Morgunblaðið - 05.01.1965, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLADIO
Þrlðjudagur 3. janúar 1965
sannar, en hvergi held ég að við
fáum réttari skýringar eða sann-
ari en hjá íbúum kjördæmis hans,
Reyk j aneskj ördæmis.
Hann valdist ungur til þing-
mennsku fyrir þá og reyndist
þeim þannig, að hvar sem kom-
ið er í Reykjaneskjördæmi er
hans minnzt fyrir hjálpfýsi og
trygglyndi samfara stórhug og
bjartsýni til athafna, glæsileik
og óvenjulega stjórnmálahæfi-
leika.
I>egar nú Ólafur er allur, færi
ég honum þakkir og blessun þess
fólks, sem hann starfaði svo
lengi fyrir.
Persónulega þakka ég honum
gamfylgdina, sem því miður var
svo stutt, en verður mér hins
vegar ómetanleg.
Við vottum eiginkonu hans,
frú Ingibjörgu og fjölskyldu
hennar, samúð okkar og biðjum
góðan Guð að gefa þeim styrk í
sorg sinni.
Við minnumst Ólafs Thors og
þjóðin mun jafnan telja hann
einn af sínum beztu og mestu
sonum og varðveitir minningu
hans með þakklæti um ókomna
tíma.
Matthías Á. Mathiesen.
t
ÞEGAR ólafur Thors var í
fyrsta sinn kosinn til Alþingis
1925, var það við aukakosningar
I Gullbringu- og Kjósarsýslu
ásamt Hafnarfirði, sem þá var
eitt tyímenniniggkjördæmi. Kjósa
sikyldi annan tveggja þingmanna
kjördæmisins. Tveir frambjóð-
eirndur voru í kjöri, Öiafur Thors
fyrir íhaldstflokkinn en Hara.ld-
ur Guðmunds^on fyrir Alþýðu-
flokkinn.
Þá var samgön g’umá'l'um þann-
ig báttað hér í kjördæminu sem
annarsstaðar á landinu að hestar
voru aðal farkostur manna á
landi en skip og bátar með
•tröndum fram.
Þegar þeir Ólafur og Harald-
ttr héldu framboðsfund á Reyni-
völium í Kjósarhreppi, völdu
þeir sjóleiðima inn Hvalfjörð á
mótorbát og tóku land í Hvals-
nesi við Maríuhöfn, fengu síðan
hesta frá sjó á fundarstað.
Mikið orð fór af orðsnilld og
ræðumennsku beggja hinna
ungu manna.
Ekki var þó Kjósverjum erfitt
valið á kjörstað, svo gæfulegur
leizt þeim Ólafur Thors við
fyrstu sýn, endia varð kfrxsninga-
*igur hans stórglæsillegur.
Þetta v§r mikil happakosning
fyrir kjördæmið. 1 nærfeltt 40
ár bjó það að óviðjafnanleguim
starfskröftum Ólafs Thors sem
þingmanns og áhrifamanns í ís-
lenzku þjóðlífi, og ótaldir m.unu
þeir einstaklingar í kjördæminu,
sem nutu drengskapar hans og
vinfengis á manga lund.
Tvær æskuminningar mér hug
stæðar vill ég festa hér á blað.
Aðra frá þeirri stund eir ég fyrst
sá Ólaf Thors.
Einn sólfagran sumardag koim
bamn í hlað hér á Neðra-Hálsi,
hleypandi fannhvítum fjör-
gammi, stökk af baki stæftur og
fimur áður en sprettinum linnti
og kom hlaupandi við síðu hests
ins síðustu sporin til okkar nokk
wrra ungmenna sem þar vhrum
að leik og heilsaði okkur með
hlýlegri gamansemi. Ég varð al-
veg hugfanginn af hesta-
mennskuíþrótt komumanns og
allri framkomu.
Þegar hann svo reyndist vera
þingmaður kjördæmisins var
mímu atkvæði ráðstafað löngu
áður en kosningaaí'dri var náð.
Hin minnimgin er frá mann-
fagnaði að Reynivöllum. Ólafur
hafði verið beðinn að halda þar
ópólitíska ræðu og mun haía
@ert það með mikilli prýði. Það
sem bezt festist í huga mér var
að rneð honum var kona hans
ung og glæsileg Ingibjörg Ind-
riðadóttir sem hann kynnti fyrir
samkomugestum með þeirri
hrifni í málhreim og fasi að ekki
duldist, að hann taldi það sinn
snesta kpsnimgasigur er hún
kaus að gamga með honum ó-
kannaða lífsbraut þeirra. Vissu-
lega á hún sinn góða þátt í að
sú braut er nú vörðuð möngum
stórum sigrum í þágu lands og
þjóðar.
