Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 27
Þriðjúdagur 5. janúar 1965 MORGU N BLAÐIÐ 27 400 láta lífið í bardögum í S.-Víetnam Stefna USA óbreytt, segir Rusk — Rússar heita N.-Vietnam aðstod Saigon, Washington, Moskvu, 4. janúur — (NTB-AP) — + UNDANFARNA daga hafa harðir bardagar geisað við borgina Bihn Gia, um 65 km frá Saigon. Hermdu heimildir í dag, að skærulið- ar Viet Kong hefðu náð borg- inni úr höndum stjórnarhers- ins, en 100 skæruliðar og 300 stjórnarhermenn hefðu fallið í átökunum. ■fc Utanríkisráðherra Banda ríkjanna, Dean Rusk, lýsti því yfir í ræðu í gær, að Bandaríkjamenn hygðust Brotizt með nemend ur til Laugaskóla Húsavík, 4. janúar. IÆIÐIN milli Húsavíkur og Akureyrar er ekki faer nema há- fjaliabíium með drifi á öllum hjólum. Tveir slíkir bílar fóru frá Akureyri kl. 1 í dag með nemendur i Laugaskóla og komu þangað um sjöleytið. Létu öku- mennirnir ekki sérlega illa yfir færðinni. Húsavíkurbíllinn fór svo kl. 20 með skólafólk, um 30 manns, fram að Tjörn i veg fyrir þessa Akureyrarbíla, en leióin að Tjörn er greiðfær. Mjólkurflutningar hafa gengið erEiðlega þennan óveðurskafla, en þó verið brotizt með mjólkina á fjallabílum og komu bílar í dag úr Reykjadal og Aðaldal hingað. Á leiðinni fram að Tjörn hefur aðallega verið fyrirstaða í Aðaldalshrauni og var þar hreinsað í gær með ýtum, svo komnar eru töluverðar traðir, sem skapa munu örðugleika ef í fennir áður en blotnar eitthvað. Aðrar leiðir hafa ekki verið mokaðar, heldur brotizt yfir og í gegn um fannirnar. Mjólk hef- ur verið í allavega ástandi þegar til mjólkurstöðvar hefur verið komið og það sem lengst hefur verið á leiðinni hefur verið botn frosið í brúsunum. Mývetningar ráðgera að koma mjólk til Húsavíkur n.k. þriðju- dag. — Fréttaritari. hvorki draga úr aðstoðinni við Suður-Vietnam né auka herriaðaraðgerðir þannig, að styrjöldin breiddist til Norð- ur-Vietnam. í bréfi, sem Andrei Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, sendi utanrík- isráðherra Norður-Vietnam í dag segir, að Sovétríkin muni koma Norður-Vietnam til aðstoðar verði á landið ráðizt, og þau styðji afstöðu stjórnarinnar í Hanoi til á- standsins á landssvæðinu, sem áður var Indókína. I bréf- inu er einnig lagt til, að hald- in verði alþjóðaráðstefra um ástandið í Laos. Um 300 Búddatrúarmenn og stúdentar fóru í dag kröfu- göngu í Saigon. Báru þeir spjöld með slagorðum gegn stjórn S.-Vietnam og Banda- ríkjamönnum, en megin til- gangur kröfugöngunnar var að mótmæla handtöku 20 stúdenta fyrir skömmu. Lög- reglan stöðvaði göngumenn, er þeir voru á leið til banda- ríska sendiráðsins. Kom til nokkurra átaka og 30 menn voru handteknir. Boðskapur Fleygði blysi irin í söluiurn SIÐD'EGIS á Iaugardag gerð- ist það að 14 ára drengur 1 fleygði logandi púðurblysi inn í söluturninn að Barón- stíg 20 með þeim afleiðingum, að tvær afgreiðslustúlkur brenndust svo, að flytja varð 1 þær í slysavarðstofuna. Fleygði pilturinn blysinu inn um söluopið, og kviknaði í framhlið turnsins og einnig í lofti hans. Lögreglan .var kvödd á staðinn, svo og slökkviliðið, og varð niður- lögum eldsins fljótlega ráðið. ' Talsverðar skemmdir urðu þó á vörum. C9. þing Bandarskj- anna ko n saman í gær Washington, 4. jan. (NTB). í ÐAG kom 89. þing Bandaríkj- anna saman og í kvöld hélt John son, Bandaríkjaforseti, hina ár- legu ræðu um stöðu ríkisins og stefnu (State of the L’nion Message). Ræðu Johnsóns var útvarpað og sjónvarpað beint um öll Bandaríkin, en í henni ræddi hann fyrst og fremst framfara- áætiunina innanlands, sem hann lagði mikla