Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 5. janúar 1965 3 létust af slysförum -177 manns var bjargai lands hið áriega yfirlit sitt yfir dauðaslys er urðu á síðastliðnu ári hér á landi. Samkvæmt yfir- litinu urðu 83 banaslys á árinu, á móti 105 árið 1963. Flestir þeirra er létu lífið í slysum þess- um drukknuðu í ám og vótnum, 177 manns var b.jargað. Hér á eftir fer yfirlit Slysavarnafélags- ins: Samkvæmt skýrslum S.V.F.Í. hafa orðið eftirtalin dauðaslys á árinu 1964. Til samanburðar eru hliðstæðar tölur frá árinu 1963 innan sviga: Sjóslys og drukknanir: með skipum sem fórust 7 (26) féllu útbyrðis 4 (10) Drukknuðu við land í ám og vötnum 22 (15) Banaslys í umferð: .. ekið á vegfarendur 18 (10) í fulgslysi fórst einn (14) við veltu ökutækja (þar af 2 dráttarvéla) 5 ( 6) Samtals hafa beðið bana 83. fallið út úr bifreið 1 íslendingar erlendis 3 BJARGANIR 1964 vegna árekstra ( 3) Úr skipum sem fórust 27 (19) í rúmsjó 107 (94) úr strönduðum skipum 9 (38) Banaslys af ýmsum orsökum: Frá drukknun nálægt af hrapi og byltu 4 (7) landi 40 (35) á vinnustað og heimilum 11- (2) Úr eldsvoða 18 ( 3) af bruna og revk 3 (7) Frá því að verða úti 1 ( 2) af eitrun 1 (2) Frá köfnun 1 urðu úti 2 (2) Frá því að verða undir af voðaskoti 2 (1) bifreið 1 23 (21) 177 (172) 33 (51) — Útförin Framhald af bls. 1 gamall, Var hann fyrsta barn iþeirra hjóna. Ólafur Thors var fyrst kosinn á þing 1925 fyrir Gullbringu- og Kjósarsýslu og sat á þingi ávallt síðan, eða til dauðadags. Hann var forsætisráðherra í fimm ríkis stjórnum, og oftar en nokkur ann ar íslendingur. Formaður Sjálf- stæðisflokksins varð hann 1934, og til ársins 1961. Eins og fyrr getur verður út- för Ólafs Thors gerð kl. 1,30 í dag frá Dómkirkjunni. Lúðrasveit Reykjavíkur mun leika hjá kirkjunni milli kl. 1,15 og 1,30. Sjálf athöfnin hefst með því að leikin verður Fantasía í C-moll eftir Bach, og síðan sálmurinn „Á hendur fel þú honum“; þá mun dr. Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, flytja minningarræðuna, en síðan verður leikið á orgel Adante maestoso, eftir Hándel, þá sálmarnir ,,Ó, þá náð að eiga Jesúm“ og „Hvað boðar nýjárs blessuð sól“. Síðan verður ieikið sorgargöngulag eftir Beethoven, og loks syngur blandaður kór. Dr. Páll ísólfsson leikur á orgel ið. Ríkisstjórnin og forseti sam- einaðs Alþingis bera kistuna úr kirk;u. Síðan verður ekið í gamla kirkjugarðinn, þar sem hinn látni verður greftraður. Að standendur bera kistu hans að gröfinni. Þess má að lokum geta, að jarðarför Óiafs Thors fer fram á vegum ríkisins, og verður henni útvarpað. Sjálfstæðishúsið við Austurvöll verður opið með- an athöfnin í kirkjunni fer fram, og þangað geta þeir komið. og hlustað á hana, sem vilja, en ekki fá sæti í kirkju. í heimsókn vopn aóur baglabyssu S.l. laugardagskvöld var lög- reglan kvödd að húsi einu hér í bæ sökum þess að þar hafði maður ruðzt óboðinn inn til fyrr- verandi eiginkonu sinnar, vopn- aður haglabyssu. Maðurinn var drukkinn, og var 'konan ekki heima er hann bar að garði með byssuna. Fór hann þá óboðinn inn í íbúðina og