Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5. ianöar 1965 MORCUNBLAÐIÐ 9 Um leið og við sendum frú Ingibjörgu Thors og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur, vitum við, að íslendingar eiga eftir að rifja upp með ,þeim lærdómsrikar og skemmtilegar endurminn- ingar um Ólaf Thors, því að hann er ógleymanlegur maður. Megi eldmóður sá og æskufjör, sem Ólafur Thors varðveitti til hins síðasta í lífsstarfi fyrir vel- ferð íslands, ávallt vera Iþjóð hans og flokki til fyrirmyndar. Geir Hallgrímsson. t EÚMUBGA sextíu ár eru liðin eíðan fundum okkar Ólafs Thors, fyrrv. forsætisráðherra, bar fyrst eaman. Hann var þá aðeins 12 ára að aldri, og kom til sumar- dvalar á heimili foreldra minna í afskekktum stað úti á lands- byggðinni, þar sem kjör fólksins voru öll önnur og erfiðari en hann átti að venjast í því um- hverfi, sem hann ólst annars upp í. Okkur krökkunum varð star- eýnt á þennan glæsilega og fjör- mikla pilt, og það var ekki laust við, að við færum hjá okkur í viðurvist hans. En það stóð að- eins skamma stund, því áður en við vissum af hafði hann tekið forystu í leikjum okkar og etörfum, og stjórnað okkur á ekipulagðan hátt til margvis- legra nýrra og áður óþekktra átaka. Öll viðbrigði hans mörk- uðust af lífskrafti, fjöri oig næm- um skilningi á því, hvernig mæta skyldi vandanum og sigra. Hann var strangur um allar leikreglur og þoldi engum að viðhafa rang- læti og sízt að öllu, að ganga á rétt lítilmagnans. Þegar sumarið var á enda oig hann hélt aftur heim var mikill söknuður meðal okkar leikfélag- anna. Var sem hann færi á brott með gleði okkar og fjör, en skjótt fundum við, að hann hafði skilið eftir nokkurn hluta af sjálfum sér, sem jafnan vísaði ©kkur veginn til 'nýrra dáða, nýrra átaka og nýrra sigra. Ekki veit ég hversu mikill skóli þessi sumartími var honum, en okkur var hann ómetanlegur. Hitt er víst, að þá spann hann þann þráð af vináttu og tryggð við foreldra mína, heimili og venzla- fólk, sem aldrei síðan brast. Og öllum var okkur það ljóst þá, að hér fór mikið foringjaefni, sem myndi eiga framundan harða baráttu fyrir mörgum n.,jungum, sem bæta skyldu kjör ells almennings í landinu, og vinna á þeim vettvangi marga giæsilega sigra. Árin liðu og leiðir okkar Ólafs lágu víða saman og oftar en við var búizt i æsku. Fyrst á sviði þróttmikilla atvinnu- og athafnamála, sem hann var lífið ogfsálin í, seinna á sviði félaigs- tnála, og síðast á sviði landsmála, þar sem hann gegndi forystu. Og alistaðar einkenndist stefna hans og starfsaðgerðir af sömu kostunum, sem ég kynntist hjá honum, þegar hann 12 ára var í aumarvistinni. Betur og meir kynntist ég hæfi- leikum hans og drenglyndi í tuttugu ára samstarfi á Alþingi og ýmsum öðrum þingum ann- arra landa. Eru þær stundir tnargar ógleymanlegar. Þegar hann steig í ræðustól, hvort heldur á mannfundum, á Alþingi eða sem fulltrúi íslands á erlend- um þingum, beindust allra augu að hans sterka pemónuleika. Þegar hann svo hóf mál sitt og röddin hljómaði út til áheyrenda, urðu þeir sem bergnumdir. Svo tnikið vald hafði hann yfir máli ©g meðferð efnisins, svo sterkt eeiðmagn streymdi út frá sál hans. En þegar hann sjálfur hlustaði á veika, biðjandi rödd emælingjans, varð hann allur að móðureyra. þeir strengir snertu hjartað. Ég sá hann rísa hátt i mörgum etórmálum á Alþingi, en hvergi eins hátt og í umræðunum um stofnun lýðveldisins. I>ar var ris hans hæst, þar var stjórnvizka hans stærst, þolinmæðin mest, rökin markvissust. Hann hafði einsett sér, sem foringi stærsta stjórnmálaflokksins, að sameina alla krafta og alla menn, af hvaða flokki, sem var, um þetta mikilsverðasta mái (þjóðarinnar, sem honum var hjartfólgnast allra mála, því hann vissi, að hér var um fjöregg þjóðarinnar að ræða. Hér var