Morgunblaðið - 05.01.1965, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.01.1965, Qupperneq 8
8 MORCU N BLADIÐ Þriðjudagur 5. janúar 1965 Kveðjuorð og minningar VIÐ fráfall Ólafs Thors, fyrrver- andi forsaetisráðherra og for- manns Sjálfstæðisflokksins, er íslenzka þjóðin djúpum harmi •legin. Raust mikilmennisins og •tjórnmálaskörungsins er hljóðn uð, og hinu stórbrotna ævistarfi iokið. Samband ungra Sjálfstæðis- manna harmar fráfall síns mikla foringja og einlæga vinar. Enda þótt árin færðust yfir, töldu ung- ir Sjálfstæðismenn Ólaf Thors ávallt í sínum hópi. Eldmóður- inn, krafturinn og djörfungin, •em einkenndu hann, gerðu hann aufúsugest hjá ungurn mönnum, Allt hans viðmót einkenndist af vinarhug og skilningi, sem sam- fara karlmannlegri hreinskilni og einlægni ávann honum traust og virðingu meðal ungra manna. Ljúft er að minnast hollráða hans og heilræða, og ekki síður þess mikla trausts, sem hann ætíð •ýndi ungum mönnum í verki. Samband ungra Sjálfstæðis- manna sendir eiginkonu hans, sem mestu réð um hans miklu Mfshamingju, og aðstandendum hans öllum, innilegustu samúðar kveðjur. Minningin um leiðtogann og manninn Ólaf Thors, mun í nú- tíð og framtíð verða dugandi mönnum hvatning til dáða. Fyrir hönd Sambands ungra \ Sjálfstæðismanna, Ámi Grétar Finnsson. t Stl ÞJÓÐ, sem alið hefur son sem Ólaf Thors, er lánsöm þjóð. Við, sem störfum að félagsmál um, hljótum að komast í snert- ingu við þá, sem veljast til for- ustu fyrir hina ýmsu stjórnmála fiokka. Síðan 1952 hefi ég kynnzt mörgum, sem hafa verið í farar- broddi þjóðmála en á engan tel ég hallað þó sagt sé, að ólafur Thors, sá víðsýni drengskapar- maður, beri þar af. Ég tel mér það mikið lán að hafa fengið að kynnast svo stór- brotnum manni sem ólafur var. Ég sé í blöðum, sem ég taldi mig þó áður vita, að stjórnmála- andstæðingar hans meta þennan ógleymanlega mann að verðleik um sem sérstæðan persónuleika og drenglyndan samstarfsmann. Drengskapur er sú eigind, sem mér er minnisstæðust í fari hans. Oft hafa svalir vindar blásið um Ólaf, enda „stendur um stóra menn stormur úr hverri átt“ Ég vil fyrir mig og þau sam- tök, sem ég starfa hjá, flytja Ólafi Thors þakkir fyrir við- kynninguna. Konu hans, frú Ingibjörgu, börnum þeirra og öðrum aðstand endum, sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Björgvin Sigurðsson. t ÞEGAR mér barst andlátsfregn Ólafs Thors, kom hún mér ekki á óvart, því sjálfum sér kunni hann ekki að hlífa. Ég fullyrði að á engum íslenzk um stjórnmálamanni á þessari öld hafi meira mætt en Ólafi Thors, og þó oft hafi verið stór- um höggum að honum beitt, hef- ur honum allra manna bezt tekizt að breyta stefnu þeirra högga, svo að oft hafa þau skaðað þá einna mest, sem reitt hafa. Ég hef borið gæfu til að kynn- ast Ólafi Thors persónulega og haft við hann þó nokkuð sam- starf í nær hálfan þriðja tug ára, og það sem mér verður minnis- stæðast í fari hans sem þing- manns er það, að aðalatriðið væri að koma hverju góðu máli fram, en hitt hver mundi þakka sér það að lokum, það var auka- atriði í hans augum. Víst er, að allir þeir sem nokkuð hafa kynnzt Ólafi Thors, munu ljúka upp um það einum munni að meiri dreng- skaparmann