var þar fyrir er konan kom heim. j gerð. Málið er Var þá hringt til lögreglunnar, ; sókn. sem kom og tók mann og byssu. Byssan var óhlaðin og var maðurinn ekki me'ð nein skot á sér er hann var handtekinn. Ekki er Ijóst til hvers hann hef- ur tekið með sér byssuna, og ekki hefur fram komið í málinu hvort hann hefur ógnað konunni með henni. Hinsvegar gat rnað- urinn ekki framvísað ley-fi fyrir byssunni, sem verður þá upptæk í frekari rann- Eldur í skátaskála á Skagaströnd Skagaströnd, 4. janúar. KLUKKAN 5,30 s.l. laugardags- morgun var brunaliðið kallað út. Hafði kviknað í svonefndum matskála Síldarverksmiðj.a ríkis- ins, sem skátafélagið hér hefur til afnota fyrir starfsemi sína. Kona, sem var á leið heim til sín, varð eldsins vör og vakti hún upp í nærliggjandi húsum. Mikill eldur var í risinu í norður enda skálans og rjúfa varð gat á þekjuna, en eftir það gekk all- greiðlega að slökkva eldinn. Ekki er fullljóst hvað hefur valdið íkveikjunni, en menn ímynda sér helzt rafmagn. All- miklar skemmdir urðu af eldi, vatni og reyk. Einnig skemmdist mikið af munum og dóti, sem skátarnir áttu, sem ekki verður metið til fjár. Mikið norðanveður gekk hér yfir síðustu daga ársins með mikilli fannkomu. Er.nú geysi- mikill snjór hér á staðnum. Tals verðar skemmdir urðu á íbúðar- húsinu að Fellsbraut 5 í óveðr- inu. Um 15 járnplötur fuku af húsinu og eiris rifnaði pappinn og fennti mikið inn á loftið. Við gerð gat ekki farið fram vegna veðurs fyrr en s.l. laugardag. Áramótabrennur, sem hér átti að halda, féllu niður vegna veð- urs. 1 gær fór allstór hópur manna til Blönduóss til að sjá leikritið Gullna hliðið, og lenti í allmiklum erfiðleikum við að komast heim í nótt vegna ófærð- ar. Öll umferð um þorpið og þjóð vegirnir hér í kring eru með öllu ófærir. Fjöldi fólks hér bíður þess að komast suður og norður til vinnu og skólasetu. — Þórður. M.s. Else Danielsen. Nýtt skipaféla* stof naö - Sjóleiöir h.f. Samið um kaup á 1240 tonua skipi — Else Danielsen STOFNAÐ hefur verið nýtt skipafélag, Sjóleiðir h.f., og er nú verið að semja um kaup á 1240 tonna dönsku skipi, Else Danielsen, sem byggt var í Hol- landi árið 1962. Stofnfundur félagsins var haldinn 2. janúar sl. og skipa stjórn þess Álbert Guðmundsson, formaður, Geir Borg og Ásgeir Jónsson. í varastjórn er Bryn- hildur Jóhannsdóttir, endurskoð- andi, Bergljót Borg og löggiltur endurskoðandi Ólafur J. Ólaís- son. Þá er frú Súsanna Brynjólf3 dóttir ein af stofnendum. Fram- kvæmdastjóri Sjóleiða h.f. verð- ur Geir Borg. Hugmyndin er að flytja kol og salt með skipinu til landsins, en það er sérlega hentugt til slíkra flutninga. Þessar vöruteg- undir hafa yfirleitt verið Tluttar til landsins með erlendum skip- Kefkrókur grip- inn á heimleið ER lögreglubíll var á leið niður Laugaveg laust eftir kl. 5 aðfara- nótt sunnudags, veittu lögreglu- menn athygli manni, sem rogað- ist með pappakassa í fanginu móts við verzlunina Ás. Er mað- urinn varð lögreglunnar var, brá hann hart við, og hvarf inn í portið bak við Skúlagötuhúsin svonefndu. Lögreglumenn hlupu á eftir, og