hann jafnslunginn og óþreytandi, að halda okkur í skefjum, sem í brennandi áhuga fyrir skjótri lausn málsins vild- um knýja það fram, þótt eigi næðist um það samstaða allra flokka, eins oig að þreyta and- stöðuna og laða hana til fullkom- ijjs samstarfs, sem að lokum tókst, fyrir hans traustu og drengilegu forystu. Menn undruðust oft hversu vel honum gekk, að halda sam- fylkingu um afgreiðslu mála í flokki ailra stétta, þar sem margvísleg sjónarmið hlutu að rísa. Og oft var ég að því spurð- ur á erlendum vettvangi, hvern- ig það mátti ske, að hann gat .eflt borgaraflokk upp í stærsta flokk í landinu og haldið honum þannig árum saman. Okkur, sem þekktum forystuhæfileika Ólafs og lífsskoðun hans, var þetta engin ráðgáta. Við vissum vel, að fyrir hans sterku áhrif, var flokkurinn frjálslyndur um- bótaflokkur, sem varpaði þó ekki fyrir borð því bezta, sem þekkt var i þjóðlífi íslendinga frá alda öðli, en hafði jafnframt opin augu fyrir öllum nýjungum, sem bæta mættu hag þjóðarinnar, og formaður flokksins þoldi engum, að ganiga á rétt hins veika til framdráttar hinum sterka, svo sterk var réttlætistil- finning hans. í öll þau átta ár, sem mér var falin formennska í fjárveitinganefnd, minnist ég ekki, að hann nokkru sinni lyfti fingri til framdráttar erindum þeirra efnuðu, en vissi hann um beiðni hinna fátæku og veiku, voru augu hans vökul og viljinn sterkur, til þess að láta þau er- indi fá jákvæða afgreiðslu. Meginþættirnir í því sterka valdi, sem hann hafði yfir fulltrúum með gerólíkar lífsskoðanir og hagsmuni, var, að hann átti allt í senn, og beitti því af ýtrustu nængætni: skarpa athugun og framsýni, óvenjulega heilsteypta skapgerð og mikinn persónu- leika, ríka réttlætistilfinningu, og ekki hvað sízt „hjarta fullt af gæðum“. Það var því ekki einasta sjálfsagt, að laðast að ákvörðunum hans og vilja við afgreiðslu mála, heldur var það beinlínis Ijúft og hressandi, að fylgja þeim til sigurs. Og nú er hann horfinn sjónum vorum, eftir langan og skemmti- legan ævidag, eins og hann hvarf okkur leikfélögunum haustið 1904, eftir skemmtilegt sumar. En hann er ekki nú frekár en þá allur á brott. Nú eins og þá, skilur hann eftir nokkurn hluta af sjálfum sér, því stærri hluta því fleiri og stærri, sem verk- efnin hafa verið. Ljósin, sem hann tendraði við annes og brim- ótta strönd, til þess að lýsa sjó- farendum, sem allt líf sitt og afkomu áttu undir auðlegð hafs- ins, þau loga enn um langan aldur. Orkan, sem hann veitti inn á þúsundir heimila í borg og bæ, um annes og inn til dala, hún varir um öll ókomin ár, við að ylja og lýsa og veikja mátt hins grimmasta óvinar íslenzkrar náttúru: myrkrið og kuldann. Varðeldarnir, sem hann kveikti um land allt, halda áfram að brenna, svo að æska fslands megi ylja sér við þá, og sækja í loga þeirra nýjar hugsjónir og nýjan þrótt. Og frjóangarnir, sem hann gróðursetti í íslenzkri móður- mold, halda áfram að vaxa og klæða landið, prýða það og skýla nýjum kynslóðum. Álit það, sem hann skóp íslenzku þjóðinni á erlendum vettvangi, varir lengi og léttir spor eftir- komenda, sem þar koma til að feta í fótspor hans. Braut islenzkra stjórnmála- manna er ekki ávallt blómum stráð, og um þá blása ýmsir vindar. Og þess var ekki að vænta, að jafn svipmikill per- sónuleiki og Ólafur Thors var, ætti þar nokkrum fríðindum að fagna. Hann valdi ekki neinar troðnar slóðir. Hann setti mark- ið hátt og hikaði ekki við, að brjóta leið yfir hinar ferlegustu torfærur og oft varð hann fóta- sár á þeirri göngu, og um hann blésu þar oft kaldir vindar á leið til hæstu tinda. Oft leit ég hann þá bæði særðan og þreytt- an, einkum ef vindar eða and- blær blés af þeirri átt, er hann sízt vænti, en aldrei sá ég hann svigna eða bugast. Til þess var trúin á málstaðinn of sterk