hafi þeir aldrei þekkt. Fyrir hönd Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi og persónulega flyt ég hans elskulegu konu og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur í þeirra miklu sorg. Mig skortir orð, því þótt mér hafi ekki komið þessi sorgar- fregn á óvart, eins og fyrr er sagt, er ég ekki enn í raun og veru búinn að átta mig á því að hann sé horfinn okkur sjónum. En það er huggun harmi gegn, að áhrifa frá hans göfuga og giftu- ríka starfi í þágu íslenzku þjóð- arinnar mun lengi gætá. Einar Halldórsson. t FÁTT mun hafa snortið fólk um land allt jafndjúpt og sorgar- fregn sú, er barst á öldum ljós- vakans á síðasta degi gamla árs- ins, að okkar ástkæri foringi um langt skeið, Ólafur Thors, væri látinn. Menn setti hljóða, því iþótt flestum væri kunnugt um, að Ólafur hafði um langt árabil átt við vanheilsu að búa, vonuðu menn samt að með algerri hvíld frá stjórnmálalþrasinu mætti honum auðnast að lifa lengi enn á meðal vor. Með þessum mikla höfðingja er í valinn hniginn einn af merk ustu stjórnmálaleiðtogum þessa lands, maður, sem skilur eftir sig djúp spor í sögu þjóðarinnar, maður, sem hefur um áratuga skeið átt hvað mestan þátt í að móta stefnu íslenzku þjóðarinn- ar í innan- og utanríkismálum. Ég man fyrst eftir Ólafi Thors þegar ég var smástrákur og átti heima í litlum bæ á Grímstaða- holti og Einarsstaðir hét, en er nú löngu horfinn. Þá var það oft að neðan úr bæ kom stór hópur unglinga með ærslum og gleði- brag. Piltar og stúlkur fóru yfir túnið á Einarsstöðum og niður að sjó í Skerjafirði. Einn piltanna vakti sérstaka athygli mína og annarra fyrir frjálsmannlega framkomu, enda var hann sjáan lega fyrirliðinn, sem allur hópur inn virtist taka sér til fyrirmynd- ar. Þessi piltur var ólafur Thors. Svo liðu mörg, mörg ár, ég fór að stunda sjóinn og fylgdist lítið með því, sem í landi gerðist. Svo var það einn góðan veðurdag, að ég gekk upp hafnarbakkann og sá mikinn mannfjölda standa framan við háan kolabing og hlusta á mann, sem stóð uppi á bingnum og hélt þar þrumandi ræðu að mér skildist gegn Ólafi Friðrikssyni og hans liði, sem æsti þá mjög til verkfalla. Þessi maður var Ólafur Thors. Ég man enn að kjarninn í ræðu hans var á þá leið að verkföll leystu eng- an vanda, heldur ykju á hann, að okkar fámenna og fátæka þjóð yrði að standa saman, stétt með stétt, ef takast ætti að byggja upp trausta atvinnuvegi og vernda sjálfstæði þjóðarinnar, verkföll kæmu harðast niður á fátækustu heimilunum og verk- fallsmönnum sjálfum. Varla er hægt að segja, að Ólafur hafi verið byrjaður sinn raunverulega stjórnmálaferil, þeg ar þessi ræða var flutt. Þó er það augljóst að á grundvelli þeirra skoðana, sem hann þar setti fram, hefur hann mótað og byggt upp sitt stjórnmálastarf frá því fyrsta til hins síðasta. Árangur- inn er öllum skynibornum mönn- um augljós. Undir forystu Ólafs Thors hef ur Sjálfstæðisflokkurinn vaxið ár frá ári í það að vera nú lang- stærsti stjórnmálaflokkur lands- ins. Undir forystu Ólafs, ýmist sem forsætisráðherra eða ráð- herra annarra mála í ríkisstjórn um, hafa orðið stórstígari fram- farir í uppbyggingu atvinnuveg- anna á sjó og landi en dæmi eru til um áður í sögu