áherzlu á í kosninga baráttu sinni í haust. Hann sagði m. a., að efnahagslíf Bandarikj- anna væri nú blómlegra en nokkru sinni í sögu þeirra, en lagði áherzlu á, að enn væri langt í land á ýmsum sviðum. T. d. þyrfti að auka menntunar- möguleika, útrýma fátækt og herða baráttuna gegn sjúkdóm- unum. Um utanríkismál sagði John- son m. a., að það væri takmark Bandaríkjanna að ná friðsam- legu samkomulagi við Sovétrík- in til þess að bægja frá ógnunum við friðinn víðsvegar í heimin- um. Áður en fulltrúadeildin kom saman til fundar í dag, kusu Repúblíkanar sér nýjan tals- mann, Gerald Ford frá Michigan. Tekur hann við af Charles Hallec, sem er mjög íhajdssamur. Árangurslaus sátta- lundur á ísaiirði ísafirði, 4. janúar. KLUKKAN 10 í gærmorgun hófst hér sáttafundur í sjómanna deilunni á Vestfjörðum undir stjórn héraðssáttasemjara, Hjart ar Hjálmarssonar, og sóttu fund inn fulltrúar sjómannasamtak- anna og útvegsmanna á öllum Vestfjörðum. Fundur þessi stóð ti! kl. 5 í morgun og náðist ekk- ert samkomulag. Lýsti sáttasemjari yfir því í fundarlok, að hann teldi tilgangs laust að halda áfram sáttaum- leitunum fyrr en ákvörðun hefði verið tekin um fiskverð og Ráðizt á s'ólastjóra i Grindavík ÖLVAÐUR maður réðist um kl. 7 á nýársmorgun inn í hús Einars Kr. Einarssonar, skóla- stjóra í Grindavik, og inn í svefn herbergi lians. Maðurinn snerist gegn Einari, þar sem hann var í rúmi sínu, og veitti lionum mörg og þung högg. Einar varð í fyrstu dasaður af höggum árásarmannsins, en tókst um síðir að koma honum út með hjálp bróður síns, sem vaknað hafði við hávaðann, en hann svaf í næsta herbergi. Málið var kært til sýslumanns í Hafnarfirði og var árásarmað- urinn tekinn fastur og settur í gæzluvarðhald, sem hann situr enn í. Árásarmaðurinn hefur viðurkennt verknað sinn. ' Einar hlaut glóðarauga og marðist I andliti, en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. fleira. Munu flestir fulltrúarnir halda heim með Heklu. Allir bátar réru frá Isafirði í gærkvöldi, enda höfðu vélstjórar afturkallað kröfur sínar, sem orðíð höfðu til þess að stöðva róðra á laugardag. Sjómannasamtökin á Vest- fjörðum hafa heimilað verkfalls- boðun, en stjórnir þeirra hafa enn ekki tilkynnt vinnustöðv- un. — H. T. — Malaysia Framhald af bls. 1 Sem kunnugt er, hafa SÞ veitt Indónesíumönnum tækniaðstoð og starfa 100 tæknifræðinigar í landinu á vegum samtakanna. Þessir menn störfuðu í dag eins og ekkert hefði í skorizt. Fregnir herma, að ekki sé fullvíst, að þessari aðstoð verði hætt, þótt Indónesíumenn segi sig formlega úr SÞ. Bent er á, að ýmis ríki eigi aðild að sérstofnunum SÞ, þótt þau séu ekki aðilar að sam- tökunum sjálfum. Útlit fyrir samkomulag um myndun stjórnar í Nígeríu Bretar gagnrýndu Indónesíu- menn í dag fyrir að ætla að segja sig úr SÞ, en máligagn Sovét- stjórnarinnar ,,I2vestija“ gagnrýn ir Breta fyrir að senda Malaysíu- mönnum aukinn liðsstyrk. Blað stjórnar Egyptalands ,,A1 Mesa“ sagði í gær, að Indónesíu- menn hefðu hopað af hólminum og það væri ekki til eflingar mál stað Asíu- og Afríkuríkja, að þau flýðu, er á reyndi. Þau ættu að horfast í augu við vandamálin og berjast í herbúðum óvinanna, yrði það nauðsynlegt, að öðrum kosti fengju nýlendukúgarar tækifæri til að svikjast aftan að nýfrjálsum rikjum. Lagos, 4. jan. — (NTB-AP) F R A því að kosningar til þings fóru fram í Nígeríu sl. miðvikudag, hefur stjórnar- kreppa ríkt í landinu og ótt- azt hefur verið að ekki myndi takast að koma í veg fyrir að öngþveiti skapaðist. I kvöld benti hins vegar allt til þess að tekizt hefði að