þrótturinn of mikill, blóðið of heitt oig skapið of þrungið, en á slíkum stundum þótti honum gott að koma heim til hennar, sem hann ungur kaus sér að lífsförunaut. Heimilið, kastalinn, sem umgirtur var óvinnandi múr af nærgætni og kærleika, ró og friði. >ar var farið mjúkum græðandi höndum um sárin, þar var blásið nýju lífi og nýjum þrótti í sókn unz sigur var unn- inn. Það var því ekki einasta venja heldur beinlínis óhjá- ókvæmileg nauðsyn, að konan fylgdi honum hin síðari árin, hvert sem hann fór, og nú síðast að dyrunum, sem aðeins eru opnar þeim, sem guðirnir kjósa sér hverju sinni, enda' fannst honum sem hann gengi vopn- laus og verjulaus á baráttuvöll- inn væri hún hvergi nærri. Þúsundir þegna þessa lands elskuðu Ólaf og dáðu hann. Þjóðin átti líf hans og störf engu minna en heimilið. Þúsundir manna harma nú brottför hans, blessa minningu hans og störf, og óska þess, að andi hans svífi lengi yfir Alþingi og móti störí þess á ókomnum árum. Frá þessum þúsundum streyma nú sterkar öldur samúðar og þakk- lætis til konunnar, sem alla tíð stóð tryggan vörð um heilsu hans og líf. Ólafur Thors lauk gæfuríkri ævi á síðasta degi ársins. Sál hans rís upp á nýju ári í verkum hans, því merki hans mun lengi standa þótt foringinn sé fallinn, og vísa veginn þeim, sem falið er það hlutverk á hverjum tíma, að leysa þann vanda, sem að þjóðinni jafnan steðjar. Gísli Jónsson. t FYRIRFERBARMESTI stjóm- máijaskörunigur þj óðarinnar um langan aldur er genginn með gamla árinu. Mætti það vei marka tímamóit, og skal þó engu • um það spáð í diumibungsveðri líðandi stundar. Með Ólafi Thors er til moldar hafinn höfðinigi, er átt hefur það drjúgan þátt í samtímasögu lanid'S og þjóðar, að jaðrar við ein dæmi. Sem foringi stærsta stjóm málaflokksins og oft í forsæti ýmissa ríkisstjóma var hann að sjálfsögðu umdeildur, en Saga geymir nafn hane örugglega, og vísast í því efni til Hávamála. Áhrifamaður um fl.esta fram var Ólaifur Thors og kunni því ekki illa, ódeigur oddamaður ó- sjaldan á tímum tvísýnu, stór- styrjaldar úti í löndum, er teygt hafði hingað gripklær sínar, en heima fyrir vegna skorts og gerviauðsældar sitt á hvað. Er enginn öfundsverður af að hjjóta oft og tíðum að taka örlaga- þrungnar ákvarðanir með óinóg- um fyrirvara og í misjöfnu sýni kólgaðra daga. Vill þá sfcundum fara svo, að sbaikkaföllin sé hið eina vísa, og endurminningin um þau geymist alla jafna betur en þær gerðir, er að gagni koma og tiii blessunar verða. Þangað til Saga jafna fingur í lófa. Um manninn Ólaf Thors, skaip gerð hans, dagfar, skemmtilegt viðmót og raungæði talar það sínu máli, að hann um fjóra tugi ára var ósigrandi í því kjör dæmi, þar sem hann fyrst bauð sig fram. Mætti þó segja mér að þeir menn séu ófáir um land alit er í einn tíma eða annan hafa orðið áskapaðrar drengilumdar hans aðnjótandi, án þess að gjöf sæi til gjadda. Falli orkumaður af því tagr í valinn um aldur fram, af-því að hann aldrei kunni að hlífa sér, verður hann harm- dauði ástvinum fl:.estum öðrum fremur, enda munu þeir ófáir sem þessa dagana hugsa tii ekkju hins látna og annarra skyldmenna með alúðarhlutfcekn ingu. Gunnar Gunnarsson. t LANDSMENN setti hljóða er fréttist um andlát Ólafs Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, á síðasta degi ársins. ólafur hefur um áratugi verið sá maður, sem mestan svip setti á þjóðlífið og markaði dýpstu sporin í stjórn- móiasöguna. Hann var sá gæfu- maður að vera í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir fullu frelsi þjóðarinnar og menningar- og efnahagslegri uppbyggingu henn- ar. Allir sem þekktu Ólaf vissu að hann trúði á landið og þjóð- Framhald á næstu síðu. Ólafur Thors flytur ræðu á Landsfundi Sjálfstæðis flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.