þjóðarinnar. Ólafur Thors var víðsýnn raun sæismaður. Hann vildi leysa hvern vanda með hagsmuni allra stétta þjóðfélagsins fyrir augum. Honum tókst manna bezt að laða að sér menn með ólíkustu skoð- anir og vinna þá til sátta og sam- starfs. Vegna þessa eiginleika Ólafs varð hann með eindæmum vinsæll maður, ekki aðeins í eig in flokki, heldur langt út fyrir raðir hans. Það mun óhætt að f ullyrða, að enginn núlif andi stjórnmálamaður, sem staðið hef ur áratugum saman í fremstu línu stjórnmálabaráttunnar, hafi notið jafn almenns trausts og vin sælda og Ólafur. Það var árið 1949 að ég fékk persónulega að kynnast Ólafi Thors. Ég komst þá strax að raun um hvern mann hann haifði að geyma. Félag mitt, Þróttur, stóð þá sem oft áður í mjög harðri deilu við Vinnuveitendasamband íslands. Það bar mikið á milli og vandséð hvernig það bil yrði brúað, þar sem hvorugur aðilinn var iíklegur til að slaka mikið til. Þá bað Ólafur mig um að koma til sín og ræða máiin eins lega, sem ég og gerði. Ekki þarf að orðlengja það, að meiri skiln- ing og vinsemd í okkar garð hef ég ekki fyrirhitt. Hann bauð mér strax að bera sáttarorð á milli og vinna að lausn deilunnar, sem hann og gerði. Persónulega er ég sannfærður um að þessi deila hefði staðið lengur og haft verri endi, ef hans hefði ekki notið við. Upp frá 'þessu var Ólifur jafnan reiðubúinn að rétta okk- ur hjálparhönd, ef á þurfti að halda. Svipaða reynslu munu bæði verkaménn og aðrir laun- þegar á sjó og landi hafa fengið í viðskiptum sínum við Ólaf Thors, enda átti hann marga vini og aðdáendur í hópi þess- ara stétta. Frá mínum bæjardyrum séð orkar það ekki tvímælis, að það voru fyrst og fremst vinsældir Ólafs og traiust fólksins á direng skap hans og réttlætiskennd, sem öfluðu'Sjálfstæðisflokknum fylg- is langt inn í raðir launþegasam- takanna. ólafur Thors var sér- stæður persónuleiki, sem seint líður þeim úr minni, sem kynnt ust honum. Hann var mikill bjart sýnismaður og trúði á mátt og þrek þjóðarinnar til að standa af sér öll áföll og sigrast á öllum erfiðleikum. Óeining og stétta- stríð var eitur í hans beinum. Þreyttist hann aldrei á að vara þjóðina við því. Og sagan mun sýna það og sanna, að þegar þjóð in bar gæfu til að fara að hans ráðum, vegnaði henni vel. Að sjálfsögðu væri hægt að taka mý- mörg dæmi þessu til sönnunar, en til þess er hvorki tími né rúm að þessu sinni. í hugum okkar Sjálfstæðis- manna var Ólafur hmn mikli for ingi, sem allir gátu treyst. Hann vék aldrei fyrir erfiðleikunum, heldur barðist gegn þeim af djörfung og trú á að góður og réttlátur málstaður sigri að lök- um. Og nú er skarð fyrir skildi. Það er ekki aðeins að Sjálfstæðis flokkurinn hafi misst sinn mesta og bezta leiðtoga, einnig islenzka þjóðin hefur misst einn af sínum beztu sonum. En mitt í þeim sára harmi, sem kveðinn er að við fráfall hans, megum við þó vera forsjóninni þakklát fyrir þá miklu gæfu til handa íslenzku þjóðinni, að hafa fengið að njóta hans svo lengi. Við kveðjum hann nú í hinzta sinn með þakklátum huga, en ávöxtur verka hans mun iifa og dafna í íslenzku þjóðlífi. Ég votta eftirlifandi konu hans og ástvinum mína dýpstu samúð. Friðleifur í. Friðriksson. t ÓLÁFUR Thors