af- stýra óförum og koma á sam- komulagi milli hinna stríð- andi aðila, stjórnarflokksins MNA (Þjóðarflokks Nígeríu) og helzta stjórnarandstöðu- flokksins UPGA (Sameinaða Framsóknarf lokksins). Eftir viðræður við formenn flokkanna tveggja í kvöld, fól forseti Nígeríu, Nnamdi Azikiwe, fráfarandi forsætisráðherra, Abu bakar Balewa, að mynda sam- steypustjórn á sem breiðustum grundvelli. Áreiðanlegar heim- — Akureyri Framh. af bls. 28 þung, er í framsveitum Eyja- fjarðar, og þó aðeins fyrir stóra bíla. Mjólkurflutningar til Akur eyrar ganga seint og stirðlega, en þó er ekki ástæða til að óttast skort á neyzlumjólk fyrir bæjar- búa. Vegagerð ríkisins reynir eftir megni að greiða fyrir nauð- synlegustu flutningum en það er erfitt verk, þar sem skafrenn- ingur ér mikill víða og snjór- inn samanbarinn. í kvöld biðu hér flugfars um 170 farþegar, þar af um 60 frá Siglufirði. Ekki eru horfur á flugi í kvöld og á morgun hafa a.m.k. 50 manns pantað far með flugvélum F. í., þannig að þá verða um 220 manns á farþefia- skrá. Unnið var í alla nótt við að hreinsa af flugbrautinni þann snjó, sem setti niður í gær og í nótt, svo völlurinn er í bezta lagi. — Sv. P. ildir hermdu, að báðir stærstu flokkarnir hefðu sætt sig við þessa lausn, en ekki var ljóst hvort úrslit kosninganna fyrir áramótin hefðu áhrif á skipun manna í ráðherraembættin. Hef- ur UPGA lýst því yfir, að hann geti ekki fallizt á myndun stjórnar á grundvelli kosninga- úrslitanna. Sem kunnugt er hvatti UPGA stuðningsmenn sína til að virða kosningarnar á miðvikudaginn að vettugi og hélt því fram, að þær væru ólöglegar. Um þriðj- ungur þjóðarinnar neytti ekki atkvæðisréttar síns, en úrslit kosninganna urðu þau, að MNA hlaut 173 þingsæti af 312 og UPGA 29 þingsæti. Ayub Khan sigraði í lorsetakjöri í Pakistan Karachi, 4. jan. (NTB). AYUB Khan, forseti Pakistan, fór með sigur af hólmi í forseta- kosningunum í landinu s.I. laug- ardag og var endurkjörinn til fimm ára. Endanleg úrslit kosn- inganna liggja ekki fyrir enn, en allt bendir til að Ayub Khan hafi fengið 70% atkvæða í V.- Pakistan, en 60% í A.-Pakistan. Aðeins tveir frambjóðendur voru við forsetakosningarnar, og var andstæðingur Khans hin 71 árs gamla Fatima Jinnah, systir Mohammeds Jinnah, sem lagði grundvöllinn að PakistanríkL Þegar Fatima Jinnah fregn- aði sigur Khans forseta, kvað hún engan vafa leika á því, að kosningasvik hefðu verið höflð i frammi. Músikinni ekki kastað Æthugasemd frá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda: í TILEFNI af skrifum, er birtust í einu dagblaðanna í Reykjavík 3. janúar s.l. viðvíkjandi verk- falli hljóðfæraleikara, óskar Sam band veitinga- og gistihúsaeig- enda að koma fram með eftir- farandi athugasemdir: Fyrir nýárið höfðu náðzt samn ingar milli- S.V. annarsvegar og Félags matsveina, Félags fram- reiðslumanna og Félags starfs- fólks í veitingahúsum hinsvegar. Samninganefndir S.V.G. og F.Í.H. undirrituðu aðfaranótt 31. desember samning að viðstödd- um sáttasemjurum, en skv. samningi þessum skyldu laun hljóðfæraleikara hækka um 10% og verða kr. 125,00 pr. klst. auk annara fríðinda, sem í mörgum tilfellum mátti jafna til beinna kauphækkana. Eftir hádegi á gamlársdag felldi almennur fundur hljóðfæraleikara þennan samning, en nokkru síðar um daginn var það látið berast frá F.Í.H. til samninganefndar S.V.G., að hægt myndi að gera samning fyrir kvöldið, ef S.V.G. vildi hækka kaupið um aðrar 10% þ.e.a.s. 100% hækkun frá því, sem áður var búið að semja um. .iald á bls, 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.