Hann hafði til að bera létta lund og gat jafnan komið mönnum í gott skap, enda þótt við torleyst vandamál væri að glíma þá stundina. Var þetta fágætur eiginleiki hér á landi, enda hefur verið haft á orði, að með Ólafi hverfi brosið úr ís- lenzkum stjórnmálum. Á þessu viðburðaríka tímabili, frá kreppu um heimsófrið til kjarnorkualdar, breyttust hagir islenzku þjóðarinnar hraðar en nokkru sinni fyrr. Ólafur Thors sá þessar breytingar og skildi þær. Hann var á yngri árum harðskeyttur baráttumaður fyrir flokksstefnu sinni, en lagði með árunum meiri og meiri áherzlu á að finna samnefnara andstæðra afla, laða flokka, stéttir og ein- staklinga til þess samstarfs, sem íslenzkum þjóðmálum er nauð- synlegra en allt annað. Hér hafa einstakir flokkar ekki haft hrein an meirihluta á þingi og sam- steypustjómir orðið að föstum þætti í stjórnarkerfi lýðveldis- uis. Við slíkar aðstæður hefur það verið þjóðinni mikils virði að njóta krafta mikilhæfs forustu manns, sem hafði bæði vit og, styrk til að hugsa út yfir flokka- mörk. Þegar skráð verður saga ís- lenzkra stjórnmála og atvinnu- mála á síðustu fjórum áratugum, mun Ólafs Thors verða víða minnzt. Hann hefur veitt stærsta flokki landsins langa forustu og árangursríka, en jafnframt unnið virðingu annarra flokka, enda unnið með þeim öllum að stjórn ' landsins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.