gripu manninn á barna leikvellinum, sem þar er. Veitti maðurinn mótspymu og varð að setja hann í jáirn. Er lögreglumenn gáðu í kass- ann, voru í honum þrjú bústin hangikjötslæri og vænt svíns- læri. Gaf ma'ðurinn þá skýringu að hann hafi verið að skemmta sér í Glaumíbæ. Að dansleik þar loknum, dvaldist honum fyrir utan húsið í kunningjahópi við að reyna að fá bíl'far heim, því kalt var i veðri. Er hann var einn orðinn eftir í portinu, gekk hann að geymsludyrum, sem þar eru og sá að þær voru ólæstar. Brá hann sér þá inn, sá pappa- kassann méð umræddu innihaldi í borðinu, og jafniframt leik 4 borði að krækja sér í kjötlæri. svo hann greip kassann og forð- aði sér síðan. Þessi síðbúni Ket- krókur var á leið heim til sín með góssið, er lögreglan greip hann. Bíkisskiilslof- nr lokaðor 24ra tonna rafall féll niður í lest Goöafoss MJÓG skörp hitaskil voru s'.:ammt undan suðurströnd- inni í gær. Norðan þeirra var frost og snjókoma, sem náði norður fyrir Jökla, en sunnan við skilin var rigning eða suddi og 10 stiga hiti. Norðan lands var úrkomulítið og frost ið 8-13 stig á láglendi. Síðdegis voru horfur á að hitaskilin mundu liggja yfir landið frá austri til vesturs í dag. Verður þá rigning og þokuloft fyrir sunnan, en hríð arveður á NorðurlandL UM miðjan dag á laugardag var verið áð skipa 24 tonna rafali upp úr ms Goðafossi, sem lá við bryggju í Reykjavík. Þrír kran- ar lyftu rafalinum upp úr lest- inni. Þegar hann sveif yfir lestar opinu, var einn kraninn eitthvað á undan hinum, svo að átak hans jþyngdist til muná. Þoldi hann það ekki, svo að armurinn brotnaði j og kraninn sjálfur skemmdist. j Rafallinn féll niður á lestarbotn, en hinir kranarnir tveir héldu eitthvað við, svo að höggið varð ! ekki eins ofböðslegt og ella hefði orðið. Litlar skemmdir urðu • á mis. Goðaifossi, sem er , þegar farinn áleiðis til Hamibong ar með rafalinn aftur. Rafallinn er eign Rafmagnsveitu Reykja- víkur og smíðaður í Sviss. Vá- tryggingin á honum náði til þess, að hann væri kominn ó- skemmdur á hafnarbakka í Reykjavik, svo að „assúransinn" mun eiga bera skaðann. Skv. upplýsingum rafmagnsstjóra Reykjavíkur, Jakobi Guðjohn- sen, mun rafallinri um 10 millj. króna virði. Ekki er vitað, hve miklar skemmdir urðu á honum, þar eð hann var sendur óhreifður utan til Þýzkalands, þar sem skemmdirnar verða athugáðar og metnar. í VEGNA útfarar Ólafs Thors fyrrverandi forsætisráðherra, verður Stjórnarráðið lokað frá hádegi 5. janúar, svo og aðrar skrifstofur ríkisins, eftir því sem við verður komið. Fékk kúluflís í lærið Akranesi, 2. janúar. ÞAÐ bar við á gamlaárskvöld kl. 23.00 að Guðjón Þórðarson 9 ára, fann riffilskot og hélt það væri patróna og sprengdi þetta með steini og lá á öðru hnénu. Við sprenginguna hrökk flís úr kúlunni í lærið á drengnum. Hlaut hann nokkurt sár og hefur grafið í. Samúðarkve^ a ftá konungshjénuni Danmerkur í TI'LEFNI af andláti Ólafs Thor3 fyrrverandi forsætisráðherra, hef ur forseta íslands borizt sam- úðarkveðja frá konungshjónum Danmerkur, f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.