Góður drengur er genginn.
Garpur hníginn að foldu. Ég
þakka Guði fyrir hans líf og
starf og hugljjúf persónuleg
kynni, sem helgast í minning-
unni.
Konu hans, frú Ingiibjörgu og
öðrum ásitivimum tjái ég mína
ínnilegustu samúð.
Oddur Andrésson,
Neðra-Hálsi.
l
t
Þú stóðst svo sannur með
siLfurhár
sem sigrandi tákn á verði,
en ert nú borimn til baika nár,
og bregður ei oftar sverði.
M. Joch.
SÍÐUSTU daga nýliðins árs
gengu yfir landnám Ingólfs hörð
veður með miklu ofviðri og snjó
gangi, svo vegir tepptust, raf-
magnslínur sleit niður, ljós og
hiti hvarf.
Á gamLársdagsimorgun, barst
mér símLeiðis sú harmafregn, að
vinur okkar ÓLafur Thors, al-
þingismaður og fyrrv. forsætis-
ráðherra, hefði liátizt þá um
morguninn. Sú fregn jók á kuld
ann, ag jafnveL myrkrið varð
svartara þótt tekið væri að lýsa
af degi.
Þessa merka og mikilhæfa
drengskapairmanns, sem verið
hefir nær 40 ár alþingismaður
okkar, sem búsett erum í Kjalar-
nedþingi, vil ég minnast með
nokkrum orðum.
Þegar hinn mæti maður Ágúst
FLygenring, Hafnarfirði, llét af
þingstörfum árið 1925, var Ólaf-
ur Thors kosinn þingmaður. Ég
man vel þá tíma. Kjördæmið
var talið eftirsóknarvert fyrir
þá, er ætluðu sér að vinna að
stjómmálum, enda höfðu valizt
þangað þjóðnýtir menn, sem síð
ar urðu þingskörungar.
Fljótt spurðist að ýmsum léki
hug'ur á, að ná kosningu í Guill-
br,- og Kjósarsýslu og væru þar
á meðal fyrrv. þingmaður og
landskjörinn þingmaður. Var
nokkurt þóf meðal manna, en
brátt hreinsaðist andrúmsloftið
og Ólatfur Thors virtist hafa
mest fylgi þeirra sem létu til
sín heyra innan fhaildsfloklksins
og bauð hann sig fram. Varð
niú nokkurt hnútuikaat til þeirra
manna, sem sagt var, að hefðu
mest unnið að þessu framboði
og ýmsu varpað frarn og deilt
um, þar á meðál aldur frambjóð
andans, sem var 33 ára.
En síðan kom fram mótfram-
bjóðandd, Haraldur Guðmunds-
son síðar ráðherra, er v*ar
nokkru yngri.
Þá er mér minnistætt hve
kosningafundimir voru vel sótt-
ir, fraimbjóðendurnir mœlsku,
rökfimir í ræðum siínum og
sýndu mikla hóttvLsi. Vakti það
undrun fundarmanna, vegna
þess að umræðuefnið var stjóm-
mál, og verið var að kjósa al-
þingismann.
Síðan hefur Ólafur Thors ver-
ið þingmaður Gullbr,- og Kjósar
sýslu og 1. þingm. Reykjanes-
kjördæmis síðan 1959, forsætis-
ráðhera 5 sinnum, og 4 sinnum
ráðherra í ráðúneyti annarra
forsætisráðherra.
Við eldri mennimir þurflum
ekki að kvarta yfir þeim hnút-
um, er áður fyrr var til ökkar
beint, enda var það ekki þess
vert, heldur getum við g'laðzt
yfir þeim hyggindum og fram-
sýni að styðja þan.n mann til
þings, sem þrátt fyrir harðar
deilur um málefni iliands og
þjóðar á mörgum undanförnum
árum hefur hlotið almennings-
lof fyrir frábæran drengskap,
mikilhæfni í málefnaflutningi
og viturlegar tillögur um mál-
efni lands vlors.
Margir eru þeir, er leitað hafa
til Ólafs Thors um úrlausn í
vandamájum sínum. Þá var oft
sem engu væri lofað, en því
meir hlustað. Þó kom eigi að
síður góð lausn. Ólafur Tbors
var alþýðunnar maður og gerði
fóiki greiða, hvar í flokki sem
það stóð, etf þess var nokkur
kostur.
Ólafur Thors var sonur þeirra
landskunnu hjóna og mikla at-
hafnamanns Thors Jensens og
konu hans Margrétar Þorbjargar
Kristjánsdóttur bónda í Hraun-
höfn í Staðarsveit og var hún atf
góðum bændaættum.