hefur markað djúp spor í sögu íslenzku þjóðar innar og átt forgöngu ýmist einn eða með öðrum að framfaramál um hennar um fjögurra áratuga skeið, einmitt það tímabil, sem væntanlega verður talið viðburða mesta og jafnvel einnig eitt ör- lagaríkasta tímabilið í sögu þjóð- arinnar til þessa dags. Sá þáttur verður sagður af öðr um og þó tæpast tæmandi á kveðjustund. Það, sem mér er efst í huga nú, eru samt sem áður ekki verk og áfrek ólafs Thors heldur mað urinn sjálfur, og höfðinglegur og hugljúfur persónuleiki hans. — — — Þröng á þingi. Ferð- búið skip liggur við Grófar- bryggju. Góðir vinir kveðja. Norðmenn búast til brottfarar eftir Snorrahátíð. Ólafur Thors, einn forustumanna hátíðarinnar, stendur fremstur á bryggjunni en hópur ungra stúdenta að baki hans. Um leið og skipið er að fara frá, segir hann og tekur á rás: „Strákar, kveðjum vini vora bet- ur frá Ingólfsgarði." Foringinn er kominn á harða hlaup, þegar frú Ingibjörg minnir hann á, að hún hafi ekki lykil að heimili þeirra, — og það var eins og við manninn mælt, að hann tekur snögga sveiflu, sem stúdentum fannst einsætt að endaði með beinbrotum og örkumlum, — en eftir heljarstökk kemur Ólafur Thors vel niður eins og ævinlega endranær, sveiflar lykl- inum til konu sinnar og heldur áfram í fararbroddi að Ingólfsgarði, þar sem Norðmenn eru kvaddir með húrrahrópum, er Ólafur Thors stjórnar, en stúdentar og allir viðstaddir taka sterklega undir, stoltir að eiga slíkan foringja að sýna frændum sínum, — og hrifningin ljómar í andlitum gestanna, er sigla framhjá heim á leið.------------ — — — Ungur nýbakaður þingfréttaritari hlustar með að- dáun á Ólaf Thors halda mikla ræðu í þingsal og vex í augum, hvernig gera megi slíkri ræðu viðunandi skil í endursögn í út- breiddasta dagblaði landsins. Hann leitar á náðir ræðu- manns og er tekið af stakri ljúf- mennsku. „Fyrst þurfum við að gera upp við okkur“ segir Ólafur Thors með glettnisbros á vör, „hvort eigum við að hafa þetta eins og það var eða eins og við vildum, að það hefði verið?“ Þótt þessi orð hafi hnigið að því, sem búið var og gert í það skiptið, og Ólafi Thors verið eiginlegra að horfa fram á við en aftur á bak, þá hafa mér fundizt þessi orð táknræn. Ólafur Thors sameinaði einmitt á lífs- og stjórnmálaferli sínum að leysa vandamál líðandi stundar, að taka því, sem varð að vera, en missa ekki sjónar á því, sem hann vildi láta verða. — — —- Með spaugi eða óbrotinni al- vöru, en höfðinglegu hispurs- leysi átti ólafur Thors greiðan aðgang að samtímamönnum, and stæðingum sínum sem samherj- um, ungum sem gömlum. Hann umgekkst menn sem jafningja sína, ekki með því að lúta þeim, heldur með því að hefja viðmæl endur sína upp til móts við sig. Fáir kunnu betri skil á því, að „aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Ólafur Thors gat sett ofan í við samherja sína, fundið þeim og skoðunum þeirra ýmis- legt til foráttu, en á þann veg; að þeir héldu sjálfsvirðingu sinni, og þeim gat jafnvel þótt vænt um athygli foringjans um leið og þeir skildu alvöru orða hana. Til Ólafs Thors var því oft leit- að ráða, og hann reyndist einnig ávall't sannur hollvinur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.