Thor Jensen hóf búskap á Sel
tjarnamesi. Keypti síðan Korp-
úlfsstaði, Lambhaga, Lágafell,
Varmá í Mosfellshreppi, Arnar-
holt í Kja-larneshreppi og Þor-
láksstaði í Kjósanhreppi. Um
tíma rak hann búskap í Bjarnar-
höfn. Á sumrin dvaldist Ólafuir
Thors í sveit á yngri árum eins
og í Hjarðarholti í Dölum pg víð
ar. Hafði Ólafur Thors því mikil
kynni atf störfum bændafólksins
og landbúnaði. Hann virti bænd
ur vel, taldi nauðsyn að efla
ræktun landsins og bæta aðstöðu
alla við ræktun bústofnsins. Má
hiklaust telja, að Ólafur Thors
var einai af öflugustu vinum og
stuðningsmönnum bænda á Al-
þingi.
Ég minnist gleðistunda, að
atfloknum fundum, á heimili
þeirra ágœtu hjóna frú Ingi-
bjargar og Ólafs Thors. Bæði
voru þau samhent í því að
gieðja gesti og láta þeim líða
vel. Vil ég þakka frú Ingibjörgu
hennar ágæta hlut í þeim móit-
tökum og bið Guð að styrkja
hana, börn þeirra og ættingja á
þessari miklu sorgarstundiu.
Hinum látna skail enn þakkað
gæfuríkt starf í þágu lands og
þjóðar.
Blessuð sé minning hans.
Ólafur Bjarnason,
BrautarholtL
t
UNGUR kynntist ég Ólafi Thors,
og vinátta hélzt með okkur alltaf
síðan, þó fundum okkar bæri
sjaldnar saman hin síðari árin
vegna anna hans og umsvifa í
-stjórnmálunum. Ytri glæsileiki
Ólafs Thors var öllum kunnur.
I fasi minnti hann helzt á Han-nes
Hafstein. Hið innra var mann-
göfgi hans og velvild til allra
mest áberandi. í mínum augum
átti hann engan sinn líka hvað
skörungsskap og forustuhæfileika
snerti. Mér fannst sem tign og
heiðríkja væri jafnan í fylgd
með hinum mikla og góða manni,
sem öll þjóðin saknar nú sárt,
en mun lengstum minnast sem
eins hins merkasta og mikilhæf-
asta íslendings á þessari öld.
Páll ÍsóU'sson.
t
ÍSLENZKA þjóðin á við nýliðin
áramót á bak að sjá einum sinna
mikilhæfu forystumanna, leið-
andi forystumanni í atvinnulífi
þjóðarinnar og í stjórnmálum
landsins um 40 ára skeið.
Ólafur Thors, fyrrverandi for-
sætisráðherra er horfinn af sjón-
arsviðinu, — kominn heim. Við
sjóum hann eigi framar í stór-
viðri og stormum þjóðmálabar-
áttunnar, þar sem öldur rísa og
falla á víxl.
Samtíðin er jafnan gagnrýnin
á orð og gjörðir þeirra, sem
framarlega standa í stjórnmála-
baráttu þessa lands, svo hefur
verið frá fyrstu tíð í sögu lands-
ins.
. Þó markmiðin séu hin sömu,
að skapa fámennri þjóð velmeg-
un og hamingju í erfiðu og strjál
býlu landi, greinir oft á um,
hverjar leiðir skuli farnar til að
ná því marki. Hér mun það
ásannast að leiðarlokum Ólafs
Thors sem stjórnmálamanns og
foringja, að allir, sem þekktu,
viðurkenna nú þegar, að hann
hafi jafnan öðrum fremur haft
hæfileika til að milda og lægja
hin miklu veður stjórnmálanna,
þegar ríka nauðsyn bar til að
þjóðin stæði saman. Þeir, sem
bera gæfu til að sameina sund-
urleita krafta þjóðar, sem öðr-
um þjóðum fremur er nauðsyn á,
að standi saman, hljóta í fram-
tíðinni þann dóm sögunnar, að
þeir hafi verið forverjendur
lands og þjóðar, fyrst og fremst
vegna þess, að þeir settu ofar
öllu dægurþrasi velferð og heill
þjóðar sinnar. Þau eftirmæli
geymir sagan Ólafi Thors.
Ólafur Thors var að ætt af-
komandi tveggja þjóða — en
hann var I lífi sínu og störfum
sonur einnar þjóðar — sonur
íslands.
Pálmi Einarsson.
t
ÓLAFUR Thors, fyrrverandi for-
sætisráðherra, er horfinn af sjón-
arsviðinu.
Þar eigum vér íslendingar á
bak að sjá miklum stjórnmála-
skörungi og foringja, sem mark-
aði djúp spor í þjoðlífi voru um
sína daga.
Við fregnina um lát þessa vin-
ar míns, riíjast upp í huga mín-
um margar ljúfar og hugstæðar
endurminningar um langt og
margþætt samstarf við þennan
göfuga og mikilhæfa forustu-
mann. Kunningsskapur okkar og
samvinna á sér langa sögu. Við
áttum sæti saman á Alþingi
nokkuð á fjórða áratug og sam-
starfi okkar var engan veginn
lokið þó ég léti af þingmennsKu.
Við fyrstu kynni á Alþingi tókst
með okkur Ólafi Thors góður
kunningsskapur sem er fram liðu
stundir leiddi til þeirrar vináttu
okkar í milli, sem aldrei bar
skugga á. Þótt það bæri að vísU
eigi allsjaldan við að sitt sýndist
hvorum um afstöðu til vissra
mála og málaflokka og hvor færi
þar sína leið og að á ytra borð-
inu risu í því sambandi nokkrir
úfar okkar í milli, þá náði það
aldrei til þess kjarna sáttar og
samlyndis sem innifyrir bjó.
■ Tryggð og vinátta Ólafs Thora
var órjúfanleg og gat engum
manni nokkru sinni úr minni lió-
ið er hennar hafði orðið aðnjót-
andi. Birtust í því efni, sem á svo
fjölmörgum öðrum sviðum þeir
yfirburðahæfileikar og mann-
kostir, sem honum voru í þlóð
bornir.
Það var þroskavænlegt og á-
nægjulegt að starfa með Olafi
Thors og undir forustu hans.
Hann var í hvívetna bjartsýnn
hugsjónamaður. Gustmikill stór-
hugur hans var jafnan sterk og
áhrifamikil hvatning til fram-
taks alls starfs og athafna, dáða
og drengskapar. Þessara áhrifa
gætti langt út fyrir raðir þess
fólks er skipaði þann stjórn-
málaflokk, sem falið hafði Ólafi
Thors forustu sinna mála.
Það var með arnsúg í flugnum
sem Ólafur Thors gekk að flokks
foringjastarfi sínu.
Ólafur Thors sá í anda bjartar
sýnir, sem fólu í sér nýja mögu-
leikaumstórstígarogskjótar fram
farir á landi hér, sem þá höfðu
ekki tyllt tá á fasta grund í raun-
veruleikaheimi lands vors. Boð-
skapur hans var að þessar sýnir
skyldum vér íklæða holdi og
blóði og beina framtaki voru að
nytsemi þessarar þróunar. Bjart-
sýni af þessu tagi fær stundum
þá dóma að þetta séu hugarórar,
skýjaborgir og svipmyndir, sem
brugðið er upp, og hverfi jafn
harðan aftur út í geiminn með
eldingarhraða. En hugsjónir og
bjartsýni Ólafs Thors, sigldu
jafnan framhjá slíkum boðum og
blindskerjum hleypidóma. Sann-
færingarkraftur hans samfara
sérstæðum aðlöðunarhæfileika
átti opinn aðgang að hugskoti
fólksins og féll þar í góðan jarð-
veg, enda átti Ólafur Thors þvl
láni að fagna í lifanda lífi að sjá
margar þessara hugsjóna sinna
rætast til gagns og blessunar
þjóð vorrL
Óbifanleg trú Ólafs Thors á
landið, vöxt og þroska þjóðar
vorrar, var vígður þáttur í öllu
lífsstarfi hans.
Ólafi Thors var það fullkom-
ið alvöru og hjartans mál, að
frelsi og sjálfstæði lands vora
væri sá lífsteinn, sem einn gæti
grætt öll vor sár. En grundvöllur
frelsisins væri fjárhagslegt og
andlegt sjálfstæði þjóðar vorrar.
Af þessu mættum vér aldrei
missa sjónar. Það væri köllun
vor og skylda að styrkja þennan
grundvöll, það yrðum vér jafnan
að hafa hugfast. í því fælist á
öllum tímum uppfylling hug-
sjóna vorra um farsæld af endur-
heimt frelsis og sjálfstæðis.
Eftir fullveldistökuna og það
að íslendingar gerðust aðilar að
Norðurlanda- og alþjóðaráðstefn-
um mætti Ólafur Thors þar oft
fyrir vora hönd ávallt til gagns
og sóma þjóð vorri.' Hefur ís-
lendingum nú við lát hans borizt
Framhald á bls. 17